Morgunblaðið - 11.07.1991, Side 23

Morgunblaðið - 11.07.1991, Side 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 23 iltaqpmfcfftfetfc Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakurh.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Aflaskerðing og tiltæk ráð Skýrsla Hafrannsóknarstofn- unar um ástand fiskistofna og tillögur um skerðingu afla- kvóta er að sönnu reiðarslag, eins og Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, hefur komizt að orði. Stofn- unin leggur til, að þorskaflinn verði skertur um næstum 70 þús- und tonn frá því sem gert er ráð fyrir að hann verði í ár. Hún legg- ur til, að þorskaflinn verði aðeins 250 þúsund tonn á ári næstu þrjú árin vegna lélegrar nýliðunar. Það alvarlega er, að þessi mikla afla- skerðing gerir ekki betur en að halda hrygningarstofninum í horf- inu. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, segir, að þessi afla- skerðing kosti útgerðina og þjóð- arbúið allt að níu milljarða króna á ári vérði farið að fullu að tillög- um Hafrannsóknarstofnunar. Hann segir, að lítið svigrúm sé til að víkja frá tillögunum. Það gerir þetta áfall enn alvarlegra, að það ríður yfir á sama tíma og ríkisstjórnin glímir við einhvern mesta vanda í ríkisfjármálum sem þekkst hefur — gífurlegan halla á ríkissjóði og óheyrilega lánsfjár- þörf hins opinbera. Ennfremur stendur endumýjun þjóðarsáttar fyrir dyrum í haust og þetta mikla tekjutap þjóðarbúsins gerir heild- arkjarasamninga miklu erfiðari. Þjóðhagsstofnun telur að þjóðar- tekjur muni minnka um 3-4% á næsta ári, þótt reiknað sé méð álversframkvæmdum. Það er rétt hjá sjávarútvegsráð- herra, að lítið svigrúm er til að víkja frá tillögum Hafrannsóknar- stofnunar. Fiskifræðin er ófull- komin vísindagrein og reynslan hefur sýnt, að spár Hafrannsókn- arstofnunar standast ekki alltaf. En ljóst er, að ekki má taka mikla áhættu með hrygningarstofnana, því það mun valda ómældum erfið- leikum í náinni framtíð og við höfum engan traustari grunn til að byggja á en rannsóknir físki- fræðinganna. Sá ljósi punktur er í skýrslunni, að skilyrðin í hafínu eru nú miklu betri en undanfarin ár. Þá er óvissa um göngu þorsks frá Grænlandi. Hafrannsóknar- stofnun leggur því til, að stærð stofnsins verði endurmetin í byrj- un næsta árs. Undir það skal tek- ið, því einskis má láta ófreistað til að fá sem nákvæmastar upplýs- ingar um stöðu fískistofnana. Dökkt útlit er með loðnuveiðar í haust og kann svo að fara að engar veiðar verði heimilaðar. Síldarstofninn styrkist hins vegar ár frá ári, en erfiðleikar í sölu saltsíldar geta dregið mjög úr arð- semi veiðanna. Þetta allt, ásamt erfiðleikum í rækjuvinnslu, veikir mjög stöðu útvegsins og þar með þjóðarbúsins í heild. Loks hefur orðið vart verðlækkunar á sjávar- afurðum á erlendum mörkuðum, þótt ýmsir telji að það sé tíma- bundið. íslendingar eru vanir þessum sveiflum í sjávarútvegi með til- heyrandi kollsteypum í efna- hagslífinu. Það hefur blasað við, að nauðsynlegt er að mæta afla- takmörkunum með því að minnka tilkostnaðinn við veiðar og vinnslu. Ennfremur að nýta hrá- efnið sem bezt og vinna nýjar afurðir úr hefðbundnum og ónýtt- um tegundum úr lífríki sjávar. Það þarf að beita öllum tiltækum ráð- um til að hverfa frá þeirri stefnu að flytja einungis út hráefnið og taka upp fullvinnslu í staðinn - stórauka þannig tekjumar af út- flutningi sjávarafurða. I þessu sambandi er rétt að minna á, að hugsanleg aðild ís- lands að evrópsku efnahagssvæði getur opnað sjávarútveginum og iðnaðinum nýjar dyr. