Morgunblaðið - 31.05.1991, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 31.05.1991, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1991 D 3 saganhennar* — MARIU Itvö eða þrjú ár hafði María fundið fyrir því að hún var að tapa minni. Fyrst í stað átti hún erfitt með að muna hvað börn kunningjanna hétu og hún fór að gleyma ýmsu sem hún hafði ætlað að gera. Hún reyndi að bjarga þessu við með því að skrifa minnismiða. Enda var hún óneitanlega farin að eldast. En svo stóð hún sig að því að reyna að rifja upp orð sem hún hafði alltaf kunnað og hún fór að óttast að hún væri að verða elliær. Nýlega þegar María var að tala við kunningja sína uppgötvaði hún að hún hafði ekki aðeins gleymt einu og einu nafni heldur hafði hún gersamlega tapað þræðinum í sam- ræðunum. Henni tókst að leyna þessu með því að gefa viðeigandi svör að því er virtist þótt hún væri ringluð. Enginn tók eftir neinu nema ef til vill tengdadóttirin. María hafði áhyggjur af þessu en vildi ekki við- urkenna að neitt væri að. Hún gat ekki talað um þetta við neinn. Auk þess vildi hún ekki hugsa um það, vildi ekki leiða hugann að því að hún væri að verða gömul og þvi siður vildi hún að komið væri fram við sig eins og hún væri elliær. Ennþá var hún ánægð með lífið og gat séð um sig sjálf. Um veturínn veiktist María. Fyrst í stað hélt hún að það væri ekki annað en ofkæling. Hún talaði við lækni og fékk meðul. Henni hrak- aði, hún lagðist í rúmið, var hrædd, veikburða og afar þreytt. Þegar ættingjar komu til Maríu var hún nánast meðvitundarlaus, með háan hita og óráð. Fyrstu dagana á sjúkrahúsinu hafði María mjög óljósa hugmynd um það sem var að gerast. Læknir- inn sagði fjölskyldunni að hún væri með lungnabólgu og nýrun störfuðu ekki eðlilega. María var á ókunnum stað og allt var henni framandi. Bláókunn- og það óttast jafnvel að það glati trúnni. Slíkar tilfinningar geta dreg- ið úr þeim styrk sem fólk fær af trú sinni við aðstæður þar sem trúin gæti komið að góðu gagni. Látið engan koma inn hjá ykkur sektarkennd þótt þið finnið til reiði við guð. Um þetta hafa verið skrif- aðar djúphugsaðar og innihaldsrík- ar bækur. í bókinni A Grief Obs- erved lýsir C.S. Lewis því mjög vel hvernig hann glímdi við spurningar af þessu tagi. Slíkar bækur eða viðræður við prest geta haft góð áhrif. Hafið hugfast að það er mann- legt að verða reiður við slíkar að- stæður. Ef þið gefið reiði ykkar útrás við sjúklinginn getur það gert illt verra. Sjúkdómurinn getur gert honum ókleift að bregðast við reiði ykkar á skynsamlegan hátt. Reynið að finna aðrar leiðir til að veita reiði ykkar útrás. Fyrsta skrefið til að hafa stjórn á reiði sinni er að vita hvers þið megið vænta af sjúklingnum og hvað gerist í heila hans sem veldur slíkri hegðun. Hugsanlegt er að breyta hegðun sjúklingsins með því að gera smá- breytingar á venjum og siðum á heimilinu. Það er huggun að vita að atferlið er afleiðing af sjúk- dómnum og því ekki af ráðnum hug. Munið líka að það er ekki sama að vera reiður yfir atferli sjúklings- ins og að vera reiður við hann sjálf- an. Hann er veikur og ekki sjálfráð- ur gerða sinna. Hegðun hans getur verið hvimleið en hún beinist aldrei að ykkur persónulega. Til eru aðrar aðferðir til að gefa reiði sinni útrás. Ræðið þetta við aðra eða takið ykkur eitthvað fyrir hendur, eitthvað sem þið gerðuð ugt fólk var alltaf að koma og fara. Það sagði henni hvar hún væri en hún gleymdi því jafnóðum. í fram- andi umhverfi réð hún ekki lengur við minnisleysið og veikindin gerðu illt verra. Hún hélt að maðurinn hennar væri kominn í heimsókn og skildi ekki þegar sonur hennar sagði henni