Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAI 1991 D 5 Ekki henda afgöngum af fataefnum eða gluggatjaldaefnum, það er tilvalið að nota þau til að sauma utan um púða, eins og gert var við þessa stóru hér. Eins er hægt að velja saman mjög skemmtileg efni til að sauma utan um, nóg er úrvalið í vefnaðarvöruverslunum og kostnaðurinn sjaldnast mikill. Flestar þeirra eru með ódýra efnisbúta og í slíkum körfum má oft finna búta sem tilvaldir eru í púðasaum. I versluninni Kristunni er m.a. að finna þessa satínpúða frá Laura Ashley, og gluggatjaldaefni, veggfóður og veggfóðurborða í stíl. JM í hannyrða- verslunum er mikið úrval af áteiknuðum púð- um, sem og púð- amynstrum og myndum til að telja út og sauma meðt.d. kross- saumi. Þennan púða fundum við íhannyrðaversl- uninni Erlu. Notagildi þeirra er ótvírætt og það er ekki verra að þeir séu augnayndi í leiðinni. Einn iít- ill púði gerir kannski ekki kraftaverk, en með honum má gera býsna margt til að lífga upp á litlaust herbergi, gamlan sófa og tengja á milli ólíkra lita í herbergi. Útsaumur og bróderí er ekki beinlínis það sem ungar stúlkur á íslandi leggja fyrir sig í frítím- um, en þær mega fara að hugsa sinn gang í þeim efnum, því útsaumaðir púðar njóta nú æ meiri vinsælda og þvívið hæf i að athuga hvort ekki leynast einn eða tveir hálfsaumaðir púðar einhvers staðar ofan í skúffu, dusta af þeim rykið og setjast við sauma. Þá má víða fá skemmtilega púða íverslunum, úr mynstruðum ef num, áþrykktum, einlitum og út- saumaða, í mörgum stærð- um, allt f rá litlum dúllum ofan á hjónarúmið til stórra gólfpúða sem hægt er að bjóða til sætis á. Púðafyllingar margskonareru einn- ig í boði, bæði úr ull og svampi og margt af því má fara þvottavélina - vissara að athugá merkingarnar fyrst. Nú, svo má skreyta og lita og sauma borða og leggingar. Kostnaðurinn við púða verður að teljast af skaplega lítill miðað við margt annað, en þó má fá hér púða upp í allt að 17.000 krónur, en þá er líka um að ræða handsaumaða lífstíðareign. Hólmf ríður Benediktsdóttir fór á stúfana fyrir Dag- legt líf og leit á margvíslega púða sem fá má, auk þess sem hún útbjó nokkur sýnishorn af því sem gera má til að útbúa einfalda og skemmtilega púða. VE Sigríður Kristinsdóttir á þessa gömlu fallegu púða, en þá saumaði móðir hennar, Guð- rún Einarsdóttir, mikil hannyrðakona, fyrir 60-70 árum. I versluninni Bezt sáum við þessa bresku púða sem eru handsaumaðir með hálfum krosssaum. Þar mátti einnig fá svipaða púða ósaumaða, með áteiknuðu mynstri og gardínuefni í stíl. Myndapúðar f stelpuher- bergi frá Z-brautum og gluggatjöldum. Hvað er ró- mantískara á HHé-. hjónarúmið •t en fallegir ^Hk ':?• i *i ^^5v! ¦ ^ blúndupúð- flfc . fi> m "S ar, hvort sem k. nffltf þeireru i keyptiríbúð eða saum- aðir heima. púða í barnaher- \ taka þátt í sköp- iiknað með Cam- Pentel fabricuym oreldrar geta t.d. na og leyft krökk- >au alveg um list- taulitum þarf að sta Iftina og gera ibeiningum á lita- Nokkrar textíllistakonur reka saman vinnustofu undir heitinu „4 grænar og 1 svört f sama sófa" og á mark- aði Hlaðvarpans sáum við þessa áþrykktu textílpúða frá þeim. RA irvesSaint j mark- viöendur- ailm. Er akagefandi líkamsolíu, vitalyktareyði. Nú hefur enn tt við baðlínuna, en það er i m.a. úr bláþörungum sem i og brúnþörungum sem vítuefni og mentól. -I- ANDLITSMASKAR Frá Helen Rubenstein eru komnir á markaðinn sérlega hraðvirkir andlitsmaskar, sem ýmist hreinsa húðina, mýkja hana eða gefa henni raka: Hreinsimaskinn er borinn á allt andlitið, en þó ekki umhverfis augun. Hann er notaður einu sinni til tvisvar í viku eftir húð- gerð. Rakagefnadi maskinn er borinn á allt andlitið. Hann má nota eins oft og óskað er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.