Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur • (21. mars - 19. apríl) ** Svo virðist sem enginn geti skilið tilfínningar hrútsins þennan morguninn, en breyt- ing á högum hans hefur í för með sér að hann á auðveldara með að komast í samband við - fólk. Naut (20. apríl - 20. maí) Nautið er staðfast í viðleitni sinni og gefst ekki upp. Ut- haldið borgar sig líka. Ein tekjuöflunarleið lokast, en önnur betri opnast. Það ákveð- ur eitthvað á síðustu stundu. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Eitthvað slettist upp á vinskap- inn hjá tvíburanum og maka hans, en það stendur aðeins stutt. Þau njóta tilstyrks vina sinna í mikilvægu máli. Krabbi (21. jún! - 22. júlí) Þó að í mörg horn sé að líta hjá krabbanum núna ætti hann að vera þakklátur fyrir það sem hann hefur fengið áorkað. Ný tækifæri banka upp á hjá honum í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þegar samband ljónsins við náinn aðila virðist vera að -* bresta tekst að jafna ágrein- inginn með gagnkvæmum skilningi. Það hefur heppnina með sér á ferðalagi. Meyja (23. ágúst - 22. september) Meyjunni tekst að ráða fram úr vanda sem steðjað hefur að henni heima fyrir. Leiðindi sem einn úr fjölskyldunni hefur valdið snúast upp í gleði. Vog (23. sept. - 22. október) Samband vogarinnar við ann- að fólk rofnar ef hún er eins og snúið roð í hund. Hún ætti að snúa sér að því að sinna > alvarlegum málefnum í stað þess að þrasa. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) 9ÍÍ0 Sporðdrekinn gerir nákvæman verðsamanburð áður en hann kaupir ákveðinn hlut. Sum af þeim útgjöldum sem hann þarf að taka á sig eru óhjákvæmi- leg, en óvænt. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) &) Bogmaðurinn ætti að vara sig á því að hlaða hugsunarlaust á sig skuldum. Hann á skemmtilegt kvöld við iðkun áhugamála sinna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin verður að slaka rækilega á áður en hún getur hugsað rökrétt. Þá fær hún þau svör sem hún leitar eftir. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Vandamál sem vatnsberinn glímir við í vinnunni sækir á huga hans og hann verður ekki fyllilega með sjálfum sér fyrr en síðari hluta dagsins. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Fiskurinn er lengi að átta sig á því hveiju hann þarf að koma í verk í dag. Þó lýkur hann við það sem hann setur sér. Stjörnuspána á að lesa sem —dœgradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK Ef maður kastar bolta fast rétt yfir miðju plötunnar ... Getur það haft einkennilegar afleið ingar... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sýningarsalurinn á EM í Kill- amey var yfirleitt troðfullur frá morgni til kvölds. Enda skemmtileg sýning í gangi, tölvuspil í 9 litum og vanir kvik- myndatökumenn í opna salnum. Nokkuð er einstaklingsbundið hversu vel menn kunna við sig á hvíta tjaldinu, en sagt er að hvorki Tony Forrester í breska liðinu eða Jóni Baldurssyni í því íslenska mislíki sviðsljósið. Sem heimalið komust írar ekki undan því að spila marga töfluleiki, þrátt fyrir heldur slakt gengi í mótinu. Það reyndust vera þeirra verstu leikir. Þeir töpuðu fyrir Islandi 9-21 á töflunni og erki- fjendunum Bretunum með sama mun. í þeirri viðureign brá Bret- inn Smolski á leik með þéttan sjölit: Austur gefur: NS á hættu. Norður ♦ D98 V Á1095 ♦ K862 ♦ 86 Austur ♦ 105 ¥D6 ♦ 107 ♦ ÁKD7432 Suður ♦ ÁK32 YK32 ♦ ÁD5 ♦ G109 Vestur Norður Austur Suður Sowter Fitz- gibbon Smolski Mesbur - - 1 grand Dobl Redobl Pass 2 lauf Pass Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Allir pass Bretarnir spila sterkt grand. 15-17, svo Smolski var ekki al- veg að melda eftir bókinni. En vel heppnaðist sprellið. Þegar hvorugur írinn gat doblað 2 lauf þumbuðust þeir í 3 grönd og Smolski tók fyrstu 7 slagina. A hinu borðinu komust Bretarnir í 4 spaða, sem unnust auðveld- lega. Hið sama gerðu Jón Bald- ursson og Aðalsteinn Jörgensen í leik íslands og Ungverjalands. (Vestur lendir í kastþröng þegar austur spilar ÁKD í laufi.) SKÁK Vestur ♦ G764 ¥G874 ♦ G943 ♦ 5 Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Hamborg í Þýzkalandi sem nú stendur yfir kom þessi staða upp í viðureign alþjóðlega meistarans Wirt- hensohn, Sviss, og danska stór- meistarans Curt Hansen, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 25. e3 - e4, sem vinnur mann, því riddarinn á d5 er leppur fyrir hróknum á d6, en Curt hafði séð þetta fyrir: 25. - Hh6, 26. exd5 - Df4, 27. h3 - Hxh3+!, 28. gxh3 - Dxf3+, 29. Kgl - He2, 30. Dxe2 - Dxe2, 31. Rc4 - Dh5, 32. Rxb6? og eftir þennan afleik gafst hvítur upp án þess að bíða eftir 32. - Dg6+ sem skákar riddarann af. Eftir að sjö umferðir af 13 á mótinu hafa verið tefldar er stað- an þessi: 1. Jusupov 6'A v. 2. Curt Hansen 5 v. 3.-4. Kinder- mann og Wahls, báðir Þýzka- landi, 4'/2 v. 5.-6. Pia Cramling og Piket, Hollandi, 4 v. og bið- skák. 7. Lobron, Þýzkal., 4 v. 8.-9. Múller, Þýzkalandi, og Khalifman, Sovétr., 3‘A v. o.s.frv. Árangur hins síðastnefnda, sem er stiga- hæstur keppenda, er mun slakari en við mátti búast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.