Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 34
. 34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JULI 1991 fclk í fréttum SAMKOMUR American Scandinavian Foundation styrkir fjóra nemendur Félagsskapurinn „American Scandinavian Foundation" hélt nýverið samkundu þar sem útlhutað var styrkjum til fjögurra nemenda sem annað hvort eru frá Nprðurlöndunum eða nema norræn fræði. Samkoman var haldin í Propoganda Studios í Hollywood, en einn aðaleigandi þeirra, Sigurjón Sighvatsson lánaði húsakynnin og var kynntur sem heiðursgetur á samkomunni. íslendingurinn Her- mann Stefánsson hlaut styrk til framhaldsnáms í hljómlistarfræði og styrki hlutu einnig John Phillip Blum, Margrethe von Eyben frá Danmörku svo og Jens Miehael Vilhelm Pedersen.. Meðal gesta má nefna Önnu Björnsdóttur sem sýndi við þetta tækifæri kvikmynd sína „Love and War", en myndin fjallar um íslensk- ar stúlkur sem giftust hermönnum í stríðinu og fluttu vestur um haf. Af öðrum gestum má nefna Höllu Linker, íslenska ræðismanninn og finnska sendiherran Tapio Saare og konu hans. Tvær íslenskar konur eru í stjórn ASF og báru þær hitann og þungan af samkomunni. Þessar hressu kon- ur báru fram veit- ingarnar íklæddar íslenskum búning- um, þær heita f .v., Sigga Nash, Bíbí Sæberg, Kata Warren, 'Iris White, Inga Brynj- ólfsson og Ardís Freymóðsson. Veislustjórinn Hazel Sussman og Sigurjón Sighvatsson. F.v. Halla Linker, Jim Koenig og Anna Björnsdóttir. Dr. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir ásamt Dr. S.D. Farr deildarforseta. HEIÐUR Dr. Sigríður Þ. Val- geirsdóttir heiðruð Sigríður Þ. Valgeirsdóttir pró- fessor og fyrrverandi forstöðu- maður Rannsóknarstofnunnar upp- eldis- og menntamála, var heiðruð við hátíðlega athöfn í ríkisháskóla New York-ríkis fyrir nokkru. Hún var sæmd heiðursnafnbótinni „Dist- inguished Alumni Award" og af- hentur verðlaunagripur, sem hvort tveggja er aðeins veitt þeim er lok- ið hafa doktórsprófí við háskólann. Við verðlaunaafhendinguna gat rektor háskólans þess að 1988 hefði háskólinn í fyrsta sinn veitt slík verðlaun til fyrrverandi nemenda skólans fyrir framúrskarandi í starfi og framlag til menningar- og menntamála.. Deildarforseti Ráð- gjafar og Uppeldisfræðideildar af- henti verðlaunin • og gat þess að deildin hefði valið dr. Sigríði sem verðlaunahafa úr hópi eldri nem- enda sem sköruðu fram úr. Hún hafi lokið doktórsgráðu við háskól- ann 1974. Síðan hafi framlaghenn- er á sviði kennaramenntunar og prófunarfræði verið frábært. Meðal afreka hennar væri þróun sérstakra hæfileikaprófa á Iandsvísu þar sem hún notar nútíma kenningar á ein- stakan og hugkvæman hátt. Til viðbótar skyldum hennar sem prófessor við KHÍ og forstöðu- manns Rannsóknarstofnunnar upp- eldis- og menntamála hafí hún og átt stóran þátt í því að safna og skrá sögu íslenskra dansa. Ódýrar og góðcar sumarvör Sportjakki § kr. 4.900,- Gullaskyrta kr. 2.490,- Gullabuxur kr. 2.990,- PÓSTKRÖFUNÓNUSTA Svefnpoki kr. 4.900. Einnig: 0 Kakhibuxur 0 Flónelsskyrtur 0 Herrapeysur 0 Sportúlpur 0 Vindsett 0 Regnsett 0 Hettubolii 0 Terylinebuxur 0 Sokkar 0 Húfur 0 Rifflaðar flauelsbuxur 0 WAX jakkar 0 Stígvél 0 Bakpokar 0 Töskur 0 Útilegugræjur 0 O.m.fl. AUT Á FRÁBJERU V'EROI OPNUNARTÍMi Mónudog — föstudog frá kl. 13—18. Lougordag frá kl. 10—14. M mmm*m + f NTBTLAVhUUH SKOOA * TOYOTA li »DALBREKKA M-------------------- Hagvöxtur framtíðar er í lækkuðu vöruyeröi á hagkvæmum góðum vörum MM Nýbýlavegi 4 (Daibrekkumegin), Kóp3Vogi, símar 91-45220

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.