Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 52
FOSTUDAGUR 31. MAI 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. — svo vel sétryggt sjóváÍjöálniennar Viðskiptabankar: Utláusvextir hækka um nálægt 3% að meðaltali Bankarnir auka á vaxtamun inn- og útlána LANDSBANKINN mun á morg- un, 1. júní, hækka útlánsvexti sína um 3%. Innlánsvextir hækka heldur minna. Til dæmis hafa innlánsvextir á Kjörbók Landsbankans verið frá 10,5%- Tá saumuð ámann Bíldudal SLYS varð þegar maður, sem var að slá garðinn sinn, liras- aði með þeim afleiðingum að sláttuhnífurinn þeytti öðrum skónum af og hjó eina tá af og skaddaði aðra. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Patreksfirði, þar sem gert var að sárum hans. Hægt var að sauma tána á en talið er að liðurinn sé ónýtur. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn var að bakka með sláttuvélina þegar hann hrasaði aftur fyrir sig og fékk vélina yfir fæturna. Maðurinn var í öryggisskóm með stáltá og er talið að það hafi bjargað fætin- um frá stórskaða. R. Schmidt. 12,5%, en hækka í 12,5%-14%, sem er 1,5% til 2% hækkun nafn- vaxta. Aðrir innlánsvextir hækka í samræmi við þetta. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins áætlar Landsbank- inn að vaxtahækkunin muni auka tekjur bankans það sem eftir er þessa árs um nálægt 500 milljónir króna. Búast má við því að vaxtahækkun Islands- banka verði svipuð og hjá Landsbanka. Við þessa vaxtahækkun eykst vaxtamunur inn- og útlána og tekjur bankanna aukast að sama skapi. Landsbankinn telur að raunvextir af óverðtryggðum út- lánum hafi verið allt of lágir. Landsbankinn bendir á að verð- bólgan hafi verið meiri en Seðla- bankinn gerði ráð fyrir í sínum útreikningum. Landsbankinn taldi nauðsyn á að auka vaxtamun. Forsvarsmenn bankans telja að bankanum veiti ekki af þessum tekjuauka, þar sem bankinn afskrifi 75 milljónir króna á mánuði, auk þess sem 1% af útlánum og ábyrgðum er lagt inn á sérstakan afskriftareikning útl- ána. Sala ríkisfyrirtækja: Rætt við erlenda sérfræðinga BIRGIR ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri hitti í síðustu viku að máli fulltrúa Noniura Securities, og Warburg Securities í London. Þessi fyrirtæki eru mjög stór verðbréfafyrirtæki og hafa sérhæft sig í sölu ríkisfyrirtækja. Að sögn Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra óskaði hann eft- ir þessu við Birgi Isleif, með það fyrir augum að Islendingar vildu hugsanlega í framtíðinni nýta sér ráðgjöf og upplýsingar frá þessum virtu fyrirtækjum. „Það sem bar á góma í samtölum mínum við þessa menn var reynsla þessara stofnana af sölu ríkisfyrir- tækja, en það var ekkert rætt um að að ráða þá til eins eða neins, fyr- ir okkur íslendinga," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið. Hann kvaðst ekki vera í nokkrum vafa um að þessi fyrirtæki byggju yfir reynslu af því tagi, sem æskilegt væri fyrir íslend- inga að nýta sér, þegar þar að kæmi, en ákvörðun þar um væri að sjálf- sögðu í höndum ríkisstjórnarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Tveir snældusnúðar og vefskeið úr hvalbeini voru á meðal þess sem fannst við uppgröftinn. Niðurstaða sænskrar aldursgreiningar: Fornmunir reyndust vera frá dögnm Ingólfs Amarsonar ÁRBÆJARSAFNI bárust fyrir fáeinum dögum fornmunir frá landnámstíð, sem fundust við uppgröl’t í Aðalstræti og Suður- götu í Reykjavík á árunum 1971-’75. Rannsókn og aldurs- greining hefur farið fram á mununum við háskólann í Upp- sölum í Svíþjóð og reyndust þeir vera frá níundu og tíundu öld og miðöldum. Um er að ræða mörg hundruð muni sem vega samtals um 200 kg, þar á meðal hiutir sem tengjast vefnaði, vopn og skartgripir frá víkingaöld. Hugsanlegt er að eitthvað af mununum hafi verið í eigu Ing- ólfs Arnarsonar landsnáms- manns. Fornmunirnir verða á sýningu ásamt munum sem fund- ust við uppgröft í Viðey á Árbæj- arsafni sem verður opnuð á morgun. Uppgröfturinn hófst árið 1971 í tengslum við 1100 ára afmæli land- náms íslands 1974 og var hann samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Islands, Svíþjóðar og Reykjavíkur- borgar. Markmiðið með uppgreftr- inum var að ganga úr skugga um hvort þarna fyndust leifar frá land- námstíð. Uppgreftrinum stjórnaði sænski fornleifafræðingurinn Else Nordal, sem starfar við háskólann í Uppsölum. Rannsókn og viðgerð á fornmununum undir umsjá henn- ar tók fimmtán ár. Margrét Hallgrímsdóttir borgar- minjavörður sagði að munimir væru mjög fallegir og margir heil- legir. „Hugsanlega eru þetta munir úr eigu Ingólfs Arnarsonar, það er þó ekkert hægt að fullyrða um það. Þetta er með elstu byggðaieif- um sem fundist hafa á landinu og þær elstu í Reykjavík," sagði Margrét. Hún sagði að á meðal munanna væru örvar og spjótsoddar og alls kyns munir er tengjast vefnaði. Einnig væru þar glerperlur frá því á víkingaöld. Evrópska efnahagssvæðið: Samningamenn Islands og EB funda á mánudag Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara MorgunblaOsins. HANNES Hafstein, sendiherra og I samningunuin um Evrópska efna- aðalsamningamaður íslands í i hagssvæðið (EES), mun á mánu- Lífeyrissjóður Vesturlands ákveður að hækka vexti LÍFEYRISSJÓÐUR Vesturlands hefur ákveðið að hækka vexti á lánum til félaga úr 7% í verð- tryggða meðalvexti banka og sparisjóða frá 1. júlí næstkomandi að telja. Bæði verkafólk og iðnað- armenn á Vesturlandi greiða lífeyrisjóðsiðgjöld til þessa sjóðs. Þetta er fyrsti lífeyrissjóðurinn sem ákveður vaxtahækkun í kjöl- far vaxtahækkunar spariskírteina eftir því sem Morgunblaðinu er kunnugt um. Við gerð þjóðarsáttarsamning- anna um mánaðamótin janúar/febr- úar 1990 skoruðu samningsaðilar á lífeyrissjóðina að lækka vexti í 7%. Fiestir þeirra urðu við þessum til- mælum, þó undantekningar væru þar á. Til dæmis hafa iífeyrisjóðir bænda og sjómanna tekið meðalvexti ban- kanna þennan tíma, sem voru 7,9-8,1% á síðasta ári. Mjög mismunandi er hvaða vexti lífeyrisjóðir taka af sjóðféiögum sínum. Þannig tekur Lífeyrissjóður verkfræðinga lægstu vextina eða 3,5% af sínum sjóðfélögum og Lífeyr- issjóður Landsbanka og Seðlabanka kemur þar skammt á eftir og tekur 4%. Lífeyrissjóðir Búnaðarbanka ís- lands og Starfsmarinafélags Hafnar- fjarðar eru með 5% vexti á sínum lánum, en Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar og Hjúkrunarfélags íslands eru með 5,5% vexti. Langf- lestir almennu lífeyrissjóðanna hafa verið með 7% vexti, eins og fyrr sagði. dag eiga fund með fulltrúum framkvæmdastjórnar Evrópu- bandalagsins (EB) í Brussel. Á fundinum verður rætt um stöðuna í viðræðunum um sjávarafurðir innan samningaviðræðna Fríversl- unarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins um EES. Fundurinn er liður í sameiginlegri viðleitni aðildarríkja EFTA og EB til að finna samningsgrundvöll um sjávarafurðir í samningaviðræð- unum. Á fundinum verða auk Hannesar, Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, og Horst Krenzler, aðalsamningamaður EB í viðræðunum. Samkvæmt heimildum í Brussel mun fulltrúi úr þeirri stjórn- ardeild EB sem fer með sjávarút- vegsmál einnig sitja fundinn. Horst Krenzler sagði á fundi með blaðamönnunm í Brussel á þriðjudag að EB féllist á tvíhliða viðræður við Norðmenn og íslendinga um sjávar- útvegsmál á þeirri forsendu á þær viðræður yrðu innan ramma EES- viðræðnanna. Evrópubandalagið gæti hins vegar alls ekki fallist á að umræður um þessi efni yrðu á ein- hvern hátt slitnar úr samhengi við samningana í heild. Hermt er að Norðmenn hyggist leita eftir mála- miðlun sem m.a. byggist á þeim tvíhliða samningi sem þeir hafa þeg- ar gert við EB á sviði sjávarútvegs. Á mánudag munu samningamenn EB, að eigin sögn, eiga viðræður við fulltrúa Islands til þess að freista þess að bjarga samningaviðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið. Fyrir liggur að af hálfu Islendinga eru kröfur Evrópubandalagsins um veiði- heimildir sem greiðslu fyrir greiðari aðgang að mörkuðum EB fyrir sjáv- arafurðir frágangssök í viðræðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.