Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FJMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1991 43 KNATTSPYRNA / MJÓLKURBIKARKEPPNIN Sextán liða úrslit KR-iA 2:0 KR-völlur, Mjólkurbikarkeppnin, 16-liða úrslit, miðvikudaginn 10. júlí. Mörk KR: Gunnar Skúlason (117.), Heimir Guðjónsson (119.) Gult spjald: Enginn. Dómari: Ólafur Sveinsson, dæmdi vel. Áhorfendur: 2.427. Lið KR: Ólafur Gottskálksson, Sigurður Björgvinsson, Þorsteinn Halldórsson (Þor- steinn Guðjónsson 68.), Þormóður Egilsson, Atli Eðvaldsson, Björn Rafnsson (Bjarki Pétursson 46.), Gunnar Oddsson, Gunnar Skúlason, Ragnar Margeirsson, Heimir Guðjónsson, Pétur Pétursson. Lið í A: Kristján Finnbogason, Luca Kostic, Ólafur Adólfsson, Alexander Högnason, Brandur Sigurjónsson, Karl Þórðarson, Bjarki Gunnlaugsson, Sigursteinn Gíslason Gísli Eyleifsson 72.), Þórður Guðjónsson, Arnar Gunnlaugsson, Haraldur Ingólfsson. UBK-Víkingur 2:0 Kópavogsvöllur, Mjólkurbikarkeppnin, 16 liða úrslit, miðvikudaginn 10. júlí 1991. Mörk UBK: Grétar Steindórsson (8.) og Arnar Grétarsson (24.). Gult spjald: Þorsteinn Þorsteinsson og Janiz Zilnick, Víkingi. Dómari: Gunnar Ingvason og var slakur. Áhorfendur: 430 Lið UBK: Eiríkur Þorvarðarson, Arnar Grétarsson, Grétar Steindórsson, Gústaf Ómarsson, Hilmar Sighvatsson, Ingvaldur Gústafsson, Kristófer Sigurgeirsson, Pavol Kretovic ( Willum Þór Þórsson 56.), Rögn- valdur Rögnvaldsson, Sigurjón Kristjánsson (Jón Þórir Jónsson 73.), Valur Valsson. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Helgi Björgvinsson, Helgi Bjarnason, Helgi Sigurðsson, Þorsteinn Þorste'msson, Tom- islav Bosnick, Janiz Zilnick (Marteinn Guð- geirsson 79.), Hörður Theódórsson, Atli Helgason, Atii Einarsson, Gunnar Guð- mundsson (Hólmsteinn Jónsson 46.). Stjarnan-KA 3:0 Stjörnuvöllur, Mjólkurbikarkeppnin, 16 liða úrslit, miðvikudaginn 10. júl! 1991. Mörk Sijörnuniiar: Valdimar Kristófers- son (70.), Ingólfur Ingólfsson (77.) og (86.). Gult spjald: Enginn: Dómari: Kári Gunnlaugsson Áhorfendur: Um 90. Lið Stjörnunnar: Jón Otti Jónsson, Val- geir Baldursson, Þór Ómar Jónsson (Rúnar Sigmundsson 86.), Heimir Erlingsson, Birg- ir Sigfússon, Bjarni Benediktsson, Svein- björn Hákonarson, Kristinn Lárusson, Valdimar Kristófersson, Ingólfur Ingólfs- son, Ragnar Gíslason. Lið KA: Haukur Bragason, Örn Viðar Árnason, Gauti Laxdal (Árni Hermannsson 18.), Halldór Halldórsson ( Árni Þór Frey- steinsson 80.), Erlingur Kristjánsson, Pavel Vandas, Sverrir Sverrisson, Einar Einars- son, Páll Viðar Gíslason, Steingrímur Birg- isson, Ormarr Örlygsson. Þór-ÍBK 6:4 Akureyrarvöllur, Mjólkurbikarkeppnin, 16- liða úrslit, miðyikudaginn 10. júlí. Mörk Þórs: Asmundur Arnarsson (58.), Július Tryggvason, Birgir Karlsson, Þórir Áskelsson, Sveinn Pálsson, Bjarni Svein- björnsson, allir úr vitaspyrnu. Mörk ÍBK: Marko Tanasic (70. v), Marko Tanasie, Georg Birgisson, Kristinn Guð- brandsson, allir úr vítaspyrnum. Gult spjald: Nói Björnsson og Árni Þór Árnason, Þ6r. Jóhann Magnússon, ÍBK. Dómari: Ari