Morgunblaðið - 04.06.1991, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 04.06.1991, Qupperneq 39
MOKGUNBLAÐIÐ ÞBIÐJUÐAGUR 4. JUNI-1991 89 Morgunblaðið/Rúnar Þór Siglt um Eyjafjörð Sjómannadagurinn var að venju haldinn hátíðlegur í Hrísey, en íbúarnir hefja daginn á því að fara í siglingu út frá eyjunni og um fjörðinn. Bátar af öllum stærðum og gerðum tóku þátt í siglingunni og mannskapurinn skipaði sér niður á þá. Sjómanna- messa var í Hríseyjarkirkju, þar sem sóknarprestur- inn, sr. Hulda Hrönn Helgadóttir, predikaði, en Guðmundur Kristjánsson skipstjóri á Súlnafelli tal- aði fyrir hönd sjómanna. Dagskránni var fram hald- ið við sundlaugina, þar sem keppt var í björgunar- og stakkasundi og farið í koddaslag. Kaffiveitingar voru í kaffistofu Fiskvinnslustöðvarinnar og um kvöldið var dansað. Björn Bjömsson sjómaður og eiginkona hans, Guðrún Baldvinsdóttir, voru heiðr- uð, en þau sjást á minni myndinni ásamt sóknar- presti og skipstjóra Súlnafells. Sláttur hafinn í Eyjafirði: Útlit fyrir að einhverjar spildur verði þríslegnar Teknir með tölu- vert magn fíkniefna TVEIR ungir menn voru handteknir aðfaranótt sunnudags vegna gruns um aðild að fíkniefnamáli. Annar reyndist með töluvert magn amfetamíns á sér og var vel birgur af fé, þannig að lögreglu grunaði að mennirnir væru í söluferð. Mennirnir voru téknir upp úr mið- nætti aðfaranótt sunnudags, þeir voru þá á ferð um bæinn á bíl ásamt fleira fólki. Reyndist. annar þeirra vera með fíkniefni, amfetamín, á sér og voru piltarnir því færðir í fanga- geymslu. í fórum þeirra fundust um 10 grömm af amfetamíni og eitt- hvert magn af hassi, sem annar pilt- anna viðurkenndi að eiga. Eigandi fíkniefnanna var vel birg- ur af lausafé, var með nokkra tugi þúsunda á sér, þannig að grunsemd- ir vöknuðu að hann hefði gagngert komið norður í land til að selja fíkni- efni, en um aðkomumann var að ræða. Mönnunum hefur verið sleppt, en rannsókn málsins er ekki að fullu lokið. Háskólinn á Akureyri: Um 80 nýjar umsóknir HÁSKÓLANUM á Akureyri bárust tæplega 80 umsóknir nýnema fyrir næsta skólaár, en frestur til að sækja um skólavist rann út á laugar- dag, 1. júní. Ólafur Búi Gunnlaugsson skrif- stofustjóri Háskólans á Akureyri sagði að vafalaust myndi tala skráðra nýnema við skólann hækka eitthvað, það væri reynsla síðustu ára. Flestir sóttu um nám í rekstrar- deild, eða um 40 manns, þar af eru um 10 sem sækja um viðbótarnám til BS-prófs á gæðastjórnunarbraut. Um 20 nemar sóttu um nám í hjúkr- unarfræði og um 10 sóttu um nám við sjávarútvegsdeild. Ólafur Búi sagði ekki að fullu ljóst hversu margir yrðu við nám í skólan- um næsta vetur, en þeir yrðu líklega á bilinu 150 til 170. Slippstöðin: Þrír hafa sýnt ný- smíðaskipinu áhuga EKKERT formlegt tilboð barst í nýsmíðaskip Slippstöðvarinnar, B-70, sem auglýst var fyrir nokkru, en frestur til að skila inn tilboð- um rann út um mánaðamótin. Sigurður G. Ringsted forstjóri Slippstöðvarinnar sagði að nokkrir aðilar hefðu spurst fyrir og þrír aðilar sýnt skipinu áhuga. „Skipið hefur leynt og ljóst verið á söluskrá í langan tíma, bæði hér innanlands og einnig utan,“ sagði Sigurður. Ný stjórn Slippstöðvarinnar var kjörin á aðalfundi fyrir skömmu og sagði