Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, ELÍNBORG DAGMAR SIGURÐARDÓTTIR, lést þriðjudaginn 9. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Friðgeir Guðmundsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN JÓNSSON, Skagaströnd, lést í Landakotsspítala 9. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. María Magnúsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA ÞORLEIFSDÓTTIR, Skjólbraut 1A, (áður Oðinsgötu 16B), lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, 10. júlí. Kristín Þ. Gunnsteinsdóttir, Magnús S. Magnússon, Sigurður Gunnsteinsson, Margrét Jónsdóttir, Adólf Sigurgeirsson, Anna Marteinsdóttir, «. barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, Hverfisgötu 39, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 9. júlí. Björn O. Þorleifsson, Þorleifur Björnsson, Ragna B. Björnsdóttir, Garðar Halldórsson, Guðrún Björnsdóttir, Guðmundur R. Gunnarsson, Guðbjörg Björnsdóttir, Sigurður Sveinbjörnsson, Sturlaugur Björnsson, Elfn Björnsdóttir, Björn Gretar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA GESTSDÓTTIR, Skólastíg 14a, Stykkishólmi, lést í Borgarspítalanum 9. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Grétar Lárusson, Anna Birna Ragnarsdóttir, Rögnvaldur Lárusson, Sveinlaug Valtýrsdóttir, Gylfi Lárusson, Ólöf Jónsdóttir, Haraldur Lárusson, Auður Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR frá Drápuhlíð, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 13. júlí kl. 14.00. Blóm afþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hennar, láti Stykkis- hólmskirkju njóta þess. Hinrik Guðmundsson, Guðrún Sumarliðadóttir, Klara Guðmundsdóttir, Haraldur Sigurjónsson, Unnur Guðmundsdóttir, Reynir Guðmundsson, Sigrún Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, HELGU GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Sólgötu 5, ísafirði, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði aöfaranótt 5. júlí sl., fer fram frá Isafjarðarkapellu laugardaginn 13. júlí kl. 14.00. Geir Guðbrandsson Sigrún Bergsdóttir, Lars Frank Jörgensen, Þorsteinn Geirsson, Halldór Geirsson, Jónína Karvelsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Marzellfus Sveinbjörnsson og barnabörn. Gyðríður G. Jóns dóttir — Minning Fædd 22. júlí 1922 Dáin 3. júlí 1991 Hafðu þökk fyrir öll þin spor, það besta, sem fellur öðrum í arf er endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín. Sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á ieiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin er góð. (D.St.) í dag kveðjum við mikla mann- kostakonu, Gýju vinkonu mína, sem fullu nafni Gyðríður Guðrún Jóns- dóttir. Hún lést á heimili sínu 3. júlí sl. eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. • Hún fór í óumflýjanlega aðgerð í apríl s.l. en hrakaði mjög eftir það, þó hún berðist baráttu hetjunn- ar þar til yfir lauk. Við vorum búnar að þekkjast í yfir þijátíu ár en urðum nánari vin- konur, þar sem við störfuðum á sömu stofnun yfir áratug, lengst af voru vinnuherbergi okkar hvort á móti öðru. Gýja var í raun meira en vinkona mín, því hún var líka trúnaðarvinurinn, sem var svo ljúft að leita til. Það var ósjaldan sem hún lánaði mér öxlina sína til að vola við, þegar mér fannst dimma yfir í lífinu, hún skammaði mig þegar henni fannst þess þurfa en uppörvaði mig á allan hátt þegar svo bar undir, þannig eru vinir og fyrir það ber að þakka. Gýja var fædd í Holti í Álfta- veri, sú fjórða af átta börnum hjón- anna sem þar bjuggu, Gunnarínu Gestsdóttur frá Ljótarstöðum í Skaftártungu og Jóns Árnasonar frá Sauðahúsnesi í Álftaveri, nú eru aðeins tvö eftirlifandi af þeim systk- inum, Þuríður ekkja i Reykjavík og Ásgeir sem býr á Kirkjubæjar- klaustri. Um sextán ára aldur flytur Gýja úr sveitinni sinni til Reykjavíkur, fór að vinna í Töskugerðinni og bjó hjá Þuríði systur sinni og Ingi- magni mági sínum. Fljótlega eftir komu sína til Reykjavíkur kynnist hún fyrri manni sínum, Guðjóni Björgvini Ólasyni leigubílstjóra, f. 26. apríl 1921, og giftust þau 20. janúar 1945 og eignuðust sex börn. Fyrsta barn þeirra var drengur, fæddur 2. desember 1944, hann var skírður Óli Jón en þau misstu hann af völdum hjartagalla 15. febrúar 1946. Næst er Erla Lára, fædd 1947, hennar maður er Jóhannes Þ. Guðmundsson tæknifræðingur, eiga þau þijú böm og eru búsett í Reykjavík. Síðan kom Gunnar Vig- fús, fæddur 1949, en hann drukkn- aði 1. febrúar 1973 frá eiginkonu sinni, Unni Daníelsdóttur, og þrem- ur börnum þeirra. Auk þess átti Gunnar einn son. Þá kemur Þor- björg, fædd 1952, hennar maður er Gunnar Hinz lyfjafræðingur og eiga þau tvær dætur, búsett í Svíþjóð. Guðbjörg Jóna er fædd 1954 og á hún tvö börn frá fyrri sambúð en maður hennar er sænsk- ur og heitir Christer Hoim borgar- starfsmaður og eru þau búsett í Svíþjóð. Síðust í barnahópnum er + Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, tengdasonar og afa, ÞÓRARNARJÓHANNSSONAR, loftskeytamanns, Hli'ðartúni 37, Höfn, er lést 5. júlí, verður gerð frá Hafnarkirkju laugardaginn 13. þ.m. