Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JULI 1991 San Francisco-óperan: Magnús Baldvinsson syng- ur fyrsta hlutverk sitt MAGNÚS Baldvinsson, bassa- söngvari, fer með hlutverk hjónabandsmiðlarans Kezals í Seldu brúðinni á útitónleikum San Francisco óperunnar 14. júlí n.k. Talið er að um 20.000 manns muni fylgjast með sýningunni. Selda brúðin er fyrsta óperusýn- ing Magnúsar við San Francisco- óperuna. Hann hefur gert eins árs samning við óperuna og er eini samningsbundni íslenski óperusöngvarinn í Bandaríkjun- um. „Óperuhúsið sjálft tekur ekki nema 3500 manns og því hafa sýn- ingarnar stundum verið færðar út undir beran himin á sumrin þegar aðsókn er mest og stendur þá borg- in straum af kostnaði við flutning- ana," sagði Magnús Baldvinsson í samtali við Morgunblaðið. Næsta hlutverk hans verður í La Traviata þar sem hann fer með hlut- verk barónsins. Óperan verður frumflutt í San Francisco 10. ágúst Hvítur flekkur í Rauðarárvík: Ekki reynd- ist unnt að greina efnið TALIN var ástæða til að kalla út sérfræðing frá Heilbrigðiseft- irliti Reykjavíkur síðdegis á þriðjudag til að taka sýni úr hvít- um flekk sem myndaðist í Rauð- arárvík. Tryggvi Þórðarson, deildarstjóri umhverfisdeildarHeilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem fór á vettvang, sagði að hér væri að öllum líkindum um eitt einstakt tilfelli að ræða. Sennilega hefði einhver bæjarbúi losað sig við efnið en ekkert benti til að hætta stafaði af því. Smám saman dreifðist flekkurinn og fjaraði út. í gær fengust þær upplýsingar hjá Heilbrigðiseftirlitinu að senni- lega væri ekki hægt að komast að því hvaða efni um hefði verið að ræða með rannsókn því efnið í sýn- inu væri of þunnt til að hægt væri að efnagreina það. Málið væri því úr sögunni ef ekki kæmu til ábend- ingar frá almenningi um uppruna efnisins. ? < ?---------- Fornleifanefnd: Þrjú leyfi til uppgraftar Fornleifauppgröftur fer fram í Viðey, á Granastöðum og Hóla- seli í Eyjafirði og Hálsi í Borgar- firði, á þessu sumri og ein um- sókn um fornleifauppgröft ligg- ur fyrir Fornleifanefnd. í samtali við Sveinbjörn Rafns- son, formann Fornleifanefndar, kom fram að nefndin hefði veitt þrjú leyfi til uppgraftar í sumar. Margrét Hallgrímsdóttir, borgar- minjavörður, fékk leyfi til að halda áfram í Viðey, Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur, fékk leyfi til að grafa á Granastöðum og Hólaseli í Eyjafirði og Kevin Smith á Hálsi í Hálsasveit í Borgarfirði. Þar sem Kevin Smith er útlendingur eru rannsóknir hans undir eftirliti forn- leifadeildar Þjóðminjasafns. Sveinbjörn sagði eina umsókn um uppgröft liggja fyrir Fornleifa- nefnd. Hann neitaði að gefa upplýs- ingar um efni umsóknarinnar. en eftir það verður farið með óperu- uppfærsluna á tónleikaferðalag um Bandaríkin. Segir Magnús að farið verði til 50 til 60 borga og ljúki ferðalaginu um miðjan marsmánuð. Eftir þann tíma er óákveðið hvað tekur við hjá Magnúsi. Hann kvaðst í samtali við Morg- unblaðið vera afar ánægður með vistina í San Francisco. Þar væri mikið um að vera og margir heims- þekktir óperusöngvarar syngju í óperuhúsinu. Meðal þeirra sem hann nefndi voru Pavarotti og Dom- ingo sem syngur í húsinu í febrúar á næsta ári. Vestmannaeyjar: Nýr sóknarprestur ráðinn Magnús Baldvinsson bassasöngv- Vestmannaejjum. SÓKNARNEFND Landakirkju hefur ráðið séra Bjarna Karlsson sem sóknarprest við Landakirkju frá 1. september nk. Bjarni var eini umsækjandinn um embættið en séra Kjartan Örn Sigurbjörns- son, sem verið hefur sóknar- prestur í Eyjum síðastliðin 16 ár, er nú á förum. Bjarni hlaut öll greidd atkvæði kjörmanna Vestmannaeyjapresta- kalls og var því réttkjörinn til emb-" ættisins. Bjarni er 27 ára gamall og hefur undanfarið starfað sem aðstoðarprestur í Laugarnespresta- kalli. Eiginkona Bjarna er Jóna Hrönn Bolladóttir, guðfræðingur. Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson sem verið hefur prestur í Eyjum í 16 ár er á förum til Reykjavíkur þar sem hann mun taka við starfi sjúkrahúsprests á Landakotsspít- ala. Kjartan mun kveðja söfnuðinn við guðsþjónustu sunnudaginn 14. júlí nk. klukkan tvö eftir hádegi, og að messu lokinni býður sóknar- nefnd söfnuðinum til kaffisamsætis í Safnaðarheimilinu. Grímur Þú svalar lestrarþörf dagsins retland l orgarkringlunni Breskir straumar verða ráðandi í Borgarkringlunni dagana 11., 12. og 13. júlí nk. Kynntar verða breskar vörur af ýmsu tagi og verða margar hverjar á sérstöku kynningarverði. íslenskir leikarar flytja valda ka.fla úr verkum Shakespeares og lúðrasveit leikur létta breska tónlist. Einnig verður sérstök Edinborgar- kynning ásamt ýmsu öðru. Nýjabrumið í garðinum... ...sýningargarður B.M.Vallá verður opinn alla dagana. Þar gætir sterkra breskra áhrifa sem gleggst má sjá í hinum gullfallegu og vönduðu Barlow-Tyrie garðhúsgögnum sem þú getur tyllt þér í með "cup of tea" og talað um veðrið. Á laugardögum milli kl. 11.00 og 14.00 mun landslagsarkitekt veita gestum ráðgjöf um gróður og garða og svara fyrirspurnum þeirra um sama efni. Sérstök athygli skal vakin á því að sýningargarðurinn verður aðeins opinn til 27. júlí nk. Verslunargötur Borgarkringlunnar eru sannarlega þess virði að spássera um þær, þótt ekki væri nema til þess eins að hitta vini og kunningja þótt allt eins sé líklegt að þú gangir beint í flasið á þekktum breskum persónum. B.M.VALLA H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.