Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JULI 1991 15 Ólafur Oddsson „Og heldur finnst mér þetta framatal undar- legt. Er það ekki aðal- atriðið á tímum atvinn- uleysis, að menn geti unnið, gert gagn og lát- ið gott af sér leiða.“ búnaður í framhaldsskólum ríkis- ins gert störf þar erfiðari við- fangs. Um þetta eru til úttektir eftirlitsaðila. Hér er úrbóta þörf, þótt ýmsir stjórnendur hafi reynt að gera sitt besta við erfiðar að- stæður. Dularfull umfjöllun í blöðum í þessu sambandi verður að nefna heldur fjandsamlega og mið- ur vitræna umfjöllun i sumum fjöl- miðlum. Um þetta skulu nefnd dæmi. Kunnur ritstjóri hefur sagt um vanda móðurmálsins, að „ís- lenskunni hefur hrakað vegna slæ- legrar kennslu“. Þetta er mjög einfalt allt, eins og er hjá þeim sem vilja útbreiða fordóma: Móð- urmálskennarar eru latir og leiðin- legir, og þar með er málið leyst! — Og ekki er greining vandans flóknari hjá samstarfsmanni hans, sem hefur líkt kennurunum við gíslatökumenn og „Hitler sáluga“ og sagt, að kennararnir séu með „blóðbragð í munni“ eins og það er orðað. Hærra er nú ekki „plan- ið“ hjá sumum mönnum. Þá „rannsaka" stundum fjölm- iðlamenn stöðu móðurmálsins. Tveir blaðamenn ruku á fólk á fömum vegi og spurðu 40 manns, hvað orðið „lítilsigldur" þýddi, og þeir heimtuðu einnig, að menn beygðu snarlega orðið „kú“ þar á staðnum. Síðan voru þessir fjöru- tíu flokkaðir í sex flokka eftir aldri og kyni, og þar með var komin niðurstaða um móðurmálsþekk- ingu íslendinga og sagt: „Það er ekki að ástæðulausu sem menn hafa áhyggjur af móðurmálinu". (Sbr. Mbl. 13.11. 88). Hér er enn allt mjög einfalt. Slík „rannsókn“ er nú ekki mik- ils virði að minni hyggju, enda er þetta mál miklu flóknara og erfið- ara viðfangs. Kunnur fyrrv. stjórn- málamaður notaði fyrrgreinda „rannsókn“ til þess að reyna að koma höggi á móðurmálskennara í því skyni að auka vinsældir sín- ar, en hann hafði ekki erindi sem erfiði. Skólamál eru einn mikilvægasti þátturinn í velferð þjóðarinnar. Því skiptir afar miklu, að umfjöllun um þau efni sé með vitrænum hætti. Fjalla ber um það sem vel er gert og beita jákvæðri og rök- studdri gagnrýni á það sem betur má fara í því skyni að stuðla að endurbótum. Það er stundum gert, og ber að meta það. En stundum er umræðan því miður á heldur frumstæðu stigi. Óhæfuverk fyrri ríkisstjórnar Fyrri ríkisstjórn setti „þræla- lög“ á kennara og menntamenn. Það var hennar stuðningur og kveðja til þeirra manna, sem árum og áratugum saman höfðu reynt að vinna sín störf eftir bestu getu, oft við frumstæðar aðstæður. Ráð- herraundirskrift, bókanir í ríkis- stjórn og endanlegur úrskurður dómenda í íslenska lýðveldinu voru þar með einfaldlega gerð merking- arlaus, hjóm eitt. Þetta er sorglegt fyrir íslenska lýðveldið, en það segir og sína sögu um fordóma og takmarkaðan skilning á gildi menntunar og fræðslu. En nú er kominn nýr mennta- málaráðherra og haft viðtal við hann í Morgunblaðinu, eins og vera ber. — Honum er óskað far- sældar í embættisstörfum. Mennt- amál þessarar fámennu þjóðar eru að verulegu leyti í hans höndum. Það hlýtur að