Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 40
40 MORGTJNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JULI 1991 Gréta M. Jóelsdóttir Skaptfell - Minning Fædd 7. október 1910 Dáin 4. júlí 1991 Með söknuði kveð ég kæra vin- konu, Grétu, sem lést í Borgar- spítalanum 4. þ.m. Snemma á þessu ári, eða fyrir rúmum fjórum mánuðum, kvöddum við Sigríði Helgadóttur sem til- heyrði hópi okkar vinkvenna í ! saumaklúbbnum, sem nú er tæp- lega 60 ára. Ekkert benti þá til þess að svona stutt yrði á milli • þeirra bernskuvinkvenna. Gréta María var ein af dætrum Reykjavíkur, fædd hér og uppalin, dóttir þeírra hjóna Sigríðar Krist- jánsdóttur og Jóels Þorleifssonar, sem bjuggu allan sinn búskap á Skólavörðustíg 15 hér í borg. Þeim varð 6 barna auðið og eru aðeins 2 þeirra á lífi, Bergþóra húsfrú hér í Reykjavík og Kristján, sem nú dvelur í sjúkrahúsi. Hún giftist ung að árum Baldvini Skaptfell, sem lengi var tækniteiknari hjá Rafveitu Reykjavíkur. Þeim varð tveggja barna auðið, Þorgeirs rafeindafræð- ings og Sigríðar húsfreyju, sem dreif sig í að ljúka stúdentsprófí frá Flensborgarskóla, fyrir nokkrum árum, með þeim glæsilega árangri að hún var dúx, en þó stundaði hún sitt heimili — fímm barna fjölskyldu — jafnframt náminu. Baldvin var mjög listrænn en það voru þau hjón bæði, enda bar heim- ilið þess glöggan vott. Um Grétu má það segja að allt lék í höndum hennar. Hún var mikil hannyrða- kona og málaði auk þess á silki, postulín og gler, svo nokkuð sé nefnt. Og ekki má gleyma garðinum þeirra sem var mikil borgarprýði enda margoft verðlaunaður fyrir fegurð og snyrtimennsku. Hún var snillingur í að gera blómaskreyting- ar bæði úr lifandi blómum og þurkk- uðum, sem við vinir hennar og kunningjar minnumst. Efir að hún giftist var hún heima- vinnandi húsmóðir eins og það er kallað. Vegna þess hve áhugamál hennar voru mörg vann hún auk þessa í Thorvaldsensfélaginu, vann þar sjálfboðastörf eins og aðrar félagskonur og naut sín vel í félags- skap þessara ágætu kvenna, á það minntist hún oft við okkur vinkonur sínar. Það er óþarfi að fjölyrða um þann félagsskap, svo margt gott hefur hann látið af sér leiða í þágu bæjarbúa, einkum þeirra sem minnst mega sín. Saumaklúbburinn okkar, en af þeim konum sem voru í honum er- um við aðeins fjórar eftirlifandi, Venný, Stella, Dúna og undirrituð, kveður Grétu með söknuði og fínnst of skammt stórra högga í milli í þessum litla vinahópi, að hafa misst Siggu og hana á sama vorinu. Um leið og ég kveð góða vinkonu sendi ég börnum hennar og öðrum ættingjum innilega samúðarkveðju. Ingibjörg Guðmundsdóttir Angantýr Elías- son - Kveðjuorð Þriðjudagurinn 18. júní sl. andað- ist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja okk- ar ástkæri afi, Angantýr Elíasson, eftir langvarandi veikindi. Okkur tekur það mjög sárt að þurfa að kveðja afa okkar svo fljótt, en einhvern tímann þurfa allir menn að deyja. Við eigum margar góðar minningar um afa. Hann var alltaf hress og kátur, og átti auðvelt með að koma öðrum í gott skap. Þegar yið heimsóttum afa og ömmu á Ásó var alltaf tekið vel á móti okkur. Okkur leið ávallt vel »hjá þeim, og þar áttum við líka leik- herbergi uppi á háalofti, sem við vorum nánast alltaf í. Týri afi hafði sterkt og gott hjarta og hann sýndi að honum þótti vænt um okkur og okkur um hann. Við kveðjum hann með sárum söknuði og minnumst góðra stunda sem við áttum með honum. Ef vér lifum, lifum vér, Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins. (Róm. 14.