Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1991 ISIANDSMOTIÐ l.DEILD •• SANDGRASVOLLURINN I KÓPAVOGI Breiöablik - KA í kvöld kl. 20 BYKO Mætum öll! Aðkoma fyrir áhorfendur að sandgrasvellinum er sú sama og að Kópavogsvelli. Bifreiðastæði eru við Fífuhvamms- veginn og miðasalan er við norðurhlið Kópavogsvallar. Bninatæknifélagið í alþjóðleg samtök FYRIR skömmu var haldinn aðal- fundur Brunatæknifélags íslands í Viðeyjarstofu. Félagið hefur þeg- ar starfað í eitt ár og að því ári loknu var það viðurkennt form- lega sem sérstök íslandsdeild í Institutidil of Fire Engineers (I.F.E.). Við þetta tækifæri kom forseti I.F.E., John Pearson, til Islands. Hann ávarpaði fundar- gesti, rakti sögu og tilgang félags- ins, færði íslandsdeildinni áritað skjal og sfejaldarmerki I.F.E. Einnig voru viðstaddir formaður og fyrrverandi formaður skosku deildarinnar, Alan Sheach og Jim Sinclair, en segja má að tengslin við skosku deildina hafi orðið hvat- inn að stofnun félagsins. Institution of Fire Engineers var stofnað árið 1918 af hópi slökkvi- liðsstjóra, en hefur á síðari árum breyst í þá veru að sameina í einu félagi þá sem starfa á einn eða annan hátt að brunamálum. Aðal- stöðvar félagsins eru í Leicester í Englandi. Deildir félagsins eru sex- tíu í 32 löndum og meðlimir eru rúmlega 10.000. Markmið félagsins er að stuðla að aukinni þekkingu á brunamálum og bættum tengslum meðal félags- manna sinna. I.F.E. stendur ásamt öðrum samtökum að árlegum ráð- stefnum samtímis sýningum og verður sú næsta, þ.e. FIRE 91, haldin í Torquay í Suður-Englandi dagana 7.-10. október næstkom- andi. Einnig gefur I.F.E. út tímarit ársfjórðungslega sem allir félags- menn fá. Námskeið í listþjálfun UNNUR Óttarsdóttir heldur námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna í listþjálfun í sumar. Unnur er kennari og listþjálfi (arttherapisti) að mennt. Hún hefur starfað við kennslu og listþjálfun með börnum, unglingum og full- orðnum. Á sumarnámskeiðum er lögð áhersla á að hver einstaklingur komist í snertingu við sköpunargáfu sína og njóti þess að skapa. Ýmis listform eru notuð: teikn- ingar, leir, málun, gips o.fl. Þátttak- endur þurfa ekki að hafa „tækni- lega færni" í listum. Hvert námskeið stendur í þrjár vikur. Upplýsingar og innritun hjá Unni Óttarsdóttur, listþjálfa. (Fréttatilkynning) Félagsmenn í íslandsdeild I.F.E./Brunatæknifélagi íslands eru nú um 40 talsins og koma úr flestum geirum brunamála. Stjórn félagsins skipa nú: Inga Hersteinsdóttir, VST, formaður, Ásrriundur Jóhannsson, Eldvarnar- eftirliti Reykjavíkurborgar, Birgir Ólafsson, Slökkviliði Reykjavíkur- flugvallar, Guðmundur Gunnarsson, Brunamálastofnun ríkisins, og Sva- var Tryggvason, Slökkviliði Reykja- víkur. ? ? ? Þjóðarflokk- ur og Flokkur mannsins ekki sameinaðir A sameiginlegum fundi fulltrúa Þ-Iistans, lista Þjóðarflokks- Flokks mannsins, em haldinn var 25. maí, var ákveðið að ekki væri grundvöllur fyrir sameiningu flokkanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Þjóðarflokknum. Þar segir enn fremur, að flokkarnir muni starfa áfram, hvor að sínum stefnu- málum, en hafa samvinnu um þau málk sem þurfa þykir hverju sinni. Þá er í tilkynningu Þjóðarflokksins skýrt frá ályktun frambjóðenda flokksins. í ályktuninni er ríkisstjórn Davíðs Oddssonar vöruð við því „að halda til streitu áformum um upp- byggingu stóriðju á Keilisnesi. Stór- felld skuldaaukning vegna virkjana- f ramkvæmda, þensla í efnahagslífinu og aukin verðbólga þjónar ekki hags- munum fólksinsþí landinu," segir í ályktuninni. Söngskglinn í Reykjavík Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík Rita/Donizetti Ráðskomiríki/ Pergolesi Sýningar í íslensku óperunni föstudag og laugardag kl. 20. Aðeins þessar tvær sýningar Miðasala í Söngskólanum frá kl. 12.00-17.00, sími 27366 og í óperunni frá kl. 17, sími 11475 Laugavegi 45 - s. 21255 í kvöld: LOÐIN ROTTA Laugardágskvöld: 6ÓDKUNNINGJAR LÖGRE6LUNNAR Frá svörtustu Meira enþúgeturímyndaó þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.