Alþýðublaðið - 24.02.1959, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 24.02.1959, Qupperneq 1
 ★ ★★★★ Þetta er hann Haraldor Jafnmargir og allt árið sem lei. FIMMTÍU og fjórir dagar eru liðnir af árinu 1959. Þess- ir dagar hafa þó þeigar krafizt mikilla mannfórna af íslenzku þjóðinni. 58 manns hafa beð- SVIPMYNDIR AFSJÓNUM Myndasmiðurinn kærir sig ekki um að láta nafns síns getið. En myndirnar segja sína sögu úr lífi ís- lenzkra sjómanna. Þess vegna hefur Alþýðublað- ið ánægju af að birta þær. Og er ekki eins og sá með gogginn segi á neðstu myndinni; „Ójá, þetta er oftastnær kalsa- samt“. ið bana af ýrniss konar slys- förum og er það jafnmargt og allt síðasta ár, 1958. Sjóslys og drukknanir hafa svipt 44 menn lífi á tímabil- inu frá síðustu áramótum eða lielmingi fleiri en allt síðasta ár, en þá fórust 22 menn af þeim sökum. Einn hefur beðið bana í umferð'arslysi í ár, en 16 á síð astliðnu ári öllu. Níu banaslys eru skráð hjá Slysavarnafélaginu af ýmsum öðrum orsökum það sem af er árinu, þar af fjórir ungir menn í flugslysi. Árið 1958 eru 20 taldir hafa beðið bana af slysförum ýmissa orsaka. Er talan því þegar orðin jafn- há og eftir allt árið sem leið. Þessar slySfarir samsvara því hlutfallslega, að Banda- ríkjamenn misstu um 60 þús- und mannslíf á sama tíma, þar eð þeir eru rúmlega þúsund sinnum fleiri en Islendingar. Pasternak UPI. — Ég tek ekki aftur eitt orð af því, sem ég skrifaði í Doktor Sívagó og það' gleður mig að bók mín skuli vera lesin um heim allan, sagði Nóbels- verðlaunahöfundurinn Boris Pasternak í viðtali við bandarískan blaða- mann fyrir skömmu. — Með hverri kynslóð verða að vera menn, sem segja sannleikann og túlka hann eins og hann er í raun og veru. Doktor Sívagó er ekki pólitísk bók og átti ekki að vera, en í augum Soyétstjórn- arinnar eru allar bækur, sem ekki þjóna sovétá- róðrinum, pólitískt nei- kvæðar. Því hefur verið haldið fram, að sænska akademían hafi valið bók mína í pólitískum til- gangi. Ég ætti manna bezt að vita, að akademí- an var að meta lifsverk skálds. 40. árg. — Þriðjudagur 24. febrúar 1959 — 45. tbl. Þjóðleikhúsið hleypig nýju barnaleikriti af stokk- unum næstk. fimmtudag. Hér er Haraldur Björns- son, eins og hann kemur fram í leikritinu. Það er reyndar íslenzkt, og nán- ar segir frá því á 12. síðu. lundurdufl í vörpuna í FYRRINÓTT fékk togar- inn Svalbakur tundurdufl í vörpuna og fór með það inn til ísafjárðar. Þangað fór svo læzluflugvélin Rán með tund- urduflasérfræðing landhelgis-. gæzlunnar, Gunnar V. Gísla- son, skipstjóra, er gerði duflið óvirkt. • 0éð.i?r afii iandheliisbrgóli EINS og kunnugt er hafa brezku herskipin hér við land undanfarið haldið uppi tveim- ur verndarsvæðum fyrir Aust- urlandi, til ólöglegra veiða fyr- ir brezku togarana. Mjög lítil veiði hefur verið á þessum slóð um og fáir togarar nema mjög langt utan fiskveiðimarkanna. Nú hefur hins vegar sú breyt ing orðið á svæðunum, að þau hafa verið flutt sunnar, þannig að annað er frá Ingólfshöfða að Hrollaugseyjum, og hitt frá Stokksnesi að Papey. í gær- morgun vom 5 togarar á fyrr- nefnda svæðinu og 3 á hinu síðara. Svæðanna gæta 3 til 4 brezkir tundurspillar og auk þess er þar birgðaskip. A.*"i var góður hjá sumum skipanna. Alls munu vera um 30 brezkir togarar fyrir suðausturlandi, langflestir á svonefndum Kidn- ey banka ,sem er lahgt undan landi. Annars staðar við ísland hefur brezku togaranna, hins vegar ekki orðið vart. (Tilkynning frá Landhelgisgæzlunni). ÍJNDANFARIN ár liafa sölu samtök fiskframleiðenda feng' ið sívaxandi kvartanir erlend' is frá, vegna gallaðrar franv leiðslu, sem oftast hefur mátt rekja til lélegs eða skemmds hráefnis. En aðalor- sökin fyrir þessu er breytt veiði tækni, þ.e.a.s. aukin netaveiði. Þetta ástand í fiskframleiðslu okkar er því alvarlegra, vegna jafnvel þess að helztu keppinautar okk ar á heimsmarkaðinum leggja nú allt kapp á að vanda fram- leiðslu sína. Með hliðsjón af þessum stað- reyndum skipaði sjávarútvegs- málaráðuneytið á s. 1. hausti 6 manna nefnd samkvæmt marg- endúrteknum tilmælum frá samtökum sjávarútvegsins, til þess að kanna, hvort æskilegt væri að stofna til mats á nýj- um vinnslufiski. Nefnd þessi, sem kallast Ferskfisknefnd, skilaði síðan áliti, þar sem lagt var til, að stofnað yrði til eftir- lits á þessari vertíð með nýjum bátafiski. Ráðuneytið fól síðan nefnd- -inni að hefja slíkt eftirlit til reynslu. Rannsóknastofa Fiski- félags íslands fer með yfir- stjórn þess og er eftirlitið þeg- ar hafið í helztu verstöðvum. REGLUR UM NETAFJÖLDA. Eitt af því, sem nefndin lagði til, var að settar yrðu ákveðn- ar reglur um þann netafjölda, sem vertíðarbátar mættu hafa í sjó. Óhóflegur netafjöldi er að Framhald á 2. síðu. Fæddi barn ÞAÐ vildi til hér í Reykjavík í fyrrinótt, að kona nokkur fæddi barn í sjúkrabifreið. Var konan á leið til fæðingarheimilis Guðrún ar Halldórsdóttur er fæð- inguna bar að höndum. Fór allt vel þrátt fyrir erf iðar aðstæður, enda fékk konan skömmu síðar nauðsynlega aðhlynningu á fæðingarheimilinu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.