Í Silla, Sara, Sigrún Edda, Harpa og Margrét Kveðja frá Thor- valdsensfélaginu Góð félagskona og traust kvaddi okkur 4. júlí síðastliðinn þegar sól er hæst á lofti og náttúra landsins skartar sínu fegursta. Árstími sem Gréta á liðnum árum unni sér ekki hvíldar vegna áhuga og dugnaðar við margvísleg ræktunarstörf. Un- aðslegt var að líta yfír garðinn hennar Grétu í Barmahlíðinni á þessum árstíma. Blómabreiðurnar og litadýrðin var eins og komið væri til suðurlanda. En Gréta lét ekki nægja að njóta blómanna og gróðursins meðan hann stóð í blóma, hún var hreinasti snillingur í að þurrka blóm og jurtir og búa til úr þeim frábærlega fallegar skreytingar. Nutum við vissulega góðs af því, félagskonur, bæði per- sonulega og á félagsfundum settu skreytingar Grétu hátíðarblæ á borðin. Þegar félagskonur í Thorvald- sensfélaginu kveðja jafn dygga og trausta félagskonu sem starfaði yfír fimmtíu ár í félaginu er margs að minnast og margt að þakka. 011 störf fyrir félagið voru unnin af áhuga og gleði. En fyrst og fremst viljum við þakka Grétu fyrir per- sónuleg kynni. Gréta var óvenju hreinskiptin, sagði sína meiningu um menn og málefni umbúðalaust. Hún var manneskja sem ekki brynj- aði sig með einhverjum tilfinninga- leysishjúp. Hún vildi miðla til um- hverfisins sínum heitu tilfinningum. Á félagsfundum stóð hún gjarnan upp til þess eins að lýsa væntum- þykju sinni á félaginu og félagskon- um og fékk með því okkur þessar brynjuðu til að hugleiða og þakka það að vera þátttakendur í góðum félagsskap. Þrátt fyrir að Gréta væri komin yfir áttrætt og erfið veikindi á und- anförnum árum hélt hún glaðlyndi sínu og ánægjunni af að blanda geði við annað fólk. Alltaf mætt á fundi félagsins og aðra þá starfsemi sem hún hafði krafta til. Og segja má að síðasti mannfagnaðurinn sem hún tók þátt í áður en heilsan end- anlega bilaði var með Thorvaldsens- konum, sem boðnar voru af starfs- fólki Barnadeildar Landakotsspítala til að fagna 30 ára afmæli barna- deildarinnar 6. apríl sl. Þar varð hún fyrir því óhappi að detta en þó svo að meiðslin virtust ekki vera alvarleg komst hún ekki til heilsu eftir það. Vissulega er það tákn- rænt fyrir líf og starf hennar að síðustu stundunum skyldi vera var- ið til að fagna áföngum og starfi í þágu veikra barna. Thorvaldsenskonur þakka sam- fylgdina og senda börnum hennar og fjölskyldu ínnilegar samúðar- kveðjur. Ingibjörg Magnúsdóttir Þá eik í stormi hrynur háa hamra því beltin skýra frá en þá fjólan fellur bláa fallið það enginn heyra má en angan horfin innir fyrst urtabyggðin hvers hefur misst. (Bjarni Thorarensen) Þetta ljóð kom mér í hug, er ég frétti lát minnar tryggu öldnu vin- konu, Grétu. Horfin, farin. Kynni okkar hófust árið 1934 er ég hóf störf hjá skóverslun Lárusar G. Lúðvíkssonar í Bankastræti. Hún hafði starfað þar um þriggja ára skeið á undan mér. Það þótti gott að starfa hjá því fyrirtæki undir stjórn þeirra bræðra Óskars og Lúðvíks Lárussona. Allt var í föst- um skorðum, unnið af samvisku- semi og alúð, laun voru með því hæsta sem voru greidd fyrir af- greiðslustörf á þeim tíma. Nóg var að gera frá 9 að morgni til 7-8 að kvöldi, fylla þurfti á í búðinni eftir daginn, svo allt væri tilbúið til að mæta nýjum degi. Hverjum og ein- um var þjónað eftir bestu getu og persónulegri kröfu. Teknir niður kassar úr hillum og raðað á borðin. Sýnishorn voru þá ekki frammi til að velja úr, heldur áttu það að vera götuskór eða spariskór. Við vorum nokkuð viss um smekk fólks og fótalag, það var allt að því sálrænt starf að afgreiða skó í þá daga og þurfti maður að yera ráð- gefandi við val á skóm. Úrval var mikið og gott