Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.07.1991, Blaðsíða 44
JNtot0ttnWUútfb FIMMTUDAGUR 11. JULI 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Morgunblaðið/Bjarni KR vann á endasprettinum Skagamennirnir Haraldur Ingólfsson og Karl Þórðarson voru í baráttu við Heimi Guðjóns- son þegar göfnlu erkifjendurnir KR og Akra- nes kepptu í bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi og sigraði KR 2:0 í framlengingu. KR leikur í 1. deild en Akranes í 2. deild. Önnur úrslit urðu þau að Breiðablik vann Víking 2:0, Stjarnan vann KA 3:0 og Þór vann Keflavík 6:4 eftir vítaspyrnukeppni. Sjá nánar á íþróttasíðum. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: Gert verður tílkall tíl kjarabóta í haust I efnahagsþrengingum færist áhersl- an yfir á breytta tekjuskiptingu ASMUNDUR Stefánsson, forseti ASÍ, segir að aflasamdráttur á næsta fiskveiðiári og vandi ríkisfjármála muni setja mark sitt á kjarasamninga í haust. Hins vegar sé krafan um kjarabætur mjög sterk meðal félagsmanna ASÍ og í þröngri stöðu í efna- hagsmálum hljóti áherslan að vera á að breyta tekjuskipting- unni, þó sú leið sé mjög erfið. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambandsins, segir að til- lögur Hafrannsóknastofnunar séu mjög alvarleg tíðindi og kalli á að athugað verði hvað megi betur fara í skipulagi sjávarút- vegsins. „Ég held að það sé öllum nauð- synlegt, sem að þessu máli koma, að gera sér grein fyrir því að nú í hálft annað ár hefur almenningur og félagsmenn okkar samtaka unn- ið mjög einlæglega að framgangi þeirrar stefnu, sem mörkuð var með samningunum í febrúar í fyrra í trausti þess að samningarnir í haust muni skila kjarabótum. Það er alveg Ijóst að krafan frá okkar félags- mönnum að sú verði niðurstaða Dómsmálaráðuneytið herðir reglur um útihátíðir: Neyzla áfengis harðbönn- uð og aidurstakmark 16 ár DOMSMALARAÐUNEYTIÐ hefur sent öllum lögreglustjórum og sýslumönnum á landinu viðmiðunarreglur um útisamkomur, sem ætlazt er til að farið sé eftir í meginatriðum. Umsóknir um leyfi til skemmtanahalds um verzlunarmannahelgina eru nú farnar að berast lögreglustjóraembættum. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að verið sé að herða þær regl- ur, sem gilt hafi, auk þess sem nú séu í fyrsta sinn sömu reglur um allt land. Áður hafa einstök lögreglustjóraembætti sett skilyrði fyrir veitingu skemmtanaleyfis að mestu upp á eigin spýtur. Með- al ákvæða í reglunum, sem Hjalti segir að séu ófrávíkjanleg, er að neyzla og meðferð áfengis á samkomunum sé stranglega bönn- uð og að börnum yngri en sextán ára sé óheimill aðgangur nema * í fylgd með forráðamönnum. nauða í foreldrum sínum. Hjalti segir að ætlazt sé til að lögreglustjórar gæti þess að regl- unum sé framfylgt í öllum megin- atriðum. Taka þurfi þó ákveðið til- lit til staðhátta. í Vestmannaeyjum sé til dæmis hundrað ára hefð fyr- ir því að þorri bæjarbúa flytji bú- ferlum í Herjólfsdal meðan á hátíð- > inni stendur og erfitt geti því verið að framfylgja reglunum um aldurs- mark í Eyjum. Lögreglumenn á hverjum stað verði að meta hversu hart þeir eigi að ganga fram. samninganna er mjög sterk og það| verður gert tilkall til okkar um að, við fylgjum þeirri kröfu eftir hvern-. ig svo sem staðið verður að samn-. ingunum. í þröngri stöðu í efna- hagsmálum hlýtur áherslan að fær-, ast yfir á breytingu tekjuskiptingar- innar," sagði Ásmundur. Óskar Vigfússon sagði að lítil von væri um að ástandið batnaði heldur væri spáð samdrætti næstu fjögur árin. Sjá viðtöl á miðopnu. Verðlækkun á blómum AFSKORIN blóm hafa almennt lækkað í verði um 30% undan- farna