Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 10
,0 )((¦; Liui . 51 k ,.r '• /i: ¦: n i/. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 Að gefnu tilefni eftir Valgerði Bjarnadóttur Annað árið í röð gerir háskóla- rektor samstarf Evrópuþjóða og hugsanlega aðild íslendinga að því að umræðuefni við skólaslit Há- skóla íslands. Óháð skoðunum manna á því hvað tengsl séu heppi- leg íslenzku þjóðinni við Evrópu- bandalagið þá hlýtur að verða að gera þá kröfu að fjallað sé um þróunina í þessum nágrannalönd- um okkar í réttu samhengi. Sam- líking stjórnmálaþróunar í löndum Evrópubandalagsins við alræði það sem ríkti til skamms tíma í löndum Mið- og Austur-Evrópu er einfald- lega röng. Saga Evrópu í gegnum aldirnar einkennist fyrst og fremst af vopnaátökum nágrannaþjóða. Til- raun til að tryggja varanlegan frið í Evrópu var ein af meginástæðum þess að sex lýðræðisríki stofnuðu Kola- og stálbandalagið 1951 og Efnahagsbandalagið og Kjam- orkubandalagið árið 1957 en þessi þrjú bandalög mynda í dag Evrópu- bandalagið. Frumkvöðlar þessarar samvinnu álitu að með efnahags- legu samstarfi og sameiginlegum hagsmunum mætti forða þessum ríkjum frá frekari ófriði þeirra í milli. Hingað til að minnsta kosti verður ekki betur séð en vel hafi tekizt til. Friður og frelsi í formála að samningnum um Efnahagsbandalag Evrópu segir orðrétt (að ríkin): „Sameini krafta sína til þess að treysta og efla frið og frelsi, og hvetji aðrar þjóð- ir Evrópu sem eiga sér sömu markmið til að taka þátt í starfi Stakfeíl 687633 <f____S 2ja herb. HAGAMELUR Mjög góo íb. 69,4 fm á jarðhæð. Stór stofa, stórt eldhús með góðum innr. Laus í ágúst. Staðsett á móts við Sund- laug Vesturbæjar. Verð 6 millj. HAMRABORG - KÓP. Mjög falleg og góð 2ja herb. íb. á 2. hæð 65,7 fm. Verð 5,5 millj. LYNGMÓAR - GB. Gullfalleg 2ja herb. íb. á 1. hæð 56,2 fm. Parket og flísar á gólfum. Verð 5,7 m. 3ja herb. HAMRABORG Falleg 3ja herb. íb. á 3. hæð. Stórar suðursv. Parket. Fallegt útsýni. Ákv. sala. Verð 6,5 millj. BARMAHLÍÐ Góð 70 fm kjíb. með sérinng. Laus nú þegar. Hússljl. 2,3 millj. BIRKIMELUR Snotur 3ja herb. íb. á 4. hæð 78 fm. Getur losnað fljótl. GRENSÁSVEGUR Góð 80 fm ib. á 4. hæð. Fallegt út- sýni. Laus fljótl. Ákv. sala. Gott verð. 4ra-5 herb. STORAGERÐI Vel skipul. og vel staðsett 4ra herb. íb. á 2. hæð 99,5 fm. íb. fylgir bilsk. í bílsklengju. Góoar suðursv, V. 8,2 m. ÁLFATÚN Gullfalleg 123,5 fm íb. á 2. hæð i fjórb. stigagangi. (b. fylgir innb. bílsk. 26 fm. Mjög glæsil. lóð og útsýni. Verð 9,9 m. LAUGARNESVEGUR Góð 4ra herb. endaíb. í vestur á 4. hæð í fjölbýlish. Suðursv. Áhv. hússtjl. rúml. 3,1 millj. V. 6,9 m. NJÁLSGATA Mjög falleg íb. 94,9 fm á 3. hæð. Sér- hiti og rafmagn. Nýtt gler. Verð 7,5 millj. Hæðir SELVOGSGRUNN Góð séríb. á jarðhæð 19,3 fm. Húsið er nýmálað og yfirfarið. Sameiginl. garður í Suður. Nýl. innr., stór stofa í suður. Verð 10 millj. BORGARHOLTSBRAUT Góð neðri sérhæð í tvíbhúsi með 4-5 svefnherb. 36 fm bilsk. Verð 9,5 millj. ESKIHLÍÐ Vel staðsett neðri sérhæð í steinh. 