Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 19
19
Ttt-
Austurstræti skiptir
ekki sköpum
Þróunarfélag Reykjavíkur hefur
ályktað um fjölmörg málefni er
varða framtíð miðbæjarins og hafa
nokkrar tillögur þess verið sam-
þykktar m.a. í borgarráði, þar á
meðal ályktun um að ekki verði
gjaldskylda við stöðumæla eftir kl.
16 og að áfengisútsala verði opnuð
í miðbænum. Þá vann félagið að
því að dómhús yrði við Lækjar-
torg. Nú er til umfjöllunar í borgar-
stjórn ályktun félagsins um að
Austurstræti verði opnað fyrir
umferð á nýjan leik, í 6 mánuði í
tilraunaskyni. Kaupmenn hafa og
lagt mikla áherslu á að Austur-
stræti verði opnað. En skiptir sú
aðgerð sköpum fyrir miðbæinn?
„Nei, hér er fyrst og fremst um
táknræna aðgerð að ræða ogy
margir telja að niðurstaða borgar-
yfirvalda segi til um hvort þau
hafi í raun og veru vilja til að end-
urreisa hana eða ekki,“ segir Pét-
ur. „Þegar hluti Austurstrætis var
gerður að göngugötu árið 1974,
var gert ráð fyrir að lokun allrar
götunnar. Hún gekk aldrei eftir
og nú eru forsendur brostnar fyrir
göngugötu. Verslunum hefur
fækkað og hlutfall opinberra stofn-
ana hefur aukist. Verði umferð
hleypt í gegnum Austurstræti, er
hægt að gera það á svipaðan hátt
og gert er á hluta Laugavegar.
Umferðin yrði hæg, götur yrðu
hellulagðar, blóm og tré gróður-
sett. Ef gera á Austurstræti að
göngugötu verður að byggja yfir
það, veðursins vegna. Og þá er í
raun verið að líkja eftir Kringl-
unni. Það eru mjög skiptar skoðan-
ir um gleryfirbyggingu í Austur-
stræti, ég tel hana til dæmis tví-
benta ráðstöfun. Umræðan hefur
snúist of mikið um þessa einu götu,
Austurstræti. Hún á að snúast um
Kvosina í heild sinni.“
Smæð og sögulegt gildi
miðbæjarins
Pétur segir nauðsynlegt að
menn geri sér grein fyrir stað-
reyndunum um miðbæinn, ekki síst
smæð hans og sögulegu gildi.
„Kvosin er einungis 8 hektarar að
flatarmáli en samtímis er hún er
andlit þjóðarinnar öðrum stöðum
fremur. Kvosin er einn af helgi-
dómum þjóðarinnar, hún er innsti
kjarni höfuðstaðarins og geymir
sögulegar minjar; þar eru Alþingi
og Stjórnarráð og fornleifafræð-
ingar hafa fundið minjar, sem ef
til vill eru um bústað fyrsta land-
námsmannsins. Við eigum því að
fara jafnblíðum höndum um hana
eins og Þingvelli.
Við endurheimtum ekki þá versl-
un sem farin er. Það er rúm bæði
fyrir Kringlusvæðið og miðbæinn
en til þess að hann öðlist þann
sess sem honum ber, þarf að auka
verslun, þjónustu og ýmsa aðra
starfsemi og í því sambandi horfum
við meðal annars til dómhúss. Því
fylgir væntanlega fjöldi lögfræði-
stofa í miðbænum. Við leggjum
sérstaka áherslu á aukna safna-
og menningarstarfsemi, t.d. gall-
erí, skóla sædýra- og skipasafn við
höfnina. Safni þarf að koma upp
þar sem menn telja sig hafa fund-
ið bæ Ingólfs við Aðalstræti og það
gæti orðið best sótti staður á ís-
landi. Ráðhúsið mun hafa mikið
aðdráttarafl, Listasafn íslands eitt
og sér dregur um 80.000 manns
að á ári. Með öðrum orðum, það
þarf að fá líf í bæinn utan hefbund-
ins verslunartíma, blandaða starf-
semi frá morgni til kvölds, sjö daga
vikunnar.
