Morgunblaðið - 11.07.1991, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 11.07.1991, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS WIMIBb J : ) I If'i.V' „Reiður em ek“ Þriðjudaginn 9. júií birtist í þess- um dálkum grein eftir ísak nokkurn Stefánsson. Ohætt er að segja að honum sé mikið niðri fyrir. Bréfið virðist skrifað í hálfgerðu bræðisk- asti og útilokað að hann hafi talið upp að tíu áður en hann settist við skriftir. Tilefni bréfsins er að fáein krakkagrey dirfðust að leika sér við „kattarkvikindi“nokkurt (svo ég noti orð ísaks sjálfs) á lóð ísaks og þegar hann skipaði þeim að fara leyfðu þau sér að vera með skæting við gamla manninn. Ekki vil ég mæla þessu bót. Hins vegar dreg ég ekki sömu ályktanir af þessu og ísak, hvort sem það telst til tíðinda eða_ ekki. Út frá þessu litla atviki ályktar Isak að viðkomandi börn „beri enga virðingu fyrir eignarréttinum“ vegna þess að þau fóru inn á lóðina hans og þau minna hann á „ósiðaða villimenn", væntanlega frá marxist- aríkinu Tanzaníu sem ísak óttast svo mjög að íslensk börn læri um í skólanum. Síðan slær ísak sjálfum sér við þegar hann „sannar" það út frá dónaskap 9-12 ára drengs að íslenska skólakerfið sé kolómögu- legt og fullt af „sænskum uppeldis- hugmyndum". Drottinn minn dýri. Börnin í grunnskólum Reykjavíkur eru fyllt af kommúnistaáróðri frá tveimur höfuðvígstöðvum kommún- ismans í dag, Svíþjóð og Tanzaníu, og Moskvuagentarnir í sjö ára bekk leyna því kerfisbundið fyrir krílun- um hver Ari fróði hafi verið. Les- endum til upplýsingar get ég þess að hann var sá sem sagði: „Skylt er að hafa það er sannara reynist.“ Skyldi ísak muna eftir því? En ísak er ekki búinp. Næst tek- ur hann dómskerfið fyrir. Því það er ekki nóg með að bömin (og sjálf- sagt kötturinn líka) séu „ósiðaðir villimenn“ heldur sér Isak í þeim glæpamenn framtíðarinnar. Út frá því fer hann að fjargviðrast út af því að„geðsjúkir afbrotamenn" leiki lausum hala á götum Reykjavíkur (þetta er nú meiri borgin sem Davíð skilur eftir sig). Það flokkast sjálf- sagt undir hótfyndni að geta þess að lausn ísaks á þessu vandamáli er að byggja „rammgert fangelsi" fyrir þetta hyski. í framhaldi af þessu ætla ég að biðja ísak einnar bónar. Vinsamleg- ast teldu upp að tíu áður en þú rýkur með fordóma þína og geð- vonsku í blöðin. Það er öllum fyrir bestu. Valdimar Þ. Þorsteinsson Þakkir til Gísla á Grund Þau eru orðin mörg árin sem forstjóri Elliheimilisins Grundar, Gísli Sigurbjömsson, hefir boðið eldri borgumm á Snæfellsnesi í viku til 10 daga dvöl í Hveragerði, þeim til upplyftingar og hvíldar, alltaf 6 til 8 manns, og þessar dvalir hafa verið svo vinsælar að fólk hlakkar til að fara aftur í þessa orlofsdvöl. Það eru ábyggilega um 100 manns sem hafa fengið að njóta þessara dvala og minnast með þakklæti og hlýjum huga. Fólkið er þarna ókeypis að öllu leyti, bæði matur, húsnæði og það sem því tilheyrir, sem sagt, þarf ekki að greiða fyrir þessa þjónustu og svo má ekki gleyma því hversu öll þjónusta er fyrsta flokks og við- mótið. Steinunn stjórnar þessu og veit alveg hvernig á að gera eldri borg- urum til hæfis. Undirritaður hefur haft umsýslu með að ráða í þessar dvalir og feng- ið oft til þess góða menn úr kaup- túnunum úti á Nesi. Oftast hafa þessir hópar verið heppnir með veður. Og fólkið veru- lega notið þess að „eiga þarna heima“ á góðri stund. Þetta fólk allt biður Morgunblað- ið fyrir innilegar þakkir til allra sem veitt hafa og stutt að þessum ágætu stundum. Grund og Gísli og blessað starfs- fólkið í Hveragerði hljóta að hafa fundið þann hlýhug sem streymt hefir til þeirra héðan af Nesinu. Árni Helgason Köttur í klandri Gæðablóðið og lýsiströllið Loki hvarf frá heimili sínu að Hverfís- götu 106A þann 30. júní síðastlið- inn. Hann er svartbrúnbröndóttur og hvítur með bröndótt „batman“- merki á bringunni. Loki er ómerkt- ur en gegnir nafninu sínu. Viti ein- hver