Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR l'l'. JÚLÍ 1991 Sementsverksmiðja ríkisins: Sementssala í júní um 1.000 tonnum minni en í fyrra Salan fyrstu sex mánuðina um 3.700 tonnum meiri en í fyrra SALA á sementi frá Sements- verksmiðju ríkisins varð um 1.000 tonnum minni í júnímánuði síðastliðnum en sama mánuð í fyrra. Fyrstu fimm mánuðina varð salan um 4.700 tonnum meiri en sama tíma í fyrra, þann- ig að það sem af er árinu er se- mentssalan um 3.700 tonnum meiri en í fyrra. Stærsti hluti söluaukningarinnar er vegna framkvæmda á Keflavíkurflug- velli. í júnímánuði síðastliðnum voru seld 12.522 tonn af sementi frá SR og er það um 1.000 tonnum undir áætlun, að sögn Guðmundar Guð- mundssonar framkvæmdastjóra SR. Áætlað var að selja 13.500 tonn, eða sama magn og í júní í fyrra. Fyrstu fimm mánuði ársins voru seld 35.797 tonn af sementi og er það um 4.700 tonnum meira en sama tíma í fyrra og nokkuð um- fram áætlun. Að sögn Guðmundar var mest söluaukning til Keflavíkurflugvallar á þessum tíma, þangað voru seld Sumarblíð- an nú þyk- ir minna mjögásum- arið 1939 VEÐURBLÍÐAN í sumar þykir minna að mörgu leyti á veðurfar sumarið 1939 en veðráttan það sumar var með eindæmum góð um allt land. Heitast var á Teigarhorni við Djúpavog 30,5 stig og á Kirkjubæjarklaustri 30,2 stig sumarið 1939 og er mesti hiti sem mælst hefur hér á landi að sögn Öddu Báru Sigfúsdóttur, veðurfræðings hjá Veðurstofu íslands. Adda Bára sagði jafnframt að veðrátta ársins 1939 hefði verið sérstaklega góð í heild sinni. Hún var sjálf 13 ára göm- ul sumarið 1939 og sagðist hún muna eftir því að hún hefði oft synt í sjónum við Seltjarnarnes þar sem hún átti heima. Einnig sagðist Adda Bára muna eftir því að foreldrar sínir hefðu fengið mjög góða kartöfluupp- ské'ru úr litlum garði sem þau höfðu við húsið. Þrátt fyrir að veðrið hafi verið svona gott var hámarkshiti í Reykjavík ekki hár sumarið 1939 að sögn Öddu Báru vegna þess að hafgolan hafði kælandi áhrif. Hún sagði að mestur hefði hitinn í Reykja- vík mælst 18,7 stig. Páll Bergþórsson, veðurstof- ustjóri, var á unglingsaldri eins pg Adda Bára sumarið 1939 og sagðist hann einnig muna eftir því að þetta hefði verið indælissumar. Páll sagði að sér væri minnisstætt þegar hann í september 1939 hitti landmæl- ingamann sem hefði unnið við mælingar á Amarvatnsheiði um sumarið því að hann hefði verið svo brúnn að Páli fannst maðurinn eins og negri. um 4.000 tonn, eða álíka mikið og venjulega á heilu ári. Þessi aukning sagði Guðmundur að skýrði 2.500 til 3.000 tonn af heildarsöluaukn- ingu það sem af er árinu. Til Blönduvirkjunar hafa verið seld um 1.100 tonn af sementi á árinu og segir Guðmundur það vera minna en undanfarin ár. Morgunblaðið/Ingvar Olvaður hitti ekki á hliðið ÖKUMAÐUR bíls, sem ek- ið var eftir afleggjaranum frá rannsóknastofnunum atvinnuveganna í Keldna- holti og að Vesturlandsvegi aðfaranótt miðvikudags, hafði ekki styrkari stjórn á bifreiðinni en svo að hann hitti ekki á grindahlið, sem er á veginum, og ók niður hliðstólpann. Einnig skemmdist grindin, sem er í öðru hliði við veginn. Ökumaðurinn, sem grun- aður er um ölvun, meiddist lítið. Bifreið hans þurfti hins vegar að fjariægja með kranabíl. HF~1OOO Faxtækíð frá HYUNDAI SAMBYGGT FAX- OG SÍMTÆKI! Af hverju ekki aö slá tvær flugur í einu höggi ? Nú getum viö boöiö þetta glæsilega faxtæki með sambyggöum síma á hreint hlægilegu veröi.... kr. 54.900,- stgr.* eða afborgunarverð kr. 61.000,- * Verð eru með vsk. og miðuð við gengi 06.07.1991. MTÆKNIVAL •HYIWDAI Skeifan 17-128 Rvk - Slmi 91-681665 - Fax 91-680664 SDJmS^DTKXö^rjflDC©© Umboðs- menn Tæknivals eru um land allt: Tölvuhúsið - Tölvudeild Magna Reykjavík Bókaskemman Akranesi Kaupf. Borgfirðinga Borgarnesi Tölvuverk Ólafsvík Bókav. Jónasar Isafirði Kaupf. A-Hún. Blönduósi Stuðull Sauðárkróki Bókval Akureyri Bókav. bórarins Húsavík Prentv. Austurl. Egilsstöðum Hátíðni Höfh Hornafirði Tæknival-Hugtak Vestm.eyjum Vörubásinn Selfossi Tölvur og Skrifstofuvörur Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.