Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1991 37 .1 1 1 1 1 | 1 1 LL rnocork _ hvíla þreytta fætur Wicanders Kork-o-Plast Korkflfsar er barnaleikur að þrífa ánnúla 29, Mílatorgi, síml 31640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Flest höfum við skilið hve mikilvægt er að vernda umhverfið fyrir sérhverju sem spillir því að þarflausu. Verum sjólfum okkur samkvæm: Gerum tóbaksreyk útlægan úr sameiginlegu umhverfi okkar innan dyra. Er til of mikils mælst ? Heilbrigðis- og tryggingamólaráðuneytið • Tóbaksvgrnanefnd Hjartavernd • Krabbameinsfélag íslands • SÍBS Alþjóða heilbrigðisstofnunin kennslugagn við háskóla. En nú er þessi oftast framúrskarandi penni víðsfjarri góðu gamni og Hamm- ett/Chandler-stíllinn sem lék í höndum hans í Kínahverfinu er hér skuggi af sjálfum sér. Atburðarásin lognast smámsaman útaf en það sem verra er eru misbrestir í sam- henginu og einsog fyrr segir, oft illskiljanlegar tiivísanir í aðra mynd. Tveir góðir er því miður sígilt dæmi um gott myndefni sem farið hefur útaf sporinu. 1985 var ákveðið að gera framhald hinnar sögufrægu myndar Kínahverfis. Polanski fjarri góðu gamni í útlegð í Frans - og munar um minna - svo Towne var ráðinn leikstjóri auk þess að vera handritshöfundur. Robert Evans Olía o g vatn Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Tveir góðir - „The Two Jakes“ Leikstjóri Jack Nicholson. Hand- rit Robert Towne. Kvikmynda- tökustjóri Vilmos Zsigmond. Að- alleikendur Jack Nicholson, Harvey Keitel, Meg Tilly, Madel- eine Stowe, Rubén Blades, Eli Wallach, David Keith, Tom Waits, Richard Farnsworth. Bandarísk. Paramount 1990. Bakgrunnur Kínahverfisins - Chinatown, hins fræga forvera Tveggja góðra, var vatn, hér er það olían sem er undirrót atburðanna. En sem kunnugt er blandast þessir lífsvökvar illa saman og það sama má segja um myndirnar tvær því allar tilvitnanir í fyrri myndina eni ákaflega óljósar hér og rugla áhorf- andann í ríminu. Það er ætlast til þess að hann sé a.m.k. vel inní sögu- þræði Kínahverfisins sem er bágt fyrir þá gleymnu og afleitt fyrir alla þá sem hafa hana aldrei augum litið - obba þeirrar kynslóðar sem nú fylla kvikmyndahúsin. Hinsveg- ar vantar ekki íburðinn og vand- virknina hvað stílinn og tæknihlið- ina snertir. Myndin gerist undir lok fimmta áratugarins og útlitið er óaðfinnanlegt. Stálþráðurinn (for- veri segulbandsins) malar, þung- lamalegir blæjubílar prýða göturn- ar, zippóar keðjureykjandi persón- anna sífellt á lofti í byggingum í glæstum art deco-stíl og tíðarand- inn endurskapast ekki hvað síst í nosturslega gerðum sviðsmyndum og búningum. Og allt fagurlega myndað af snillingnum Zsigmond. En leikstjórn Nicholsons og handrit Townes eru í molum. Liðið er hátt á annan áratug frá því Kínahverfið endar og Tveirgóð- /rhefst. Einkaspæjarinn Jake Gittes (Nicholson) er greinilega kominn nokkuð í álnir og hefur vaxið að virðingu (og holdum). Og inná borð til hans kemur harla snúið mál. Auðjöfurinn, nafni hans Berman (Keitel), fær Gittes til að njósna um konu sína sem hann grunar um ótryggð og hljóðritar Gittes ástar- fund þeirra á hótelherbergi. En manþingið það endar vægast sagt með ósköpum. Fljótlega kemur í ljós að málinu tengist Catharine Mulwray (Tilly), ein af aðalpersónum Kínahverfisins, og nú eru það olía og kvenfólk sem eru bitbein persónanna. Það glittir oft í góða mynd en því