Morgunblaðið - 11.07.1991, Page 13

Morgunblaðið - 11.07.1991, Page 13
aaggoBaB Utsala á Peugeot reiðhjólum 25-30% afsláttur Það er vegleg sumargjöf sem S r'«S# h býðst öllum hjólreiða- \„----unnendum. Takmarkað magn af ýmsum tegundum af Peugeot hjólum býðst með stórafslætti. Þetta er einstakt tækifæri til að eignast sérlega vönduð og falleg hjól. Mjög gott úrval - allar stærðir, gerðir og litir. VERDDÆMI: Fjallahjól, 21 gíra kr. 24.868,- Keppnishjól kr. 30.566,- • Æfingahjól kr. 18.109; Kvenhjól, 3ja gíra m. fótbremsu kr. 22.942,- Götuhjól, 10 gíra kr. 22.870,- JOFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • S: 42600 ur“, sem þeir ætla að dreifa með ávísunum til allra landsmanna eða setja í' sameiginlegan sjóð allra landsmanna, ríkissjóð, verður ekki skapaður nema með því að útgerðin hagræði rekstrinum hjá sér. Ef menn halda að einhveijir hagræði rekstri til þess að 100% ávinningurinn lendi hjá ríkissjóði, þá skilja menn seint mannlegt eðli. Atvinnurekendur réttlausir gagnvart ríkisvaldinu í Reykjavíkurbréfí Morgunblaðs- ins 28. apríl sl. gerir blaðið skil ræðu Árna Vilhjálmssonar, stjórnar- formanns Granda hf. Þar segir: „Telji Árni Vilhjálmsson, að Morg- unblaðið hafi sakað einhveija um siðleysi í þessu sambandi, getur hann ekki tekið það til sín eða annarra útgerðarmanna af þeirri einföldu ástæðu, að valdið til þess að ákveða fiskveiðistefnuna er ekki í þeirra höndum“ (leturbr. höfundar). Síðar í greininni er þessi orð að finna: „Nú er auðvitað hægt að halda því fram, að með því að borga peninga fyrir kvótann hafi þessir kaupendur tekið áhættu. Sú löggjöf, sem fiskistefnan byggir á hefur alltaf verið tímabund- in. I núverandi löggjöf er meira að segja sagt, að fiskimiðin séu sam- eign þjóðarinnar. Þess vegna er hægt að halda því fram með rökum, að þeir, sem hafa borgað fyrir kvót- ann á liðnum 7 árum hafi vitað að hveiju þeir gengu, hafi vitað, að breyting gat orðið á þessari löggjöf, þeir hafi tekið áhættu, og þeir verði að vera tilbúnir til þes að hagnast eða tapa, eins og sönnum einkafram- taksmönnum sæmir. Hafí þeir gert vitleysu með þessum kaupum vegna lagabreytingar síðar, geti þeir ekki komið til þjóðarinnar og sagt að hún verði að taka á sig kostnaðinn en ekki þeir.“ Meiri lotningu fyrir „almætti" og alræði æðstu stjómvalda hefi ég varla séð síðan ég las „Þúsund og eina nótt“. Það vill svo vel til að enn er í gildi stjórnarskrá lýðveldisins, sem vemdar eignarrétt og atvinnufrelsi. Það er því rangt að útgerðarmennn hafi ekkert afl til þess að móta fisk- veiðistefnuna. Þeir hafa rík stjórnar- skrárvarin réttindi, sem gefur þeim mikinn rétt til þess að hafa áhrif, réttindi sem takmarka vald löggjaf- ans til þess að gera eignir þeirra verðlausar með einu pennastriki. Fiskiskip sem ekki má veiða er nánast verðlaust. Þegar Islendingar stóðu frammi fyrir þeim vanda að fiskiskipafloti þeirra var orðinn alltof stór (sem var afleiðing rangrar stefnu stjórnvalda) var kvótinn sett- ur á til þess að ákvarða hluta veið- anna, sem hvert skip átti í minni afla. Hvernig er hægt að ganga enn lengra og segja: „Útgerðin á ekkert í þessari veiði, hún er nú eign ríkis- sjóðs skv. einfaldri löggjöf á Al- þingi." (Sameiginlegs sjoðs allra landsmanna.) „Fiskifloti íslendinga er hér með verðlaus og útgerðar- menn nær eignarlausir þar með.