Alþýðublaðið - 19.02.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.02.1959, Blaðsíða 5
kort frá E, -B ValafellsmáliS stóð sem hæst fórum við tveir blaða- menn Alþýðublaðsins um borð í varðskipið Þór, sem lá við bryggju á Seyðisfirði, til þess að leita frétta hjá Eiríki Kristóferssyni, skipherra. Eiríkur tók okkur mjög vel og bauð okkur í hina vistlegu setustofu sína. Þar ræddum við um það, sem gerzt hafði í Valafellsmálinu og fréttnæmt þótti í því sambandi. En við notuðum einnig tækifærið til þess að ræða við Eirík um lándhelgismálið yfirleitt og þó einkum um hinn mannlegri þátt þess, þ.e. a.s. samskipíi hans við menn- ina, sem eru andstæðingar okkar í því, Bretana. Eiríkur sagði, að hann og Anderson hefðu fyrst kynnzt í Reykjavík í júlí s. 1. sumar. Anderson gaf þá Eiríki for- kunnarvandaðan pappírshníf úr tré. Síðan hafa þeir oft hitzt, því Anderson hefur varla farið af íslandsmiðum síðan landhelgisdeilan hófst. Hann hefur flutzt á milli her- skipanna, hsfi hans skip ver- ið sent til Englands. Anderson var þó í Englandi er Vala- fellsævintýrið gerðist, en hann er væntanlegur innan skamms á íslandsmið aftur. Anderson hefur boðið Ei- ríki að vera viðstaddur skot- æfingar og djúpsprengnakast. Eiríkur sagðist hafa svarað Anderson því, að hann væri nú ef til vill ekki viðlátinn þegar Anderson kallaði. An- derson sagði, að Eiríkur skyldi bara láta sig vita með viku fyrirvara, og myndi hann haga skotæfingunum eft ir því. Annars mun Anderson hætta sem flotadeildarforingi (commodore) næsta sumar og taka við starfi í landi. Hann hefur íátið í ljósi þá von við Eirík. að beir muni geta hitzt í Reykiavík í sumar, áður en hann heldur til Englands. Sagðist hann vonast til að geta þá fært Eiríki segl á bát- inn, sem „gestirnir um borð í Russe)“ réru á til lands í Keflavík. Eiríkur skipherra sagði okk ur einnig frá því að í fyrsta skip+ið í þau fjölmörgu ár, sem hann hefur verið á varð- skipunum. hafi hann nú um síðustu jól fengið jólakort frá fjölmörgum togaraskipstjór- um. Auk þess fékk hann jóla- kort frá nær öllum herskip- unum. sem hér hafa verið frá 1. september. Ungur sióliði um borð í H. M.S. Duncan skrifaði honum jólabréf. Voru mikil veðmál um borð í Duncan um það, hvort Eiríkur mvndi svara bréfi piltsins. Sagði Eiríkur, að sér hafi ekki verið grun- laust um. að ekki hafi síður verið veðjað um málið um borð í Þór. Sendi Eiríkur piltinum jóla kort. Aðspurður sagðist Eiríkur ekki hafa haldið tölu vfir þá togara, sem hann hefði tekið í landhelgi. Sagði hann, að það væri leiður vani að hæl- ast af óförum annarra. Hins vegar kvaðst hann hafa hald- ið nokkum veginn tölu yfir þau skip, sem hann • hefur bjargað úr sjávarháska. Eru það 540 skip, allt frá litlum Hann upplýsti okkur eirin- ig um það, að hvorki herskip né togarar hefðu nokkru sinni leitað vars hér við land frá því að landhelgisdeilan hófst. Sagði hann, að togararnir hefðu ströng fyrirmæli um Eiríkur Kristdfersson skipherra. opnum bátum upp í 17.000 tonna skip. Við félagarnir spurðum Ei- rík ennfremur að því, hvort hann áliti að Bretar myndu gera alvöru úr þeirri hótun sinni að skjóta á íslenzku varðskipin, ef þau létu sér ekki segjast. Eiríkur svaraði því til og lagði á