Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 6
6 D Atferli MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1991 VIÐHORF KARLMANNA TIL SJÓNVARPS kvöldin hanga þeir látlaust fyrir framan sjónvarpið, gleypa bók- staflega í sig nýjustu myndbanda- smáþættina, una sér alsælir yfir alls konar skemmtiþáttum eða fylgjast af at- hygli með því sem er að gerast á stjórnmálasviðinu um heim allan. Þeir rata hins vegar sjaldnast á takkann sem slekkur á sjónvarps- tækinu - og þegar loksins kemur að því, þá er venjulega komið langt fram yfir miðnætti. Það skal játað, að þetta eru hinir algjör sjónvarps- sjúklingar. En svo eru það aðrir sem vilja helst horfa á vissa þætti eða eru bara á sffelldu flakki milli rása með fjarstýringunni. Aðferðirnar og að- farirnar eru ærið margvíslegar, en hér á eftir verður lítillega reynt að varpa Ijósi á sjö mismunandi manngerðir karla andspænis sjón- varpstækinu, rætt um venjur þeirra og viðhorf og þeir teknir fyrir ýmist í alveg ómenguðum sérútgáfum eða þá í blönduðum gerðum. Það sem eiginlega liggur til grundvallar þessum athugunum er spurningin um það, hverjir horfa á hvaða sjónvarpsefni og hvað ráða megi af vali þeirra á þáttum og öðru efni á skjánum varðandi manngerðina og afstöðu þeirra til lífsins. Sá alvitri, sí-afskiptasami í hans tilviki er sjónvarpið einna líkast því að menn hámi í sig salt- stangir; hann á óskaplega erfitt með að slíta sig frá skjánum um stund eða hætta alveg að glápa, ekki fyrr en allt er búið, dagskráin á enda, allt uppurið. Hann er vart kominn inn fyrir hússins dyr, þegar hann ýtir á sjónvarpstakkann; hann gleypir við öllu sem á skján- um er að sjá, horfir jafnt á vand- aða þætti sem óvandað léttmeti og honum finnst líka að þetta sé allt saman ósköp klént og lélegt: Kvikmyndahandrit ýmist á ósköp lágu plani eða þá gjörómöguleg, leikstjórn fyrir neðan allar hellur og leikarar allir þriðja flokks loddar- ar. Fúll í bragði spyr röflarinn sig, hvers vegna í ósköpunum hann sé alltaf að borga svona há áfnota- gjöld fyrir ömurlega sjónvarpsdag- skrá. Einungis hann og hann einn veit, hvernig unnt væri að bæta úr þessu og auka gæði dagskrár- innar til muna. En af hverju glápir hann þá sífellt og án afláts á skjá- inn? Jú, í hans tilviki kemur sjón- varpið í staðinn fyrir fótboltavöll- inn, keilusalinn og háværar erjur í hjónabandinu. Á ytra borðinu er þessi mann- gerð heldur skopleg og eilítið skrýtin. í stofunni heima hjá hon- um er að öllum líkindum að finna snyrtilegar og þrifalegar potta- plöntur og sófaborð með reyklit- aðri glerplötu; fjölskylduljósmynd- ir, verðlaunapeningar og fagurlega gerðar ölkrúsir prýða sennilega híbýli hans. Sjálfstæðar, sjálfráða nútíma konur eru hið mesta ógeð í hans augum og tilfinningum, því að þær sýna jafnan svo litla hrifn- ingu á þeirri nautn, reglusemi og alúð sem hann leggur í að þvo, bóna og fága bílinn á hverjum ein- asta laugardegi; ekki eru þær held- ur par hrifnar af vel hirtum, þokka- fullum skrautfiskunum í kerinu heima hjá honum. Það sem verður að teljast já- kvætt við þessa manngerð er, að slíkir menn eru jafnan umhyggju- samir heimilisfeður því oft á tíðum leitast þeir við að líkja í lífsháttum sínum eftir glansmyndum af bandarískri heimilissælu, þar sem