“ Þeir sem borgað hafa fyrir kvót- ann á liðnum 7 árum hafa vissulega tekið áhættu, en ekki svona mikla. Þeir hafa tekið þá áhættu að þrátt fyrir allt eigi þeir einhvern rétt og að skynsemin sigri að lokum. Von- andi hafa þeir tekið réttar ákvarðan- ir í því að hætta á réttlæti og skyn- semi. Byggjum upp útgerð Sá hugur sem menn sýna útgerð er alltof ósanngjarn, neikvæður og skaðlegur. Sá áróður að útgerðar- menn séu að sölsa undir sig helstu auðlind landsmanna, fái hráefni gef- ins og að meiri aukningar sé ekki að vænta í þessum atvinnuvegi, er stórskaðlegur og hættulegur. Fisk- veiðar eru enn stærsti og ábatasam- asti atvinnuvegur landsmanna, sem allir hagnast á nema síst útgerðar- menn. Við erum langt frá því enn að vera búin að fullnýta alla mögu- leika þessarar atvinnugreinar. Tvö- földun framlegðar hennar til þjóðar- búsins er ekki ólíkleg. Þennan at- vinnuveg á að byggja upp og efla en ekki féfletta. í grein dr. Ágústs Einarssonar í desemberhefti Fjár- málatíðinda 1990 kemur fram að íslensk útgerð ber höfuð og herðar yfir útgerð annarra Evrópulanda, þrátt fyrir allt. Við getum eflt þessa yfirburði enn frekar og náð yfirburðastöðu á er- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 13 -------------------------------1— Evrópuþjóða að stunda útgerð sem arðbæra atvinnugrein og efnahags- legt sjálfstæði þjóðarinnar hvílir á því að unnt sé að mynda þar hagn- að. Þess vegna má ekki ganga of nærri útgerðinni í skattlagningu hvort sem skatturinn heitir veiðileyf- isgjald eða eitthvað annað. Það minnkar möguleika á því að halda uppi menningarlegu sjálfstæði okk- ar. lendum fiskmörkuðum án þess að ganga í Evrópubandalagið. Við get- um þróað matvælaframleiðslu, sem allar Evrópuþjóðir munu öfunda okkur af. Stjórnun fiskveiða án ríkiseignar Eins og fram kemur víða í skrifum manna er spurningin um eignarrétt á fiskimiðum og nytjastofnum land- grunnsins enn ómótuð og óskýr, Er það ekki að undra þar sem með vaxandi tæknikunnáttu og aflagetu fiskiskipaflotans þurfum við íslend- ingar að fara algjörlega ótroðnar slóðir og gerast brautryðjendur heimsbyggðarinnar í skipulagningu þessara mála. íslendingar hafa besta tækifærið til þess að gegna þessu forystuhlutverki, því engin þjóð hef- ur jafn mikla hagsmuni af því að beita kröftum sínum í þessa átt og við. Sú staðreynd að fískistofnarnir eru takmörkuð auðlind, er engin forsenda þess að þeir séu ríkiseign. Gras er miklu takmarkaðri auðlind á íslandi en fiskur. Engum dettur samt í hug að bjóða upp rétt til gras- ræktar á hveiju ári. Aðgangi til grasræktar er skipt upp í „kvóta“ þeirra sem eiga tún eða jarðir. Rækt- anlegu landi hefur verið skipt upp í sóknareiningar, sem eru arðberandi. Öðru máli gegnir að búið er að eyði- leggja grundvöll þessarar atvinnu- greinar með röngum afskiptum rík- isvaldsins. Veiðiskipin eru ,jarðir“ útgerðar- manna og þeir sem vilja stunda út- gerð verða að kaupa skip, rétt eins og að þeir, sem stunda vilja landbún- að, verða að kaupa jörð sem einhver annar vill selja. Landnámi er lokið. Ástæða skipulagsbreytinga í sjávar- útvegi er aðeins sú að skapa þarf hagnað í sjávarútvegi til langframa. Það gerist á þann hátt að í fyrsta lagi verður að vernda fiskistofnana og í öðru lagi þarf