Morgunblaðið - 11.07.1991, Side 42

Morgunblaðið - 11.07.1991, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 KNATTSPYRNA / MiOLKURBIKARKEPPNIN Eins og síðast en sanngjamara Blikarekki í nokkrum vandræðum með slaka Víkinga BREIÐABLIKSMENN áttu ekki í nokkrum vandræðum með að komast 18-liða úrsiit Mjólkurbikarkeppninnar í gærkvöldi þegar þeir mættu Víkingum. Blikar unnu 2:0 eins og þegar liðin mætt- ust í deildinni fyrir skömmu, en sigurinn nú var sanngjarn, en menn greinir á um hvort svo hafi verið þegar iiðin mættust í deildinni. Grétar Steinþórsson skoraði fyrra mark Blikanna. Arnar Grétarsson komst upp að enda- mörkum hægra megin og gaf fastan bolta með jörðinni í Skúli Unnar gegnum vítateiginn Sveinsson og á móts við fjær- skrífar stöngina náði Grét- ar að teygja sig í boltann og skora. Arnar sá sjálfur um að skora síðara markið og var það skemmti- lega gert hjá honum og ekki síður hjá Rögnvaldi Rögnvaldssyni. Rögnvaldur stal boltanum af Víkingum við vítateig, lék upp að endamörkum og vippaði snyrtilega inn á markteiginn þar sem Arnar var og skoraði af stuttu færi. Blikar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik, boltinn gekk vel manna á milli og greinilegt var að þeir voru vanari vellinum en gestirnir. Víkingar voru daufir. Boltinn gekk illa manna á milli og þeir gáfu Blik- um allt of langan tíma til að at- hafna sig. í síðari hálfieik gerðist ekkert. Víkingar léku betur en í fyrri hálf- leik en sendingar þeirra voru ekki nógu nákvæmar þegar nær dró markinu og þeir fengu engin um- talsverð færi. Blikar fengu ekkert marktækifæri og dróu sig til baka og héldu fengnum hlut. Gústaf Ómarsson, fyrirliði UBK, var ánægður með sigurinn en ekki fannst honum leikurinn góður. „Ætli ég verði ekki að óska þess að við fáum Leiftur í 8 liða úrslit- um,“ sagði Gústaf, en hann lék með Ólafsfirðingum áður en hann gekk til liðs við Blika. Arnar Grétarsson var bestur Blika og einnig átti Kristófer Sigur- geirsson ágætis leik og sömu sögu er að segja af Rögnvaldi og Pavol Kretovic. Hjá slökum Víkingum var Atli Einarsson eini maðurinn sem barðist og virtist hafa vilja til að vinna. Ikvöld KNATTSPYRNA Bikarkeppni kvenna, átta liða úrslit kl. 20: Menntaskólavöllur.....KA - Þór Akranesvöllur.......ÍA - Þróttur 2. deild kvenna kl. 20: Varmárv....Afturelding - Reynis S. Keflavíkurvöllur....ÍBK - Ægir Stokkseyrarv. ..Stokkseyri - Stjaman 4. deild B Gervigras......Víkveiji - Ármann — var besti Arnar Grétarsson lék mjög vel með Breiðabliki í gærkvöldi maður vallarins. Stjarnan vann taugastríðið LOKS þegar mörkin komu, komu þau í gríð og erg er Stjörnu- menn slógu KA út úr Mjólkurbikarkeppninni í gærkvöldi með 3:0 sigri. Mikil barátta og taugaveiklun einkenndu leikinn enda ann- aðhvort sigur eða tap í bikarleikjum. Fyrri hálfleikur var mikið puð á báða bóga en uppskeran rýr. Hvorugt liðið náði að skapa sér umtalsverð færi og þó að leikmenn ■■■■■■I næðu að komast inní Stefán markteig andstæð- Stefánsson inganna tókst alls skrífar ekki að reka enda- hnútinn á sóknirnar. I síðari hálfleik hélt baráttan áfram án þess að skila árangri framanaf en á 67. mínútu lifnaði yfir leiknum þegar Ingólfur Ingólfsson Stjörnu- maður komst inní vanhugsaða send- ingu Sverris Sverrissonar á mark- vörð sinn en náði ekki að renna boltanum framhjá Hauki Bragasyni í marki Akureyringa. Þremur mínútum síðar fékk Ing- ólfur langa setningu uppí vinstra hornið og gaf fyrir markið á Valdi- mar Kristóferson _sem var einn og óvaldaður fyrir miðju marki og renndi boltanum snyrtilega framhjá Hauki. Hraðinn í leiknum jókst við markið og varð opnari er KA menn sóttu meira fram svo að vörn þeirra opnaðist. Það nýttu Garðbæingar sér og á 77. mínútu fékk Ingólfur boltann eftir snögga sókn þar sem heimamenn voru fleiri en gestirnir, lék laglega framhjá vörn KA og skoraði í bláhornið. KA menn fengu sitt besta færi í síðari hálfleik þegar Sverrir Sverr- isson fékk boltann á vítateigslínu fyrir framan mark Stjömunnar en skot hans ratað beint á Jón Otta markvörð. Þriðja mark Stjörnu- drengjanna átti síðan Ingólfur á 86. mnútu með fallegu skoti frá