Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1991 Friðrik Sophusson fjármálaráðherra; Astand ríkisfjármála mun verra er ráð var fyrir gert Skýrsla Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra um ríkisfjármál 1991 var til umræðu í fyrrakvöld og fyrrinótt og síðdegis í gær. Umræðurnar náðu yfir breytt málefnasvið: ríkisfjárniál um hús- næðismál, búvörusamning, niður- skurð o.fl. í framsöguræðu sinni í fyrrakvöld benti Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra á að skýrslan og innihald hennar hefði nú þ'egar verið töluvert rætt, þótt hún kæmi nú fyrst form- lega til umræðu. Fjármálaráðherra fór því frekar almennum orðum um ástand ríkisfjármála. Ráðherrann sagði m.a. að við könnun á stöðu ríkisfjármálanna hefði komið í ljós að ástandið hefði verið miklu lakara en forystumenn fyrrverandi ríkis- stjórnar hefðu haldið fram. Fjármála- ráðherra nefndi sérstaklega fyrir- rennara sinn í embætti, Ólaf Ragnar Grímsson, í þessu sambandi. Ræðu- maður tilgreindi nokkrar tölur, til að gefa hugmynd um þá erfiðleika sem við væri að etja, t.a.m. að talið væri að lánsfjárhallinn gæti orðið 13,1 milijarður og heildarlánsíjárþörf eða halli allra opinberra aðila 34 milljarð- ar, sem væri 10 milijörðum meira en fyrrverandi fjármálaráðherra hefði haldið fram við fjárlagagerðina. Nú væri talið að nýr sparnaður yrði mun minni en ráð hefði verið fyrir gert, 26 milljarðar í stað 38 milljarða. Fjármálaráðherra greindi frá helstu aðgerðum sem núverandi ríkis- stjórn væri knúin til að grípa til, þ. á m. vaxtahækkanir á ríkisverð- bréfum, sem hefðu verið óhjákvæmi- legar. Ekkert vit væri í því að full- yrða að vextir væru 6% og svo seld- ist ekki eitt einasta bréf. Friðrik Sop- hussyni var spurn hvernig fyrrum ijármálaráðherra hefði ætlað að ijár- magna lánsijárþörf ríkissjóðs án þess að hækka vexti. Ráðherrann dró ekki dul á að vaxtahækkun hefði áhrif á verðlag; 1,5% hækkun vaxta gæti leitt til 0,5% hækkunar framfærsluv- isitölu. Það kom einnig fram í ræðu fjár- málaráðherra að ríkissjóði væri íþyngt og hann bundinn af marg- víslegum skuldbindingfum, t.a.m. vegna efnahagsaðgerða árið 1988. Einnig var minnst á búvörusamning- inn sem gerður var milli ríkisins og Stéttarsambands bænda í tíð fyrri ríkisstjórnar. Fjármálaráðherra vildi ekki leggja dóm á þann gjörning en taldi vert íhugunar ef rétt væri, að Alþýðuflokkur og Borgaraflokkur hefðu gert verulegar athugasemdir og fyrirvara, að minnihluti Alþingis gæti skuldbundið stjórnvöld um millj- arða króna. Pálmi Jónsson (S-Nv) taldi að slæmt ástand ríkisijármála ætti ekki að koma mönnum svo að óvörum. Hann minnti á að vai’að hefði verið við blekkingarleik Ólafs Ragnars Grímssonar en í þeirri list væri fyrr- um fjármálaráðherra mikill íþrótta- maður. Voru þessi ummæli það eina sem túlka mætti sem lofsyrði um framgöngu íjármálaráðherra. I ræðu sinni minnti Pálmi á þá gagnrýni og varnaðarorð sem hann hefði fyrr haft uppi. Taldi hann þær spár nú hafa ræst. 9,4 milljónir Ymsir þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu sparnaðar- og aðhaldsað- gerðir ríkisstjórnarinnar s.s. niður- skurð