að skapa útgerð- inni möguleika til hagnaðar. Ef botn- laus samkeppni er á milli útgerðar- manna um veiðiréttinn á þann hátt að kostnaður éti upp allan hagnað myndast enginn hagnaður, sem er stórskaðlegt fyrir þjóðarheildina alla og fyrir útgerðarmenn. Oft hefur verið bent á að stórefla þyrfti markaðssetningu íslensks físks. Gera þyrfti hann að dýrri og eftirsóttri hágæða merkjavöru. For- svarsmenn íslenskra fisksölufyrir- tækja hafa jafnan svarað því til að alltof dýrt væri að auglýsa upp slíkt vörumerki. Sterkum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum sem fengju að hagnast ætti ekki að vera ofviða að auglýsa upp vörumerki á við „Perrier", „Tuborg“ eða „Carls- berg“, en til þess að svo megi verða þarf hagnaðurinn að renna til fyrir- tækjanna áður en honum er útbýtt til ríkisins. Minni hluti þjóðarinnar er andvígur einkavæðingu fiskimiðanna Morgunblaðið leynir ekki gleði sinni yfír niðurstöðum skoðanakönn- unar Félagsvísindastofnunarinnar. Ég vil kalla sumar þessara spurninga óheppilegar, svo og málflutning Morgunblaðsins vegna þess að könn- unin er gerð í kjölfar mikils áróð- urs. Fullyrt er í fyrstu spurningunni að: „Fiskimiðin í íslenskri landhelgi eru nú skilgreind í lögum sem sam- eign þjóðarinnar allrar." Það er rangt eins og að framan hefur verið bent á að þetta atriði sé skilgreint í lögum. Þvert á móti vantar allt inntak þessarar fullyrðingar lag- anna. Ef skilgreining laganna væri sú að „sameign þjóðarinnar væru allar eigur hennar gæti ég svarað þessari spurningu játandi. Hvemig hefði niðurstaða könnunarinnar orð- ið ef spurt hefði verið útfrá því að fiskimiðin væru ríkiseign? Fram er komin sú skoðun Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að skilgreina þurfi þetta lagaákvæði í stjómarskrá ís- lands. Verður sú skilgreining gerð á grundvelli fijáls athafnalífs og eign- arréttar eða félagshyggju? Spurn- ingin er því ótímabær og óheppileg. Morgunblaðið hefur engar áhyggjur af því hveijar afleiðingar það hefur í för með sér ef sjónarmið þess ná fram að ganga. Blaðið segir að vísu að það hafí ekki tekið undir hugmyndir um uppboð á veiðileyfum eða að auðlindaskattur verði upp tekinn, né að endurgjald fyrir veiði- : J-l U > I J •„ JJ l . IfltL.’' U. UL Jl 11 réttindi gangi til þess að standa undir hallarekstri ríkissjóðs og verði þannig enn ein skattlagning. Morg- unblaðið hefur enga tilburði til að rökstyðja hvernig þetta á að ganga upp og er því beint og óbeint að stuðla að þveröfugum niðurstöðum. í töflu 5 í Morgunblaðinu 22. júní sl. kemur fram að minnihluti þjóðar- innar er á móti því að fískimið séu í einkaeign eða 48,9%, Meirihluti þjóðarinnar, 51%, vill að þau verði afhent til einkaeignar annaðhvort gegn gjaldi eða án endurgjalds. Ein- . j. i . t , hvern tíma hefði Morgunblaðið sieg- ið slíkri staðreynd upp á forsíðu. Nú hefur blaðið engan áhuga á þessu sviði. Sjálfstæðið er efnahagslegt Sjálfstæði menningar, tungu, ein- staklinga, fyrirtækja og þjóðarinnar allrar byggist fyrst og fremst á efna- hagslegu sjálfstæði. í ljósi þeirrar þróunar sem á sér stað í heiminum og Evrópu sérstaklega er nauðsyn- legt að gera sér þessa staðreynd ljósa. íslendingar reyna nánast einir Höfundur erformaður Verzlunarráðs íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.