Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 50
50 PRESSAN Friðrik Sophusson fjármálaráðherra BEYGÐUR TIL AD FELLA NIOUR SKATTA SEM TEKNIR VORU ÓFRJÁLSRIHENUI Hefði Jótt Páll getað tekið Gretti og pakkað honum saman ? Ágrip af sögu íslenskra kraftajötna frá landnámsöld og fram á vora daga KAÞÓLSKI BISKUPINN SELUIVINA- FÓLKIEIGN KIRKJUNNAR Á GJAFVIRUI Leiðindin í Akureyringum, montið í Reykvíkingum, aumingj askapurinn í Keflvíkingum og fleira sem við sjáum hvert í öðru pressan Fullt blað afslúðri MORGUNBLAÐIÐ (ÞROTTIR FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1991 HANDKNATTLEIKUR Einar þjálfar og leikur með Selfyssingum Broddi Árni Þór Broddi o< Árni Þór 1 inni á ÓL - samkvæmt styrk- leikalista IBF Samkvæmt nýjasta styrkleika- lista Alþjóða badmintonsam- bandsins, IBF, þá eru Broddi Kristj- ánssön og Árni Þór Hallgrímsson með þátttökurétt á Ólympíuleikana í Barcelona í tvíliðaleik og Broddi með þátttökurétt í einliðaleik. Þegar ákveðið verður hveijir fá að keppa á Ólympíuleikunum 1992 er farið eftir styrkleikalista IBF. Raunhæft er að ætla að Árni og Broddi nái að tryggja sér þátttöku- rétt í Barcelona, en ár er þó í það að viðmiðunartímabilinu ljúki og að síðasti listinn verði gefinn út og eftir honum verður farið. Broddi er 59. sætiö' einliðaleik og Árni Þór í 83. sæti, en leikmað- ur númer 67 er sá síðasti af þessum nýja lista sem kemst inn á ÓL ’92. Efstu menn á heimslistanum í einliðaleik karla eru: 1. Ardy B. Wiranata (Indonesíu) 2. Jianhua Zhao (Kína) 3. Wenkai Wu (Kína) 4. Alan Budi Kusuma (Indonesíu) 5. Kok Keong Foo (Malasíu) 6. Jun Liu (Kína) 7. Juko Suprianto (Indonesíu) 8. Rashid Sidek (Malasíu) 9. Fung Permadi (Indonesíu) 10. Eddy Kurniawan (Indonesíu) 11. Thomas S-Lauridsen (Danmörku). 12. Hermawan Susanto (Indonesíu) 13. Paul-Erik Hoyer (Danmörku) 11. Jens Peter Nierhoff (Danmörku 15. Morten Frost (Danmörku) 59. Broddi Kristjánsson 83. Árni Þór Hallgrímsson EINAR Þorvarðarson tekur við 1. deildar liði Selfoss í handknattleik á næstunni og ætlar hann jafnframt að ganga í félagið. „Þetta er nán- ast frágengið," sagði Einar við Morgunblaðið. inar er markmannsþjálfari landsliðsins og sagði hann að landsliðið kæmi til með að hafa forgang. Það ætti samt ekki að koma niður á starfinu hjá Selfyss- ingum, sem væri í raun frumraun TVEIR síðustu leikir 2. umferð- ar íslandsmótsins íknatt- spyrnu verða í kvöld og byrja báðir kl. 20. KR fær FH í heim- sókn og UBKtekurá móti KA. Hörður Magnússon, marka- kóngur síðustu tveggja ára á von á erfiðum leik á KR-velli. „Mitt mat er að KR-ingar séu með langbesta liðið í dag. Þessi leik- ur verður mjög erfiður fyrir okkur, enda höfum við ekki sótt gull í greipar KR-inga undanfarin ár,“ sagði Hörður. „Ef við náum topp- leik eigum við möguleika á jafn- teflí, en við reynum að sjálfsögðu okkar besta.“ FH teflir fram sínu sterkasta liði, nema að óvíst var í gær hvort Ólaf- ur Jóhannesson, þjálfari, gæti leikið með vegna meiðsla sem hann hlaut hans sem þjálfari og því mikil- vægt að vel til tækist í byijun. „Ég hef lengi stefnt að því að taka að mér lið og hlakka til að byija, en það er ljóst að það verð- ur nóg að gera.“ Einar, sem hefur verið besti markvörður landsins um árabil, sagðist ætla að skipta úr Val í Selfoss. „Gísli Felixson er góður markvörður, en hann hefur verið í slæmum meiðslum og því getur í leiknum gegn Víkingum í 1. um- ferð. Guðni Kjartansson, þjálfari. KR, sagðist gera ráð fyrir FH-ingum sérstaklega erfiðum vegna tapsins í 1. umferð. „Öll lið eiga eftir að bæta sig og FH kemur til með að skapa vandamál hjá mörgum liðum. En vonandi sýnum við styrkleika okkar og náum hagstæðum úrslit- um.“ Guðni sagði að Ragnar Margeirs- son, Pétur Pétursson og Þorsteinn Halldórsson væru enn meiddir. Fyrsti leikurinn á sandgrasinu Breiðablik leikur heimaleiki sína í sumar á nýja sandgrasvellinum í Kópavogi. „Þetta verður erfitt,“ sagði Hörður Hilmarsson, þjálfari UBK. „KA er með stóra og líkam- lega sterka menn og Vandas er markið, en það kemur í ljós.