allir elska alla ákaflega innilega og kossarnir smella án afláts til hægri og vinstri. Styrkur hans felst í jarðbundn- um, sómakærum viðhorfum, spar- semi og hagnýtum hæfileikum. Veikleikar hans eru harla aug- Ijósir: Hann álítur sig vita alla hluti betur en aðrir, og hann er heldur ekkert að liggja á því. Sá sívirki og atorkusami Lang algengasta sjónvarps- manngerðin meðal karlmanna. Eft- irlætisefni hans á skjánum eru magnaðar hryllingsmyndir, kúrek- amyndir og spennandi sakamála- myndir. Það sem þá skiptir höfuð- máli er að það kveði við ótt og títt öskur, brak og brestir, heyrist skothvellir og miklar drunur úr kassanum. „Derrick" og „Berg- erac“ eru þættir sem ekki má missa af. Hetjurnar í hans augum eru skotheldar, gagnorðar og gjör- hugular — í einu orði sagt, klárir karlar. Hann þjáist og honum vökn- ar jafnvel um augun, þegar John Wayne lætur lífið við Rio Grande, en hann hressist á hinn bóginn allur og fylgist fagnandi með þegar Bud Spencer steytir hnefana. Hann hefur svo sannarlega ekki hinn minnsta áhuga á einhverjum menningarþvæluþáttum. Menntun er að hans áliti óþörf og er manni fremur til trafala. Rómantískar myndir á borð við „Fýkur yfir hæð- ir" og „Á hverfanda hveli" eru í hans augum asnalegt rugl og vella fyrir kerlingar sem vekur manni bara geyspa og svefnhöfga. Karl- menn eiga að vera snöggir til, harðir af sér og hafa örugg tök á lífinu og vitanlega líka á kvenfólk- inu. Og þegar öllu er á botninn hvolft, þá hefur sá sem leggur svona einfalt mat á sjónvarpsefni bæði góða skemmtun af skjánum og hefur sjálfur í reynd ýmislegt skemmtilegt til að bera. Hann er oftast gæddur góðri kímnigáfu og getur verið bara ansi skemmtilegur í viðmóti. Hann er glaðvær að eðl- isfari, félagslyndur og hógvær í kröfum. Til þeess að ekki sé einungis líf og fjör á skjánum hjá honum, eru flottir hraðskreiðir bílar í miklu uppáhaldi hjá honum, svo og sterkur snafs og fríðar meyjar. Fjallaklifur, siglingar og sjóskíði hentar honum einkar vel sem við- fangsefni í sumarleyfinu, svo og hálendisferðir á traustum, velbún- um jeppa. Styrkur þessarar manngerðar felst í því að henni fylgir mikil til- breyting. Veikleiki hans er sá helstur, að hann þarf alltaf að sýna hvað hann sé kaldur og klár karl og einstök hetja. Fagurkerinn Hann er einungis með sjónvarp til þess að geta fylgt með atburð- um líðandi stundar, það er að segja: Fréttum, stjórnmálum og menningarviðburðum. Hann er einn af þeim sem fylgjast t.d. grannt með „Litrófi" og „Kast- Ijósi". Honum kæmi síst af öllu til hugar að fara að horfa á hreinrækt- aða skemmtiþætti sem ekki hefðu neinn siðrænan boðskap að flytja, og honum er líka í mun að allir skilji, að hann hafi aldrei látið glepj- ast til að horfa á „Dallas" eða „Sjúkrahúsið í Svartaskógi". En komi efni slíkra þátta til tals við kaffiborðið, kemur í Ijós að hann kann ágætlega skil á framvindu mála hjá þeim Dallas-bræðrum og á hinum ýmsu raunum sjúkrahúss- læknanna. Afstaða hans til sjón- MARBÚÐIR SU Nú fer i hönd tími útivistar, leikjanámskeiða, mikillar íþróttaveislu hjá iþróttaunnendum og sumarbúðastarfa um allt land. í tilefni af því birtum við hér stuttan kafla úr bók Þóris S. Guðbergs- sonar, rithöfundar og félagsráðgjafa, en hann lék bæði knattspyrnu