Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 33
leet íjúl.u auoAauTMtíH c-aQAjavrjonoi/í MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 33 Jón A. Þorvaldsson, Akureyri - Kveðja Fæddur 22. október 1908 Dáinn 1. júlí 1991 Jón Ágúst Þorvaldsson fæddist á Norðfírði 22. október 1908, sonur Guðrúnar Jónasdórtur 'og Þorvalds Jónassonar. Þau voru bæði Norðfirð- ingar, en fluttust til Akureyrar og bjuggu lengi í Berlín við Aðalstræti. Jón kom til Níelsar Sigurðssönar og Sigurlínu Sigtryggsdóttur, foreldra undirritaðrar, á Æsustöðum í Saur- bæjarhreppi 6 ára gamall, en þá eins og síðar var reynt að koma í sveit börnum, sem áttu við fátækt að búa eða aðra erfiðleika. Þegar faðir minn kom með drenginn, sagði móðir mín að hún hefði átt að fá 10-11 ára stúlku, en þá sagði Jón: „Ég var víst minnstur og fátækastur." Honum var tekið opnum örmum, þessum góða og prúða dreng, sem öllum þótti vænt um. Um haustið skilaði faðir minn Jóni aftur til foreldranna og hafði honum þá farið mikið fram. En þegar faðir minn kom næst til Akureyrar, þá beið Jón eftir honum og sagði við hann: „Pabbi, taktu mig með þér heim aftur." Faðir minn talaði um þetta við móður Jóns, en hún sagðist verða fegin, j)ví að fá- tæktin var mikil og erfitt að fram- ^eyta fjölskyldunni. Jón átti 7 systk- ini og eru nú tvö eftir á lífi. Eftir þetta ólst Jón upp á Æsustöðum til fullorðinsára og við systkinin þar kölluðum hann aldrei annað en Nonna bróður. Á stríðsárunum var Nonni til sjós, sigldi á togurum til Englands sem kyndari. Það hafði mikil áhrif á hann, eins og aðra, sem þá sigldu yfir haf- ið og urðu vitni að þeim atburðum, er þá gerðust. Nonni kvæntist 3. júní 1944 Auði Sigurpálsdóttur frá Nesi, f. 28 sept- ember 1916. Hún var þá ekkja með fimm ung börn. Hjónaband Nonna og Auðar var farsælt og hamingju- ~samt og ekki er vafi á, að Nonni hefur reynst stjúpbörnum sínum góð- ur faðir. Nonni og Auður byggðu sér hús á Ránargötu 28 á Akureyri og þar ræktaði hann fallegan blóma- garð. Nonni hafði yndi af óllu, sem var fagurt og gott. Hann naut þess mjög að hlusta á góða tónlist og þegar Oddur Tómasson, frændi okk- ar, kom á jólum með plöturnar sínar og grammófóninn, þá jókst hátíðin um helming og vel það. Það var ævinlega mikið sungið og spilað á Æsustöðum. Nonni var mikið hraust- menni, sterkur vel og duglegur. Mjðg kært var með honum og föður mínum, sem kallaði hann elsku drenginn sinn og engum þótti Nonna betra að vinna með en föður mínum. Nonni og Auður eignuðust tvö börn, Guðrúnu, f. 1945, og Sigur- pál, f. 1947. Auður og börnin voru áreiðanlega mesta gæfa Nonna, en hann missti. Auði 23. apríl 1984. Fráfall hennar, er bar mjög snögg- lega að, var Nonna ákaflega þung- bært. Síðustu árin dvaldi Nonni á Kristneshæli. Var hann mjög farinn að kröftum og heilsu er hann lést og er lausnin þá kærkomin. Við Hafliði og dætur okkar sendum börn- um Nonna og öðrum venslamönnum hlýjar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Nonna bróður. Jónheiður Níelsdóttir Minniríg: Þórurín Gunnlaugs- dóttir, Ólafsvík Hún varð snemma á vegi mínum eftir að ég kom á Snæfellsnes. Hvað það var sem gerði það að verkum að ég tók eftir henni geri ég mér ekki grein fyrir, jú skyldi það ekki hafa verið gleðin í öllu baslinu og brosið sem hún fékk að varðyeita til hinstu stundar. Vissulega. Ég held að það hafi verið sama hvað mætti þá gat hún séð eitthvað gott til að brosa til lífsins. Lífið var henni mik- ils virði og hún vissi hvernig hún ætti að koma því til samferðamann- anna: Að láta ekki hendur fallast, brosa. Þannig sá ég hana fyrst og þannig hélst_ þetta út gegnum árin. Þórunn var Ólsari. Þar leit hún fyrst lífsins ljós og þar kvaddi hún er hún gekk á vit eilífðarinnar. Treysti á frelsarann sem kom svo mikilli birtu á leið hennar þrátt fyrir erfiðleika. Já, það voru ekki alltaf rósir á vegi hennar, það vissi ég. Ég vissi líka Leiðrétting Misritun varð í minningargrein um Sverri