vera þung ábyrgð. Honum skal þakkað — og eins öðrum, sem hið sama gerðu — fyrir drengilega afstöðu á þingi gegn fyrrgreindu óhæfuverki fyrri ríkisstjórnar, en sú afstaða var ekki til vinsælda fallin. Óskandi er, að ráðherrann verji skólana og efli starfsemina þar. Þá er afar brýnt, að reynt verði að stuðla að sáttum og þokkalegum samskipt- um við þá sem eiga að annast fræðilegt uppeldi og menntun ís- lenskra ungmenna. Þetta þarf að gera, ekki endilega kennaranna vegna, heldur vegna framtíðar- hagsmuna íslensku þjóðarinnar. Höfundur er íslenskufræðingur og kennari. hrmlestrarhAmskeio Sumarnámskeið í hraðlestri hefst þriðjudaginn 16. júlí nk. Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma? Vilt þú vera vel undirþúin(n) undir námið í haust? Nú er tækifæri fyrir þá, sem vilja margfalda lestrar- hraða sinn, en hafa ekki tíma til þess á veturna. Skráning í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN 10 ARA 1 V/SA j Rowenla Rowenla Rowenfa Djúpsteikingarpottur Brauðrist m/skynjara Gufustraujárn kr. 3.950,- kr. 6.900,- kr. 3.649,- M/Titan botni kr. 4.995,- Tryggðu gæðin með Rowenta Útsölustaðir um land allt: REYKJAVÍK OG NÁGRENNI: GLÓEY HF„ Ármúla 19 • RAFGLIT HF„ Blönduhlíð 2 • H.G. GUÐJÓNS- SON, Stigahlíð 45-47 • HEKLA HF„ Laugavegi 172 • HAGKAUP, Kringlunni-Skeifunni • UÓS OG RAFTÆKI, Strandgötu 39, Hafnarfirði • UÓSABÆR, Faxafeni 14 • RAFBÚÐ DÓMUS MEDICA, Egils- götu 3 • RAFBÚÐ SAMBANDSINS, Holtagörðum • RAFVÖRUR, Langholtsvegi 130 •REYKJANES: KAUPFÉLAG SUÐURNESJA-SAMKAUP, Keflavík •VESTURLAND: KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA, Borg arnesi • KAUPFÉLAG SAURBÆINGA, Skriðulandi • VESTFIRÐIR: JÓN FR. EINARSSON, Bolungarvík • VERSLUNIN STRAUMUR, ísafirði • NORÐURLAND: KAUPFÉLAG V-HÚNVETNINGA, Hvammstanga • KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA, Blönduósi • KEA-JÁRN OG GLER, Akureyri • RADÍÓNAUST, Geisla- götu 14, Akureyri • KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA, Húsavík • VERSLUNIN HEGRI, Sauðárkróki • AUST- URLAND - AUSTFIRÐIR: KAUFÉLAG STÖÐFIRÐINGA, Stöðvarfirði • KAUPFÉLAG STÖÐFIRÐINGA, Breiðdalsvík • KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA, Egilsstöðum • KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA, Seyðisfirði • KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA, Reyðarfirði •KAUPFÉLAG A-SKAFTFELLINGA, Höfn ÍHornafirði • SUÐUR- LAND: KAUPFÉLAG RANGÆINGA, Hvolsvelli • KAUPFÉLAG ÁRNESINGA, Selfossi. Heímasmidjan húsasmiojaw hp. Kringlunni, sími 685440 “ msmsm Skútuvogi, sími 687700 Sedan DAIHATSU CHARADE Það eru fáir ef nokkrir bílar í þessum stærðarflokki sem búa yfir öllum þessum kostum. Daihatsu Charade Sedan er búinn 90 hest- afla vél með beinni innspýtingu sem skilar miklum krafti um leið og hún er sparneytin og búin full- kominni mengunarvörn. Vökvastýrið gerir hann líka ein- staklega lipran og skemmtilegan í akstri og hann fæst einnig sjálfskiptur. - Charade Sedan er góður kostur! CHARADE SEDAN KOSTAR FRÁ KR. 866.000 stgr. á götuna. FAXAFENI 8 • SÍMI91 -68 58 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.