um árabil og dvaldi i sumarbúðum bæði sem barn og síðar sem leið- togi um margra ára skeið, en í bók sinni Fiddi ber á bumbuna segir Þórir bæði frá leikjum, prakkarastrikum, iþróttum og sumarbúðastarfi. egar áætlunarbíllinn stansaði á hlaðinu fyrir framan skál- ann, skrúfaði Kári niður rúð- una, smeygði sér út og hvarf eins og ósýnileg vofa inn í hóp stráka sem biðu eftir því að kom- ast heim úrsumarbúðunum. Strák- arnir horfðu undrandi á autt sætið hans. íslenski fáninn blakti við hún. Blágresið breiddi úr sér í kjarri vöxnum hlíðum eins og blá teppi hér og þar með fallega skreyttum gulum sóleyjum, fíflum og gull- muru. Falleg náttúra og allt um- hverfi Vatnaskógar var sveipað óvenjulegum töfrablæ. Kári tók ekki eftir umhverfinu. Hann hafði allt öðrum hnöppum að hneppa og þaut upp snarbratt- an stiga sem lá upp á svefnloftið. — Drengir mínir. Hér er það ég sem ræð, sagði bílstjórinn ströng- um rómi og sneri sér beint að þeim. Skipstjóri ræður á skipi. Flugstjóri í flugvél og ég ræð í mínum bíl. Það fer enginn út úr bílnum nema eftir mínum reglum. Lassi, Bassi og Bússi litu hver á annan og brostu undarlega. Þeir höfðu ekki minnst á það einu orði við Kára, að það væri harðbannað að stökkva út um glugga. Hafi hávaðinn í rútunni verið eins og í fuglabjargi ríkti svo mikið líf og fjör í skólanum að líkja mætti við hávaðasömustu rétt sem hefur fyrirfundist á landinu, fyrr og síðar. Því miður getum við ekki sýnt myndband frá þessum atburðum. Þið verðið að nota ykkar góða og frjálsa hugmyndaflug. Stórir, stuttir, feitir, mjóir, fölir, freknóttir, sólbrúnir, Ijóshærðir, rauðhærðir og dökkhærðir strákar þustu fram og aftur um ganga skálans. Hróp og köll, hlátur og s’tríðni. Bakpokar, töskur og svefn- pokar. Allt á fleygiferð. Upp og niður stiga sem lágu niður í kjall- ara þar sem fataskáparnir voru. Lítill, Ijóshærður drengur með falleg, saklaus, blá augu, stóð ein- mana í kjallaranum og horfði ráð- villtur í kringum sig og settist á stóra tösku. Hann hafði aldrei ver- ið í Vatnaskógi áður og þekkti eng- an. Hann saug upp í nefið og þurrk- aði tár eins laumulega og hann gat. — Ertu að leita að skápnum þínum? spurði strákur sem var með augu eins og „Högni hrekk- vísi". — Númer 52, sagði strákurinn með saklausu augun, stóð upp vongóður og beið eftir því að bjarg- vætturin sýndi honum skápinn sinn. Stóri strákurinn opnaði skáp númer 26. — Hér liggja leynigöngin yfir í skáp 52. Komdu og sjáðu. Högni hrekkvísi leit í kringum sig til þess að athuga hvort einhverjir fylgdust með honum. Ljóshærði strákurinn kíkti inn í myrkrið á skáp númer 26 og stóri strákurinn hrinti honum inn og lok- aði hurðinni á eftir honum. Einn af leiðtogunum gekk fram- hjá þeim. Stóri strákurinn gufaði upp, en sá litli kom grátandi út úr skápnum og sagði snöktandi: — Það er enginn Jesús hérna eins og mamma sagði. Ég ætla að biðja hann um að sækja mig á morgun. Nú var blásið í lúður. Allir þyrpt- ust inn í matsalinn. Framkvæmda- stjórinn sjálfur stóð við vængja- hurðina og hleypti strákunum inn, nokkrum í einu. — Akurnesingar hafa þriðja borð, sagði hann. Það er eina borðið sem er frátekið. Borðin í salnum voru merkt frá einum og upp að sex. Við hvert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.