víta- teigslínunni. Það sem eftir lifði leiksins var allt reynt er varnirnar virtust þreyttar en ekkert gekk. „KA menn voru ekki léttir en þurftu að taka áhættu eftir fyrsta mark okkar og við það opnaðist vörn þeirra. Það er alltaf meiri taugaveiklun í bikarleikjum, annað- hvort tapast leikir eða vinnast" sagði Jóhannes Atlason eftir leik- inn. „Stjarnan er með gott lið núna og hefur til dæmis ekki átt svona góðan varamannabekk lengi. Eins’ eru tveir 17 ára leikmenn í liðinu,“ sagði Jóhannes. Gauti Laxdal missteig sig á 18. mínútu og varð að yfirgefa völlinn. „Ætli ég verði ekki eitthvað frá en það er samt of snemmt að fullyrða nokkuð um það. Það er ferlega svekkjandi að koma hér fimmta árið í röð og láta slá sig út í 16 liða úrslitum. Nú er bara að snúa sér að deildinni enda ekkert um annað að hugsa. Við munum hefna okkar þegar við leikum við Stjörn- una hér í deildinni“. Akureyringarnir börðust af full- um krafti en sú barátta fór mest fram á miðjunni. Þá vantaði að komast nær marki Stjörnunnar til að klára sókninrnar. Páll Viðar Gíslason barðist einna mest og gæti talist þeirra besti maður. Stjörnumenn sýndu oft góðan sam- leik en hann stóð of stutt yfir til að skila árangri. Kristinn Lárusson var góður á kantinum, lipur og snöggur leikmaður. Sveinbjörn Há- konarsson og Ingólfur Ingólfsson voru einnig með betri leikmönnum. I heild var þessi leikur ekki mik- ið fyrir augað, of mikil taugaveiklun í báðum liðum. yyÞessir skór“ ÞESSIR SKÓR ERU NÚ Á EINSTÖKU KYNNINGARVERÐI YFIR 20% AFSLÁTTUR { EFTITÖLDUM VERSLUNUM: Sportmaðurinn, Hólagarði, Boltamaðurinn, Laugavegi 27, Sporthlaðan, Isafirði, Bikarinn, Skólavörðustíg 14, Torgið, Siglufirði, Aldan, Seyðisfirði, Sporthúsið, Akureyri, Sportmarkaðurinn, Skiphoki 50c. ABC OSLO Stærðir 39-46(1/2) Nú kr. 5.990.- Áður kr. 7.560. ABC MONIQUE (kvensnið af ABC OSLO) Stærðir 37-40(1/2) Nú kr. 5.940.- Áður kr. 7.420.- WkTæSw > HbjWPWLiMF Ps FVr/yV' ENOK ■ HeilAverslun ■ Simi 91-40097 „Ég hef hlaupið í 15 ár og hleyp núorðið 40—50 km á viku. Ég geri því miklar kröfur til hlaupaskóna og í gegnum árin hef ég reynt flestar tegundir. Fyrir ári var mér bent á HI-TEC OSLO skóna og þægilegri og betri skó hef ég aldrei notað á mínum hlaupaferli. Þeir eru frábærir við hvaða aðstæður sem er. Gripið pottþétt, framúrskarandi mjúkir, fjaðurmagnið í hámarki og hreint ótrúlega sterkir og endingargóðir. Þessir skór fá hiklaust mín allra bestu meðmæli. Toppskór!“ Ægir Geirdal maraþonhlaupari HANDKNATTLEIKUR Geir semur við Valencia Tres de Mayo hækkartilboð sitt til Sigurðar Sveinssonar GEIR Sveinsson, landsliðsmað- ur í handknattleik, hefur samið við spænska félagið Valencia og leikur með því næsta keppn- istímabil að öllu óbreyttu. Geir sagði við Morgunblaðið í gær að málið væri frágengið af sinni hálfu, en hann ætti þó enn eftir að skrifa undir samning. „HSI og félagið eiga hins vegar eftir að semja,“ sagði hann. Landslið ís- lands tekur þátt í B-keppninni í Austurríki eftir áramót, en þá verð- ur deildarkeppnin á Spáni í fullum gangi. „Ég vil vera með í B-keppn- inni, hef rætt það við Þorberg [Að- alsteinsson, landsliðsþjálfara] og það verður unnið að því,“ sagði Geir. Það á svo eftir að koma í ljós hvernig HSÍ gengur að semja um það við spænska félagið að fá Geir lausan í keppnina. Valencia varð í fimmta sæti deildarkeppninnar á Spáni-sl. vetur og leikur í Evrópukeppni á komandi tímabili. Með liðinu leika tveir Rúm- enar, Vasile Stinga og Maricel Vo- inea. Sigurður með tilboð frá Tres de Mayo Enn er óljóst hvar Sigurður Sveinsson leikur næsta vetur. Hann hafnaði á dögunum tilboði frá spænska félaginu Tres de Mayo frá Kanaríeyjum, sem Sigurður Gunn- arsson og Einar Þorvarðarson léku með á sínum tíma. En nú hefur félagið haft samband við hann aft- ur, hækkað tilboð og Sigurður er að hugsa málið. Eins og greint var frá í síðustu viku höfðu forráða- menn Teka einnig áhuga á að bjóða honum samning. Sigurður hefur hins vegar ekki enn heyrt frá þeim, en hefur að vísu ekki verið heima undanfarna daga. Þá er enn inni í myndinni að hann leiki með KA á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.