Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JULI 1991 Sprenging í höfuðstöðvum heimavarnar- liðs Eistlands Moskvu. Reuter. SPRENGJA sprakk í höfuðstöðv- um eistneska heimavarnarliðsins seint á þriðjudag. Sljórnvöld í Eistlandi teh'a að hún hafi verið sprengd í þeim tilgangi að grafa undan trausti Míkhaíls Gorbatsj- ovs Sovétleiðtoga fyrir fund leið- toga sjö helstu iðnríkja heims sem hefst í næstu viku. Sprengjan eyðilagði byggingu heimavarnarliðsins í Tallinn, höfuð- borg Eistlands, að sögn talsmanns utanríkisráðuneytisins, Tiit Pruuli. Pruuli sagði ennfremur að utanrík- isráðuneytið liti svo á að sprengju- árásin væri „ein af mörgum vand- lega tímasettum ögrunum" sem spilla eiga fyrir G-7-fundinum sem haldinn verður í London. Þar hittir Gorbatsjov leiðtogana og mun væntanlega falast eftir stuðningi þeirra við umbótastefnu sína. Þeir munu hins vegar vilja fá staðfest- ingu á því að Gorbatsjov sé alvara með að koma á markaðskerfi. Ljósniyndir sýna undan- brögð íraka Washington. Reuter. BANDARÍKJAMENN eiga hós- myndir af iröskum hermönnum þar sem þeir eru að grafa og fela búnað til að auðga úran í leynilegri herstöð skammt frá Bagdad. Voru þær teknar úr njósnahnetti í síðustu viku að því er segir í bandaríska dagblaðinu Washington Thnes. Blaðið hefur upplýsingarnar eftir ónefndnum heimildamönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar en þeir segja, að á myndunum sjáist hermennirnir vera að grafa nokkra stóra seguldiska. Eru þeir taldir vera úr svokölluðum „kalutron", sams konar búnaði og Bandaríkja- menn notuðu á dögum síðari heims- styrjaldar við smíði fyrstu kjarn- orkusprengjunnar. Blaðið hefur það eftir einum starfsmanni leyniþjónustunnar, að írökum sé ekki enn farið að skiljast hve fullkominn bandaríski njósna- búnaðurinn er, og annar segir, að þeir hafi gripið til alls konar bragða við að fela kjarnabúnað, efna- og sýklavopn og Scudflaugar. Þá væri listinn yfir kjarnabúnað, sem írakar hefðu afhent sl. mánudag, allsendis ófullnægjandi. MannréttindaverðlaunEvrópuþingsins: Stjórnarandstöðu- leiðtogi í Búrma fær Sakharov-verðlaunin Aung San Suu Kyi á einum hinna fjölmennu útifunda sinna í Búrma nokkru áður en hún var handtekin sumarið 1989. Strasbourg. Reuter. EVRÓPUÞINGIÐ veitti í gær leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma, Aung San Suu Kyi, mannréttindaverðlaun sín sem kennd eru við sovéska eðlisfræð- inginn og andófsmanninn Andrej Sakharov. Það var 13 ára gamall sonur verðlaunahafans sem veitti verð- laununum viðtöku, en þau eru að andvirði um 18.000 Bandaríkjadala (um 11 milljóna ÍSK). Aung San Suu Kyi leiddi stjórnarandstöðu- flokkinn Lýðræðissinnuðu þjóðar- fylkinguna til stórsigurs í kosning- unum í Búrma í maí á síðasta ári. Herforingjaklíkan sem fer með völd í Búrma kom í veg fyrir að hún gæti myndað ríkisstjórn. Árið 1989 settu yfirvöld hana í stofufangelsi og manni hennar og tveimur sonum þeirra er meinað að heimsækja hana. Maður hennar hélt tilfinn- ingaþrungna ræðu við athöfnina í gær og sárbændi stjórnvöld í Búrma að leyfa honum og sonum þeirra að heimsækja hana. Við athöfnina tók talsmaður bresku utanríkisþjónustunnar til máls og fagnaði verðlaunaveiting- unni. Hann beindi síðan máli sínu til yfirvalda í Búrma og skoraði á þau að endurskoða skammarlega afstöðu sína og leysa Aung San Suu Kyi úr haldi og leyfa fjölskyldu hennar að heimsækja hana. Hann sagði að utanríkisþjónustan væri stórhneyksluð á þeim mannrétt- indabrotum sem viðgengjust í Búrma. Evrópubandalagið: Bændur bregðast ókvæða við niðurskurðartillögum strasbourg, Amsterdam, London. Reuter. semda sem settar höfðu verið fram hátt. BÆNDUR í mörgum evrópskum löndum hafa brugðist mjög illa við áætlun framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins (EB) um niðurskurð í Iandbúnaði og minni niðurgreiðslur. Aætlunin, sem kennd er við Ray MacSharry sem fer með landbúnaðarmál innan frainkvæmdastjórnarinnar, var samþykkt á þriðjudag. COPA- samtökin, sem eru þrýstihópur bænda innan EB, sögðu áætlun- ina vera gallaða og hefðu bænd- ur fulla þörf á því háa verði sem þeir fengju greitt nú. Ef útflutn- ingsbætur yrðu lækkaðar gætu landbúnaðarafurðir frá EB ekki lengur keppt á heimsmarkaði. MacSharry hafði með áætlun sinni reynt að taka tillit til athuga- við fyrri áætlun af Bretum, Dönum og Hollendingum en fyrstu