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, hefur minnt á, að tollmúrar Evr- ópubandalagsins ^biiðist við að gera veiðiþjóðimar að hráefnisút- flytjendum. Samningarnir um evr- ópskt efnahagssvæði miði hins vegar að því að gerbreyta starfs- aðstöðu íslenzks sjávarútvegs og fiskvinnslu og skapa í fyrsta sinn aðstöðu til að byggja tæknivædd- an og þróaðan matvælaiðnað hér á landi. Skýrsla Hafrannsóknar- stofnunar sýnir glögglega, hversu nauðsynlegt er að fylgja. þeirri stefnu eftir. Einu sinni sem oftar er einnig rétt að minna á, hversu mikilvægt það er fyrir íslenzkt efnahagslíf að fleiri stoðum verði undir það skotið. Brýna nauðsyn ber til að draga úr þeim efnahagssveiflum sem eiga sér stað, þegar illa árar í sjávarútvegi eða verðfall verður á erlendum mörkuðum. Þar blasir stóriðjan að sjálfsögðu við og nýt- ing þeirrar auðlindar sem orkan er. Það er skjótvirkasta leiðin til auðsköpunar og bættra lífskjara, þótt sjálfsagt sé að sækja fram á öðrum sviðum atvinnulífsins, ekki sfzt hátækniiðnaðar. Ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks bíður það mikla verkefni að fínna leiðir til að mæta því áfalli, sem felst í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar. Ofar- lega á blaði hljóta að vera aðgerð- ir til að ýta á eftir samningum um evrópskt efnahagssvæði, ljúka samningum um álver á Keilisnesi og nýta þá möguleika sem kunna að vera fyrir hendi um orkufrekan iðnað. VIÐBRÖGÐ VIÐ TILLÖGUM HAFRANNSOKNARSTOFNUNAR UM AFLASAMDRATT Halldór Asgrímsson: Taka verður tillöguna mjög alvar- lega HALLDÓR Ásgrímsson fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra og varaformaður Framsóknar- flokksins segir að lítið annað sé hægt að gera en taka alvarlega tillögu Hafrannsóknarstofnunar um þorskafla á næsta ári, en hún er um 70 þúsund tonna skerðingu miðað við þetta ár. „Þeirri línu hefur verið fýlgt á undanförnum árum, að ganga ekki á þorskstofninn. En hann hefur heldur ekki verið byggður upp, í þeirri von að ganga frá Grænlandi gæti orðið til þess að stækka hrygn- ingarstofninn. En það má segja að þar sem enginn góður árgangur hefur bæst við í ár, þá er útlitið mjög dökkt. Hafrannsóknarstofnun lagði til, fyrir árið 1991, að veiðin yrði miðuð við 300 þúsund lestir. Á þá tillögu var fallist, en það var niðurskurður frá fýrra ári. Nú er tillaga uppi um enn frekari niðurskurð, sem eru að sjálfsögðu mjög alvarlegar fréttir. Eg er þeirrar skoðunar að það sé lítið annað að gera, en að taka til- löguna mjög alvarlega," sagði Hall- dór Ásgrímsson. Hann sagði að endurmeta yrði stöðuna næsta vetur, í ljósi upplýs- inga sem kæmu fram eftir vetrar- rannsóknir, en lög um fískveiði- stjórnun gerðu ráð fyrir að þá væri hægt að taka úthlutun til nýrrar ákvörðunar. Það hefði verið gert á síðasta ári, en rannsóknimar þá um veturinn hefðu ekki leitt til neinna breytinga. Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna sagði í Morgunblaðinu í gær, að í ljósi stöðunnar nú yrði að leysa Hagræðingarsjóð upp, og ráðstafa þeim veiðiheimildum sem hann hefði yfír að ráða beint til flot- ans. Þegar þetta var borið undir Halldór sagði hann að engum hefði dottið annað í hug en að veiða það sem í Hagræðingarsjóðnum væri. Á síðasta vetri hefðu orðið allmiklar deilur um það hvernig ætti að skipta þeim veiðiheimildum en á endanum hefðu þærgengið til loðnuskipanna. „Ég held að það sé best að sjá til með það hvernig lítur út með loðnuvertíðina áður en að segja á til um Hagræðingarsjóðinn. Ég held að það sé mikil þörf á því núna, að halda áfram á þeirri braut að sameina veiðiheimildir og fækka skipum, og það var markmiðið með stofnun sjóðsins, að gera það kleyft að hjálpa til við þær hagræðinga- raðgerðir. Ég held að þessar nýju fréttir gefi ekki tilefni til að draga úr því, heldur þvert á móti,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Gísli Jónatansson: Bagalegt ef draga þarf meira saman GÍSLI Jónatansson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Fáskrúðsfjarð- ar, segir að ef af skerðingu þorskafla verði, eins og lagt er til í tillögum fiskifræðinga Haf- rannsóknastofnunar, hljóti það að koma afar illa niður á fyrir- tækinu og atvinnulífi á staðnum. „Okkur hefur vantað meiri afla og það er því bagalegt ef draga þarf meira saman,“ segir Gísli. „En þessar tillögur koma mér út af fyr- ir sig ekki á óvart. Maður átti svo sem ekki von á aukningu, heldur frekar skerðingu. Þetta er svona í samræmi við það sem maður hafði á tilfinningunni." Jóna Valgerður Kristjánsdóttir: Skýrslan málar dekkri mynden ástæða er til JÓNA Valgerður Krisljánsdóttir þingmaður Kvennalistans, segir að sjávarútvegsráðherra eigi að leyfa meiri þorskafla á næsta ári, en Hafrannsóknarstofnun lagði til í skýrslu sem lögð var fram á þriðjudag. „Kvennalistinn telur að það verði að taka verulega mikið tillit til fiski- fræðinganna, og við höfum ekki viljað að vikið yrði mikið frá þeirra tillögum. Hins vegar kemur mér þessi skýrsla nokkuð á óvart. Ég er frá Vestfjörðum, og þar hefur verið mjög mikil fískigegnd undan- farið, og mjög stór og mikill fískur, sem er í raun og veru einnig hlutur sem ekki var búið að spá. Nú eru miklu betri skilyrði í sjónum en í meðalári. I þessari skýrslu er heldur ekki reiknað með Grænlandsgöngu, en hún hefur hingað til aldrei brugð- ist alveg. Mér fínnst því að þessi skýrsla máli heldur dekkri mynd en ástæða er til,“ sagði Jóna Val- gerður Kristjánsdóttir. Hún sagði að í ljósi þessa ætti sjávarútvegsráðherra að vera óhætt að leyfa meiri þorskveiði en fiski- fræðingar leggja til. Um leið ætti sjávarútvegsráðuneytið að herða aðgerðir gegn smáfískadrápi, og kanna möguleika á að nýta vannýtt- ar fiskitegundir við landið. Ólafur B. Ólafsson: Þurfumað byggja upp þorsk- stofninn „EF farið verður nákvæmlega eftir þessum tillögum hefur það auðvitað í för með sér mikinn samdrátt og niðurskurð," segir Ólafur B. