Morgunblaðið - 11.07.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 11.07.1991, Síða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 154. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 11. JULI 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Júgóslavía: Slóvenska þingið stað- festir friðaráætlunina Ljubljann, Haag. Reuter. ÞING Slóveníu samþykkti í gær með miklum meirihluta atkvæða friðaráætlun, sem leiðtogar Júgó- slavíu sömdu um á sunnudag fyrir tilstilli Evrópubandalagsins. Friðaráætlunin var samþykkt með 189 atkvæðum gegn 11 og geta því leiðtogar lýðveldisins hafið samn- ingaviðræður við stjórnvöld í Júgó- slavíu og öðrum lýðveldum um framtíð landsins í lok mánaðarins. Margir þingmanna höfðu látið í ljós áhyggjur af því að í áætluninni kynnu að felast of miklar tilslakanir af hálfu Slóvena. Þeir voru einkum óánægðir með að júgóslavnesk stjórnvöld Frakkland: Engir nauðung’ar- flutningar í bráð París. Reuter. FRANCOIS Mitterrand Frakk- landsforseti blandaði sér í gær í deilu Frakka um hvort flytja ætti ólöglega innflytjendur frá þriðja heiminum nauðuga úr landi með leiguílugvélum og sagði að ekki yrði gripið til þess ráðs í bráð. Talsmaður frönsku stjórnarinnar, Jack Lang, skýrði frá því að forset- inn hefði sagt á fundi stjórnarinnar að ekki kæmi til greina að hún breytti afstöðu sinni til laga, sem stjórn hægri flokkanna setti árið 1986 og leiddu til þess að 101 Afríkumaður var fluttur úr landi með leiguflug- vél. Lögin voru afnumin þegar stjóm sósíalista tók við völdunum í júní 1988. Edith Cresson forsætisráð- herra olli hins vegar miklu uppnámi innan vinstriarms Sósíalistaflokksins á mánudag er hún lýsti því yfir að núgildandi lög um brottflutning ólög- legra innflytjenda væru gagnslaus og leysa mætti vandann með því að flytja þá úr landinu í leiguflugi. Cresson sagði að einungis 35% þeirra, sem vísað væri frá Frakk- landi, færu í reynd úr landinu því samkvæmt lögum er ekki hægt að þvinga áætlunarflugfélög til að ann- ast nauðungarflutninga. skyldu endurheimta yfirráð yfir landamæmm lýðveldisins að Aust- urríki, Italíu og Ungveijalandi. Milan Kucan, forseti Slóveníu, beitti sér hins vegar fyrir því að áætlunin yrði samþykkt og sagði að með því að hafna henni kynnu Slóvenar að missa samúð erlendra þjóða og skapa of mikla óvissu um framtíð lýðveldisins. Vestrænir stjórnarerindrekar og embættismenn í Slóveníu segjast ef- ins um að áætlunin nægj til að tryggja frið í Júgóslavíu vegna mik- illar spennu í nágrannalýðveldinu Króatíu, sem lýsti eins og Slóvenía yfir sjálfstæði 25. júní. Króatískir embættismenn sögðu í gær að Serbar hefðu brennt öll hús í þorpinu Celije í austurhluta Króatíu til grunna í fyrrinótt. Ibúar þorpsins vom 150 og höfðu flúið það vegna átaka í nágrenninu. Til bardaga kom enn við og við milli Króata og Serba í austurhluta lýðveldisins í gær en ekki var vitað um mannfall. Innan- ríkisráðherra Króatíu kvaðst óttast að her Júgóslavíu væri að undirbúa innrás í lýðveldið á næstu dögum. Reuter Borís Jeltsín með hönd á lyartastað ies eiðstafinn. Hann er fyrsti forseti Rússlands, sem kjörinn er í frjálsum kosningum, og jafnframt sá fyrsti, sem ekki er kommúnisti. Þá var þáttur kirkjunnar og trúar- innar einnig áberandi við embættistökuna. Borís Jeltsín sver embættiseið sem forseti Rússlands: Athöfnin einkenndist af andúð og uppgjöri við kommúnismann Reuter Sýningá verk- um Hergés Lítill snáði dáist hér að styttu af Tinna og hundinum Tobba í fullri stærð. Styttan er á sýn- ingu sem stendur nú yfir í Brussel í Belgíu á verkum Ge- orges Remi sem betur er þekkt- ur undir nafninu Hergé. Hann er höfundur teiknimyndasagn- anna um hinn unga ofurhuga Tinna, sem lendir í ævintýrum um víða veröld. Þetta er stærsta sýning sem sett hefur verið upp á verkum Hergés. Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín sór í gær embættiseið sem fyrsti þjóðkjörni forseti Rússlands við hátíðlega athöfn í Kreml. Var um að ræða tímamót í tvennum skilningi því að segja má, að á þessari sömu stundu hafi alræði sovéska kommúnistaflokksins verið borið til gi’afar. Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, var viðstaddur athöfnina og einn- ig hundruð stjórnmálamanna og trúarleiðtoga, þar á meðal Alexej II patríarki, sem gerði upp sakirnar við kommúnismann í ræðu sinni. Einkenndist raunar öll athöfnin af andúð á kommúnismanum. Jeltsín las eiðstafinn í Ráðstefnu- höllinni og að því búnu gekk Gorb- atsjov til hans, árnaði honum heilla og kvaðst mundu styðja hann í starfi. Þótti oft hafa farið verr á með þeim, þessum helstu ráða- mönnum Sovétríkjanna. Að emb- ættistökunni lokinni var leikið á lúðra og herhljómsveit og kór fluttu Glínka-kórinn, verk frá síðustu öld, sem nýlega var valið þjóðsöngur hins nýja Rússlands. „Ekki er til meiri heiður en sá, sem kemur frá fólkinu. Það valdi sér forseta, það kaus að fara leið lýðræðislegra umbóta, að endur- vekja virðinguna fyrir manninum. Því miður skildist okkur það síðar en öðrum siðmenntuðum þjóðum, að ríkið er þá aðeins sterkt þegar þegnunum líður vel. Það höfum við orðið að gjalda dýru verði,“ sagði Jeltsín og það var augljóslega sneið til Gorbatsjovs þegar hann sagði, að hálfkák og tvístígandi leiddu ávallt til ófarnaðar. Alexej II, patríarki rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, fordæmdi í ræðu sinni alræði kommúnista- flokksins í 73 ár og sagði, að vegna þess væri Rússland gjaldþrota, efnahagslega og andlega. „Þrjár kynslóðir hafa vaxið úr grasi við skilyrði, sem sviptu þær löngun og getu til að vinna. Hinir kommúnísku ráðamenn í Rússlandi héldu, að völdin gerðu þeim kleift að búa til „nýjan mann“,“ sagði Alexej og beindi síðan máli sínu til Jeltsíns: „Þú hefur axlað mikla ábyrgð í landi, sem er alvarlega sjúkt. Fólk- ið kaus þig og það er í sjálfu sér þungur kross að bera. Skyldur þínar eru við þetta fólk og guð almáttug- an,“ sagði patríarkinn og gerði krossmark yfir Jeltsín. Það þótti lýsandi fyrir sigur Jeltsíns á fyrrum samheijum sínum í flokknum, að í gær var tilkynnt, að forseti Rússlands fengi sína eig- in skrifstofu í Kreml þar sem kommúnistar hafa ráðið lögum og lofum frá því í byltingunni árið 1917. Finnar í forsæti EFTA-ráðsins: Sjávarútvegsmálum frestað? Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UTANRÍKISRÁÐHERRA Finnlands, Pertti Salolainen, átti í byij- un vikunhar fund með fulltrúum framkvæmdasljórnar Evrópu- bandalagsins (EB) um samningaviðræður Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTÁ) við EB í tilefni þess að Finnar tóku við forsæti í EFTA-ráðinu af Austurríkismönnuni 1. júlí. Hann sagði að lokn- um fundinum að hugsanlegt væri að viðræðurnar um sjávarafurð- ir yrðu teknar út úr samningaviðræðunum og þeim frestað fram á haust til að greiða fyrir pólitísku samkomulagi um Evrópska efnahagssvæðið fyrir lok þessa mánaðar. Salolainen sagði að ljóst væri úr viðræðunum til þess að gera að lítill árangur hefði náðst á fundunum í Lúxemborg og Salz- burg og vonbrigði aðildarríkja EFTA með þá fundi væru aug- ljós. Fyrirhugaðir væru tveir sam- eiginlegir fundir yfirsamninga- nefnda bandalaganna fyrir , lok júlí. Sá fyrri hófst í Brussel í gær og honum lýkur í dag en sá seinni verður í Brussel 24. og 25. júlí. Salolainen kvaðst telja hugsanlegt að taka yrði annaðhvort sjávaraf- urðir eða umferð flutningabíla út kleift að ljúka pólitísku samkomu- lagi fyrir lok júlí. Freista yrði þess þá að semja um þau mál í haust en samkomulag um hvort tveggja væri forsenda þess að samningurinn yrði gerður. Hann sagði að samkvæmt beiðni EB yrði leynd yfir lokaspretti samn- ingaviðræðnanna þar sem umfjöll- un íjölmiðla hefði vakið vonir og væntingar sem ekki ættu sér stoð í raunveruleikanum. Salolainen sagði að lokasprett- ur samninganna yrði erfíður, mörg flókin mál væru óútkljáð og nefndi sérstaklega sjávarafurðir og þróunarsjóð auk hagsmuna skipasmíðastöðva og textílfram- leiðslu. Fyrirséð væri að enginn sameiginlegur ráðherrafundur EFTA og EB yrði í þessum mán- uði en hins vegar væri líklegt að ráðherrar EB myndu ræða samn- inginn á fundi 29. og 30. júlí. Samkvæmt heimildum í Brussel er talið útilokað að fresta umræð- um um sjávarafurðir og talið er líklegt að þær verði teknar fyrir á sameiginlegum fundi yfirsamn- inganefnda 24. og 25. júlí. íslend- ingar munu ákveðnir í að niður- staða fáist í því máli i þessum mánuði. íslendingar taka við for- sæti í EFTA-ráðinu af Finnum um næstu áramót og eru þess vegna varaforsetar EFTA-ráðsins fram að þeim tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.