Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JULI 1991 1 AKUREYRI Hótel Norðurland: OryggismáJin komin í lag - segir hótelstjóri GUÐRÚN Gunnarsdóttir hótel- stjóri á Hótel Norðurlandi sagði að öryggismál hótelsins, sem áð- ur hefur verið frá sagt í Morgun- blaðinu, væru komin í fullt lag. I þessari viku yrði lokið við að setja upp skyggni yfir nýjar inn- göngudyr í veitingasalinn á neðstu hæð hótelsins og þá yrði brunastiganum þar breytt, en hann hefði alltaf verið fyrir hendi. Guðrún sagðist óánægð með hversu harkalega bæjarstjórn hefði tekið á þessu máli, „að það skyldi ekki vera hægt að tala við okkur eins og fólk. Ég vissi ekki einu sinni af þessum bæjarstjórnarfundi þar sem fjallað var um málið." Hún sagði að allt of mikið hefði verið gert úr bágu ástandi á öryggi hót- elsins, aðeins hefði verið um að ræða tvö herbergi sem hefðu verið í óleyfi. Þegar hún var spurð um dagsektirnar sagði hún: „Við feng- um aldrei neinar dagsektir, mér var aldrei tilkynnt um það." Heimir Ingimarsson, formaður bygginganefndar, sagði að það hefði ekki verið að ástæðulausu sem ákveðið hefði verið að beita dag- Alafoss, Akureyri: Full vinna þessa viku KOLBEINN Sigurbjörnsson hjá Álafossi á Akureyri sagði að enn væru ekki komnar skýrar línur í það hvernig rekstri Álafossverk- smiðjanna á Akureyri yrði háttað eftir að Landsbankinn yfirtók reksturinn. Fundur hefði átt að vera hjá bankastjórn og bankaráði í gær. Á meðan væri reynt að halda starfsemi í fullum gangi til að vinna upp í loforð sem gefin hefðu verið, en sumarleyfi, sem áttu að hefjast um síðustu helgi, hæfust um þá næstu. Hermann Sigsteinsson hjá Fata- sjóð. Að vísu væru dæmi til þess deild sagði að þar væri unnið á dagvakt þessa viku og væru allir við störf sem ekki væru þegar farn- j ir í frí eða hefðu hætt og farið annað til starfa. Alls sagði hann að 10 manns af Fatadeild hefðu hafið störf annars staðar. Alls væru á deildinni um 90 dagsstörf en starfsmenn um 140. „Við vinnum út þessa viku og ætlunin var að við kæmum úr fríi 6. ágúst. Nú er bara að bíða og sjá hvort við verðum endurráðin eða ekki. Örlög okkar eru í höndum Landsbankans." Sigurður Einarsson hjá Vefdeild sagði að þar yrði unnið á dagvakt til vikuloka nema í vefnaðinum sjálfum, þar væru tvær vaktir að störfum. Nokkrir starfsmannanna 20 væru farnir í frí en engir hættir á deildinni enn, en sama óvissa a væri þar og annars staðar meðan ekki bærust endanlegar upplýs- ingar að sunnan um framtíð rekstr- arins. Heimir Ingimarsson, formaður bæjarráðs, sagði að engin ný hlið væri komin upp á Álafossmálinu hvað bæinn snerti. Hins vegar hefði bæjarstjóm lýst því yfir að hún væri tilbúin að vita af ráðstöfunum sem gera þyrfti til þess að bjarga málum fyrirtækisins til frambúðar. Hann taldi að starfsfólk þyrfti ekki að óttast launamissi fyrir síðustu starfsdagana áður en Landsbank- inn afréð að taka yfir rekstur Ála- foss, réttindi launamanna ættu að vera tryggð í gegnum ríkisábyrgða- að æðstu yfirmenn fengju ekki bætur úr sjóðnum, enda svo litið á að þeim væri kunnugra um að hverju stefndi en venjulegu launa- fólki. Þá sagði Heimir að í athugun væri hvað yrði um aðild starfs- manna að lífeyrissjóði. Starfsmenn Álafoss á Akureyri hefðu verið í Lífeyrissjóði Sambandsins. Hins vegar fyndist sér eðlilegt að fjár- munir fólks væru geymdir heima í byggðarlagi þess, a.m.k. þeim landsfjórðungi þar sem það byggi. Þessi mál þyrfti að hafa