Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JULI 1991 29 Hugleiðing' um nýlistar- snobbið á Kjarvalsstöðum eftir Guðmund Guðmundarson Eftir heimsfrægt Epinal-spýtna- drasl, sem flæddi um Rjarvaisstaði fyrir tveim árum, var maður að vona að aðstandendur þessarar stofnunar myndu fara varlega í að gera þennan helgireit listarinnar, sem þarna á að vera til húsa, að einskonar miðstöð ögrandi fíflaláta og snobbs á ömurlegri nútímalist. Ég hef verið að bíða eftir að ein- hverjir létu til sín heyra um sýning- ar Yoko Ono „Fluxus" og nú síðast Christo á Kjarvalsstöðum. En það eina, sem birst hefur er uppskrúfað þrugl um hvað þetta sé nútímalegt og stórkostlegt, án þess að nokkurt sérstakt verk sé tekið til listdóms. En fjölmiðlarnir láta ekki á sér standa að blása upp sápukúlur um hvað þetta sé allt merkilegt og áhugavert. Mér er sagt að sjaldan eða aldrei hafi mætt annar eins mannfjöldi á Kjarvalsstaði og við opnunarhátíð- ina á listaverkumk Yoko Ono. Ég man fyrst eftir þessu nafni fyrir áratugum, þegar fjölmiðlar tilkynntu með miklum fyrirgangi að Lennon hefði gifst Yoko og frétt- asnápum var boðið inn á svítuna, þar sem þau.skötuhjúin voru upp í rúmi og Lennon tilkynnti að þau væru þarna til að lofsyngja friðar- viðleitni sína og í leiðinni ætlaði hann að gera Yoko barn og til að tryggja árangur myndu þau dvelja í rúminu í eina viku af þessu tilefni. Þetta var að sjálfsögðu heims- frétt og fjölmiðlarnir upptengdruð- ust með myndbirtingum og stríðsfyrirsögnum að þessu tilefni. Sýning Yoko Ono Þegar komið var í anddyri Kjarv- alsstaða og menn ætluðu að ganga inn í sýningarsalinn blöstu við þeim mjög þröngir skilveggir og þurfti því að skáskjóta sér inn. Mér kom í hug að ef einhver kona á 9. mán- uði hefði farið þarna af forvitni er 4 „Sandkassaleikurinn á Kjarvalsstöðum hlýtur að örva menn til dáða í markleysu og öðrum hliðstæðum dyggðum, sem hámenntaðir list- fræðingar einir eru færir um að meta að verðleikum." ekki að vita, nema hún hefði lent í sjálfheldu líkt og Skarphéðinn forðum í Njálsbrennu „tepptur við gaflhlað og glotti við tönn" en þetta átti að sjálfsögðu að bera vott um hugkvæmni. Er ég eins og allir aðrir skaust á ská til að skoða þessa sérstæðu sýningu, þá fannst mér furðulegt, hvað hægt er að blása upp jafn ómerkilega hluti og þarna gaf að líta. Nefni aðeins 3 dæmi af ótal mörgum sem úr er að velja. Gat var á máluðum vegg, sem stóð út á gólfi og var gatið ætlað til þess að sýningargestir gætu framkvæmt svokallaðan „gerning". Stungið hendinni í gegnum gatið, svo við- staddir gætu notið þessarar sér- stæðu „uppákomu"! Á einum stað höfðu bæði eldhús- stóll og mynd verið söguð í sundur um miðju og hengd upp á vegg. Hinn helmingurinn var á borði ásamt sundursöguðu útvarpstæki, rafmagnsofni og brauðrist. Hvílík dásemd! Eða hugarorkan sem farið hefur í þessi sérstæðu listaverk. Það er ekki að undra þótt slíkir lista- menn séu þjáðir af andlegri þreýtu. Ekki má gleyma á annað hundr- að krossum úr kassafjölum með kringlóttum speglum í miðju og handskrifuðum áletrunum á efri hluta krossins á ýmsum tungumál- um. Þessi lönguvitleysa með skítug- um fjölum og hálfbrotnum speglum er ennþá á Kjarvalsstöðum, þegar þetta er ritað (30. júní) við inngang- inn öllum til leiðinda. Allt á þetta að hafa jákvæðan og ögrandi boðskap að flytja. Að sjalfsögðu gaf að líta á stund- um furðulegar hugdettur en að þarna hafí verið um stórkostlegan listviðburð að ræða. Æ nei! Síður en svo. „Fluxus" Þó tók steininn úr, þegar komið var í