Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 FRJÁLSAR || HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA / KVENNALANDSLIÐIÐ Jón með tilboð frá þýska félaginu Suhl JÓN Kristjánsson, landsliðs- maður úr Val, hefur fengið til- boð frá þýska félaginu Suhl, sem leikur í Bundesligunni — efstu deild þýska handboltans. Hann segir tilboðið spennandi og er að hugsa málið. Suhl er frá samnefndri borg nokkum veginn í miðju Þýska- landi — þar sem áður var Austur- Þýskaland, nokkru austan gömlu landamæranna, tæplega 200 km frá við Frankfurt. „Þetta er alveg nýtilkomið, ekki nema tveir dagar síðan haft var samband við mig. En ef málið á að ganga upp verður þetta að ger- ast hratt,“ sagði Jón við Morgun- blaðið í gær. Fresturinn til að til- kynna félagaskipti rennur út 15. þessa mánaðar. Funk, fýrrum aðstoðarþjálfari landsliðs Austur-Þýskalands hefur tekið við þjálfun Suhl, sex nýjir menn hafa gengið til liðs við félag- ið og eru forráðamenn þess stað- ráðnir í að gera það að stórveldi, „nýju Magdeburg" eins og heim- ildamaður Morgunblaðsins orðaði það, á þremur árum. Þýska deildin verður tvískipt næsta vetur; í norður- og suður- deild, en keppnistímabilið þar á eft- ir verður aftur ein deild, eftir að bestu liðin úr svæðaskiptu deildun- um hafa unnið sér þar sæti. Lið Suhl verður í suður-deildinni næsta vetur, og ef Jón fer utan, mætir hann því Sigurði Bjarnasyni, sem verður þar á ferðinni með Gross- wallstadt. ÍÞRÚmR FOLK ■ MINNST er á Artic Open golf- mótið, sem fram fór hjá Golfklúbbi Akureyri nýlega, í nýjasta hefti Sports Illustrated, víðlesnasta íþróttablaði Bandaríkjanna. íwc segir frá því, undir fyrirsögninni „Langt fram yfir miðnætti", að kylfingurinn Jeff Blumenfield frá New York hafði boðið einum heima- manna upp á drykk eftir að þeir voru búnir að spila. Sá hafði sagt að það væri nú meira en sjálfsagt að þiggja það. „Konan mín sagði mér að koma heim fyrir myrkur, svo ég held ég hafi tíma til 10. ágúst,“ er haft eftir þeim íslenska! ■ GUNNLAUGUR Axelsson, sem varð öldungameistari hjá Golf- klúbbi Vetmannaeyja, náði þeim skemmtilega árangri að fara holu í höggi í meistaramótinu. Gunn- laugur sló draumahöggið á 2. braut sem er 133 metrar. — ■ LEEDS, sem leikur í ensku 1. deildinni í knattspyrnu, þarf að greiða 1,6 milljónir punda fyrir framheijann Rod Wallace og 100.000 pund fyrir bróður hans Ray, sem er varnarmaður. Þá verð- ur félagið að greiða Chelsea 1,3 milljónir punda fyrir vinstri bak- vörðinn Tony Dorigo. Sérstök nefnd enska knattspyrnusambands- ins ákvað þetta í gær, en félögin höfðu ekki komið sér saman um verð. ■ BAYERN Munchen keypti í gær Oliver Kreuzer, lítt þekktan varnarmann, frá Karlsruhe fyrir 5,7 milljónir marka — andvirði tæplega 200 milljóna ÍSK og er næst hæsta verð sem leikmaður hefur verið seldur fyrir milli þýskra félaga. ■ KLAUS Augenthaler, fyrirliði Bayern Miinchen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir rúmlega 15 ára dvöl hjáBayern. Augentlial- er er 33 ára og varð sjö sinnum þýskur meistari með Bayern, en enginn Þjóðveiji hefur eins oft orð- ið meistari. Flugleiðamót Opna Flugleiðamótið í golfi verður 13. og 14. júlí á Hlíðar- endavelli við Sauðárkrók. Skráning - fer fram í dag á milli kl. 17 og 22 í síma 95-35075. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar í flokkum karla, kvenna og unglinga sem fæddir eru 1977 eða síðar. Flugleiö- ir bjóða 40% afslátt á flugi til og frá Sauðárkróki. Jón Kristjánsson í baráttu við Sigurð Bjamason, sem hann mætir hugsan- lega í þýsku deildarkeppninni á vetra komanda. Morgunblaðiö/Bjöm Blöndal Þær voru valdar til að leika fyrir íslands hönd í Skotlandi fyrir 10 ámm. Bryndís Valsdóttir er lengst til vinstri, við hlið hennar er Ragnheiður Víkingsdóttir, þá Ásta B. Gunnlaugsdóttir og lengst til hægri er Laufey Sigurðar- dóttir með handboltann sem hún tók þá framyfir fótboltann. Með er myndinni