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Miðness í Sand- gerði. „En við höfum gengið mjög nærri hrygningastofni þorsksins, þegar komið hafa veikir árgangar og við verðum nú leggja höfuðáherslu á að byggja upp stofninn." „Eg tel að það sé full ástæða til að taka mikið mark á tillögum fiski- fræðinganna og það er frekar ástæða til að fara of varlega í þessu efni heldur en að ganga of langt,“ segir Ólafur. „En fyrir reksturinn í greininni er þetta auðvitað reiðar- slag. Við máttum síst við því að kvótinn minnkaði. Og þetta er ekki bara áfall fyrir sjávarútveginn held- ur líka allt þjóðfélagið." Ólafur segir að tillögur um niður- skurð nú þurfi ekki að koma á óvart í ljósi þess hve hrygning á undan- förnum árum hafi gengið illa og hvernig samsetning aflans hafí ver- ið. Vonimar í ár hafi fyrst og fremst tengst Grænlandsstofninum en nú sé gengið út frá því að ganga það- an komi ekki. „Við skulum nú samt vona að það komi Grænlands- ganga,“ segir hann. §MÁ\ :-.a i i ■ % Asmundur Stefánsson: Krafanum kjarabætur mjög sterk ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands Islands, segir að það séu veruleg vandamál á ferðinni bæði hvað varði þann þorskafla sem Hafrannsókna- stofnun leggi til á næsta aflaári og eins í ríkisfjármálum og hvort tveggja hjjóti að setja mark sitt á þá kjarasamninga sem fram- undan séu í haust. Hins vegar sé krafan um kjarabætur mjög sterk meðal félagsmanna innan ASÍ og í þröngri stöðu í efna- hagsmálum hljóti áherslan að vera á að breyta tekjuskipting- unni, þó sú Ieið sé auðvitað n\jög erfið. „Það væri svo sem ósköp freist- andi að segja að svona fréttir hafí menn nú séð áður þegar kjarasamn- ingar eru að nálgast. Þegar samn- ingar eru í aðsigi, eins og það blas- ir við stjómvöldum og þeim sem þar ráða, er það nokkuð venjulegt að ástandið verði hið hörmulegasta. Það er rekið upp ramakvein um stöðu atvinnurekstrar og stöðu í þjóðarbúskap, en það er auðvitað alveg Ijóst að það er raunverulegt vandamál á ferðinni bæði varðandi aflamagnið og eins í ríkisfjármál- um. Það fer ekkert á milli mála að sá vandi mun setja sitt mark aþær samningaviðræður sem eru fram- undan í haust, þó það sé út af fyr- ir sig ekki tímabært að leggja einhlítt mat á það í dag því við vit- um ekki ákvarðanir um afla og við höfum heldur ekki mikið fyrir okkur um það hvert stefnir raunverulega í rlkisfjármálum. Þeir þættir þyrftu að liggja skýrar fyrir áður en mikið er sagt,“ sagði Ásmundur. „Ég held að það sé öllum nauð- synlegt sem að þessu máli koma að gera sér grein fyrir því að nú í hálft.annað ár hefur almenningur og félagsmenn okkar samtaka unn- ið mjög einlæglega að framgangi þeirrar stefnu sem mörkuð var með samningunum í febrúar í fyrra í trausti þess að samningamir I haust muni skila kjarabótum. Það er alveg ljóst að krafan frá okkur félags- mönnum að sú verði niðurstaða samninganna er mjög sterk og það verður gert tilkall til okkar um að við fylgjum þeirri kröfu eftir hvern- ig svo sem staðið verður að samn- ingum. Kjarabætur geta komið til með tvennum hætti, annars vegar með hlutdeild í auknum tekjum þjóðarbúsins og hins vegar með breyttri tekjuskiptingu. I þröngri stöðu í efnahagsmálum hlýtur áherslan að færast yfir á breytingu tekjuskiptingarinnar sem er auðvit- að mun erfíðari leið,“ sagði Ás- mundur. Hann sagði að spádómar um erf- iðar