um hann vinsamlegast hringið í s. 626898 eða 656436. Víkverji skrifar Miðstjórnarvaldið er ógnvekj- andi í þjóðfélagi okkar og erfitt fyrir einstaklinginn að ná rétti sínum í kerfinu, sagði kunningi Víkveija. Þetta var efst í huga hans eftir margra vikna þref sem hann átti við opinber fyrirtæki og stofn- anir vegna ínnflutnings á bíl til eig- in nota frá Bandaríkjunum. Sam- kvænlt því sem maðurinn sagði er búið að setja upp kerfi sem er svo íjandsamlegt einstaklingnum að hægt er að líkja því við tæknileg innflutningshöft. Þá virðist upplýs- ingagjöf til almennings vera mjög ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. xxx Bifreiðaeftirlitið er með túlkun á framleiðslunúmerum bíla skráða í tölvu sinni. Þegar einstakl- ingur flytur inn bíl og hyggst skrá hann verður hann samt að kaupa upplýsingarnar hjá bifreiðaumboði og setja inn á umsóknareyðublað til Bifreiðaskoðunar sem ber þær síðan saman við nákvæmlega sömu upplýsingar í eigin tölvukerfi. Er verið að láta fólk snúast að því er virðist algerlega að óþörfu. Þær skýringar eru gefnar að bílaumboð- in banni Bifreiðaskoðuninni að gefa mönnum upplýsingar um þýðingu faðnúmeranna. Tollayfirvöld vísa allri ábyrgð á ákvörðun tollverðs innfluttra bifreiða á bifreiðaumboðin. Ein- staklingur sem flytur inn bíl getur ekki lagt fram eigin gögn máli sínu til sönnunar heldur verður hann að fara í viðkomandi umboð og fá upplýsingar um innflutningsverð þess og greiða toll í samræmi við það. Umræddur kunningi Víkveija er reyndur í viðskiptum þó ekki hafi hann flutt inn marga bíla um ævina. Hann sá það strax að verðið sem umboðið gaf honum gat ekki staðist, það var allt of hátt. Sam- kvæmt því ætti útsöluverð á nýjum bíl af þessari tegund að vera um 4 milljónir en var í raun rúmlega þijár milljónir. Svo virðist sem þetta umboð og jafnvel fleiri hafi komist upp með að gefa upp allt of hátt verð, væntanlega í þeim tilgangi að gera það erfitt fyrir einstaklinga að flytja inn bíla. Þá var manninum einnig gert að borga hærri aðflutn- ingsgjöld en umboðið hafði gert vegna þess að bíllinn var heldur þyngri en umboðið hafði gefið toll- yfirvöldum upplýsingar um. Með röngu verði en réttri þyngd átti að gera manninum að greiða töluvert á ijórða hundrað þúsund krónur meira í aðflutningsgjöld með til- heyrandi virðisaukaskatti en um- boðið þarf að greiða við innflutning á samskonar bíl. Á nýjum bíl hefði munurinn verið um hálf milljón kr. Maðurinn benti Víkveija á að upp- lýsingar um verð bíla væru birtar í bílablöðum, til dæmis í Banda- ríkjunum, og væri nær að styðjast við þær en verð bílaumboðanna sem ættu hagsmuna að gæta og misnot- uðu aðstöð sína eins og nefnd hafa verið dæmi um. Sumarið er ekki besti tíminn til að standa í svona þrefi vegna þess að mennirnir sem „eiga að sjá um málin“ eru sjaldnast við þegar þarf að ná í þá. Okkar maður hefur haft samband við óteljandi embætt- ismenn vegna þessa máls og telur sig nú hafa fengið viðunandi niður- stöðu. En stundum var útlitið dökkt. Sem dæmi um þær ógöngur sem hann rataði í nefndi hann að yfir- maður hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík sagði honum að skrifa bæjarfógetanum í sinni heima- byggð ef hann teldi tollverðið ekki sanngjarnt. Hann fór með bréfíð til fógeta en þar lá þá bréf frá Toll- stjóranum þar sem fram kom að ekki mætti breyta út af uppgefnum töxtum bílaumboðanna, og gott ef það bréf var ekki undirritað af sama manni og sagði honum að fara þessa leið. Sá var auðvitað kominn í frí þegar skýringa átti að leita’ „ l/í£ {/iLjum bar&s fd fatítt va-x." 3/l« > 1991 Jim Unger/Distribuled by Universal Press Syndicate Trúir þú þessu um geimför og gervitungl? Með morgunkaffinu Ótrúlegl en þetta köHum við hér í fyrirtækinu Óró- legu deildina ... HÖGNI HREKKVÍSI „ é<S MkV£E> þAÐ HVOR.T HANN EH ORP/NN NÓGO hress t/l æ£> fara /'skólanntu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.