á framiögum til vegamála, kaupa á björgunarþyrlu o.fl. Vaxta- hækkanir ríkisstjórnarinnar voru sér- staklega gagnrýndar bæði hækkanir á spariskírteinum og á lánum Hús- næðismálastofnunar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) sagði m.a. að ljóst hefði verið að húsnæði- skerfið frá 1986 hefði verið meingall- að en hún gagnrýndi harðlega það sem hún taldi afturvirka vaxtahækk- un á lánum Húsnæðistofnunar. Þótt að í skuldabréfununj væri fyrirvari um breytileg lánskjör, færi ekki hjá því að forsendum, sem lántakendur hefðu byggt á, hefði verið breytt. En Ingbjörg taldi enn alvarlegra að skömmu fyrir síðustu þinglok hefði ákveðin trygging sem lántakendur hefðu haft gagnvart breytingum á lánskjörum verið felld niður með lagabreytingu; ákvæði um greiðslu- jöfnun fasteignaveðlána. Ræðumaður taldi húsbréfakerfið hafa ýmsa kosti, t.d. væru vextirnir sem slíkir fastir en ávöxtunarkrafan og afföilin alltof há. Einnig væru of mikil lausatök á útgáfu húsbréfa og hefði ríkið ekki þar sömu stjórn og á útgáfu ríkisskuidabréfa. Hún taldi að setja þyrfti þak á lán úr húsbréfa- kerfinu. Ingibjörg sagði t.a.m. að þess fyndust jafnvel dæmi að greiðsluerfiðleikalán hefðu farið í 9,4 milljónir. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) gagnrýndi í sinni ræðu málflutning og talnatúlkun stjórnarsinna um stöðu ríkisíjármálanna. Ólafur Ragn- ar sagði m.a. núverandi fjármálaráð- herra ekki gera greinarmun á ríkisv- íxlunum sem væru skammtíma- pappírar og spariskírteinum til langs tíma og væru vaxtagrunnurinn í landinu. Ef ríkissjóði tækist á árinu að selja nægilega mikið af ríkisvíxlum þyrfti ekki að hækka vexti af spa- riskírteinum. Að hækka hvorttveggja í einu væri „glæfraspil“. Enda hefði komið á daginn að Seðlabankinn hefði hækkað ávöxtunarkröfuna á spa- riskírteinum á verðbréfaþingi úr 8,15% í 8,65-8,85%. Ólafur Ragnar sagði þetta rýtingsstungu í bak íjár- málaráðherra. Hækkun ríkisstjórnar- innar á vöxtum spariskírteinanna hefði leitt til vaxtaskrúfu. Ræðumanni sýndust aðgerðir ríkis- stjórnarinnar til að minnka lánsíjár- halla hins opinbera um 6 milljarða ekki ganga upp. Hann hefði lagt sam- an tölurnar í skýrslunni og kæmist ekki hærra en í 3,6 milljarða. Ólafi Ragnari virtist einnig margar að- haldsaðgerðir og niðurskurður ríkis- stjómarinnar ekki vera studdar af sumum þingmönnum stjórnarflokk- anna og væri spurning um hvort þess- Meginverkefni þess Alþingis er nú starfar er að fjalla um frum- vörpin tvö, um stjórnarskrár- og lagabreytingar sem miða að því að Alþingi starfi í einni málstofu. Þessu verki miðaði áleiðis á deild- arfundum í gær. Bæði frumvörpin cru stödd í seinni deild. Neðri deild á einungis eftir að greiða endanlega atkvæði um frumvarp- ið um stjórnarskrárbreytinguna. Efri deild á eftir að ræða frum- varpið til laga um ný þingsköp Alþingis í þriðja sinn. I efri deild gerði Björn Bjarnason (S-Rv) grein fyrir áliti stjórskipunar- og þingskapamefndar deildarinnar. Nefndin lagði til að frumvarpið yrði afgreitt óbreytt til þriðju umræðu en vildi koma nokkrum atriðum á framfæri mönnum til íhugunar. Nefndin vill