er Sigurður Hannesson, annar þjálf- ari íslenska iandsliðsins í dag. Hann var einmitt þjálfari liðsins fyrir tíu árum ásamt Guðmundi Þórðarsyni. Fjórar voru einnig valdar fyrir tíu árum Tvær léku, ein varvaramaður og ein valdi handboltann FJÓRAR stúlkur sem léku með íslenska landsliðinu gegn þýska úrvalsliðinu F.V. Hessicher eiga það sameiginlegt að þær voru valdartil að leika fyrsta landsleik íslands í knattspyrnu gegn Skotum sem fram fór í Skotlandi fyrir 10 árum. Tvær stúlknanna, Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Ragnheiður Víkings- dóttir tóku þátt i leiknum sem endaði 3:2 fyrir skoska landslið- ið, Bryndís Valsdóttir sem þá var aðeins 17 ára var varamað- ur, en Laufey Sigurðardóttir afþakkaði landsliðssætið. Laufey var á sama tíma valinn i íslenska kvennalandsliðið í handknatt- leik en hún tók handknattleikinn fram yfir fótboltann. Mér er leikurinn gegn skosku stúlkunum enn minnis- stæður því þær skoruðu öll mörk- in eftir að venjulegum leiktíma eins og við vorum Bjöm vanar lauk. Við Blöndai lékum f 30 mínút- skrifar ur á mark, með litlum bolta og tókum stutt horn, en í Skotlandi var leikið í 45 mínútur á mark með stórum bolta og langar horn- spyrnur teknar," sagði Ásta B. Gunnlaugsdóttir sem auk fótbolt- ans hefur keppt í handbolta og frjálsum íþróttum með góðum árangri. Ásta sagði að íslenska liðið væri jafnara í dag en fyrir 10 árum. „Eg valdi handboltann á sínum tíma því þá voru fleiri tækifæri í þeirri grein,“ sagði Laufey Sig- urðardóttir frá Akranesi.- Laufey hefur undanfarin ár'.búið.í Banda- ríkjunum þar sem hún bæði æfði og keppti í knattspyrnu svona til að halda sér við eins og hún sagði. „Mér fínnst ekki nógu mikill munur á liðinu nú eins og það var fyrir 10 árum, en það kemur nú betur í ljós þegar við mætum ensku og skosku stúlkunum innan tíðar,“ sagði Ragnheiður Víkings- dóttir. „Það er meiri breidd í íslenska liðinu nú en fyrir 10 árum í Skotlandi," sagði Bryndís Vals- dóttir eina íslenska stúlkan sem hefur gei-st atvinnumaður í knatt- spyrnu. Bryndís lék í 1 ár á Ítalíu sem hún segir að hafi verið góð reynsla. „Það er alltaf hætta á meiðslum í svona hörðum leik sem knattspyrnan er, og þá sérstak- lega eftir því sem maður eldist, sagði Bryndís ennfremur. Einar Vilhjálmsson Góður árangur Einars ÍSLENDINGAR urðu íþremur af fjórum efstu sætunum í spjótkasti á Grand Prix móti í Sviss í gærkvöldi. Fyrrverandi heimsmethafi, Jan Zelezny frá Tékkoslóvakíu, kastaði lengst, 90,72 metra. Einar Vilhjálms- son kastaði 84,94 m og náði öðru sætinu. Kast Einars er besti árangur hans í ár, en íslandsmet Ein- ars er 85,48 m. Sigurður Matthías- son tryggði sér þriðja sætið með því að kasta spjótinu 79,34 m. Nafni hans Einarsson kastaði 78,08 m og hafnaði í fjórða sæti. SKIÐI Sigurður velur alpalands- liðið Sigurður Jónsson, landsliðs- þjálfari í alpagreinum, hefur valið 6 skíðamenn i undirbún- ingshóp fyrir komandi tímabil. í haust verða valdir fimm í aðal- landsliðið, sem tekur þátt í undirbúningi fyrir vetra- rólympíuleikana í Albertville í febrúar á næsta ári. Upphaflega voru 7 skíðamenn tilnefndir í hópinn, en Vilhelm Þorsteinsson, gaf ekki kost á sér í allan undirbúning. Hópurinn er því skipaður eftirtöldum: Arnóri Gunn- arssyni,_ísafirði, Ástu S. Halldórs- dóttur, ísafirði, Guðrúnu H. Kristj- ánsdóttur, Akureyri, Kristni Bjöms- syni, Ólafsfirði, Valdemar Valde- marssyni, Akureyri og Örnólfi Valdimarssyni, Reykjavík. 17. ágúst nk. mun landslið alpa- og norrænugreina hjóla hringinn í kringum Island. Vegalengdin er um 3.000 km og er áætlað að klára hringinn á skemmri tíma en einni viku. í frétt frá Skíðasambandi ís- lands kemur fram að vinveittum aðilum verði gefinn kostur á að gefa áheit verði landsliðið innan við 7 daga að klára hringinn. Ferðin verður jafnframt ætluð til kynning- ar á skíðahreyfingunni. GOLF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.