“ Guðmundur í Val? Hallgrímur Jónasson, mark- vörður ÍR, hefur æft með Val að undanförnu. Guðmundur Hrafn- kelsson, landsliðsmarkvörður í FH, hefur verið orðaður við Val, en hann sagðist vera að hugsa málið. „Það hefur verið haft sam- band við mig og ég tek ákvörðun fljótlega, en ég get ekki svarað því nú hvað ég geri.“ Hörður Magnússon toppmaður frammi. En vonandi verður þetta skemmtilegur leikur og það er stemmning fyrir honum í Kópavogi." Lið UBK verður ámóta og síðast, en Valur Valsson og Hákon Sverris- son koma inn í hópinn á ný. Ormarr Örlygsson, þjálfari KA, sagði að lið KÁ hefði æft mikið á sandgrasinu o gþví kæmi það mönn- um ekki á óvart. „Við vitum að þeir eru sprækir og það er kraftur í þeim, en við höfum trú á því sem við erum að gera og þetta verður baráttuleikur." KA verður með sama lið og gegn ÍBV nema hvað Hafsteinn Jakobs- son kemur inn. STYRKIR Þrír menn fá 40 þúsund í blaðinu í gær var sagt að fimm fijálsíþróttamenn fengju 60 þúsund krónur hver á mánuði úr afreks- mannasjóði ÍSÍ fram að Ólympíu- leikunum 1992, en það er ekki rétt. Styrkveitingin gildir út ágústmánuð n.k. og verður þá endurskoðuð. Tveir íþróttamannanna, Einar Vil- hjálmsson og Pétur Guðmundsson fá 60 þús. kr. á mánuði, en Sigurð- ur Einarsson, Sigurður Matthíasson og Vésteinn Hafsteinsson fá 40 þús. kr. hver. Ganga og skokk til skiptis HÉR birtist þriðja greinin vegna kvennahlaups í Garðabæ 22. júní n.k. Þijár vikur eru nú til stefnu og því ágætt að fjölga æfing- um í tvær til þijár á viku og lengja tímann hvort sem æft er styttri eða lengri vegalengdir. Þær sem vilja bæta við sig álagi á hjarta og lungu ættu að auka gönguhraða, hlaupa við fet öðru hvoru eða ganga og skokka rólega til skiptis. Þegar skokkað er, er gott að hafa í huga að slaka vel á í öxlum og hreyfa vel bogna arma frain og aftur. Hlaupalag er mjög misjafnt, ekki síður en göngulag. Hver einstaklingur þarf að l’inna sinn stíl og hraða. Mikilvægt er að streða ekki við hraða einhvers annars lieldur láta eigin líkama stjórna ferðinni og hlusta á allar aðvaranir hans. KVENNAHLAUP GARÐABÆR 1991 Áreynsluþvagleki Eitt vandamál sem lítið hefur verið rætt til þessa en þjáir engu að síður margar konur er þvag- leki. Við áreynslu eins og t.d. hopp og hlaup verður aukinn þrýstingur í kviðarholi sem getur valdið ósjálfráðum þvagleka. Kon- ur á öllum aldri hafa strítt við þetta vandamál og jafnvel ekki treyst sér til að stunda íþróttir af þessum sökum. Fyrirbyggjandi æfingar þarf að stunda, æfingar sem styrkja grindarbotnsvöðva. Því miður virðast þessar æfingar verða útundan í alhliða þjálfun, og þyrfti að ráða bót á því. íþrót- takennarar og sjúkraþjálfarar kenna þessar æfíngar og geta gefið ýmsar ráðleggingar þar að lútandi. Kvennahlaup um land allt Á 12 stöðum víðsvegar um landið verður hlaupið þann 22. júní. Stærsta hlaupið verður í Garðabæ en aðrir staðir munu fylgja á eftir með því að helga daginn íþróttaiðkun kvenna og er það vel. Hvet ég ailar konur hvar sem þær búa að hefjast handa og undirbúa sig fyrir þátttöku og sýna samstöðu í sínu byggðarlagi með því að hittast og æfa sig. Að lokum er rétt að minna á æf- ingar við íþróttahúsið í Garðabæ á morgun kl. 11.00. Mætum allar í kvennahlaup, göngu og skokk 22. júní. Með kveðju, Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari svo farið að ég verði að fara í KNATTSPYRNA ISLANDSMOTIÐ Eigum mögu- leika á jafntefli - segir Hörður Magnússon um leik FH gegn KR á KR-velli. UBK og KA leika í Kópavogi Hvaleyrar holtsvöllur Tilkynning frá i njátf. Knattspyrnuráði Reykjavíkur #HAUKAR - ÞÓR ^ í kvöld kl. 20.00. Athygli er vakin á því aá breytt hefur verið reglum um frímiða (boðsmiða) að landsleikjum, Evrópukeppnum félagsliða og úrslitaleik Bikarkeppni K.S.Í. Lögmenn, Bjarmi sf., Bæjarhrauni 8. Trönuhrauni 3. sem fram fara í Reykjavík. Nánari upplýsingar er að fá hjá viðkomandi stjórnum. K.R.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.