daga vegna mikils fram- boðs en góð blómauppskera hef- ur verið hjá garðyrkjubændum í sumar. Ovíst er hvort blóm lækka frekar á næstunni. Hannes Kristmundsson hjá Blómaheildsölunni hf. sagði, í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að góð uppskera og mikið framboð á blóm- um væri helsta ástæða verðlækkun- arinnar. Hins vegar væri skortur á pottaplöntum og því stæði verð á þeim í stað. Hannes sagði að ómögulegt væri að spá nokkru um það hvort blómaverð lækkaði enn frekar á næstunni, allar slíkar breytingar væru háðar framboði og eftirspurn. „I fyrra var lágt verð á blómum mestallt sumarið vegna mikillar og stöðugrar framleiðslu. Vel getur verið að slíkt endurtaki sig í sumar og verðið fari ekki að hækka af alvöru fyrr en í septem- ber," sagði Hannes. Hjá Blómavali fengust þær upp- lýsingar að nú kostar ein rós í fyrsta flokki 195 krónur, nellikka 195 kr., gladíóla 200 kr. og sóllilja 260 kr. Blómvöndur með rósum og fresíum kostar 595 krónur eftir lækkunina. Nýju viðmiðunarreglurnar eru afrakstur starfshóps um útisam- komur, sem lauk störfum í fyrra- vor. í þeim er meðal annars gert ráð fyrir að í umsókn um skemmt- analeyfi skuli mótshaldarar taka skýrt fram um hvers konar sam- komu sé að ræða; hvort það sé almenn útihátíð, tónleikar eða dansleikir og gera ýtarlega grein fyrir dagskrá. „Varðandi tónleika- hald hefur komið fram af hálfu fjármálaráðuneytisins að greiða skal virðisaukaskatt af tónleika- haldi, nema fyrir liggi skrifleg undanþága frá fjármálaráðuneyt- inu," segir í reglunum. Upp hafa komið ýmis deilumál vegna greiðslu virðisaukaskatts af úti- samkomuhaldi. ' Kveðið er á um að í auglýsinga- herferð mótshaldara komi skýrt fram að áfengisbann sé á móts- svæðinu og leit að áfengi fari fram. Mótshaldara ber að leggja til gæzlumenn til að aðstoða lögreglu við áfengisleit. Reglurnar eru ýtarlegar og snerta ýmis framkvæmdaatriði, svo sem að hópferðabílstjórum, sem annast skipulagðar ferðir gesta á mótsstað, beri að sjá um flutning mótsgesta, sem vísað sé frá vegna of ungs aldurs. Hjalti Zóphóníasson segir að þessar reglur séu meðal annars settar vegna þess að margir for- eldrar hafi verið í vandræðum með unglinga undir sextán ára aldri, sem hafi heimtað að fá að fara á útisamkomur um verzlunarmanna- helgina. Nú leiki enginn vafi á því, að unglingum yngri en sextán ára verði ekki hleypt inn, og til- gangslaust sé fyrir yngra fólk að Höggmynd Sigurjóns í leit- irnar eftir rúma hálfa öld KOMIÐ er í leitirnar erlendis listaverkið Tveir knattspyrnu- menn eftir Sigurjón Ólafsson, myndhöggvara, en ókunnugt hefur verið um verustaðjþess í meira en hálfa öld. Ulfar Þormóðsson, forstöðumaður Gallerí Borgar, segist eiga von á því að listaverkið komi hing- að til lands síðla sumars eða á haustmánuðum og verði boð- ið falt. Úlfar sagði að forsaga málsins væri sú að við opnun sýningar á verkum Sigurjóns í Danmörku í vor hafi ekkja Sigurjóns kallað eftir upplýsingum um þetta verk Höggmynd Sigurjóns, sem ný- lega kom í leitirnar í Dan- mörku. Sigurjóns, Tveir knattspyrnu- menn, en það var gert árið 1936 og sýnt á sýningu í Danmörku árið eftir. Þá var verkið selt og misstu menn sjónar á því. Engin afsteypa var til af því og ekkert úm afdrif þess vitað fyrr en nú í vor að það kom í leitirnar. Höggmyndin er 105 senti- metrar á hæð og 100 sentimetr- ar á breidd. Úlfar sagði að það hefði verið í eigu sama einstakl- ings erlendis frá því það var selt og væri í mjög góðu ásigkomu- lagi. Þetta væri glæsiverk og að mörgu leyti tímamótaverk í list- sögu Sigurjóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.