Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 23
MOBGFNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 23 )FNUNAR UM AFLASAMDRATT 0 Utvarpsréttarnefnd: með tvennum hætti, annars vegar með hlutdeild í auknum tekjum þjóðarbúsins og hins vegar með breyttri tekjuskiptingu. I þröngri stöðu í efnahagsmálum hlýtur áherslan að færast yfir á breytingu tekjuskiptingarinnar sem er auðvit- að mun erfiðari leið," sagði Ás- mundur. Hann sagði að spádómar um erf- iðar efnahagshorfur ættu að vera mönnum hvati til þess að efla at- vinnuuppbyggingu og treysta stöð- una þannig-að slíkir spádómar yrðu ekki veruleika. Fiskaflinn væri tak- mörkuð auðlind en það væri hægt að gera það á ótal öðrum sviðum. Hermann Hansson: Seturað mönnum kvíða „ÞAÐ hlýtur auðvitað að setja að mönnum kvíða ef draga þarf úr aflanum frekar en orðið er," sagði Hermann Hansson, kaupfé- lagssljóri Kaupfélags Austur- Skaftfellinga um tillögur fiski- fræðinga. Hermann segir að þessi niður- skurður hljóti að koma verulega niður á rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja og hafí auðvitað vítæk áhrif í efnahagslífinu. „Þetta hlýtur að hafa mikil áhrif í ljósi þess að af- urðaverð er á niðurieið, kostnaður í rekstri hefur vaxið vegna verð- bólgu og samningar eru lausir í haust," segir hann. „Ég get ekki sagt að þessar til- lögur komi mér á óvart," segir Hermann. „En þar sem maður hef- ur alltaf einhverjar væntingar um að það þurfi að minnsta kosti ekki að minnka kvótann, þá valda þær mér nokkrum vonbrigðum." Einar Svansson: Líst illa á niðurstöður skýrslunnar „VIÐ verðum bara að bíða og sjá hver úthlutunin verður hjá Þor- steini," sagði Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks. Hann segir að sér lítist illa á niðurstöður skýrslunn- ar og að þær byggi á dálítilli svartsýni fiskifræðinga. Einar Svansson, segir að endan- leg úthlutun stjórnvalda á aflaheim- ildum liggi ekki fyrir og ekki sé hægt að dæma um hvernig næsta kvótaár verði fyrr en það hafi gerst. Endanleg niðurstaða hafi hingað til verið önnur en sú, sem lagt hafi verið til í tillögum fiskifræðinga og skerðing þorskkvóta hafí aldrei far- ið yfir 10% á ári. „En við erum hins vegar búnir að fá slíka skerð- ingu þrisvar á síðustu árum þannig að í heild hefur skerðingin verið veruleg mikil hjá þeim sem eru mikið með þorsk," segir Einar. Hann segir að þessar tillögur um skerðingu komi sér nokkuð á óvart, hann hafi frekar átt von á að úthlut- un í ár yrði með svipuðum hætti og í fyrra. Menn hafi einnig vonast til að Grænlandsganga skilaði meiru en í ár og sér virðist því tillögur fískifræðinganna byggjast á dálítilli svartsýni. Óskar Vigfússon: Athuga þarf hvað betur má fara í sjávarútvegi „Ég tel að þetta sé mjög alvar- íegt ekki aðeins fyrir sjómanna- stéttina heldur fyrir þjóðarbúið allt" sagði Óskar Vigfússon, for- maður Sjómannasambands ís- lands. Óskar véfengir ekki niðurstöðu fiskfræðinga enda telur hann það ábyrgðahlut fyrir leikmann að vé- fengja niðurstöðu sérfræðinga í þessu máli. Að mati Óskars þurfa aðilar sjávarútvegsins að skoða stöðu sína vel núna og huga að öllu skipulagi sjávarútvegsins á ís- landi. Hann sagði að það yrði að koma í veg fyrir að menn flytu sofandi að feigðarósi og nú væri lag til þess að setjast niður og athuga hvað mætti bæta í sjávarútvegi. Óskar sagði ennfremur