Þórðarson. Áhorfendur: 510. Lið Þórs: Friðrik Friðriksson, Sveinn Páls- son, Júlíus Tryggvason, Þórir Áskelsson, Lárus Orri Sigurðsson,_ Nói Björnsson, Árni Þór Árnason, Halldór Áskelsson, Ásmundur Arnarsson (Bjarni Sveinbjörnsson 76.), Hlynur Birgisson, Þorsteinn Jónssðn (Birgir Karlsson 61.). Lið ÍBK: Ólafur Pétursson, Jakop Jónharðs- son, Jóhann Magnússon, Kristinn Guð- brandsson, Ingvar Guðmundsson, Georg Birgisson, Jóhann Steinarsson (Sveinbjörn Logason 110.), Marko Tanasic, Gestur Gylfason, Kjartan Einarsson, Kristján Hilm- arsson (Óli Þór Magnússon 46.). Dregiðídag D'regið verður í átta liða úrslitum Mjólkúrbikarkeppninnar í dag kl. 17. Liðin sem verða í hattinum eru: KR, Stjarnan, Breiðablik, Valur, FH og Víðir úr 1. deild, Þór úr 2. deild og Leiftur úr 3. deild. ÍÞROTTIRERU EINNIGABLS.41 Morgunblaðiö/Bjarni Fyrirgefðu, Óli minn! Það er engu líkara en KR-ingurinn Atli Eðvaldsson sé að biðja Ólaf Adolfsson Skagamann fyrirgefningar á að hann og félagar skyldu slá lið ÍA út úr Mjólkurbikarkeppninni. En þrátt fyrir tap geta Skagamenn borið höfuðið hátt — þeir léku mjög vel. Stórskemmtilegt KR-ingar höfðu betur í mjög góðum leik gegn efsta liði 2. deildar LANGRI og bráðf jörugri viðureign gömlu erkifjendanna KR og ÍA lauk með þvíað Reykvíkingarnir fögnuðu sigri. En það þurfti f ramlengingu til, og það var reyndar ekki fyrr en þrjár mín. voru eftir af henni — á 117. mín. leiksins — að Gunnar Skúlason náði að brjóta ísinn, eftir að Skagamenn höfðu sofnað á verðinum í vörninni. Þar með voru úrslitin ráðin, og Heimir Guðjónsson innsi- glaði sigurinn tveimur mín. síðar. Skagamenn voru sterkari í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma en KR-ingar í þeim síðari. Bæði lið náðu mjög góðum sprettum og fengu góð færi, en markverðirnir sáu til þess að ekki var skorað. Vörðu báðir geysilega vel á stundum. Og heppnin var heldur ekki með útileikmönnunum — Har- aldur Ingólfsson þrumaði til að mynda í stöng KR-marksins í seinni hálfleiknum og snemma í fyrri hluta Skapti Hallgrímsson skrifar framlengingarinnar átti Karl Þórð- arson lúmskt skot utan vítateigs í samskeytin. Þar sluppu KR-ingar með skrekkinn. KR-ingar voru einn- ig nálægt því að gera mark — Sig- urður Björgvinsson skaut framjá úr dauðafæri, hinum megin varði Ólafur frábærlega frá Bjarka og Kristján varði síðan geysilega ver frá Ragnari. Þannig var sótt á báða bóga og einhvern tíma hlaut eitt- hvað að bresta. Og það voru KR- ingar sem skoruðu á undan sem fyrr segir; það réði úrslitum. Þor- steinn Guðjónsson sendi laglega inn a vítateig, þar sem Gunnar Skúla- son var algjörlega óvaldaður og skoraði með góðu, viðstöðulausu skoti í hornið fjær. „Þetta var frá- bært. Þeir gleymdu sér illa í vörn- inni," sagði Gunnar um atvikið. Skagamenn urðu að sækja, fjöl- menntu fram völlinn og við það opnaðist vörnin illa. Heimir Guð- jónsson fékk knöttinn frá Bjarka, renndi sér laglega milli tveggja varnarmanna og inn á teig, fram- hjá Kristjáni og setti knöttinn í markið. „Það var ljúft að klára þetta þarna í restina," sagði Heimir. Já, leikurinn var skemmtilegur og vel leikinn þó spilið hafí dottið niður á -milli. Stóra spurningin var hvort liðið næði að skora á undan — næg voru færin á báða bóga — og það hefðu allt eins getað verið Skagamenn sem fögnuðu er flautað var til leiksloka. En þeirra tími kemur, það er alveg ljóst. Liðið er bráðefnilegt. Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, sagðist aldrei hress með að tapa. „Eg fer í alla leiki til að sigra, hvort sem það er gegn KR eða einhverjum öðrum. Spurn- ingin var hvorum megin gæfan félli. Það voru margir skemmtilegíí^ kaflar í þessu, en við gerðum okkur seka um mistök á örlagaríkum augnablikum þegar þreytan var farin að segja til sín. Reynslan veg- ur þungt í svona leik og einmitt mest þegar menn eru orðnir þreytt- ir. Og reynsluna hafa KR-ingar fram yfir okkur, en það sem við höfum fram yfír þá er að við getum litið bjartari augum fram á veginn. En ég óska þeim til hamingju með daginn og velfarnaðar í keppninni," sagði Guðjón. Friðrik varði vítaspyrnur -og kom Þórsurum þar með áfram í keppninni ÞAÐ þurfti vítaspyrnukeppni til að gera út um leik Þórs og ÍBK á Akureyri í gærkvöldi. Friðrik Friðriksson gerði út um leikinn þegar hann varði eina víta- spyrnu Kef Ivíkinga, en hana tók Gestur Gylfason. Jaf nt var eftir venjulegan leiktíma, en þá haf ði hvoru liði tekist að skora einu sinni. Þórsarar hófu leikinn af meiri krafti og strax á 9. mínútu fískaði Árni Þór Árnason víta- spyrnu fyrir Þór eftir frábæra send- ¦¦¦¦¦¦¦ ignu frá Júlíusi Anton Tryggvasyni. Júlíus Benjamínsson tók spyrnuna Og sknfarfrá spyrnti yfir mark Akureyn Keflvíkinga. Leikurinn var fremur daufur en þó voru heimamenn heldur meira ógnandi í sínum' sóknaraðgerðum og undir lok fyrri hálfleiks fengu þeir ákjósanlegt færi. Halldór Áskelsson átti gott skot að marki, Ólafur Pétursson markvörður náði að blaka knettinum í þverslánna, en Ásmundur Arnarsson fylgdi vel á eftir en skallaði yfír úr dauða- færi fyrir opnu marki. Keflvíkingar mættu mun ákveðn- ari til leiks í síðari hálfleik og börð- ust mun betur en gekk illa að skapa sér opin marktækifæri. Það var á 70. mínút sem Gesti Gylfasyni var brugðið innan vítateigs og Marko Tanasic jafnaði metin úr vítaspym- , unni. ...... Það sem eftir lifði leiks og í fram- lengingunni voru Keflkvíkingar heldur meira með knöttinn en Þórs- arar fengu hins vegar besta færið undir lok framlengingarinnar þegar Ólafur varði glæsilega skot frá Halldóri. Það var svo í vítaspyrnukeppni sem gert var út um leikinn. Friðrik varði frekar lausa spyrnu Gest Gylfasonar. Friðrik kastaði sér til hægri og náði að verja. Friðrik var traustur í markinu og einnig átti öll vörn liðsins góðan dag. Halldór átti mjög góðan fyrri hálfleik en dalaði er leið á leikinn. Markvörður ÍBK, Ólafur Péturs- son, var bestur í liði þeirra og þá voru þeir Jóhann Magnússon go Gestur Gylfason einnig sterkir. Friðrik Friðriksson brosti breitt í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.