að tuttugu ár væru síðan fað- ir hans dó. Hún kvartaði yfir að tengadóttirin kæmi ekki í heimsókn og hélt að hún væri að segja ósatt þegar hún sagðist hafa verið hjá henni fyrir nokkrum klukkutimum. Fólk var alltaf eitthvað að bjástra við hana. Hún skildi ekki hvers vegna hún þurfti að blása í eitt- hvert tæki og starfsfólkið gat ekki komið henni í skilning um að það örvaði starfsemi lungnanna og blóðrásina. Það voru settar fjalir í kringum rúmið hennar svo að hún kæmist ekki út úr því, hún grét á næturnar og vætti rúmið. Smám saman fór María að hressast. Bólgan og sviminn rén- uðu. En verst var að sætta sig við ringlunina og minnisleysið þegar hitinn var horfinn og sýkingin úr sögunni. Vanheilsa Maríu hafði trú- lega ekki haft bein áhrif á minnis- tapið en hún hafði verið tekin úr kunnuglegu umhverfi sínu þar sem -hún gat áttað sig. En veikindin höfðu orðið til að vekja athygli aett- ingjanna á heilsufari hennar. Þeir gerðu sér Ijóst að hún gat ekki leng- ur bjargað sér ein. Aðstandendur Maríu útskýrðu hvað þeir hefðu í hyggju en hún gleymdi því jafnharðan. Þegar hún loks útskrifaðist af sjúkrahúsinu var hún flutt heim til sonarins og tengdadótturinnar. Þar fann hún ýmislegt af eigum sínum en ekki allt. Henni var sagt hvar hitt var en gleymdi því samstundis. Henni var sagt að nú ætti hún heima þarna. Fyrir langalöngu hafði hún ákveðið að hún ætlaði aldrei að flytja inn á börnin sín. Hún vildi kannski áður fyrr þegar á móti blés. Oft nægir að hlaupa smá- stund utan dyra eða slaka á í friði og ró í nokkrar mínútur. Úrræðaleysi Oft verður maður úrræðalaus, hjálparvana eða hrelldur andspæn- is ólæknandi heilabilun. Þetta áge- rist einatt ef erfitt er að hafa upp á lækni sem virðist skilja sjúkdóm- inn og vandamálin sem honum fylgja. Reynslan hefur sýnt að fjölskldan býr yfir miklum mögu- leikum sem hægt er að nýta til að sigrast á úrræðaleysinu. Þótt sjúk- dómurinn sé ólæknandi er ýmis- legt sem hægt er að gera. Hægt er að létta öllum aðilum lífið á margan hátt. Hér koma fáein dæmi: — Aðstæðurnar virðast oft verri þegar allt er skoðað í samhengi. — Einbeitið ykkur að smáatriðum sem þið getið sjálf breytt. — Takið einn dag fyrir í einu. — Reynið að fræðast sem mest um sjúkdóminn. — Talið við aðra sem eiga við svip- uð vandamál að stíða. — Talið vð fagmenn um vanda ykk- ar — við lækni, hjúkrunarfræðing, prest eða félagsráðgjafa. Blygðun Stundum blygðast maður sín fyrir framkomu sjúklingsins og ut- anaðkomandi fólk veit ekki hvað það á að halda. Yfirleitt er til bóta að útskýra sjúkdóminn og afleiðingar hans fyrir öðru fólki. Það gerir sjálfum ykkur auðveldara fyrir og um leið aukið þið þekkingu annarra á þessu sviðið. Ef til vill er seinna hægt að brosa að því sem virtist svo vandræðalegt í svipinn. búa heima hjá sér: Heima gat hún fundið hlutina. Heima gat hún bjargað sér eins og hún hafði alltaf gert, eða svo hélt hún. Þetta var ekki heimili hennar, sumt af dótinu hennar var horfið og henni fannst hún hafa misst svo mikið. María var búin að gleyma ástúð og umhyggju sonarins þegar hann útskýrði fyrir henni að hún gæti ekki lengur bjarg- að sér ein og að besta lausnin fyrir hana væri að flytja til þeirra. María fann oft fyrir óljósum ótta. Hún gat ekki skilgreint þennan ótta og skildi ekki hvað olli honum. Fólk kom og fór, minningarnar gerðu vart við og og hurfu á ný. Hún gat ekki gert greinarmun á veruleika og minningum. Henni fannst erfitt að klæða sig, fingurnir gleymdu hvernig átti að hneppa peysunni. Smám saman missti María hæfi- leikana til að skilja það sem augun sáu eða eyrun heyrðu. Hún varð hrædd í hávaða og örtröð. Hún skildi ekki hvað olli þessu og enginn gat komið henni í skilning um það. Oft varð skelfingin yfirþyrmandi. Hún saknaði iðulega hluta sem hún hafði átt, gamla stólsins eða boll- anna úrbúi móður sinnar. Fjölskyld- an var sí og æ að segja henni hvar þessir hlutir væru en hún gat ekki munað það. Það sem hún átti faldi hún en gleymdi svo hvar hún hafði falið það. „Eg fæ hana ekki til að fara í bað, “ sagði tengdadóttirin örvilnuð. „Það er ólykt af henni. Hvernig get ég sent hana í dagvist aldraðra ef hún fæst ekki til að baða sig?