það mikla áherzlu, að enginn vafi væri á því, að Bretar myndu standa við hót- anir sínar, ef þeim þætti á- stæða til. það, að fara ekki inn fyrir fjögurra mílna mörkin. Við röbbuðum við skipherr ann enn góða stund og áttuð- um okkur þá loks á því, að komin var hánótt. Við þökk- uðum Eiríki Kristóferssyni fyrir hinar ágætu móttökur og hina skemmtilegu kvöld- stund, sem við höfðum átt hjá honum; kvöddum síðan þenn- an ágæta mann, sem hefur reynzt Bretum svo harðsnú- inn andstæðingur. u, IM síðustu mánaðamót bárust þær fréttir, að iðjuver í einkaeign væru að vinna stórsigur á þeirri stefnu eftir- stríðsáranna, að koma skyldi í veg fyrir risafyrirtæki í Þýzkalandi. Enskir, franskir, bandarísk- ir og vestur-þýzkir sérfræðing ar samþykktu að veita Alfried Krupp von Bohlen und Hal- bach frest til að selja hina miklu kola- og stálsamsteypu sína, en hann átti að vera bú- inn að selja hana fyrir 1. fe- brúar síðastliðinn, Herra Krupp vill ekki selja það fyrirtæki, sem verið hef- ur £ eigu ættar hans í 150 ár. Hann segir að engir Þjóðverj- ar séu það fjársterkir, að þeir geti greitt út hálfa billjón dollara, sem samsteypan kost- ar. Þjóðverjar vilja ekki að hann selji útlendingum hluta- bréf sín. Og þar ofan á bætist, 5a Gustav Krupp var veik- ur maður. Bandarískir, break- ir, franskir og rússneskir læknar rannsökuðu hann Og- töldu að hann gæti ekki mætt fyxir rétti. Hann var algert skar orðinn og' með óráði. Þegar mál hans kom iyrir réttinn hinn 14. nóvernber 1945 var ákveðið eftir nokk- urt þóf, að fella niður ákær- una gegn honum. Þannig \>art> það niðurstaðan, að sá maSar, sem var æðstur Kruppanna öflugasti stuðningsmaður ein- ræðisherrans árum saman,,. slapp við að svara til saka.- Spurningin um samband iðþ* höidarina við Hitler var -r.-kSk' rædd nema að litlu leyti iyrir alþjóða stríðsglæparéttirmríHÍ Nurnbero-. IÐUR, en rétturinn lét mál Krupps niðúr falla, hafðk að Kola- og stálsamsteypa ^ruPP 2 .. Evrópu, sem sex ríki standa til hörkudeilu Tnil-IJ- að, hafa leyft Krupp að auka ^ómaranna og franska sak- við fyrirtæki sitt með því .að sóknarans, sem hélt því fram, kaupa enn eitt stáliðjuver. a® Þótt Gustav Krupp gætk Það er álit stjórnmálafrétta sía^ur ekki mætt fyrir rétiþ ritara í Bonn, að Krupp komi væri eðblegt að sonur hans, til með að halda öllum föst- Alfried Krupp, mætti í stad um eignum sínum í framtíð- hansi en hann væri hinn xsun inni. Það væri ekki í fyrsta verulegi yfirmaður samsteyp. skipti, sem Krupparnir losna við að hhta dómi og er fróð- legt í þessu sambandi að rifja upn viðskipti þeirra við dóm- stólana síðan í stríðslok. ÁrIÐ 1945 átti að leiða þá- verandi yfirstjórnanda Krupp samsteypunnar, Gustav Krupp von Bohlen und Hal- bach. fyrir stríðsglæparéttinn í Nurnberg sem fulltrúa þeirra iðjuhölda, sem stutt höfðu Hitler á sama hátt og Göring, Ribbentrop, Hess og aðrir voru ákærðir sem full- trúar á sínu sviði í Þriðja ríkinu. Það var mjög eðlilegt að Krupn var valinn fulltrúi stóriðjuhöldanna. Kruppsam- steypan var einn hornsteinn- inn undir hergagnaframleiðsl- unni og Gustav Krupp var út- nefndur „Wirtschaftsfuhrer11 af Hitler og fór með yfir- stjórn iðnaðarsamsteypu þeirr ar, sem skipulögð var á Hitl- erstímanum. unnar