sterklega í huga, ekki síst þar sem nú væri unnið að því að stofna lífeyrissjóð fyrir Norðurland. sektum til að fá fram lausn þessara öryggismála. Hér væri ekki um að ræða fiskverkunarhús eða venjulegt íbúðarhús, sem vissulega væru gerðar til öryggiskröfur, heldur hótel, og í slíkum húsakynnum gæti hæglega orðið mikið manntjón ef ekki væri gætt fyllsta öryggis. Um dagsektirnar sagði hann að reglan væri sú að "bygginganefnd sendi erindi sín þeim aðilum, oftast hönnuðum, sem í fullu umboði önn- uðust verkefni fyrir skjólstæðinga sína og þess vegna gæti hugsast að hótelstjóri hefði þessi gögn ekki í höndum. Hann hefði orðið þess var að búið væri að gera ráðstafan- ir sem krafist hefði verið á austur- hlið hússins og því gæti hugsast að lokið hefði verið að fullu við þann hluta framkvæmda sem fallið hefðu undir dagsektir. Um það væri sér þó ekki að fullu kunnugt. Hjá skrifstofu Byggingafulltrúa fengust ekki endanleg svör við því í gær. Tómas Búi Böðvarsson, slökkvi- liðsstjóri, sagði að sér væri ekki kunnugt um að hótelið hefði verið leyst undan dagsektum, hótelið losnaði ekki undan þeim fyrr en byggingafulltrúi og slökkviliðsstjóri hefðu gert úttekt á framkvæmdum og hótelið hefði ekki sótt um slíka úttekt. Þetta mál væri ekki nýtt af nálinni, hótelið hefði nú starfað í a.m.k. tvö ár frá því það var endur- gert og nægur tími hefði átt að vera til að ganga frá þessum málum miklu fyrr. Menn hefði ekki órað fyrir því í vetur að framkvæmdum yrði ekki lokið fyrir 1. júní, eins og tilskilið hefði verið, og því ekki komið til hugar að beita harkalegri aðgerðum en dagsektum. Guðrún Gunnarsdóttir sagði frá- leitt að hótelið hefði skorast undan neinu sem varðar öryggi gestanna. Það væri hótelinu fyrir mestu að tryggja dvöl þeirra sem best. Útgerðarfélag Akureyringa: Hjónin Egill Júlíusson og Guðfinna Þorvaldsdóttir. Dalvík: Egill Júlíusson færir Dalbæ gjöf Dalvík. EGILL Júlíusson fyrrverandi útgerðarmaður á Dalvík hefur gefið Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, eina niiHjón króna. Stjórn Dalbæjar hefur samþykkt að nota fjármagnið til uppbygg- ingar þjónustuíbúða fyrir aldraða í bænum. Egill fæddist á Dalvík árið sviði sönglistar. Upphaflegum 1908, hann hóf ungur sjósókn og var um árabil fengsæll skip- stjóri. Hann var framfarasinnað- ur útvegsmaður, fylgdist vel með breytingum sem urðu í útgerð og fiskvinnslu og tók virkan þátt í að móta stefnu á vettvangi LÍÚ. Árið 1944 var hann einn af aðal- hvatamönnum að stofnun Söltun- arfélags Dalvíkur og var fram- kvæmdastjóri þess um áraraðir. Egill og kona hans, Guðfinna Þorvaldsdóttir, er lést árið 1978, stofnuðu Minningar- og styrktar- sjóð, sem upphaflega var ætlaður sá tilgangur að styrkja efnilega nemendur til listnáms, einkum á markmiðum sjóðsins hefur nú verið breytt, en hann hefur eftir- leiðis það markmið að stuðla að vexti og viðgangi Dalbæjar, dval- arheimilis aldraðra á Dalvík. Á fundi stjórnar Dalbæjar var ákveðið að fjármagnið yrði nýtt sem fyrsta framlag Dalbæjar til uppbyggingar þjónustuíbúða fyr- ir aldraða, en með þeirri ákvörð- un telur stjórnin það nýtast í samræmi við hugmyndir gef- enda, um leið og mörkuð eru ákveðin tímamót í uppbyggingu Dalbæjar og þjónustu við aldraða á Dalvík. Ingileif Of lítið til skiptanna fyr- ir of mörg framleiðslutæki segir Gunnar Ragnars MIKIL vinna er í frystihúsi Út- gerðarfélags Akureyringa og auglýst hefur verið eftir starfs- fólki til