í þessu sambandi höfum við
velt því fyrir okkur hvernig mið-
bærinn lítur út í augum ferða-
mannsins. Samkvæmt upplýsing-
um frá Upplýsingamiðstöð ferða-
mála eru langflestir ferðamenn
sem til Reykjavíkur koma í bænurrr
frá föstudegi til mánudags. Og
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991
Pétur Sveinbjarnarson á Austurvelli en þar undir vill hann koma
fyrir bílageymslu fyrir 200 bíla.
Framtíðarsýn
framkvæmdastjórans
Að 10 árum liðnum er framtíðarsýn Péturs Sveinbjarnarson-
ar, framkvæmdastjóra Þróunarfélags Reykjavíkur um mið-
borgina þessi:
Bílageymsla undir Austurvöll: Hótel Borg hefur verið stækkuð um
helming, undir Austurvelli er bflageymsla fyrir 200 bfla og því ekki leng-
ur skortur á bílastæðum vegna útfara frá Dómkirkjunni. Búið er að
heiluleggja Austurvöll að hluta.
Hellulögn: Kvosin hefur öll verið hellulögð, hitalagnir settar í allar
- gangstéttir og götur. Ekki hefur sést snjór í Kvosinni síðustu sex ár.
Víkingobær: Á horni Aðalstrætis og Túngötu stendur bær Ingólfs
Arnaisonar. Hann er mest sótti staður landsins af erlendum ferðamönn-
um enda það eina sem minnir á upphaf byggðar á íslandi í miðborginni.
Nýbygging Alþingis: Við Kirkjustræti hefur Alþingi byggt fallega
skrifstofubyggingu með 30 herbergjum fyrirþingmenn.
Skúlatorg: Þar sem áður var Hallærisplan er nú Skúlatorg og við það
stendur Borgarbókasafn, sem hætt var við að byggja í Kringlunni. Eft-
ir að gamla Sjálfstæðishúsið var rifið hefur Vallarstræti, á milli Austur-
vallar og Skúlatorgs, verið opnað undir gleryfirbyggingu. Það er svokali-
að innstræti með mörgum smáverslunum.
Tryggvaborg: Stærsta framkvæmdin í miðborg Reykjavíkur er
Tryggvaborg við Tryggvagötu. Öll húsin frá Tryggvagötu 11-21 hafa
verið samtengd í eina viðskipta-, þjónustu- og samgöngumiðstöð. Þar
eru einnig fjölmargar skrifstofur; Tollstjóri, skattstjóri og embætti sýslu-
mannsins í Reykjavík, sem var stofnað 1992.
Aöolstöðin: Þar sem áður var bifreiðastæði Akraborgarinnar er bíla-
geymsluhús fyrir 234 bíla með ýmissi þjónustu við bifreiðaeigendur.
Fyrir austan Tollstöðina er samgöngumiðstöðin Aðalstöðin fyrir allt
höfuðborgarsvæðið. Þar er viðkomustaður strætisvagna Stór- Reykjavík-
ursvæðisins, leigu- og langferðabíla og vagnsins til Keflavíkurflugvall-
ar. Uppi á þaki er þyrlupallur sem er notaður í vaxandi mæli.
Bílugeymsln í Arnarhóli: Frá Aðalstöðinnierundirgangurundir
Lækjargötu í Amarhól, þar sem bílastæði er fyrir 800 bfla ein stærsta
bílageymsla landsins. Inn í Amarhóli fer fram margskonar markaðs-
og skemmtistarfsemi á kvöldin og um helgar. Gegnum bílageymsluna
er rafmagnsstigi að Arnarhvoli og húsi Hæstaréttar, þar sem áður var
Landsbókasafn. Því er hægt að ganga undir „þaki“ frá Lindargötu vest-
ur að Hafnarbúðum og einnig á milli Dómshúss og Hæstaréttar.
Sædýrnsofn: Á Grófarbryggju, þar sem Ríkisskip voru, er starfrækt
sædýrasafn.
Strætisvagnaferðir: Stöðugar strætisvagnaferðir eru á milli Þjóðminj-
asafns, Listasafns íslands, Ráðhúss, Víkingabæjar við Aðalstræti og
sædýrasafns á Grófarbakka.
Mntarmiðar: Búið er að loka öllum stórum mötuneytum banka og
stofnana. Launþegar fá að skreppa út í hádeginu og nota matarmiða á
hinum íjölmörgu veitingastöðum sem risið hafa í miðborginni.
Veltusund opnað: Búið er að opna Veltusund á milli Landsímahúss
og Aðalstrætis 6. Frá Hressó er falleg gönguleið í gegnum Fógetagarð-
inn, alla leið niður að Tjörn.