um þetta leyti. Rétltir- inn féllst ekki á þetta sjóu- armið og taldi það fjarrj- öö- um réttarvenjum að lögsækja son í stað föður. Alfried Krupp, núverandi aðaleigandi Kruppsamsteyp- unnar, var dæmdur af b-aöÖa- rískum herdómstól í ára fangélsi árið 1948, og auk þess» skyldur til þess að. selja alia? eigur sinar. í þessum réttar-. höldum var hann aHem& dæmdur fyrir starfsemi pfna eftir 1943 er hann tók wo yf-> irstjóm Kruppverksmiðj- anna. Aftur á móti var f.ann sýknaður af þeirri ákæru,. aí> hafa starfað að styrjaldaroad- irbúningi með nazistum, enda var hann ekki nema rúmlega* tvítugur, er Hitler kom til valda og hafði áhuga á ýmsi* fremur en fjármálum. var einnig talið vafa-.. samt, að Alfried Krupp baíi Framhald á 10. sí&ús. AÐ var 17. apríl 1947 að brezkt farbegaskip, Sir Harvey Adamson, lagði af stað frá Rangoon til- Hong Kong. 279 manns voru á skipinu, farþegar og skips- menn. Ekkert hefur heyrzt frá því síðan og hið 1000 tonna skip hvarf gersam- lega. í 12 ár hefur verið reynt að grafast fyrir um orsak- irnar að hvarfi Sir Harvey Adamson en ekkert hefur fundizt, ekki brak, lík eða björgunarbátur. Skipið var í A—I. flokki hjá trygging arfélagi Lloyds í London, bað var búið öllum full- komnustu loftskeytatækj- um og björgunarbátum. Skipstjórinn var þaul- reyndur sjómaður, sem um árabil hafði siglt á bessum slóðum. Skipið fór frá Ran goon á beím tíma árs, sem verst veður eru á þessum slóðum, en um þetta leyti gengu engir þeir gtormar er til óveðui's teljast. Leit- arskip og flugvélar fundu ekki einu sinni olíubrák á s.ió. Sumir álíta að Sir Har- vey hafi rekizt á tundur- dufl og er. bað ekki ólík- legt.. Um hálfrar aldar skeið hafa örlög annars ensks skips verið stöðug ráðgáta. Farþega- og flutningaskip- ið Waratah; smíðað 1903 fórst út af Góðrarvonar- höfða árið 1909, með 211 ■manns innanborðs. Waratah var að koma frá Ástralíu og sást síðast til bess er bað fór fram úr öðru skibi í stormi skammt frá Góðrarvonarhöfða. Sum skip hafa fundizt mannlaus á höfum úti. Frægast beirra er drauga- skipið Marie Celeste, sem sigldi frá ítalíu til New York árið 1872 og fannst þremur mánuðum eftir brottför eitt og yfirgefið á Atlantshafi. Engin merki fundust um hvernig staðið hefðx á brottför skipshafn- armnar og farþega. Ekkert benti til þess að skipið hefði Íent í stormi, engin merki um átök eða upp- reisn, skipsdagbókin var á sínum stað og þar var ekki minnst-á áð neift-væri að/ ■ Björgunarbátar voru á sín- um stað, áhöld óhreyfð og diskar á borðum. Mörg hefskip hafa týnzt og engin merki fundizt um þau sxðar. Af þeim 850 her- skipum, sem Bandaríkja- menn hafa tapað. síðan- 1780 hafa 17 gjörsamlega glatazt. - 1918 lagði bandarískt; herskip úr höfn í - Rio dé Janeiro með 309 menn inn- anbor'ös, kom við í Vestur- Iridíum eri hefur 'ekki kpni- ið fram síðán. Herskipið Saratoga sást síðast., sigla ■ til lands undan Delaware- höfða en hvarf -gjörsam- íega. Á; ;l fe •JimmimimmitimiimimmmmimiimiimmiimmiimiiimmiuuiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiHfliiiiHfiiriiiiiiiin.uiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiMiiiiiiHHI Alþýðublaðíó — 19. febr. 1959 Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.