afleysinga. Gunnar Morgunblaðið/Kúnar Þór •• Orkin í nýtt húsnæði Húsgagnaverslunin Órkin hans Nóa flutti í vikunni í nýtt húsnæði við Glerárgötu og er þar til húsa á tveimur hæðum. Auk húsgagna býður verslunin einnig mikið úrval gjafavöru. Á myndinni eru hjónin Júlíus Kristjánsson og Linda Ragnarsdóttir sem eiga verslunina og Rannveig Benediktsdóttir starfsmaður. Ragnars, forstjóri UA segir að aflaskerðing nú komi ekki á óvart. Huga þurfi að ýms.um að- gerðum til að mæta fyrirsjáan- legum vanda í útgerð og fisk- vinnslu, meðal annars í sambandi við útflutning hráefnis og tilgang sjóða. Töluverðar annir eru í frystihúsi ÚA á Akureyri. Gunnar Ragnars forstjóri sagði að undanfarið hefði borist sæmilegur afli, aðalsumar- leyfistíminn væri framundan og ekki væri ætlunin að loka húsinu. Þess vegna hefði verið látið berast að hægt væri að bæta við fáeinum ef fengist vant fólk. Gunnar sagði að vinnudagur væri langur, unnið væri frá klukkan 6 á morgnana til 5 á^daginn en leitast væri við að komast hjá því að vinna á laugar- dögum. Um fregnir af tillögum Hafrann- sóknarstofnunar, að minnka þorsk- afla á næsta fiskveiðiári um 70.000 tonn, sagði Gunnar Ragnars að miðað við fyrri tillögur stofnunar- innar og þá staðreynd að afli hafi verið tiltölulega lakari á síðustu misserum en áður, kæmu tillögurn- ar ekki á óvart. Það væri ekki hægt að skella skollaeyrum við þeim heldur yrði að horfast í augu við veruleikann, nefnilega þann að bú- ast mætti við enn frekari skerðing- um á aflaheimildum síðar. Að vísu ætti ráðherra eftir að taka endan- lega ákvörðun um það hvar markið yrði sett nú, en á því væru meiri en minni líkur að um frekari skerð- ingu yrði að ræða. „Það er ekki aðeins sjávarútveg- urinn sem verður fyrir barðinu á þessu heldur þjóðfélagið allt. Mín skoðun er sú, að fenginni reynslu, að íslendingar séu harðari af sér í mótbyr en meðbyr. Ég hef því fulla trú á því að menn horfist í augu við vandamálið og spenni bogann ekki of hátt," sagði Gunnar. Hann sagði ennfremur að við þetta skerptust mjög ýmis mál er sneru að hagræðingu í sjávarútvegi, sem hefðu ef til vill ekki gengið mjög hratt fyrir sig. Greinilega væri brýnt að sameina veiðiheimildir og fækka einingum, bæði veiðiskipum og vinnslustöðvum. „Þegar svona stendur á þýðir ekkert annað en að skoða heildar- hagsmunina. Við verðum að rann- saka hvort og þá að hve miklu leyti við höfum efni á að selja hráefni óunnið úr landi. Það er líka skoðun mín að nota mætti Hagræðingar- sjóð til að lina höggið af samdrætt- inum, rétt eins og gert var í sam- bandi við loðnuna. Þá hef ég verið efins í því að standa ætti að Verð- jöfnunarsjóði eins og gert hefur verið. Það væri eðlilegra að fyrir- tækin sæju sjálf um sína verðjöfn- un. Fé sem runnið hefur til sjóðsins ætti að nota til að grynnka skuldir fyrirtækjanna og borga vanskil þeirra svo þau séu betur búin til að takast á við skerðingu eins og þessa." Gunnar sagði að aflaskerðing hlyti að þýða tekjutap fyrir þjóðar- búið. i Auk þess gæti hún leitt til þess að fólk missti vinnu sína. Því mætti hugsanlega mæta að ein- hverju leyti með því að fullvinna aflann meira innanlands í neytenda- umbúðir og selja hann síður hálf- unninn til erlendra vinnslustöðva. „Meginmálið í þessu öllu er, þegar allt kemur til alls, að hér er of lítið til skiptanna fyrir þau fjölmörgu framleiðslutæki sem til eru," sagði Gunnar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.