Sigurður að hún myndi innan skamms hitta nýja ráðherra að máli þar sem ræða ætti um hið óselda skip og kvaðst hann vonast til að mál færu að skýrast. Nýr stjórnarformaður Slippstöðvarinnar er Hólmsteinn Hólmsteinsson. SLÁTTUR hófst í Eyjafirði síðasta föstudagskvöld, 31. maí, en það er nánast einsdæmi að sláttur hefj- ist svo snemma. Verði sprettutíð góð í sumar er ekki loku fyrir það skotið að einhverjar spildur verði þríslegnar, þannig að heybirgðir gætu orðið með mesta móti í haust. Ólafur Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar sagði að á sumum túnum væri grasið orð- ið þokkalegt og bjóst hann við að í þessari viku myndu margir bændur hefla slátt, einkum á svæðinu framan Akureyrar. En á föstudagskvöld hófst sláttur á tveimur bæjum í Eyja- fjarðarsveit, á Krónustöðum og Hrafnagili. „Það er nánast einsdæmi að sláttur hefjist svona snemma. Ég hef verið að spyrja eldri bændur og þeir segjast fyrst muna eftir að sláttur hæfist um 5. til 6. júní. Almennt á ég von á að sláttur hefjist í þessari og næstu viku, þetta er mikill annatími hjá bænd- um, þeir hafa vart lokið nauðsynle- gustu vorverkum er slátturinn hefst,“ sagði Ólafur. Hann sagði að langvíðast í hérað- inu væru til nægjar fyrningar og því væri um að gera fyrir bændur að slá snemma, á meðan grasið er orkurík- ast, það væri nánst ígildi kjarnfóðurs nú þegar það er ekki fullsprottið. Yrði sprettutíð góð í sumar væri út- lit fyrir að einhveijar spildur yrðu þríslegnar, það tæki grasið um mán- aðartíma að spretta nægilega fyrir næsta slátt. „Ef sumarið verður gott verða eflaust feikilegar heybirgðir til í héraðinu í haust,“ sagði Ólafur. ---------------- Kvennakór með tónleika KVENNAKÓRINN Lissy heldur tónleika í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá eru m.a. lög eftir Pál ísólfsson, Jón Hlöðver Askels- son, Þorkel Sigurbjörnsson, Pergol- esi og Fauré. Einnig íslensk ein- söngslög og orgelverk. Einsöngvarar eru Hildur Ti-yggvadóttir og Margrét Bóas- dóttir og er hún jafnframt stjórn- andi kórsins. Orgelleikari er Björn Steinar Sólbergsson. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kveðjukoss Ernu Deildarstjóraskipti urðu hjá Ríkisútvarpinu á_ Akureyri á föstudag, Erna Indriðadóttir sem verið hefur deildarstjóri Útvarps Norðurlands lét af störfum eftir fimm ára veru í stól deildarstjóra og við tók Bjarni Sig- tryggsson. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri, Elva Björk Gunnarsdótt- ir framkvæmdastjóri, Kári Jónasson fréttastjóri og Maigrét Oddsdóttir deildarstjóri Rásar 1 auk fulltrúa frá svæðisútvarpinu á Isafirði og Egils- stöðum komu til Akureyrar við þetta tækifæri og voru Ernu þökkuð mikil og góð störf í þágu útvarpsins í hófi sem haldið var af þessu tilefni og Bjarni jafnframt boðinn velkominn til starfa. Á myndinni smellir Erna kossi á kinn Bjarna. Sælgætisframleiðendur og bakarar athugið Óskum eftir að kaupa nú þegar súkkulaðihúðunarvél án kælis. Upplýsingar gefur Sigurður Arnórs- son, sími 96-22800. Linda hf., Akureyri. Breytt símanúmer Tekið hefur verið í notkun nytt símanúmer á afgreiðslu hlaðsins áAkureyri 11600 fRiii’ijjrmMíiíiiiíi Hafnarstræti 85, Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.