og yiðskiptavinirnir urðu vinir manns með tímanum. Allt þurfti að sækja upp í hillur, ef til vill 30-40 kassa sem var mik- il handleggjaraun, verkur undir herðablöðin á kvöldin. Viðskiptavin- urinn átti alltaf réttinn — þangað til hann labbaði út á parinu og skildi eftir gömlu skóna — án þess að borga. Þá var að elta hann uppí Bankastræti og minna hann á að taka gömlu skóna með og borga þá nýju! Ekki var það nú oft, þó það kæmi fyrir, en vöku sinni þurfti hver og einn að halda, sérstaklega á útsölum, þá var fjör í flíkunum og mikið gaman. Gréta var frábær starfskraftur og ósérhlífin sem mikið mátti læra af á 3 árum sem við unnum sam- an. Þá gifti hún sig 1936, árin liðu og 1940 hætti ég störfum hjá Lár- usi. Árið 1945 fluttum við hjónin í Barmahlíð 26, þá var hafin bygging samvinnubústaða í Barmahlíð, þar sem þau Gréta og Baldvin voru þáttakendur óg urðum við þá nábú- ar í Barmahlíðinni 1946-1978. Ég man þegar hún kom'í heim- sókn til mín og sagði mér að þau yrðu í Barmahlíð 21, ég hlakkaði mikið til að fá þau í nábýli, enda ekki ástæðulaust, því samhent voru þau hjón utan húss sem innan og snyrtifólk. Garðurinn sem sneri að götunni var alltaf bæjarprýði og hlaut oft viðurkenningu borgarinn- ar sem slíkur. Baldvin var elskulegur maður og hógvær og háttprúður svo af bar, svo og listrænn. Gréta var sí- fegrandi heimilið með handavinnu sinni, listfengi var henni meðfætt úr móðurætt — Ámundanafnið 1738-1805; ' altaristöflur í þjóð- minjasafni, Ámundi Jónsson smið- ur, máluð á tré, sveitungar hans á leið í göngur — aðalsbragur á þessu verki. Kristur í miðju, sveitungar hans postularnir „barnslegt trúar- traust" segir Björn Th. Björnsson — „hafið yfir dóma samtíðar". Ámundi Jónsson var smiður ættað- ur af Suðurlandi, ég hef ekki getað grafið upp hvar hann var fæddur, en Ámundanafnið í móðurætt Grétu er traust. Já, samhent voru þau Gréta og Baldvin. Svo komu blessuð börnin ljúf og góð, prúð og mannvænleg. Mikið var oft gaman á þeim árum, glaðst saman og þegar sorgin kom voru þau eins sönn í sinni samúð. „í djúpri samúð" stóð á kortinu með blómunum með fallegri rit- hendi Baldvins, þegar drengurinn okkar dó — það var eins og orðin drúptu höfði, ógleymanlegt — í gleði og sorg — heil og sönn. Ég hef rifjað upp með sjálfri mér þessar gömlu minningar til að gleðj- ast yfir. Svo koma hin árin með ástvinamissi, sorg og kvíða yfir ell- inni. Aldrei lét Gréta bugast. Flutt- ist inn á Dalbraut, hélt sinni reisn og með aðstoð barna sinni, þráði að sjá gömlu vinina og tryggðin hin sama, þrátt fyrir erfiða aðgerð, sem hún fór í með mjaðmarlið. Þrátt fyrir vanheilsu og áföll reyndi hún að halda reisn sinni til hins síðasta, vildi helst hafa gömlu vinina hjá sér sem oftast. Það var áfall fyrir hana þegar æskuvinkona hennar Sigríður Helgadóttir fór svo skyndi- lega. Mér fannst það hafa djúp áhrif á hana, enda voru þær saman allt frá bernskuárunum á Skóla- vörpustíg. Ég sá hana síðast á Borgarspíta- lanum mikið lasna, hafði fengið hjartaáfall, en vildi samt fara heim á Dalbraut. Þar var þó ekki hægt að veita henni nauðsynlega hjúkrun og fór hún því fljótlega aftur inn á hjartadeild Borgarspítalans. „Ég er aldrei ein," sagði hún við mig, „hann Baldvin er alltaf hjá mér," og hlúði að blómunum sínum — og trúað gæti ég að svo hafi verið. Það er gott að minnast þeirra sem sannra vina í gleði og sorg. Ég sendi öllum ástvinum þeirra kveðjur í djúpri samúð. En gott er sjúkum að sofa. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir (Bíbí)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.