efnahagshorfur ættu að vera mönnum hvati til þess að efla at- vinnuuppbyggingu og treysta stöð- una þannig-að slíkir spádómar yrðu ekki veruleika. Fiskaflinn væri tak- mörkuð auðlind en það væri hægt að gera það á ótal öðrum sviðum. Hermann Hansson: Seturað mönnum kvíða „ÞAÐ hlýtur auðvitað að setja að mönnum kvíða ef draga þarf úr aflanum frekar en orðið er,“ sagði Hermann Hansson, kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Austur- Skaftfellinga um tillögur fiski- fræðinga. Hermann segir að þessi niður- skurður hljóti að koma verulega niður á rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja og hafí auðvitað vítæk áhrif í efnahagslífinu. „Þetta hlýtur að hafa mikil áhrif í ljósi þess að af- urðaverð er á niðurleið, kostnaður í rekstri hefur vaxið vegna verð- bólgu og samningar eru lausir í haust,“ segir hann. „Ég get ekki sagt að þessar til- lögur komi mér á óvart," segir Hermann. „En þar sem maður hef- ur alltaf einhveijar væntingar um að það þurfi að minnsta kosti ekki að minnka kvótann, þá valda þær mér nokkrum vonbrigðum.“ Einar Svansson: Líst illa á niöurstöður skýrslunnar „VIÐ verðum bara að bíða og sjá hver úthlutunin verður Iijá Þor- steini,“ sagði Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks. Hann segir að sér lítist illa á niðurstöður skýrslunn- ar og að þær byggi á dálítilli svartsýni fiskifræðinga. Einar Svansson, segir að endan- leg úthlutun stjórnvalda á aflaheim- ildum liggi ekki fyrir og ekki sé hægt að dæma um hvernig næsta kvótaár verði fyrr en það hafi gerst. Endanleg niðurstaða hafi hingað til verið önnur en sú, sem lagt hafi verið til í tillögum fískifræðinga og skerðing þorskkvóta hafí aldrei far- ið yfir 10% á ári. „En við erum hins vegar búnir að fá slíka skerð- ingu þrisvar á síðustu árum þannig að í heild hefur skerðingin verið veruleg mikil hjá þeim sem eru mikið með þorsk,“ segir Einar. Hann segir að þessar tillögur um skerðingu komi sér nokkuð á óvart, hann hafi frekar átt von á að úthlut- un í ár yrði með svipuðum hætti og í fyrra. Menn hafi einnig vonast til að Grænlandsganga skilaði meiru en í ár og sér virðist því tillögur fiskifræðinganna byggjast á dálítilli svartsýni. Óskar Vigfússon: Athuga þarf hvað betur máfaraí sjávarútvegi „Ég tel að þetta sé mjög alvar- legt ekki aðeins fyrir sjómanna- stéttina heldur fyrir þjóðarbúið allt“ sagði Óskar Vigfússon, for- maður Sjómannasambands ís- lands. Óskar véfengir ekki niðurstöðu fískfræðinga enda telur hann það ábyrgðahlut fyrir leikmann að vé- fengja niðurstöðu sérfræðinga í þessu máli. Að mati Óskars þurfa aðilar sjávarútvegsins að skoða stöðu sína vel núna og huga að öllu skipulagi sjávarútvegsins á ís- landi. Hann sagði að það yrði að koma í veg fyrir að menn flytu sofandi að feigðarósi og nú væri lag til þess að setjast niður og athuga hvað mætti bæta í sjávarútvegi. Óskar sagði ennfremur að það væri mjög alvarlegt að lítil von væri um að ástandið batnaði heldur væri spáð samdrætti næstu 4 árin. * Utvarpsréttarnefnd: Sjónvarpsleyfið til Sýn- ar hf. háð eignaraðild Stöð 2 fær 10 daga frest til að bæta útsendingar CNN Útvarpsréttarnefnd • hefur samþykkt að sjónvarpsleyfi Sýn- ar hf. verði háð þeim