Bernhöft stórkaup- mann í blaðinu á þriðjudaginn var. Þar stendur að hann hafi látist 29. júní. Svo er ekki, hann lést 30. júní. Leiðréttist það hér með. hvernig hún tók á hinum ýmsa vanda sem mætti. Ég veit ekki hvort hún hefði verið nokkuð sælli að byrja sitt líf með þessu lífsgæðakapphlaupi sem mér finnst oft á tíðum gefa svo lítið af sér og sérstaklega fyrir sál- ina. Við vissum það bæði við Þórunn ef við hefðum ekki frelsarann með í för og treystum honum, þá var svo mikið hjóm, annað sem við vorum að elta. Þórunn varð nærri 88 ára er hún lést hér í sjúkrahúsinu 6. júní. Fædd 14. ágúst 1903. Foreldrar Þórunnar voru Margrét Jóhannsdóttir og Gunnlaugur Gunn- laugsson, en hjá þeim var hún ekki nema til þrettán ára aldurs, þá fór hún til hjónanna Guðrúnar og Jóns Ásgeirssonar í Jónshúsi í Ólafsvík. Snemma byrjaði hún að vinna í físki eins og þá var títt. Það þótti alveg sjálfsagt að nota krakkana til að breiða og taka saman fisk og fyrir það voru á þeim tíma greiddir 10 aurar á tímann. En þá voru 10 aurar tíu aurar. Börnin fóru ekki varhluta af því að hjálpa foreldrum sínum. Mörgum sinnum síðar var Þórunn á vegi mínum og hvort sem það var í sorg eða gleði eða í átökum, þá var Þórunn sú sama. Kanske ekki alltaf brosandi, því stundum varð að bíta á jaxlinn en eftir sterkustu hretin gægðist sólin fram. Þannig kom hún mér fyrir sjónir og svo mun um marga aðra sem urðu á vegi hennar. Því er ég þakklátur fyrir að hafa mætt henni í dagsins önn. Mætt henni sem einni hetju hversdagsleik- ans. Pétur Jóhannsson, formaður sjó- mannadagsráðs í Ólafsvík, sá um ljómandi rit sem heitir Sjómannadag- urinn í Ólafsvík 1991. Þar er eftir hann gott og skorinort samtal við Þórunni og vil ég vitna til þess. Þór- unn vann í Hróa hjá tengdafóður hans: Þar segir: Mér hefir alltaf þótt gaman að vinna. Gaman væri ef sem flsetir gætu sagt híð sama. Þórunn var góð kona. Ég, kveð hana með þökk og orðunum sem hún sagði þegar hún rétti mér höndina: Guð blessi þig. Árni Helgason t Astkœr eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SOFFf A ALFREÐSDÓTTIR, Vallarbraut 15, Akranesi, verðurjarðsunginfrá Akraneskirkju föstudaginn 12.júlíkl. 14.00. Skúli Þóröarson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartkær eiginmaður og fósturfaðir, JÓN HAFLIÐI MAGNÚSSON bóndi, Fornusöndum, Vestur-Eyjafjallahreppi, sem lést í Sjúkrahúsi Selfoss 7. júlí, verður jarðsunginn frá Stóra- dalskirkju laugardaginn 13. júlí kl. 14.00. _y Guðrún Ingólfsdóttir, Ingvar Sigurjónsson. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KARL FRIÐRIK DAVÍÐSSON, Látraseli 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn kl. 15.00. 12. júlí Elín Brynjólfsdóttir, Anna Lína Karlsdóttir, Jónas Hermannnsson og barnabörn. t Þökkum af alhug öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar móður okkar, dóttur, systur og mág- konu, ELÍNAR TÓMASDÓTTUR, Reynimel31, 107 Reykjavík. ~ -<___ Mjöll Sigurðardóttir, Tómas Guðmundsson, Unnsteinn Tómasson, Guðmundur Tómasson, Ágústa Tómasdóttir, Óskar Tómasson, Sesselja Tómasdóttir, Þórhildur Tómasdóttir, Steinunn Tómasdóttir, Njörður Tómasson, Goði Tómasson. Jökull Sigurðsson, / Vilborg Sigurðardóttir, Halldóra Oskarsdóttir, Ingibjörg Högnadóttir, Hjördís Harðardóttir, Tryggvi K. Eiríksson, Bárður Hreinn Tryggvasoh, Þröstur Leósson, t Innilegar þakkirfyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför FRÍÐSTEINS ÁSTVALDAR FRÍÐSTEINSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði. Jósef ína Svanlaug Jóhannsdóttir, Hólmfríður Fríðsteinsdóttir, Kormákur Kjartansson, Þórdís Fríðsteinsdóttir, Vigf ús Waagfjörð, Ástrfður Fríðsteinsdóttir, Hulda Karlsson, Sjöfn Sasser, Gary E. Sasser, Steina Friðsteinsdóttir, Óskar Björgvinsson, barnaböm og barnabarnabörn. >eneiion SISLEY LOKAÐ I DAG v/verðbreytinga BENETTON - UTSALAN HEFST í FYRRAMÁLIÐ KL 10 BENETTON SKÓLAVÖRÐUSTÍG 4 BENETTON KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.