Alþýðublaðið - 20.02.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.02.1959, Blaðsíða 1
mmm 40. árg. — FöstudagUj. 20. febrúar 1959 — 42. tbl. H ermóðsslysið: ALLAN DAGINN í gær var leitað á svæðinu frá Garðskaga að Hafnarbergi, þar sem telja mátti liklega, að eitthvað hefði rekið úr Hermóði. Var gerleit- að á svæðinu, en ekkert fannst annað en hurðarbrot og lítill tréklossi. Lík fundust engin. . Snemma í gærmorgun héldu þrjár bifreiðir úr Reykjavík, hlaðnar mönnum frá Landhelg- isgæzlunni, vitamálaskrifstof- unni og úr slysavamadeildinni í Reykjavík og fóru suður á Reykjanes. Var ráðgerð ná- kvæm.leit að öllu því, er kynni að hafa rekið úr vitaskipinu Hermóði. 20 MANNA LEITARFLOKK- UR FRÁ SANDGERÐI. Einnig fóru hópar manna til þess að leita, bæði frá Sand- gerði og Höfnum. Alþýðublað- ið átti í gærkveldi tal við Júlí- us Eiríksson, formann Slysa- varnadeildarinnar í Sandgerði. Sagði hann, að björgunarsveit slysavarnadeildarinnar í Sand- gerði hefði tekið þátt í leitinni ásamt nokkrum sjálfboðaliðum. Var þetta 20 manna hópur, er skipti sér í flokka. Var leitað allt frá Garðskaga að Hafnar- bergi. HURÐARBROT FINNST. Hið eima, sem fannst, var brot úr hurð, er fannst í Hafn arósum. Er talið, að sú hurð hafi verið úr brúnni. Einnig fannst tréklossi, sem talinn er vera úr skipinu. Annað fannst ekki. LEITINNI HALDH) ÁFRAM. Nokkuð af mönnum varð eft- ir á leitarsvæðinu og hyggj- ast þeir halda leitinrii áfram í Úag. Þá skýrði Pétur Sigurðs- son, forstjóri Landhelgisgæzi- uhriar, blaðinu frá því í gær, að strax 'og veður leyfði ýrði skip sent á slysstaðinn. Rán, flugvél Landhelgisgæzlunnar, beið albúin til flugs allan dag- inn í gær, en aldrei varð flug7 veður. Hreinsun í Tékkó- VINARBORG, 19. febr. — (REUTER.) „Information Dan. ubienne“, fréttabréf, sem flótta rnenn í Vín gefa út um mál Austur-Evrópu, hélt því fram í dag, affi um þessar mundir færi fram víðtæk hreinsun meðal háttsettra embættismanna í Tékkóslóvakíu, Hefur frétfablaðið það eftir áreiðanlegum heimildu'm í Prag, að rúmdega 200 menn hafi verið reknir úr utamdkis- ráuneytinu einu á fyrstu Idög- um hreinsunarinnar. Voru margir meðlimir kommúnrsta- flokksins á meðal þeirra. Bætir blaðið þvi við, að flestir. hinna burtreknu hafi verið sendir'ttl ■ starfa í námum. og þungaiðnaði. Fregn til Alþýðublaðsins. Borgarnesi í gær. ELDUR kóm upp í íbúð prestsins á Borg á Mýrum, séra Leós Júlíussonar, í gærmorgun um fótaferðartíma og brann húsið að innan, svo að það er ekki íbúðarhæft. Prestshjónin misstu allt innbú og fatnað og eru nú húsnæðislaus með bödn BÍn tvö, og hafast þau við hjá vinafólki í Borgarnesi. MMitHMMMMtmwMMMw Það var, er prestfrúin var^að fara a fætur, að hun þottist kenna nokkurs reykjareims í svefnherberginu. Fór hún að gæta betur að, og varð þess þá vísari, að eldur var kominn Frmmluld á S. !»íðo Sjá 3. síðu. „ÞAÐ mun vera einsdæmi í sögu alþingis, að stórkostleg sjóslys verði svo hvort á eftir öðru, að nauðsyn beri til að kalla saman sorgarfund í alþingi dag eftir dag. Þetta ber oss að höndum nú.” Þannig fórust forseta sameinaðs þings, Jóni Pálmasyni, orð á minningarfundi um Hermóðs- slysið. MMMMMMMMWWWMMMMI Deildafundir hófust eins og boðáð hafði verið, en forsetar tóku öll mál af dagskrá og slitu fundunum, svo áð halda mætti aukafund í . sameinuðu þingi til að ntinnast hins hörmulega ‘slyss. Minningar- ræðá forseta fer hér á eftir: „Helfi-egnir berast nú dag éftir dag, dauðans er mikilvirk liönd, úthafið syngur sitt útfarar lag, öldurhar grenja við strönd. íslenzka þjóðin er harminnm háð, lirópar í neyðinni á guðlega náð. Það munu ver» einsdæmi í sögu alþingis, að stórkostleg sjóslys verði svo hvert á fæt- Ur öðru, að nauðsyn beri til að kalla saman sorgarfund í alþingi dag eftir dag. Þetta ber oss að höndum nú. í gær komum við öll hér samán til að lýsa okkar hryggð og samúð í tilefni af Framhald á 2. síðu. FERIDÁG PRETIOUS, brezki skiþ- stjórinn af Valafelli, kom til Reykjavíkur frá Egils- stöðum kl. 9 í gærkvöldi með flugvél Flugfélags Js lands. Var hann nú raun hressari en um daginn, enda hefur hann undan- farið legið á sjúkrahúsi á. Seýðisfirði. Ráðgert var að hann héldi utan f!»g-- leiðis í dag. MlMéMIIMllMMMMMMMIWIIIll

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.