Raf magnsstigar: Við Klapparstíg og Vitastíg hefur verið byggt yfir
aðra gangstéttina frá Skúlagötu/Sæbraut og settir upp rafmagnsstigar.
Eldra fólk sækir mikið upp á Láugaveginn.
Tíu Stór verslunarhús: Laugavegurinn hefur haldið velli sem aðal
verslunargata landsins. Þar er búið að endumýja verslunarhúsin að
verulegu leyti, m.a. hafa verið byggðar 10 stórar sérverslanir á fjórum
hæðum.
Hverfisgata eftirsótt: Eftir að framkvæmdum við Sæbrautina lauk,
minnkaði umferð um Hverfisgötu, sem er orðin ein fallegasta gata
Reykjavíkur. Þar er eftirsótt íbúðarbyggð ásamt litlum verslunum.
Iðandi mannlíf: í miðborginni, allt frá Garðastræti að Hlemmi, er
iðandi mannlíf frá morgni til kvölds alla daga vikunnar.
oftar en ekki ráfa þeir um í aðgerð-
aleysi þar sem verslanir eru flestar
lokaðar, þjónusta er ákaflega tak-
mörkuð, merkisstaðir, styttur og
hús eru ómerkt og lítið líf í bæn-
um. Ferðamenn hafa ekki mikið í
miðbæinn að sækja ef hann hefur
svo lítið upp á að bjóða. Úr þessu
verður að bæta, það er í allra
þágu.“
Fólksfjölgun í miðbænum
Pétur segir vanda miðbæjarins
vera margþættan en brýnast sé
að bæta úr fólksfækkuninni. Fjölga
þurfi starfandi fólki í miðbænum
en því hefur fækkað mikið. Hjá
þeim 18 fyrirtækjum þar sem
starfsmenn eru 20 eða fleiri, starfa
aðeins 2.500 manns. Fólki sem býr
og starfar utan miðbæjarins en
sækir þjónustu í Kvosina hefur
fækkað og þeirri þróun þurfi einn-
ig að snúa við. Svo fátt fólk sé
eftir í Kvosinni að á mörkunum
sé að hægt sé að reka þar eina
matvöruverslun. „Sú stefna sem
rekin er í bif-
reiðastæða- og
stöðumálum
bætir ekki úr
skák og hefur
skapað mið-
borginni nei-
kvæða ímynd.
Bjóða verður
upp á langtíma-
stæði fyrir
starfsfólk í
Kvosinni."
Þá nefnir
Pétur einnig
einhliða upp-
byggingu, t.d.
offjölgun veit-
ingastaða. Hún
hafi slæm áhrif
á miðbæinn og
ef ekki sé
ákveðið mót-
vægi í framboði
af annarri
starfsemi flytji
íbúarnir burt,
fyrirtæki verði
fyrir óþægind-
um, fasteigna-
verð lækki og
viðhald minnki
þar af leiðandi,
glæpatíðni áúk-
ist og öll um-
fjöllun verði
neikvæð, eðli
málsins sam-
kvæmt. Ef ekk-
ert sé að gert
verði miðbær-
inn að skugga-
hverfi. „Kaup-
menn við Laugaveg hafa nokkrar
áhyggjur af fjölda veitingastaða
og hugmyndir hafa verið uppi um
einhvers konar kvóta á fjölda
þeirra, þar sem heildargólfrými
má ekki fara upp fyrir ákveðna
stærð. Sjálfur er ég fylgjandi þess
konar aðgerðum, svo að ekki vérði
of margir slíkir staðir á afmörkuð-
um svæðum.
Þá má ekki gleyma húsnæði og
umferð. Endurskoða þarf umferð-
arþátt deiliskipulagsins. Veður-
farslegar forsendur hérlendis eru
það frábrugðnar aðstæðum í öðr-
um löndum að það verður að taka
mun meira tillit til þeirra. Reynslan
hefur sýnt að fólk er tæplega reiðu-
búið að ganga um miðbæinn í
vondum veðrum. Austurstræti,
Hafnarstræti, Pósthússtræti og
Aðalstræti verða aldrei þær frið-
uðu göngugötur sem áfoi-mað er.