að forsætisnefnd þings- ins láti kanna möguleika á stöðugu útvarpi frá Alþingi. Forsætisnefndin mætti einnig athuga hvort unnt sé að breyta fundatíma Alþingis þannig að þeir hefjist fyrr en verið hefur. Nefndin hvetur til þess að fjárlaga- ar aðgerðir nytu meirihlutafylgis á þingi. Hann vildi að ríkisstjórnin leit- aði svars við þeirri spurningu með því að bera þessar ráðstafanir undir þingið og leita þar atkvæða. Búvörusamningur Umræðum var frestað kl. 02.30 en fram haldið síðdegis í gær. Stein- grímur J. Sigfússon (A-Ne) taldi sig knúinn til að svara ýmsu í „sérkenni- legri ræðu“ Pálma Jónssonar. Ræðu- maður sagði Alþýðuflokkinn ekki hafa lagst gegn búvörusamningnum í síðustu ríkisstjórn heldur gert fyrir- vara um ákveðin atriði. Steingrímur taldi að yfirlýsingar landbúnaðarráð- herra, forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra stönguðust verulega á og fjármálaráðherra hefði talað undir rós um það efni. Steingrímur vildi fá skýr svör um hvort standa ætti við búvörusamninginn. Alþingi gæti ekki farið heim án þess að ríkisstjórnin gerði hreint fyrir sínum dyrum. Anna Olafsdóttir Björnsson gagnrýndi sérstaklega þær áherslur sem kæmu fram í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til sparnaðar sem bitnuðu t.a.m. á sjúklingum og almannatryggingum. Hún hvatti menn til að leita frekar ráða hjá starfsfólki stofnana um sparnað en sérstökum hagræðingar- ráðgjöfum. Friðrik Sophusson Ijármálaráð- nefnd og þeir aðilar sem vinna að gerð fjárlagafrumvarpsins ræði sín á miili um hið nýja fyrirkomulag við afgreiðslu fjárlaganna og móti í sum- ar framkvæmd þeirrar nýjungar. Fastanefndir þingsins eru hvattar til að koma saman í sumar og undirbúa störf fyrir haustið í ijósi breyttra starfshátta. Að endingu er þeim til- mælum beint til forsætisnefndar að hún hraði athugun á húsnæðismálum Alþingis. Fulltrúar framsóknarmanna og Samtaka um kvennalista skrifuðu undir nefndarálitið með fyrirvara. Fyrirvari framsóknarmanna er vegna þess hvernig staðið var að því að flytja breytingartillögu í neðri deild um að fjölga nefndarmönnum í fjár- laganefnd úr níu í ellefu. Með því hefði s'ú samstaða sem verið hefði um þetta mál verið rofin. Þótt fram- sóknarmenn sættu sig við orðinn hlut vonuðu þeir að þessi vinnubrögð yrðu ekki fyrirboði um hvernig staðið yrði að framkvæmd þessara nýju þing- skapa. Fyrirvari Kvennalistans er um að þær óttast að þingsköpin geti herra varð að svara og skýra nokkur atriði sem fyrir hann höfðu verið lögð, t.d. sæi Ólafur Ragnar Grímsson ein- ungis 3,6 milljarða í ráðstöfunum til að draga úr lánsfjárhaila hins opin- bera. En mismunurinnn lægi í endur- greiðslu á láni til Húsnæðisstofnunar og einnig í því að vaxtahækkanir myndu leiða til minnkandi lánsflár- þarfar vegna húsbréfa. Fjármálaráð- herra kvaðst ekki myndu gera bú- vörusamninginn að frekara umtals- efni því væntanlega yrði sérstök umræða síðar um hann. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði Ingibjörgu Sólr- únu Gísladóttur hafa reynt að gera greiðsluerfiðleikaián húsbréfakerfis- ins tortryggileg með því að tilgreina eitt einstakt dæmi. En aðstæður þeirra sem sæktu um slík lán væru í öllum tilvikum skoðuð vandlega. Stór hluti þeirra sem lent hefðu í erfiðleikum væri úr gamla kerfinu og hefði lent í erfiðleikum vegna skammtímalána sem þeir hefðu orðið að stofna til vegna lágs lánshlutfalls. Jóhanna varði húsbréfakerfið einarð- lega og taldi það hafa goldið fyrir óábyrga umQöllun bæði á Alþingi og víðar. Halldór Asgrímsson (F-Al) sagði að öll kerfi hefðu sína sína kosti og galla og það gilti bæði um húsbréfakerfið og hið eldra. Hvorugt kerfið hefði verið í jafnvægi. Bæði kerfin hefðu verið fjárfrek. Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) sagði m.a. að félagsmálaráðherra yrði að horf- ast í augu við að markaðslögmálin felldu þessa pappíra, afföllin væru gífurleg. Hann var þeirrar skoðunar að húsbréfakerfíð gæti ekki orðið okkar almenna kerfí. Ingibjörg Sólr- ún Gísladóttir (SK-Rv) ítrekaði gagnrýni sína frá fyrra kvöldi og taldi svör félagsmálaráðherra ófull- nægjandi. Umræðu um ríkisfjármálin lauk um kvöldmatarleytið. veitt færi á því að meirihlutinn sitji um of yfir hlut minnihluta, t.a.m. varðandi kjör varaforseta. Svavar Gestsson (Ab-Rv) vænti þess að þessi þingsköp boðuðu lýð- ræðislegri og þroskaðri vinnubrögð við þinghaldið bæði af hálfu stjórn- ar- og stjórnarandstöðu. Hann vakti athygli á því að unnt yrði að kalla þingið saman með litlum fyrirvara og hvatti til þess að svo yrði gert í sumar ef samningur um Evrópskt efnahagssvæði yrði gerður. Eiður Guðnason (A-Vl) fagnaði frumvarp- inu, hér væri gott starf unnið en honum þótti miður að ágreiningur um fjölda nefndarmanna í fjárlaga- nefnd skyldi hafa komið upp á síðustu stundu; á því hefði verið betri svipur ef samstaðan hefði haldið til fulls. Björn Bjarnason (S-Rv) benti á að gert væri ráð fyrir því að fasta- nefndir þingsins störfuðu allt árið og heimilt væri að nefndarfundir yrðu fyrir opnum tjöldum. Björn tók undir að nauðsyn væri á skipulegri vinnubrögðum. Hann vonaði að þetta vorþing sem nú væri haldið væri ekki vísbending um að aukaþing drægust á langinn. Tæknilega hefði verið hægt að afgreiða verkefni þessa þings á rúmri viku en nú væri þingtíminn kominn vel á þriðju viku. Frumvarpið var afgreitt til þriðju umræðu. Áformað er að bæði frum- varið um þingsköp Alþingis og frum- varpið um stjórnarskrárbreytingarn- ar hljóti endanlega afgreiðslu á deild- arfundum sem fyrirhugaðir er um ellefuleytið í dag. -------♦ ♦ ♦----- Leiðrétting Á þingsíðu Morgunblaðsins í gær er sagt að stjórnarandstæðingar hafi gert kröfu til „að fá að sjá svonefnd bakskjöl, sem sett voru saman við stjórnarmyndunina“. Af þessum orðum má draga þá ályktun að krafa hafi verið gerð um að fá í hendur öll bakskjöl við gerð stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinn- ar. Svo var ekki. Stjórnarandstæð- ingar fóru hins vegar fram á að fá að sjá skjalleg gögn varðandi land- búnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta leiðréttist hér með. i í dííí íu'C- Li) ) ,ur' VORLINAN H-BÚÐIN HRÍSMÓUM 2, GARÐABÆ Alþingi ein málstofa: Meginverkefni á lokastigi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.