miður, þegar Nicholson er búinn að koma áhorfandanum í nokkur tengsl við söguna og persónurnar, slitnar samhengið undantekningar- lítið. Aukinheldur leggja hann og Towne svo mikið ofurkapp á tilfinn- ingasambönd að það skaðar spenn- una og lykilmálið, olíuréttindin, svo gott sem gleymast í atburðarás- inni. Enda lítur Tveir góðir öllu frekar út fyrir að vera mislukkað melódrama en spennumynd. Ásamt útlitinu er það tregi og eftirsjá sem eru helstu kostir þess- arar brokkgengu myndar og leikar- inn Nicholson fer á sínum vel kunnu kostum og leikhópurinn er hárrétt valinn og dregur ekki myndina nið- ur. Það gerir hinsvegar afleitt hand- rit Townes sem minnir lítið á afrek hans, Kínahverfið, sem hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir að vonum. Það snilldarverk er notað sem framleiddi á ný og Nicholson tilbú- inn að bregða sér í hlutverk einka- spæjarans Gittes í annað sinn. Þá byijuðu vandræðin er Evans krafð- ist þess að fá að fara með hlutverk Bermans. Þessir þrír langtímavinir skildu nánast að skiptum um ára- bil. Myndin, sem var mikið drauma- verkefni félaganna og átti að vera óður til Los Angeles-borgar æsku- minninga þeirra, hnýtti þá að lokum saman aftur eftir nokkurt hlé. En nú var það Nicholson sem sestur var í leikstjórasætið. Evans lét lítið á sér kræla sem framleiðandi og Towne samdi handitið en sögusagn- ir eru á lofti um að Nicholson hafi gert á því umtalsverðar breytingar eftir að Towne yfirgaf kvikmynda- gerðina í annað sinn og allt á hverf- anda hveli. Tveir góðir var því hálf- an áratug í framleiðslu gangandi milli manna, slíkt er ekki góðs viti einsog dæmin sanna. Útlit Tveggja góðra er óaðfinnanlegt - öðru máli gegnir um inni- haldið. Hverniq er þessum mikilvæqu ákvæðum framfylqt? Við biðjum hvern mann að svara þessu fyrir sitt leyti því að við berum öll ábyrgð á umhverfi okkar, ekki síst á hreinleika þess og hollustu. Forráðamenn fyrirtækja og stófnana mætti spyrja sérstaklega hvort þeir hafi fy rir sitt leyti gert fullnægjandi ráðstafanir til að fylgja eftir lagareglum um reykingabann - meðal annars hvort þeir hafi brýnt fyrir starfsfólki að benda viðskiptamönnum á þessar reglur þegar ástæða er til. Þegar til kastanna kemur er það þó afstaða reykingamanna sem skiptir sköpum, vilji þeirra til að virða lög sem eru mikilvægur þáttur mengunarvarna og almennrar heilsuverndar og ómissandi vörn fyrir alla þá sem verst þola þau fjölmörgu skaðlegu efni sem eru í tóbaksreyk. Verum sjalfum okkur samkvæm ! Umhverfisvernd og hollusta eru meðal mikilvægustu viðfangsefna stjórnvalda að mati þessarar þjóðar. í dag, á alþjóðlegum tóbaksvarnadegi, hvetur Alþjóða heilbrigðisstofnunin til þess að við beinum athygli að skæðum umhverfis- og heilsuspilli, tóbaksreyk, og sér í lagi að baráttunni fyrir reyklausu andrúmslofti í húsakynnum og farartækjum fyrir almenning. í því máli hafa íslensk stjórnvöld lagt línurnar: í lögum um tóbaksvarnir frál 984 segir að tóbaksreykingar séu „óheimilar í þeim hluta af húsnæði stofnana, fyrirtækja og annarra þar sem almenningur leitar aðgangs í sambandi við afgreiðslu eða þjónustu sem þessir aðilar veita". Eina undantekningin varðar veitinga- og skemmtistaði. Samkvæmt sömu lögum er aðalreglan sú að tóbaksreykingar eru „óheimilar í farþegarými almenningsfarartækja sem rekin eru gegn gjaldtöku".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.