128 fm, aukaherb. í kj. Öll meira og minna endurn. Bilsk. V. 11,2 m. þeirra." Ein af grunnforsendum samstarfsins er því ekki einungis að efla frið heldur einnig að treysta frelsi þjóðanna. Sumir eru þeirrar skoðunar að ekkert ríkjanna þriggja, Grikkland, Spánn eða Portúgal, hafi verið efnahagslega í stakk búin til þátttöku í Evrópu- bandalaginu þegar þeim var veitt innganga og því hafi þau reynst öðrum aðildarríkjum þungur baggi. Þegar aðildarþjóðir Evrópu- bandalagsins fjölluðu um umsókn þeirra vóg viljinn til þess að hjálpa þeim til að tryggja lýðfrelsi sitt hins vegar þyngra en efnahagsað- stæður. Fyrir þessar þjóðir var aðild að Evrópubandalaginu trygg- ing fyrir lýðræði, en þegar þær sóttu um aðild að bandalaginu höfðu þær nýlega losnað undan oki ófrelsis og einræðis. Þessa er getið hér til að undirstrika að einn af hornsteinum Evrópubandalags- ins er frelsi og ólýðfrjálsríki upp- fylla einfaldlega ekki skilyrði til aðildar að samstarfinu. Einmitt vegna þess að um sam- starf, fyrst sex og nú tólf, lýð- frjálsra ríkja er að ræða, hefur þróunin ekki alltaf verið jafn hröð og á undanförnum árum. Það er enginn einn sem ákveður hvert skal stefna eða fara, heldur ná þjóðirnar samkomulagi þar um. í raun má segja að markmiði Efna- hagsbandalagsins, sem stofnað var áríð 1957, verði ekki að fullu náð fyrr en með innri markaðnum, sem ætlað er að komist á í ársbyrjun 1993. Þegar þetta markmið er í sjónmáli, og ekkert aðildarríkjanna greinir á um kosti þess, koma upp hugmyndir um hvernig enn megi styrkja þetta samstarf þegnum allra þjóðanna til hagsbóta. Þar greinir menn á eins og eðlilegt er í stjórnmálum. Ekkert aðildarríkj- anna er mótfallið frekari sam- vinnu, heldur greinir þau á um hversu víðtæk hún skuli vera og hvernig henni verði bezt hagað. Þeir sem eru mótfallnir frekara samstarfi tala um miðstýringu enda orðið vel til þess fallið að varpa skugga á hugmyndir sem menn aðhyllast ekki. Skipting valdsins í umræðum um hvernig haga skuli frekari samvinnu er hugtakið „subsidiarity" mikið og oft notað. Ekki hef ég enn séð þýðingu á því sem ég er fús til að nota en það felur í sér að valdaskipting milli hinna ýmsu stiga framkvæmda- og löggjafarvalds aðildarríkjanna annars vegar og stofnana Evrópu- bandalagsins hins vegar miðist við hæfni hvers þeirra til að vinna að hverju málefni. Einmitt vegna þess að lýðfrjáls ríki, sem reyna að koma málum sínum sem bezt fyr- ir, eiga í hlut er þessi skipting valdsins þeim mikilvæg. Almennt eru menn t.d. sammála um að umhverfisvernd sé þess eðlis að bezt sé að sömu meginreglur gildi í öllum þjóðlöndum. Þess vegna sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að veita framkvæmdastjórninni í Brussel víðtækara umboð í þeim efnum. Hið sama gildi hins vegar ekki um félagsmál. Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins hefur lagt fram tillögur í þeim efnum sem þykja bera þess augljós merki að meirihluti hennar eru jafnaðar- menn, þó hitt sé líka ljóst að við þá tillögugerð hefur Sir Leon Britt- an, sem væntanlega verður seint sakaður um kratatilhneygingu, haft sín áhrif. Þessar tillögur ásamt mörgum öðrum um sama efni hafa verið til umræðu á ríkja- ráðstefnu um nánara stjórnmála- samstarf frá því um síðustu ára- mót. Óvíst er hvort niðurstaða næst um þessi mál og mörg önnur á leiðtogafundi í byrjun desember, þó stefnt sé að því. v Á sömu ráðstefnu er fjallað um Tit sölti - Smáragata Falleg lítil 3ja herb. risíbúð við