að það væri mjög alvarlegt að lítil von væri um að ástandið batnaði heldur væri spáð samdrætti næstu 4 árin. Sjónvarpsleyfið til Sýn- ar hf. háð eignaraðild Stöð 2 fær 10 daga frest til að bæta útsendingar CNN Utvarpsréttarnefnd • hefur samþykkt að sjónvarpsleyfi Sýn- ar lil'. verði háð þeim skilmálum að íslenska útvarpsfélagið hf., sem rekur Stöð 2, eigi ekki meiri- hlula í fyrirtækinu. Á næstunni verður samið við Ferskan miðil hf., sem nú rekur útvarpsstöðina FM, um sjónvarpsleyfi og mun fyrirtækinu væntanlega verða úthlutað á UHF rás. Þá hefur nefndin veitt Stöð 2 tíu daga frest til að bæta úr útsendingum bandarísku sjónvarpsstöðvarinn- ar CNN um dreifikerfi Stöðvar 2. Utvarpsréttarnefnd hefur ein- róma sámþykkt drög að samningi við Sýn hf. um sjónvarpsleyfi. Að sögn Þorbjörns Broddasonar form- anns nefndarinnar, er samningur- inn ítarlegri en áður hefur tíðkast. „Þarna er farið inn á þá nýju braut að setja ákveðna skilmála varðandi eignarhlut í fyrirtæki á sama sviði," sagði hann. „Á þetta er ekki minnst í lögunum en við teljum að við höf- um samkvæmt þeim og reglugerð- inni heimild til að setja þannig tak- markandi ákvæði." Engin ákvörðun hefur verið tekin um eignarhlut ís- lenska útvarpsfélagsins í Sýn hf. en tölurnar 10% til 12% hafa verið nefndar. Þá fjallaði útvarpsréttarnefnd um útsendingar Stöðvar 2 á efni banda- rísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN og komst að þeirri niðurstöðu að Stöð 2 hafi ekki farið að settum reglum varðandi auglýsingar. Þær hafa verið sendar út á erlendu máli og annað efni útsendinganna er ekki lengur dregið saman og þýtt á íslensku. Hefur verið veittur tíu daga frestur til að lagfæra út- sendingarnar. Þorbjörn sagði, að samningsdrög að sjónvarpsleyfi fyrir Ferskan mið- il hafi enn ekki verið gerð en að sá samningur yrði hliðstæður samn- ingnum við Sýn hf. Hvað varðaði sjónvarpsrásir þá hefur Póstur- og sími hingað til úthlutað heillri rás til hvers fyrirtækis. „Því má ætla að Sýn hf. muni halda Rás 6 og þá verður Ferskur miðill hf. næstur í röðinni og yrði þá væntanlega á UHF rás," sagði Þorbjörn. Morgunblaðið/Bjarni Hótel Island opnar gistiaðstöðu HOTEL ísland tekur í notkun 42 herbergi og nýjan veitingasal í dag. Veitingasalurinn er á fyrstu hæð hótelsins en herbergin 42 eru öll í norðurhluta þess. Búnaðarbanki íslands á Hótel ísland en Hótel Saga sér um reksturinn. Fagna ákvörðun ríkisstjórnar - segir Þorsteinn Gíslason, stjórnarformaður SR ÞORSTEINN Gíslason, stjórnar- formaður Síldarverksmiðja ríkis- ins, segir að honum lítist vel á þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að breyta fyrirtækinu í hlutafé- lag og seJja það á síðarí hluta ársins. Þorsteinn segist og fagna þeirri ákvörðun ríkisstjóriiarinn- ar að heimila fyrirtækinu að taka 300 niilljóna króna lán, með ríkis- "ábyrgð, til að rétta við rekstur þess. Á næstunni munu forsvars- menn SR óska eftir því að Lands- bankinn breyti 500 milJjónum af skammtímaskuldum fyrirtækis- ins, í bankanum, í langtímalán. Stjórn fyrirtækisins stefnir að því að halda fund með sjávarút- vegsráðherra á næstunni. Þorsteinn sagði, í samtali við Morgunblaðið í gær, að það væri útbreiddur misskilningur að ríkis- stjórnin væri að lána SR 300 millj- ónir. Hið rétta í málinu væri að ríkið væri einungis að ábyrgjast 300 milljóna króna