Morgunblaðið - 11.07.1991, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 11.07.1991, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 Kaupmannahöfn KR. 17.400 Flogið alla miðvikudaga og föstudaga. Frjálst val um hótel, bílaleigur og framhaldsferóir. = FiunFPPniR = SULRRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 ^veröjiiiistaðgreiftsluverjJjniftaSviftjiengMJebJiugvallagjöldjj^ferfa^^ Sívmsælt JACOB'S tekex Bi EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 685300 E kkj bara tekex keídur JACOB'S tekex Þessir hringdu ... Endursýnið Litbrigði jarðarinnar Björgvin hringdi: Ég vil skora á forráðamenn Sjónvarpsins að endursýna sjón- varpskvikmyndina Litbrigði jarð- arinnar sem gerð var eftir sögu Olafs Jóhanns Sigurðssonar. Þessi mynd var afar vel gerð. Veski týndist Veski glataðist í Stjörnubíói s.l. sunnudag. Finnandi hafi sam- band í síma 620208. Kettlingar fást gefins Þrír kettlingar, 8 vikna, fást gefins. Kassavanir. Upplýsingar í síma 44893. Farþegi hringdi: Ég heyrði í Ríkisútvarpinu á hádegi á föstudaginn að flugvélar frá Landhelgisgæslunni hefðu verið sendar að leita að annarri sem talið var að hefði farist. Þeg- ar til kom reyndist neyðarsendir- inn vera í skrifborðsskúffu hjá Flugleiðum. Þetta tel ég vera stórmál og vil að blöðin segi frá þessu. Eftir því sem ég kemst næst var flug- vélin nýkomin úr skoðun og gleymst hafði að setja neyðar- sendinn aftur í hana. Þetta eru stórkostleg mistök hjá hlutaðeig- andi aðilum og ekki hægt að þegja yfir þeim. Hvað hefði gerst ef flugvélin hefði farist, neyðar- sendislaus? Jakki týndist Karrýgulur sumarjakki ^ýndist í Mosfellsbæ (Tanga- eða Holta- hverfi fyrir nokkru. Finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 667270. Slæmt orðbragð Kristbjörg hringdi: Mig langar að leggja inn orð út af grein sem birtist í Morgun- blaðinu á þriðjudaginn og heitir „Slæmt uppeldi íslenskra barna“. Ég er alveg orðlaus. Það er ekki von á góðu ef til er fólk með svona orðalag. Ég hefði ekki vilja alast upp við það. Köttur í óskilum Anna hringdi: Svartur og hvítur köttur með rauða ól og tunnumerki sem búið er að rífa af hefur verið að þvæl- ast á Merkurgötu í Hafnarfírði í hálfan mánuð. Þetta er ungur köttur, ekki alveg stálpaður. Upp- lýsingar í síma 11845 milli kl. 11 og 6 á daginn. /rfi/t/V&WL Klúður hjá Flugleiðum Til Velvakanda. Sl. laugardag átti ég pantað far með Flugleiðum til Egilsstaða með margra daga fyrirvara. Mér var sagt að koma hálftíma fyrr sem ég og gerði, sótti farseðilinn og borg- aði fyrir hann. Síðan líður að brott- för og ég hyggst leggja í hann en þá kemur í ljós að ég kemst ekki til Egilsstaða. Tvíbókað var í vélina og sætið mitt hafði verið selt. Ég flýti mér að grandskoða far- seðilinn minn til að sjá hvaða mis- tök ég hafi gert því ég hef ekki flogið mikið um dagana. Aftan á honum stendur: Pantið tímanlega og tijkynnið ef ferðaáætlun breyt- ist. Ég hafði pantað tímanlega og ferðaáætlunin hafði ekkert breyst svo að ástæðulaust var að tilkynna íim það. Hins vegar hafði ég engan farangur meðferðis og hafði því ekki komið á vigtina. Þess vegna seldu þeir sætið mitt. Eftir þessi mistök var mér boðið að fljúga til Hornafjarðar og þaðan til Egilsstaða og koma tveimur tímum seinna en ella. Ég gat sætt mig við það. En síðan kemur í ljós að vélin flýgur ekki frá Hornafirði til Egilsstaða fyrr en daginn eftir, sunnudag. Þá er mér boðið far með flugvél kl. 7 um kvöldið. Fyrir það vildi ég ekki borga fullt fargjald enda ferðin að hálfu leyti ónýt fyr- ir mér. Þá var mér vísað á ein- hveija konu sem bar titilinn af- greiðslustjóri og hún sagði þvert nei við því. Þetta þótti mér ansi snubbótt afgreiðsla. Ég hef áður orðið vitni að því að tvíbókað hefur verið í Flugleiða- vélar og mér finnst þetta ansi lélegt hjá þeim. Þegar allt kemur til alls var ég búinn að borga farið og enginn hefði tapað á því annar en ég sjálfur ef ég hefði ekki mætt. Jón Björnsson. iÍliÍIÍP ÁHRIFARÍKUR HÁRKÚR llár-S*íiniol£í! R X T H * N’ðrintf fíir M* *Hul oclt nmii VÍTAMÍN, STEINEFNI OG JURTIR. FYRIR HÁR, BÚftOG NEGLUR BIO-SELEN UMB. SIMI: 76610 Alltaf má gera betur Miklar umbætur hafa verið gerð- ar á sundlauginni í Laugardal og er gaman að sjá börnin leika sér í rennibrautinni _ á þessum sólríku sumardögum. Utlendingar sem haf- ast við í tjöldum austan við laugina dásama þennan makalausa heilsu- brunn og sjóðheita vatnið úr iðrum jarðar. Þetta leiðir hugann að því hvort við getum ekki nýtt okkur jarðhitann enn frekartil heilsubótar með því að koma upp náttúrulegum gufuböðum við laugina og má í því sambandi minna á gufuböðin á Laugarvatni, sem um áraraðir hafa veitt heimamönnum og gestum umtalsverða heilsubót og hressingu. Gufuböð af þessu tagi þyrftu naum- ast að kosta mikla ljármuni, en yrðu þakksamlega þegin af mörg- um sundlaugargestum. Vilja ekki stjórnendur laugarinnar íhuga þetta? Hildigunnur Hjálmarsdóttir C A R R Y SPARNEYTINN Til afgreiðslu strax: Verð m/vsk. 828.000.- án/vsk. 665.000.- $>SUZUKI SUZUKI BÍLAfí HF SKEIFUNNI 17 SÍMI 68 51 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.