viðbrögð benda samt sem áður til þess að bændur geti ekki sætt sig við tillög- urnar. Talsmaður hollensku bændasam- takanna sagði hinn fyrirhugaða nið- urskurð eiga eftir að koma sérstak- lega illa við hollenska bændur. Formaður bresku bændasam- takanna sagði það vera „viðbjóðs- legt" að tillögur sem myndu valda gífurlegUm skaða um alla Evrópu ættu eftir að auka byrðarnar sem Iagðar væru á skattgreiðendur. Áætlun framkvæmdastjórnarinnar sagði hann eiga eftir að gera út um bresk fjölskyldubýli. Þá væri verið að refsa þeim bændum sem framleiddu á sem hagkvæmastan Alan Gillis, formaður írsku bændasamtakanna, sagði Mac- Sharry vera að eyðileggja sameigin- lega landbúnaðarstefnu bandalags- iris án þess að gera tilraun til þess að ríku löndin innan EB bættu tjón- ið. Þá jafngiltu tillögurnar einnig uppgjöf gagnvart Bandaríkjamönn- um í GATT-viðræðunum. Ed Madigan, nýskipaður land- búnaðarráðherra Bandaríkjanna, sagði að nú virtust loks yera líkur á því að EB tæki upp stefnu varð- andi útflutningsbætur sem auðveld- ara væri að sætta sig við. Á mánudaginn fundar Mac- Sharry með landbúnaðarráðherrum EB í Brussel en þeir verða að sam- þykkja áætlun hans eigi hún að taka gildi. Japan: Launalækk- un í yfir- bótaskyni Tókýó. Reuter. RYUTARO Hashimoto, fjármála- ráðherra Japans, bað í gær landa sína afsökunar á að hafa ekki fylgst betur með framferði fjög- urra verðbréfafyrirtækja, sem orðið hafa uppvís að ýmsu mis- jöfnu. Þá ákvað hann einnig að lækka launin sín um 10% næstu þrjá mánuði. Þegar upp komst um verðbréfa- fyrirtækin, þau höfðu hyglað út- völdum viðskiptavinum og lánað glæpasamtökum fé, varð verulegt verðfall í kauphöllinni í Tókýó en þegar fréttist af yfirbótaræðu fjár- málaráðherrans tóku menn gleði sína á ný. Hækkuðu þá verðbréfin og voru loks hærra skráð en áður en hneykslið varð opinbert. Hashimoto sagði, að með því lækka við sig launin um 10% í þrjá mánuði væri hann að refsa sjálfum sér fyrir þá yfirsjón sína og ráðu- neytisins að hafa ekki áttað sig á framferði fyrirtækjanna fyrr en nú alveg nýlega. í japönskum blöðum segir hins vegar, að ráðherrann og hans menn hafi vitað af þessu öllu í febrúar fyrir hálfu öðru ári. Manna á milli sé fjármálaráðuneytið raunar oft kallað „miðborgarútibú" eins verðbréfafyrirtækjanna fjögurra. Makindalegur melónusali Reuter Vatnsmelónusali fær sér hér blund í vegarkanti í Peking í gær og hjólreiðarnenn sem eiga leið hjá skotra kankvísir augunum til hans. Meðan uppskerutrhi vatnsmelóna stendur yfir koma sölumennirnir til höfuð- borgarinnar og gista á götunni við hlið vöru sinnar uns allt er selt. Suður-Afrika: Bandaríkjaforseti af- léttir viðskiptabanui Washington, Jóhannesarborg. Reuter. GEORGE Bush Bandarikjaforseti aflétti í gær viðskiptabanni á Suður-Afríku sem sett var 1986. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, sagði á ferð sinni um Suður-Afríku í gær að ríki heims- ins ættu að viðurkenna að aðskilnaðarstefnan væri að líða undir lok og Iáta af refsiaðgerðum. Bush sagði á fréttamannafundi í gær að öllum skilyrðum Banda- ríkjastjórnar fyrir að aflétta bann- inu væri nú fullnægt, þ.á m. lausn pólitískra fanga. „Á síðustu tveimur árum höfum við orðið vitni að gjör- breytingu á ástandinu í Suður- Afríku. Ég trúi því staðfastlega að þessari þróun verði ekki snúið við", sagði hann. Hann sagðist hafa talað við Nelson Mandela, forseta Afríska þjóðarráðsins, í síma og sagt honum frá ákvörðun sinni. Hann sagðist einnig ætla að ræða við F.W. de Klerk, forseta Suður-Afríku, í dag, fimmtudag. Bush lét ekki uppi hver viðbrögð Mandela voru, en Afríska þjóðarráðið telur að enn séu þúsund pólitískir fangar í haldi í landinu. Cyril Ramaphosa, framkvæmda- stjóri Afríska þjóðarráðsins sagði í gær að aðgerðir Bandaríkjastjórnar væru ótímabærar. De Klerk, aftur á móti, fagnaði þeim og sagði að þetta myndi leiða til mikils fjörkipps í efnahag landsins. Douglas Hurd hefur verið á ferð um Suður-Afríku síðustu daga. Hann sagði á fréttamannafundi í gær að aflétta bæri refsiaðgerðum gegn landinu. „Það er kominn tími til að leggja til hliðar þau úreltu rök sem standa að baki refsiaðgerð- um", sagði hann. Hann bætti því við að engin nauðsyn væri lengur á því að halda blökkumönnum í sárri fátækt með baráttu gegn að- skílnaðarstefnunni að yfirskyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.