Alþýðublaðið - 25.02.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.02.1959, Blaðsíða 1
200 lonn voru send III Kanada Við biðjum lesendur okkar af- LOGÞING FÆREYJA sam- þykkti í gær samkomulag rík- isstjórna Danmerkur og Bret- lands um fiskveiðitakmörk við Færeyjar. Var frumvarp þar að lútandi samjþykkt með 18 at- kvæðum í Lögþinginu í gær. — Þingmenn Þjóðveldisflokksins greiddu atkvæði á móti en full trúar Fólkaiflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. iSam.k'væmt hinu nýja sam- komulagi, sem' bint var samtím is í Kaupmannahöfn, Þórshöfn og London í gær, verður fisk- veið'ilögsagan við Færeyjar 12 sjómílur, en brezkum togurum iieylft að veiða innan sex sjó- milna takmörkum', en togveið- ar annarra þjóða bannaðar á því svæði. Færeysk togveiði- skip fá' að veiða innan fiskveiði takmarkanna eftir vissum regl- um. Talsmaður u,tanrikisráðuneyt , isins í Londion sagði að Bretar hefðu fallizt á sex mílna tak- mörkun af því að Færeyingar væru hláðlari fiskveiðum en aðr ar þjóðir og auk þess vildi brezka stjórnin sýna að hún óskaði eftir samkomulagi um fiskveiðar í Norðunhöfum. Fuiltrúar togaraeigenda eru óánægðir með samkomulagið. Sir Farndale Fhillips formaður brezkra togaraeigenda lét svo umimælt að þetta samikom'Ulag væri gert af ríkissitjórnum við- komand'i aðila og togaraeigend- ur ættu engan þátt í því. ÞAU voru svo skemmti- leg á svipinn, þessi þrjú, * að við máttum til með að birta þau í einni kippu. Það þarf naumast að kynna þau: Brigitte Bar- dot, Jerry Lewis og hinn eini og óviðjafnanlegi Anastas Mikojan, varafor sætisráðherra Sovétríkj- anna. Brigitte komst í heimsfréttirnar þegar það vitnaðist, að í næstu myndinni hennar klæddi hún sig ekki úr einni ein- ustu spjör — alveg dag- satt, Hún leikur kven- dáta, eins og hjálmurinn ber með sér, og þrammar um í cinkennisbúningi til myndarloka. Jerry varð hins vegar blaðamatur, þegar Mikojan ferðáðist um Bandaríkin og heim- sótti Hollyvvood. Þar tóku þeir tal saman, skopleik- arinn og ráðherrann, og árangurinn varð þessi ó- viðjafnanlega frétta- mynd. MHWWHHHHWmmHM Moskva, 24. febr. (NTB- Reuter). — NIKITA Krústjov, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, vísaði í dag á bug tillögu Vesturveldanna um utanríkis- ráðherrafund stórveldanna til að undirbúa sameiningu Þýzka lands, og lagði í þess stað til, að æðstu menn stórveldanna komi saman og reyni að leysa Þýzkalandsmálið, öryggismál Evrópu, bann við vetnisvopn- um og draga með því úr spennu úr alþjóðamálum. Krústjov setti fram þessa til- lögu á fundi með fulltrúum kjósenda sinna, sem haldinn var í Kreml. Hann sagði m. a. að Sovétstjórnin væri fús að gera griðasáttmála við Breta til tuttugu ára og jafnvel lengur, og einnig að semja við bá um menningarleg og efna- hagsleg samskipti til langs tíma. ÞÝZKALAND ERFIÐASTA VANDAMÁLIÐ. Krústjov kvað Þýzkalands- málið vera erfiðasta vandamál- ið, sem við væri að stríða. Það vrði ekki leyst nema með samn ingum milli ríkisstjórna beggja hluta Þýzkalands. Hann sakaði Adenauer, kanzlara Vestur- tiýzkalands, um að standa í vegi fyrir lausn þess og sagði að hann breytti gegn kristnum kenningum, þar eð hann ósk- aði frekar eftir stríði en friði. Einnig réðst Ki'ústjov harka- lega á íranskeisara og sagði, að hann hefði hafið samninga- makk við Bandaríkin á sama tíma og sovézk sendinefnd var stödd í íran í þeim tilgangi að efla vinsamlega sanjbúð land- anna. Krústjov kvað Sovét- stjórnina hafa í höndunum varnarsamning Persa og Banda ríkjamanna og fylgjast mjög náið með öllu ráðabruggi þeirra. BERLÍN GETUR LEITT TIL STYRJALDAR. Krústjov gagnrýndi harðlega tillögur Vesturveldanna frá 16. Framhald á 3. slðu. Krústjov VIÐ gerum okkur vonir um, að útflutningur takist á ís- ienzku sementi , sagði Jón Vestdal, forstjóri Sementsverk- smiðju ríkisins, er Alþýðublað- ið ræddi við hann í gser. Hafa sýnishorn þegar verið send til Kanada og Nigeriu í Afríku. Jón tók það skýrt fram, að eðlilega yrði aðeins um útflutn- ing á þeirri framleiðslu að ræða, sem ekki þyrfti að nota hér innanlands. 200 TONN TIL KANADA, Jón kivað nok'kuð stóra send- ingu hafa farið til Kanada, eða 200 tonn. Sagði Jón, að ekki hefðu borizt neinar bvartanir og mætti telja, að íslenzka sem- entið líkaði vel. Ekkert kvað hann þó ennlþá endanlega afréð- ið urn útflutning'inn'. SANDDÆLINGIN GENGUR ILLA. Fréttamiaður blaðsins innti Jón eftir því, hvernig Sansu hefði gengið sanddælimgin und anfarið. Kvað Jón hana hafa gengið illa vegna veðurs. Hefur skipið getað aðhafzt sáraTítið enn sem komið er. Hefur skip- ið legið dögum saman í Reykjh Framhald i 3. si9u. en vegna truflana á pappírsafgreiðslu frá Finnlandi er 12 síðna pappír blaðsins þrotinn. Það sem verra er: 12 síðna pappírsrúllur eru ekki fáanlegar í landinu, og við höfum því ekki getað ,,slegið“ hin blöð- in, sem líka eru að verða uppiskrappa. Af þessu leiðir, að við erum að- eins átta síður í dag. En við ætlum að bæta les- endum okkar upp, hev endum okkar upp, hve A morgun verður blað ið sextán síður, og svo verður annan hvorn dag, unz hin langþráða pappírssending kemur til landsins. Það verður — vonum við — eftir svo sem hálf an mánuð. Fús að gera ekki-árásarsamning við Breta

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.