Þær á að hanna eins og Laugaveg
og hægt á að vera að loka götunum
þegar ástæða þykir til, t.d. yfir
háannatíma en opna aftur á kvöld-
in og um helgar.
Og við verðum að byggja nýtt
húsnæði, hluti núverandi húsnæðis
er gamall og úr sér genginn og
ekki byggður fyrir þá starfsemi
sem hann hýsir. Einungis eitt hús
hefur verið byggt í miðbænum á
síðustu sjö árum og annað er í
byggingu nú. Skipulagið sem sam-
þykkt var 1986 er gott í flestum
atriðum en framkvæmdin hefur
dregist allt of iengi.“
— Stangast ekki á þessi hug-
mynd um að viðhalda gamla mið-
bænum og að vilja fjölda nýbygg-
inga á svæðinu?
„Það á að varðveita þau hús sem
hafa menningarlegt og sögulegt
gildi en annað húsnæði á að víkja,
borgin er engin perla þegar öll
þessi skörð eru í götumyndinni.“
— Er til fjármagn í allar þessar
framkvæmdir?
„Ef til eru peningar hérlendis,
þá ættu þeir helst að fara í að
endurreisa miðbæinn. Ráðhúsið á
að vera upphaf þeirrar endurreisn-
ar. Fjármagnið kemur ekki síst frá
einstaklingum, þeir eru reiðubúnir
að leggja fram fjármuni í uppbygg-
ingu ef hún gefur arð. Við von-
umst til þess að einstaklingar, fyr-
irtæki og samtök leggi fé í fram-
kvæmdir hér. Og þó að Reykjavík-
urborg eigi ekki
að gera alla
hluti, verður
hún að sýna
frumkvæði.“
Hefur borgin
brugðist
miðbænum?
— Er ekki
kominn ör-
væntingartónn
í kaupmenn í
miðbænum?
„Margir
þeirra telja að
borgin hafi
brugðist mið-
bænum. Upp-
bygging
Kringlusvæðis-
ins hefur geng-
ið hratt og vel
fyrir sig, þar
hefur ekki stað-
ið á þjónustu
borgarinnar við
þjónustuaðila
og kaupmenn
hér telja að
borgin hefði átt
að sinna mið-
bænum jafn
vel. Á sama
tíma og upp-
bygging
Kringlunnar
var í blóma
voru stöðu-
mæla- og stöð-
ureglur hins
vegar hertar í
miðbænum og
viðgerðir á Laugavegi og Hafnar-
stræti hafa unnist seint og illa.“
Pétur er bjartsýnn á framtíð
miðbæjarins, um það ber framtíð-
arsýn hans vitni. Hann segir mið-
bæinn ekki verða þann verslun-
arkjarna sem hann var áður en það
verði Laugavegurinn aftur á
móti.„Lykilorðið er fjölbreytni. Við
erum ekki að byggja neinar skýja-
borgir, bílastæði í Arnarhóli eru
t.d. ekki fjarlægur draumur, þetta
er svo lítið svæði að við verðum
hreinlega að koma bílunum undir
eða inn í jörðina. í Arnarhóli og
undir Austurvelli er hægt að mæta
helmingi bílastæðaþarfarinnar í
Kvosinni."
— Eru þeir sem eiga hagsmuna
að gæta í miðbænum reiðubúnir
að leggja meira af mörkum?
„Það er allsstaðar góður vilji en
margir eru þreklitlir. Þeim finnst
að þeir hafi orðið undir og það
gætir nokkurs vonleysis. Vonleysi
er vont til lengri tíma en ástandið
mun breytast og því held ég að
kaupmenn trúi. I miðborginni eru
gífurleg verðmæti sem ekki mega
fara í súginn. Það yrði ekki aðeins
borgarskömm, heldur þjóðar-
skömin ef miðborgin drabbaðist
niður.“
Opnun Austurstrætis
fyrir bílaumferð ekki
úrslitautriði heldur
túkn um vilja borgar-
yfirvalda til að end-
urreisa miðbæinn
Áherslu þarf að
leggja ó lægri húsa-
leigu, uppbyggingu
nýs húsnæðis, endur-
skoðun umferðar-
þúttarins og jafnara
hlutfall þjónustu
Ef ekkert verður að
gert, verður miðbær-
inn oð skuggahverfi
Svo fúttfólk er eftir
í Kvosinni að ú mörk-
unum er að hægt sé
að reka þar eina
matvöruverslun