Morgunblaðið - 11.07.1991, Page 31

Morgunblaðið - 11.07.1991, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JULI 1991 31 Jón Kr. Guðmundsson frá Flatey - Minning Fæddur 17. ágúst 1918 Dáinn 1. júlí 1991 í ágústmánuði árið 1918 leit lít- ill drengur dagsins ljós á bænum Holti á Barðaströnd. Honum var gefið nafnið Jón Kristinn. Móðir hans, Ragnhildur Svanfríður Jóns- dóttir frá Hergilsey, varð fljótlega að láta barnið frá sér í fóstur til að geta sjálf unnið fyrir þeim með vinnumennsku víðs vegar um sveit- ina. Faðirinn, Guðmundur Jóhann Einarsson frá Fossi á Barðaströnd, dvaldi á Vífilsstöðum vegna lungnaberkla. Þannig voru kring- umstæðurnar þegar hann afi kom í heiminn. Fyrstu árin var hann í fóstri að Skriðnafelli en sjö ára gamall kom hann til foreldra sinna sem þá voru að hefja búskap í Hergilsey. Þar bjuggu þau með vaxandi barnahóp við fremur kröpp kjör, en Ragnhildur dó af barnsförum árið 1935, þegar afi var sextán ára. Guðmundur lést árið 1980. Með aldrinum fór afi að sækja vinnu annað, reri t.d. á vertíðum frá Patreksfirði. En kaflaskil urðu þegar hann var kominn í Flatey 1943, vélstjóri á flóabátnum Kon- ráð. Því í Flatey bjuggu hjónin Gestur Oddfinnur Gestsson, skóla- stjóri þar, og Oddný Ingiríður Sölvadóttir. Meðal bama þeirra var dóttir sem afi renndi hýru auga til. Hún hét Gerður. Er ekki að orðlengja það að í mars 1946 gengu þau Jón og Gerður í hjóna- band og áttu bú sitt í Sólheimum í Flatey. Þar sinnti afí ýmsum störfum, var vélstjóri í frystihúsinu sem þar starfaði skamma hríð, vann við smíðar, sótti auðvitað allt- af sjó og árið 1956 varð hann úti- 1 bússtjóri Kaupfélags Stykkishólms í Flatey. En um þessar mundir er verulega tekið að halla undan fæti fyrir þeirri byggð sem fyrrum hafði staðið þar með blóma. Fólk flyst á brott og 1959 flytja amma og afí í Grundarfjörð, þar sem afi heldur áfram að starfa um tíma sem úti- bússtjóri Kaupfélags Stykkis- hólms. Um áramótin 1960-61 er fjölskyldan komin suðurtil Reykja- víkur, afi hefur störf hjá Sam- vinnutryggingum, en þar vann hann til vorsins 1989. Afi og amma GÖNGUSKOR VELDU AÐEINS ÞAÐ BESTA ALLT ANNAÐ ER MÁLAMIÐLUN VERÐ FRÁ KR 7.170 SKATABUÐIN -3KAKAK fKAMUK SNORRABRAUT 60, SÍMI 12045 eignuðust þrjú börn, Oddnýju Ingi- ríði, Gest Karl og Ragnar. Barna- börnin eru orðin níu og barna- barnabörnin þijú. Einnig hefur bróðir ömmu, Auðun, alist upp og búið hjá þeim. Frá sjónarhóli okkar barnabarn- anna hefur sambúð afa og ömmu einkennst af sérstakri ástúð og hlýju. „Jón minn“ — „Gerður mín“ var sífellt viðkvæðið þar og þau höfðu hvort um sig sérstakar mein- ingar um hvað hinu væri fyrir bestu. Amma hvatti afa fyrir fáein- um árum til að leggja stund á út- skurð og við eigum nú öll nokkra dýrmæta gripi og fallega. Því verk- færin léku í höndum afa og útkom- an varð alltaf vönduð, sama hvort í hlut átti spegilrammi með flóknu mynstri eða bátsskel sem skyldi lengja. Smíðar voru aldrei fjarri afa, hvorki heima á Hjallavegi né vestur í Flatey. Seinni árin hafði hann líka mikinn áhuga á ljós- myndun og dró oftast fram linsur og þrífót þegar ungviðið var ann- ars vegar. Afí hlakkaði til að hætta að vinna og geta farið að sinna áhugamálum sínum. Hann dreymdi t.d. um að eyða vorinu á grásleppuvertíð í Flatey. En ýmis- legt fer öðruvísi en ætlað er. Þjóðhátíðarhelgina síðustu fóru amma og afi í Flatey ásamt börn- um sínum þremur og barnabörn- um. Þessi helgi var vel heppnuð og hápunkturinn kannski ferð í Hergilsey þar sem saman komu nokkrir frændur og vinir. Sólin lýsti upp og vermdi þessa síðustu dvöl afa við Breiðafjörðinn, en þó getur golan verið köld. Daginn eftir heimkomuna suður var afi kominn inn á spítala. Efasemdir höfðu verið um að heilsa hans þyldi ferðalagið vestur, en sjálfur var hann ekki í vafa og skömmu áður en hann dó fullvissaði hann ömmu um að hann sæi síður en svo eftir því að hafa farið. Og nú er afi farinn fyrir fullt og allt. Öll megum við þola þann missi og mestur er missir ömmu okkar. En ef það er rétt að huggun sé í minningunum þá getum við glaðst yfir minning- unni um góðan afa sem kvaddi okkur um sumar, sólbrúnn eftir síðustu ferðina vestur í Flatey. Margrét Leirtau frá Rörstrand Svíþjód KÓKA SIERRA GRÆNA ANNA Hamborö BÚSÁHÖLD & GJAFAVÖRUR LAUGAVEGI 22 « 12527 & 19801 Hafnarstraeti 1 • « 12527 Þú sralar lestrarþörf dagsins y ásjuum ivíoggansi RJ/«. ■Mnl a\\V SKOÐAÐU ÍSLAND Á HJÓLI! Það eru lítil takmörk fyrir því hvert hægt er að komast á góðu fjallahjóli: Yfir stokka og steina, vegi og vegleysur og ekki spillir bein snerting við náttúruna og útsýni án bílrúðu á hæfilegum hraða með fuglasöng og lækjarnið, án mengunar og náttúruspjalla. Odýrari ferðamáta er ekki hægt að hugsa sér í fríið, helgarferðina eða bara í vinnuna. Um leið stundar þú einhverja bestu heilsurækt sem völ er á. / ! felDU I Þ¥J! MENGUNARLAUS FARARMÁTI Öll toppmerkin í fjallahjólum: Specialized, USA Trek, USA r£ Jazz, USA GT, USA Tv MAGNAFSLATTUR TIL HÓPA • • Reióhjólaverslunin RAÐGREIÐSLUR OPIÐ LAUGARDAGA í SKEIFUNNI KL. 10-14 mm mm ■ rtTf olUf Iff l orninnP' SKEIFUNNI I V VBRSLUN SÍMI679890 VBRKSTÆSH SÍMI679891 SPÍTALASTÍG 8 VIÐ ÓÐINSTORG SÍMI 14661

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.