“ Fyrir Maríu var baðið alger mar- tröð. Hún mundi ekki hvernig hún átti að skrúfa fyrir og frá vatninu og hún var hrædd um að drukkna. Erfiðleikarnir■ í sambandi við baðið voru ólýsanlegir: Hvernig átti hún að afklæða sig og hvernig átti hún að finna baðherbergið? Fingur Maríu mundu ekki lengur hvernig átti að opna rennilás; fæturnir mundu ekki hvernig átti að stíga upp i baðker. Þetta var svo flókið að hún varð gagntekin skelfingu. Við bregðumst misjafnlega við erfiðleikum. Oft reynum við að slá vandamálunum á frest í von um að allt lagist af sjálfu sér. Stundum fyllumst við reiði. Við snúumst til varnar gegn þeim sem valda erfið- leikum og vanda. Stundum förum við út að ganga til að komast burt frá vandanum eða til að ihuga mál- in í ró og næði. María brást við nýjum vandamál- um eins og hún hafði alltaf gert. Þegar hún varð óróleg vildi hún fara út. Hún fór út að ganga til að komast burt frá vandanum. En vandamálin fylgdu henni og María vissi ekki hvar hún var stödd. Um- hverfið var framandi, hún villtist. Stundum fylltist María reiði sem hún skildi ekki sjálf. Allt var horfið, sjálft lífið var horfið. Einhver var búinn að taka dótið hennar. Hún ásakaði tengdadótturina en gleymdi þvíjafnharðan. En tengda- dóttirin gat ekki gleymt því. Mörg okkar muna hvernig var að byrja i nýjum skóla. Við lágum kannski andvaka nóttina áður af ótta við að villast í þessari nýju byggingu. Þannig var hver einasti dagur Maríu. Fjölskyldan fór að senda hana i dagvist aldraðra. Á hverjum degi kom bíll og sótti hana og siðdegis kom tengdadóttirin og ók henni heim, en oft mundi María ekkert eftir því að einhver ætlaði að sækja hana. María hélt færni sinni að sumu leyti; hún gat setið og tatað við hitt fólkið í dagvistinni. Hún slakaði á og hún kunni vel við sig þar þótt hún myndi ekki eftir á hvað hún hefði verið að gera. María var hrifin af tónlist; tónlist- in virtist einhvern veginn loða lengst við huga hennar eftir að margt annað var glatað. Hún hafði unun af að syngja gömul og kunn- ugleg lög. Þótt tengdadóttirin væri ekki sérlega söngvin uppgötvuðu þær að þær gátu haft skemmtun af að syngja saman. Loks varð of erfitt fyrir fjölskyld- una að hafa Maríu heima. Hún fékk vist á hjúkrunarheimili. Eftirað hafa verið ringluð og skelfingu lostin í nokkra daga fór hún að finna til öryggis í litla herberginu sinu. Hún mundi ekki hvað átti að gerast um daginn en henni fannst hún örugg. Hún vissi ekki alltaf hvar hún var, en hún var fegin því hve salernið var nærri og engin hætta á að hún villtist á leiðinni þangað. María var ánægð þegar fjölskyld- an kom íheimsókn. Stundum mundi hún hvað fólkið hét en oftar var hún búin að gleyma því. Hún mundialdr- ei að þau höfðu komið i vikunni á undan og skammaði þau fyrir að gleyma sér. Þau höfðu ekki um margt að tala en þau héldu í hönd- ina á henni eða sátu róleg og sungu með henni. Hún var fegin að þau skyldu ekki reyna að minna hana á eitthvað sem hún hafði gleymt eða spyrja hvort hún myndi eftir ein- hverjum tilteknum manni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.