skilmálum að Islenska útvarpsfélagið hf., sem rekur Stöð 2, eigi ekki meiri- hluta í fyrirtækinu. Á næstunni verður samið við Ferskan miðil hf., sem nú rekur útvarpsstöðina FM, um sjónvarpsleyfi og mun fyrirtækinu væntanlega verða úthlutað á UHF rás. Þá hefur nefndin veitt Stöð 2 tíu daga frest til að bæta úr útsendingum bandarísku sjónvarpsstöðvarinn- ar CNN um dreifikerfi Stöðvar 2. Útvarpsréttarnefnd hefur ein- róma samþykkt drög að samningi við Sýn hf. um sjónvarpsleyfí. Að sögn Þorbjörns Broddasonar form- anns nefndarinnar, er samningur- inn ítarlegri en áður hefur tíðkast. „Þarna er farið inn á þá nýju braut að setja ákveðna skilmála varðandi eignarhlut í fyrirtæki á sama sviði,“ sagði hann. „Á þetta er ekki minnst í lögunum en við teljum að við höf- um samkvæmt þeim og reglugerð- inni heimild til að setja þannig tak- markandi ákvæði.“ Engin ákvörðun hefur verið tekin um eignarhlut ís- lenska útvarpsfélagsins í Sýn hf. en tölurnar 10% til 12% hafa verið nefndar. Þá fjallaði útvarpsréttarnefnd um útsendingar Stöðvar 2 á efni banda- rísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN og komst að þeirri niðurstöðu að Stöð 2 hafí ekki farið að settum reglum varðandi auglýsingar. Þær hafa verið sendar út á erlendu máli og annað efni útsendinganna er ekki lengur dregið saman og þýtt á íslensku. Hefur verið veittur tíu daga frestur til að lagfæra út- sendingarnar. Þorbjörn sagði, að samningsdrög að sjónvarpsleyfí fyrir Ferskan mið- il hafí enn ekki verið gerð en að sá samningur yrði hliðstæður samn- ingnum við Sýn hf. Hvað varðaði sjónvarpsrásir þá hefur Póstur- og sími hingað til úthlutað heillri rás til hvers fyrirtækis. „Því má ætla að Sýn hf. muni halda Rás 6 og þá verður Ferskur miðill hf. næstur í röðinni og yrði þá væntanlega á UHF rás,“ sagði Þorbjöm. Morgunblaðið/Bjarni Hótellsland opnar gistiaðstöðu HÓTEL ísland tekur í notkun 42 herbergi og nýjan veitingasal í dag. Veitingasalurinn er á fyrstu hæð hótelsins en herbergin 42 eru öll í norðurhluta þess. Búnaðarbanki íslands á Hótel ísland en Hótel Saga sér um reksturinn. Fagna ákvörðun rfldsstjómar - segir Þorsteinn Gíslason, stjórnarformaður SR ÞORSTEINN Gíslason, stjórnar- formaður Síldarverksmiðja ríkis- ins, segir að honum lítist vel á þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að breyta fyrirtækinu í hlutafé- lag og selja það á síðari hluta ársins. Þorsteinn segist og fagna þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar að heimila fyrirtækinu að taka 300 milljóna króna lán, með ríkis- ábyrgð, til að rétta við rekstur þess. Á næstunni munu forsvars- menn SR óska eftir því að Lands- bankinn breyti 500 milljónum af skammtimaskuldum fyrirtækis- ins, í bankanum, í langtímalán. Syórn fyrirtækisins stefnir að því að halda fund með sjávarút- vegsráðherra á næstunni. Þorsteinn sagði, í samtali við Morgunblaðið í gær, að það væri útbreiddur misskilningur að ríkis- stjórnin væri að lána SR 300 millj- ónir. Hið rétta í málinu væri að ríkið væri einungis að ábyrgjast 300 milljóna króna lán sem fyrirtækið sjálft tæki. Ríkið hefði margoft áður þurft að ábyrgjast lán fyrir- tækisins þegar það hefði orðið fyrir langvarandi afiabresti