Smáragötu. Svalir. Gott útsýni. Glæsileg aðstaða í garði. Skemmtileg eign. Ein- stakt tækifæri. Áhugasamir sendi nafn og símanúmer til auglýsinga- deildar Mbl., merkt: „ íbúð - 14811" BOKHALD__ er einfalt og allt að því skemmtilegt með forritinu Vaskhuga. Vaskhugi er fjárhags-, viðskiptamanna-, birgða- og verkefnabókhald. Hann skrifar sölureikn- inga, póstgíróa og alls kyns skýrslur, allt á örskömmum tíma. Ný útgáfa er komin, með fjölmörgum nýjungum. ÍSlensk tækí, Garðatorgi 5, s. 656510. LAUFÁSl FASTEIGNASALA SÍÐUMÚLA 17 •812744 \ Fax: 81441BI Hrísmóar-útsýni Tæplega 200 fm íb. og bílsk. á fráb. útsýnisstað í Garðabæ. íbúðin er á efstu hæð í 6 íbúða húsi, það vantar herslumunin á að íb. sé kláruð. 3-5 svefnherb., 2-3 stofur, eldhús og bað, þvottahús í íb. Mikil loft- hæð. Góðar svalir. Frábært útsýni til suðurs, vesturs og norðurs. Þjónusta og verslanir í næsta nágr. Áhv. ca 5 millj. Laus 15. ágúst. Húsið er laust strax. Valgerður Bjarnadóttir „Kannski langar aðra en háskólamenn til að kynnast hinum stóra heimi. Auðvitað vilja ráðamenn þjóðarinnar tryggja landsmönnum öllum þau réttindi sem háskólarektor hefur samið sérstaklega um fyrir skjólstæðinga sína, og varla verða þeir gagnrýndir fyrir það." hvernig stofnanalegri uppbygg- ingu bandalagsins og ákvarðana- töku innan þess verði bezt hagað. Auðvitað greinir menn einnig á í þessum efnum, það pappírsmagn sem lagt hefur verið fyrir þessa fundi er skýrasta dæmið um það. En frelsi og lýðræði er tímafrekt ekki sízt þegar sjálfstæðar þjóðir reyna^ að finna samstarfsgrund- völl. Á þessari ráðstefnu ríkjanna hafa Bretar lagt fram athyglis- verða tillögu um að efla Evrópu- þingið. Hugmyndin er ekki sú að minnka vald þjóðþinganna heldur að efla þing Evrópubandalagsins, Evrópuþingið, til að hafa eftirlit með framkvæmdastjórninni, líkt og þjóðþing eiga að hafa eftirlit með ríkisstjórnum þjóðlandanna. Hér verður ekki gerð tilraun til að spá fyrir um hver verður niður- staða þessara funda, hins vegar skal fullyrt að hver sem hún verð- ur, þá verður henni aldrei líkt við stjórnarfar það sem ríkti í löndum Mið- og Austur-Evrópu. Enginn var spurður þegar því alræði var komið á og enginn varspurður í meira en fjörutíu ár. I Evrópu- bandalaginu starfa saman tólf lýð- ræðisríki, þau munu ekki afhenda einstaklingum eða stofnunum, hvort heldur er í Brussel eða ann- ars staðar fjöregg sitt. Þeim sem dettur slíkt í hug hafa minni trú á lýðræði en ég. Hversu illa sem mönnum kann að vera við Evrópu- bandalagið þá verður því ekki líkt við þá martröð ófrelsis sem fólkið í Mið- og Austur-Evrópu bjó við í áratugi. Svart eða hvítt Það er undarlegt, að þegar menn fjalla um Evrópubandalagið er oft eins og þeir haldi að veröldin sé annað hvort svört eða hvít. Þú ert Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 29 Utan á hús Jk -\NSJnÆ * I Q \ < Æ 3 4 -j 1 * 1 * * $??:. ^""^ . „vík l s >\- u. , ¦ -'i'W „á móti" Evrópubandalaginu og þá er það félagsskapur sem með tálsýnum reynir að stela auðlindum og sjálfstæði þjóða. Eða þú „ert með" Evrópubandalaginu og þar með hlýtur þú að vera sammála öllu sem ákveðið er á vegum þess. Niðurstaða fæst ekki í þeirri veiga- miklu umræðu, sem samskipti ís- lendinga við þessar þjóðir er, nema þetta viðhorf