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Krabbameins- félagið. Lovfsa Hanna Gunnarsdóttir, Gunnar Þór Þórarnarson, Guðný Björg Jensdóttir, Guðrún Björnsdóttir, og barnabörn. + Útför eiginmanns míns, föður, sonar, tengdasonar og bróður, ÓLAFS ÞORSTEINSSONAR, Daltúni 29, Kópavogi, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 12. júlí kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Vilhelmína Þorsteinsdóttir, Auðun Ólafsson, Sæmundur Ólafsson, Oddrún Ólafsdóttir, Guðmunda Lilja Ólafsdóttir, Oddrún Sigurgeirsdóttir, Þorsteinn Auðunsson, Helga Karlsdóttir, Guðríður Þorsteinsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR, sem lést í Landspítalanum laugardaginn 6. júlí, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju, Mosfellsbæ, föstudaginn 12. júlí kl. 14.00. Jóhannes Konráð Jóhannesson, Arney Huld Guðmundsdóttir, Hafdfs Sigrún Kjartansdóttir, Steinþór Órn Óskarsson, Bergþór Smári Óskarsson, Harald Ragnar Óskarsson, Hjörtur Arnar Óskarsson, og barnabörn. Gunnar Þórðarson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Rakel Guðbjörg Sigurðardóttir, Marina Candi, Bergdfs Þóra Jónsdóttir Lokað eftir hádegi á morgun, föstudaginn 12. júlf, vegna útfarar ÓLAFS ÞORSTEINSSONAR. Gassi hf. Jóhanna Lára, fædd 1960, hennar maður er ísak G. Stefánsson sjó- maður og eiga þau þijár dætur, þau eru búsett á Eskifirði um tíma. Mann sinn missti Gýja 27.janúar 1962 eftir erfið veikindi og reyndist hún honum frábærlega vel þar til yfir lauk, en stóð nú uppi ekkja með fimm böm í leiguhúsnæði. Þá voru tímar erfiðari en nú en hún vann hörðum höndum fyrir hópnum sínum, enda dugnaður hennar alla tíð með eindæmum. Minnist ég þess að um tíma sinnti hún fjórum störf- um yfir sólarhringinn auk þess að taka heim saumaskap því hún var listasaumakona, jafnframt því að hugsa um heimili sitt og barnanna sem hún hlúði að af umhyggju og ástúð, því hún var mikil móðir. Það birti upp í lífi Gýju þegar hún kynntist góðum dreng, Oskari Júníussyni sjómanni, ættuðum frá Keflavík. Hann er fæddur 12. sept- ember 1922 og gengu þau í hjóna- band 21. maí 1966. Það hlýtur að vera vandasamt að taka að sér konu með fimm börn, sem farin eru að stálpast, nema sú yngsta. Reynd- ist Óskar þeim vel og að sjálfsögðu var yngsta dóttirin Jóhanna alla tíð sem hans eigið barn, því hún þekkti ekki annan föður. Það var gaman að heimsækja þau hjónin í Frosta- foldina á fallega heimilið þeirra enda bæði tvö glaðvær og gestrisin og góð heim að sækja. Það átti enn eftir að verða áfall hjá þessari fjölskyldu þegar einka- sonurinn og bróðirinn Gunnar drukknaði með fiskibátnum Maríu 1. febrúar 1973. Gunnar Vigfús var að ljúka námi í rennismíði, hann hafði lofað að fara þessa einu ferð, en báturinn hvarf í djúpið með allri áhöfn. Ekki veit ég hvort Gýja jafn- aði sig nokkurn tímann að fullu eftir sonarmissinn, sem var svo sár en hún lét ekki bugast og reif sig upp úr sorg sinni með sama kjarki og dugnaði og ávallt. Hún hlúði að Unni tengdadóttur sinni og börnun- um eftir bestu getu meðan þau þurftu þess með, enda einstök amma. Gýja vann utan heimilis alla tíð enda sérstaklega atorkusöm og eft- irsóttur vinnukraftur. Mér eru ekki kunnir allir vinnustaðimir, en hún vann mikið við saumaskap, var vökukona á Kleppi en lokastarf hennar var hjá Orkustofnun, þar hóf hún störf haustið 1976 og var þar þangað til hún varð að hætta vegna veikinda sinna. Þegar séð var hvert stefndi með sjúkdóm hennar í apríl sl. komu dætur hennar tvær sem búa í Svíþjóð heim með börn sín til að kveðja, nú eru þær komn- ar aftur til að fylgja móður sinni síðasta spölinn. Eins var Jóhanna dóttir hennar komin frá Eskifirði til að létta undir með móður sinni lokastundirnar og Erla var fyrir, sterk sem bjargið, eins sýndi Jónína sonardóttir þeim einstaka um- hyggju. Óskar vék vart frá hvílu konu sinnar. Þau eru þakklát fyrir ómetanlega hjálp, sem starfsfólk heimahlynningar Krabbameinsfé- lagsins veitti þeim. Gýja fékk notið þess að kveðja mann sinn, börn og tengdabörn og barnabörn heima umvafín ástúð og kærleika, hún uppskar eins og hún sáði. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Benný Ingibjörg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.