lán sem fyrirtækið sjálft tæki. Ríkið hefði margoft áður þurft að ábyrgjast lán fyrir- tækisins þegar það hefði orðið fyrir langvarandi afiabresti og þurft að bjarga sér á milli veiðitímabila. Að sögn Þorsteins hafa Síldarverk- smiðjurnar alltaf borgað slík lán að fullu. Fram hefur komið hjá forsætis- ráðherra að ríkisstjórnin myndi skipa sérstaka tilsjónarmenn til að fylgjast með rekstri fyrirtækisins. Um þetta segir Þorsteinn að málið hefði verið lagt þannig fyrir sig að þessir tilsjónarmenn yrðu þrír. Hann sjálfur yrði.væntanlega einn af þeim sem fulltrúi -síldarverk- smiðjanna en sjávarútvegsráðherra og fjármálaráðherra myndu skipa sinn fulltrúa hvor. Þorsteinn sagði að framkvæmdastjórn fyrirtækisins héldi áfram að starfa með hefð- bundnum hætti en tilsjónarmenn- irnir fylgdust með því hvernig um- ræddu láni yrði varið. „Svona var þetta túlkað fyrir mér af rá'uneytisstjóra sjávarút- vegsráðuneytisins og mér finnst fullkomlega eðlilegt að tilsjónar- mennirnir vinni með þessum hætti. Það er alls ekki verið að setja okk- ur, alþingiskjörna stjórn fyrirtækis- ins, í neina gjörgæslu." Þorsteinn kvaðst vera bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins. „Þrátt fyrir erfiðleikatímabil hafði stjórn fyrir- tækisins sem betur fer kjark til þess að ljúka við endurbyggingu á verksmiðjunni á Seyðisfirði sem er nú talin ein stærsta og fullkomn- asta gæðamjölsverksmiðja í Evr- ópu. Eg tel mikla framtíð vera í gæðamjöli og ég trúi því að það eigi eftir að koma í ljós að þessi< ákvörðun var sú eina rétta. Bygging verksmiðjunnar á Seyðisfirði var skref í þá átt að vinna meira úr loðnunni hér heima en ekki erlendis eins og hefur verið að færast í auk- ana. Þessi verksmiðja mun sanna gildi sitt þegar loðnan og síldin koma aftur og þá mun sigla hver raftur eins og segir í kvæðinu," sagði Þorsteinn að lokum. Obreytt bridslandslið á heimsmeistaramót LIÐSMENN íslenska landsliðsins í brids, sem náðu 4. sæti á Evrópumótinu á írlandi fyrir skömmu, hafa allir þekkst boð um að spila fyrir hönd íslands á heimsmeistaramótinu sem hefst í Yokohama í Japan í lok september. í íslenska liðinu í Yokohama verða Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson; Guðlaugur R. Jó- hannsson, Orn Arnþórsson, Guð- mundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson og Björn Eysteinsson sem verður fyrirliði. ísland vann sér rétt til að spila á heimsmeistaramótinu með því að ná 4. sæti á Evrópumótinu en lið frá 16 þjóðum spila í Jap- an. Þar af eru fjögur frá Evrópu og fjögur frá Norður-Ameríku en í þessum álfum er keppn- isbrids útbreiddast í heiminum. Þetta er í fyrsta skipti sem ísland fær þátttökurétt í heims- meistaramóti. En tveir íslending- ar voru valdir í úrvalslið Evrópu, þegar mótið var fyrst haldið árið 1950 á Bermudaeyjum. ísland hefur formlega sótt um að halda heimsmeistaramótið, sem jafnan er kennt við Bermuda, árið 1997 og mun það væntanlega skýrast, á ársfundi Alþjóðabridgesam- bandsins í Yokohama í haust, hvort sú umsókn fær hljóm- grunn. Bridgesamband íslands er nú að hrinda af stað fjáröflunarher- ferð til að standa straum af kostnaði við ferð íslenska lands- liðsins til Japan. Meðal annars hefur verið opnaður hlaupareikn- ingur nr. 5252 í íslandsbanka, Garðabæ, fyrir frjáls framlög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.