hverfi. Og þá er það grunnforsenda að spurningin snýst um þátttöku í samstarfi lýðfrjálsra ríkja, að eigin ósk, enginn hefur vilja eða aðstöðu til að þvinga okk- ur í þeim efnum. Auðvitað verðum við ekki alltaf öll sammála um það sem gerist á þeim vettvangi, frekar en við erum sammála um það sem gerist á innanlandsvettvangi. Ef við erum þátttakendur í samstarf- inu höfum við möguleika á að láta í okkur heyra og leggja lóð okkar á vogarskálarnar hverju sinni, ef við stöndum utan samstarfsins þarf enginn að hirða um skoðanir okkar. Það er slæmt að ófært virðist vera á íslandi að ræða samstarf við aðrar þjóðir án þess að gripið sé til slagorða eins og „landssölu" og „frelsissviptingar". Kannski er þetta vegna þess að lýðveldið er ungt, kannski er þetta innbyggt í eyjaskeggja. Mér hefur alltaf fund- izt eftirtektarvert að smáþjóðir innan Evrópubandalagsins leggja mest upp úr vfðtækri samvinnu, og telja sig hagnast mest á henni, allt í senn; efnahagslega, menning- arlega og stjórnmálalega. Nú síð- asta misserið hafa Lúxemborgarar verið í forsæti Evrópubandalags- ins, og því gegnt lykilhlutverki á öllum samkomum bandalagsþjóð- anna, sú 360 þúsund manna þjóð er ekki í vafa um hvernig hags- munum hennar er bezt borgið. Réttindi fyrir hvern? Það er eðlilegt að menn velti því fyrir sér hver verður staða íslend- inga ef við veljum þá leið að stnda utan við samstarf Evrópuþjóðanna. Því er haldið fram að ekki sé hætta á að við einangrumst frá öðrum þjóðum, því til staðfestingar eru nefndir samningar við erlenda há- skóla sem tryggja íslenzkum stúd- entum aðgang að þeim og gang- kvæm skipti á háskólakennurum. Munurinn á samningi við einstaka skóla og heildarsamningi um sam- starf við Evrópuþjóðir í vísinda- samstarfi, er hins vegar gífurleg- ur. í síðara tilfellinu er samið um rétt til samstarfs, í fyrra tilfellinu þarf sérstakan. samning í hverju tilfelli. Svo seilzt sé langt til sam- líkingar, má líkja þessu tvennu við almannatryggingar annars vegar og Mæðrastyrksnefnd hins vegar. Á sínum tíma veitti Mæðrastyrks- nefnd ábyggilega einstaka mæðr- um ómetanlega hjálp, og gerir kannski enn, ég held samt að vart þurfi að tíunda þá kosti sem al- mannatryggingakerfið hefur til að tryggj^ velferð alls almennings. En það ber ekki sízt að hafa í huga að með heildarsamningum um samstarf við Evrópuþjóðir er ekki verið að fjalla um hvort af- burðanámsmaður getur fengið skólavist hér eða þar, hún snýst um það hvort sjómaður, verkamað- ur, eða bara venjuleg skrifstof- ustúlka getur farið og unnið í skemmri eða lengri tíma í útlönd- um. Kannski langar aðra en há- skólamenn til að kynnst hinum stóra heimi. Auðvitað vilja ráða- menn þjóðarinnar tryggja lands- mönnum öllum þau réttindi sem háskólarektor hefur samið sérstak- lega um fyrir skjólstæðinga sína, og varla verða þeir gagnrýndir fyrir það. Með undirritun Norður-Atlants- hafssáttmálans fyrir 42 árum íétu íslenzkir stjórnmálamenn hvorki hindurvitni né skammsýni aftra sér frá því að leggja lóð sitt á vogar- skálar frelsis og lýðræðis. Vonandi hafa stjórnmálamenn samtímans hugrekki til að tryggja þjóðinni áfram beztu kosti sem völ er á í samstarfi þjóða. Höfundur starfar í Brussel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.