austursalinn. Þar var sýning á róttækum viðhorfum í nútímalist. Flúx-grúppan snýr að sjálfsögðu baki við borgaralegri list samtímans en stundar orðaleiki (á ensku), uppákomur og gerninga en verkin á Kjarvalsstöðum voru sögð „skugginn af sjálfu sér" éða eins- konar heimild um atburði og get ég að sjálfsögðu fallist á að þau voru skuggaleg hringavitleysa, sem hæfir vel listsnobbum og verði þeim að góðu! Samkvæmt upplýsingum í Morg- unblaðinu er „flúxus" heimild um hugarfar eða kenndir og „krefst hvorki hæfni né tímafrekra æfinga, skemmtileg, tilhaldslaus og fæst við markleysu"\ Er það ekki einmitt þetta sem koma skal? Bráðnauðsynlegt fyrir okkar menningu að fylgjast vel með í markleysunni! Christo Hann hefir að sögn öðlast heims- frægð fyrir að pakka inn hlutum, sem ekki virðast til slíks fallnir. T.d. þinghúsið í Berlín, brú í París, klettar við strönd Ástralíu og 11 eyjar við 'Flórída, svo aðeins fá dæmi séu tekin. Og nú vinnur hann að stóru verkefni, sem hann kennir við regnhlífar. Ætlunin er að reisa þúsundir séx metra hárra regnhlífa í 18 km Iínu í Japan í bláum lit og 25 kmlínuí Bandaríkjunumigulum litj Á sýningunni á Kjarvalsstöðum eru aðallega ljósmyndir af þessum listaverkum en þó fáum við að bera augum mjög sérstætt og merkilegt listaverk, sem trónir á miðju gólfi. Guðmundur Guðmundarson Þarna er staflað upp 16 olíutunn- um, 12 ýmist ryðgaðar eða skítug- ar, nema bæði sé og síðan 4 inn- pakkaðar. Á maður að hlæja eða gráta? Var einhver að fussa og sveia? Þetta sérstæða listaverk er að sjálfsögðu virt á tugi eða hundruð milljóna. Hvorki meira né minna! Eg held það hljóti að hafa geysi- lega þýðingu fyrir okkar listmenn- ingu að fá svona gagnmerkar sýn- ingar hingað, ekki síst fyrir þá 650 nemendur, sem íslenska ríkið kostar til listnáms um þessar mundir! Sandkassaleikurinn á Kjarvals- stöðum hlýtur að örva menn til dáða í markleysu og öðrum hlið- stæðum dyggðum, sem hámenntað- ir listfræðingar einir eru færir um að meta að verðleikum. Það væri býsna fróðlegt að fá uppgefinn kostnaðinn við sýningu Christo, þar sem mjög fáir létu plata sig inn á hana. Það skal þó fúslega viðurkennt að ég efast ekki um mjög sérstæða.. innpökkunarhæfileika Christo og þætti gaman að fá að vita, hvort hann gæti e.t.v. pakkað inn í eitt skipti fyrir öll hámenningar-snobb- inu í nútímalist á Kjarvalsstöðum? Hbfundurerframkvæmdastjórií Reykjavík. ^.-----------__ mi er Dro Frá mótinu í Vatnaskógi Morgunbtaðið/Ámi Hclgason Mót KFUM og KFUK í Vatnaskógi Stykkishólmí. HIÐ árlega mót KFUM og KFUK og kristniboðssambandsins var haldið í Vatnaskógi fyrir skömmu. Yfirskrift mótsins: Hinn sami er Drottinn allra. Mótið hófst með samkomu föstu- dagskvöldið 28. júní með hugleið- ingu og sameiginlegri bæn. Laugar- dag voru svo fjórar samkomur: Vitnisburðastund þar sem allir fengu tækifæri til að segja frá reynslu sinni. Á miðnætti á laugar- dagskvöld var svo miðnætursam- komaog var efni hennar: Hvernig eiga þeir að heyra, án þess að ein- hver prediki? Einnig voru barnasamkomur á- mótinu. Á sunnudag var guðsþjónusta. Hver getur predikað nema hann sé sendur? Friðrik Hilmarsson talaði 6n Ólafur Jóhannsson þjónaði fyrir altari. Síðan var altarisganga sem 4 sáu um. Valdís Magnúsdóttir og Kjartan Jónsson kristniboðar leiddu kristniboðssamkomu og Jón Viðar Guðlaugsson frá Akureyri flutti predikun við mótslit. _ Árni SJÁLFSTJEDISFLOKKURINN EÉLAGSSTARF ¦60 SAMIIAND UNtiKA SIAIISIADISMANNA Hestaferð SUS verður farin helgina 19.