og þurft að bjarga sér á milli veiðitímabila. Að sögn Þorsteins hafa Síldarverk- smiðjurnar alltaf borgað slík lán að fullu. Fram hefur komið hjá forsætis- ráðherra að ríkisstjórnin myndi skipa sérstaka tilsjónarmenn til að fylgjast með rekstri fyrirtækisins. Um þetta segir Þorsteinn að málið hefði verið lagt þannig fyrir sig að þessir tilsjónarmenn yrðu þrír. Hann sjálfur yrði.væntanlega einn af þeim sem fulltrúi •síldarverk- smiðjanna en sjávarútvegsráðherra og fjármálaráðherra myndu skipa sinn fulltrúa hvor. Þorsteinn sagði að framkvæmdastjórn fyrirtækisins héldi áfram að starfa með hefð- bundnum hætti en tilsjónarmenn- irnir fylgdust með því hvernig um- ræddu láni yrði varið. „Svona var þetta túlkað fyrir mér af rá’uneytisstjóra sjávarút- vegsráðuneytisins og mér finnst fullkomlega eðlilegt að tilsjónar- mennirnir vinni með þessum hætti. Það er alls ekki verið að setja okk- ur, alþingiskjörna stjórn fyrirtækis- ins, í neina gjörgæslu.“ Þorsteinn kvaðst vera bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins. „Þrátt fyrir erfiðleikatímabil hafði stjórn fyrir- tækisins sem betur fer kjark til þess að ljúka við endurbyggingu á verksmiðjunni á Seyðisfírði sem er nú talin ein stærsta og fullkomn- asta gæðamjölsverksmiðja í Evr- ópu. Eg tel mikla framtíð vera í gæðamjöli og ég trúi því að það eigi eftir að koma í ljós að þessi< ákvörðun var sú eina rétta. Bygging verksmiðjunnar á Seyðisfirði var skref í þá átt að vinna meira úr loðnunni hér heima en ekki erlendis eins og hefur verið að færast í auk- ana. Þessi verksmiðja mun sanna gildi sitt þegar loðnan og síldin koma aftur og þá mun sigla hver raftur eins og segir í kvæðinu," sagði Þorsteinn að lokum. * Obreytt bridslandslið á heimsmeistaramót LIÐSMENN íslenska landsliðsins í brids, sem náðu 4. sæti á Evrópumótinu á írlandi fyrir skömmu, hafa allir þekkst boð um að spila fyrir hönd íslands á heimsmeistaramótinu sem hefst í Yokohama í Japan í lok september. 1 íslenska liðinu í Yokohama verða Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson; Guðlaugur R. Jó- hannsson, Orn Arnþórsson, Guð- mundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson og Björn Eysteinsson sem verður fyrirliði. ísland vann sér rétt til að spila á heimsmeistaramótinu með því að ná 4. sæti á Evrópumótinu en lið frá 16 þjóðum spila í Jap- an. Þar af eru fjögur frá Evrópu og fjögur frá Norður-Ameríku en í þessum álfum er keppn- isbrids útbreiddast í heiminum. Þetta er í fyrsta skipti sem ísland fær þátttökurétt í heims- meistaramóti. En tveir íslending- ar voru valdir í úrvalslið Evrópu, þegar mótið var fyrst haldið árið 1950 á Bermudaeyjum. ísland hefur formlega sótt um að halda heimsmeistaramótið, sem jafnan er kennt við Bermuda, árið 1997 og mun það væntanlega skýrast, á ársfundi Alþjóðabridgesam- bandsins í Yokohama í haust, hvort sú umsókn fær hljóm- grunn. Bridgesamband íslands er nú að hrinda af stað fjáröflunarher- ferð til að standa straum af kostnaði við ferð íslenska lands- liðsins til Japan. Meðal annars hefur verið opnaður hlaupareikn- ingur nr. 5252 í íslandsbanka, Garðabæ, fyrir frjáls framlög.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.