-21. júlí. Síðustu forvöð til að tilkynna þátt- töku er föstudaginn 12. júlí. Frekari upplýsingar á skrifstofu SUS. Þátttaka tilkynnist í síma 91-682900. Reykjanes Þórsmerkurferð Farin verður Þórsmerkurferð á vegum Kjördæmasamtaka ungra sjálf- stæðismanna á Reykjanesi. Farið verður helgina 12.-14. júlí. Gist verður í tjöldum í Húsadal. Þeir sem vilja panta miða hafi samband við Börk í símum 621080 og 41204 eða við Valdimar í símum 690312 og 53884. Stjórnin. IIFIMDAIIUK Sumarferð Heimdallar í Þórsmörk um helgina Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, efnir til sumar- ferðar í Þórsmörk helgina 12.-14. júlí. Farið verður með hópferðabíl frá Valhöll, Háaleitisbraut 1, klukkan 19.00 á föstudag og komið til baka síðdegis á sunnudag. Tjaldað verður í mynni Húsadals. Á laugardaginn verður boðið upp á gönguferð um Mörkina fyrir þá sem vilja undir leiðsögn Jóns Stein- þórssonar. Um kvöldið veröur síðan grillveisla að hætti Heimdellinga. Mjög hagstætt verö, m.a. er innifalið: Ferð báðar leiðir, tjaldstæði, morgunverður og grillveisla. Miðapantanir í síma 682900 frá kl. 8.00-16.00. Heimdaílur. auglýsingar FEIAGSUF FERÐAFÉIAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Notið góða veðrið til úti- veru með F.í. Helgarf erðir 12.-14. júlí 1. Þórsmörk - Langidalur. Gisti- aðstaðan i Skagfjörðsskála Langadal er ein sú besta í óbyggðum. Góð leið til aö kynn- ast Mörkinni er þátttaka í ferð- um Ferðafélagsins. Gönguferðir við allra hæfi. Við minnum enn- fremur á miðvikudags- og sunnudagsferðirnar. Tilvalið að eyða nokkrum sumarleyfisdög- um með dvöl milli ferða. 2. Landmannalaugar - Eldgjá. Góð gisting í Ferðafélagsskálan- um. Nú er búið að opna í Eldgj- ána. Gögnuferðir. 3. Þórsmörk - Fimmvörðuháls - Seljavallalaug. Gengið úr Mörkinni um þessa vinsælu leið að Skógum. Bað í Seljavallalaug að lokinni göngu. Gist í Þórs- mörk, 4. Eíríksjökull - Surtshellir. Göngu á Eiríksjökul gleymir eng- inn. Tjöld. „Laugavegurinn" Nokkur sæti laus í 6 daga ferð sem hefst núna á föstudagskvöldið kl. 20. Upplýs. og farm. á skrifst., Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. Pantið og takið miða í helgarferðirnar fyrir hádegi á föstudag. „Fanna skautar faldi háum" Munið sunnudagsferðina 14. júlí á Skjaldbreið í tilefni þess að 150 ár eru talin liðin frá pví að Jónas Hallgrimsson orti kvæðið „Fjallið Skjaldbreiður". Brottför kl. 09 frá BSÍ, austanmegin. Geristfélagar og eignist nýju árþók Ferðafé- lagsins: Fjalllendi Eyjafjarðar að vestanverðu II. Ferðafélag íslands. félag fyrir þig. m^ VEGURINN ^sgf/ Kristið samfélag Túngötu 12, Keflavík Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. QÚTIVIST 3RÖHHMI1 • KEYKJWÍK • SÍMI/SÍMSYAM14606 Helgin 12.-14.7. • BásaráGoðalandi • Fimmvörðuháls - Básar • Þjórsárdalur - Hekla Tjaldað í Þjórsárdal. Gengið á Heklu á laugardag, að Háafossi og í Gjánna á sunnudag. Sund- laug i nágrenninu. Fararstjórar. Kristinn Kristjánsson og Eyrún Ósk Jensdóttir. Laugardagur 13. júlf Kl. 06 Hekla Gengið verður upp frá Fjallabak- inu við Rauðuskál og með Heklugjánni og upp á topp. Þá verður beygt vestur af fjallinu og komið niður á Bjalla við Næf- urholt. Gangan tekur um 8-9 klst. og er leiðin um 20 km. Nokkuð bratt á fótinn en hvorki klifur né klöngur. Sjáumst! Útivist. Almenn samkoma í kapellunni í Hlaðgerðarkoti íkvöld kl. 20.30. Umsjón: Stefán Baldvinsson. KFUK KFUM KFUM og KRjUK Bænastund í dag kl. 18.00 á Holtavegi. Skipholti 50b Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir innilega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.