Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 9
MORGUNiBIiADlÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 9 Dictaphone A Pitney Bowes Compony • Gæðatæki til hljóðupptöku, afspilunar og afritunar • Fagleg hönnun • Vandaðar upptökur • *éd*«<rfónn et 0'\c^ Umbod á íslandi: OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 105 Reykjavík Simar624631/624699 ★ Pitney Bowes- póstpökkun Mjög hentug fyrirtækjum, bæjarfélögum, stofnunum Brýtur blaðið, setur i umslag og lokar þvf OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sfmar 624631 / 624699 Nú eru raunvextir á spariskírteinum ríkissjóðs í áskrift 8,1%. Pantabu áskrift núna og þá færbu þessa háu vexti, á þeim skírteinum sem þú kaupir til áramóta, þótt vextir lækki aftur síbar á árinu. Hringdu eða komdu t Seðlabanka íslands eða Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og pantaðu áskríft að spariskírteinum ríkissjóðs. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 sími 91-699600 Kringlunni, simi 91- 689797 Innblásturiim kom að austaii í einni af forystugrein- um danska dagblaðsins Berlingske Tidende 27. júlí síðastliðinn er fjallað um frásögn þýska viku- blaðsins Der Spiegel af þeirri iðju útsendara Austur-EvrópurQqanna að dreifa falsupplýsing- um á Vesturlöndum. Þar segir meðal annars: „Aðeins þeir barnaleg- ustu hafa orðið undrandi yfir hinum svokölluðu afhjúpunum þýska viku- blaðsins Der Spiegel. Fyrrum útsendarar aust- urblokkarinnar viður- kenndu þar, að starf þeirra hefði að hluta til falist í því að koma fals- upplýsingum á framfæri á Vesturlöndum í þvi skyni að vekja upp gagn- rýni og valda óstöðug- leika. Þessi iðja bar einnig ávöxt í Danmörku, þar sem útsendaramir sáðu og plöntuðu. Poul Soga- ard, fyrrum vamarmála- ráðherra jafnaðar- manna, sagði, að þing- menn Sósíalska þjóðar- flokksins og Vinstrisósía- listanna hefðu verið iðnir við að leggja fram fyrir- spumir, sem gert gátu herinn tortryggilegan. Og Poul Sogaard er eins og allir skyni bomir menn sannfærður um, að innblásturinn hafi að talsverðum hluta komið að austan. Stj órnmálamenn vinstriflokkanna visa því vafalaust á bug, að þeir hafi verið misnotaðir. En þeir geta samt sem áður hafa verið notaðir, hvort sem þeir gerðu sér þ'ósa eða óljósa grein fyrir uppruna innblástursins. Það er heldur ekkert skrýtið, að menn noti allt sem hönd á festir til að vinna pólitískri sannfær- ingu sinni brautargengi. Sé maður á móti fram- lögum til vamarmála og Atlantshafsbandalaginu, gerir maður allt sem unnt er tíl að ófrægja herinn. í landi þar sem ríkir lýðræði og upplýs- ingafrelsi hafa kjósendur svo möguleika á að láta skoðun sina í ljós. Það Ekki þungar áhyggjur Danska dagblaðið Berlingske Tidende hefur ekki þungar áhyggjur af uppljóstr- unum um að þýska öryggislögreglan Stasi hafi fengið danska þingmenn til að leggja fram spurningar á danska þinginu sem voru til þess fallnar að reka fleyg í varnarsamstarf vestrænna ríkja. Ekki sé skrýtið, að menn noti allt sem hönd á festir til að vinna pólitískri sannfæringu sinni brautargengi. hefur haft í för með sér að vinstrisósálistunum og kommúnistum hefur ver- ið vísað á brott úr þing- húsinu í Kristjánsborgar- höll og vinstri flokkunum hefur almennt gengið hræmulega í nokkrum síðustu kosningum. Að- eins Sósíalska þjóðar- flokknum hefur tekist að halda í umtalsverðan stuðningsmamiafjölda. En sá flokkur er reyndar orðinn svo borgaralegur, að honum á áreiðanlega eftir að skjóta upp sem fullgildum samstarfsað- ila í vamarmálunum." Frani bræður þaðdagar núsenn í forystugrein norska dagblaðsins Aftenposten 27. júli síðastliðinn er fjallad um nýafstaðinn rniðstj ómarfund Komm- únistaflokks Sovétríkj- anna og stefnuskrárdrög þau sem Míkbail Gorb- atsjov, aðalritari flokks- ins, lagði fram og sam- þykkt voru á fundinum til framhaldsumfjöllunar á fiokksþinginu í haust. Þar segir meðal annars: „í stefnuskrárdrögun- um er marxismanum gert svo lágt undir höfði að segja, að hann sé „ein af mörgum uppsprettum nútima sósíalisma". Ekki er lengur gerð krafa tíl, að hann sé hin eina og rétta kenning. Leninism- inn heldur ekki sinum fyrra sessi heldur. Þar sem hann gerir kröfu til óskoraðs einkaréttar á bæði sannleika og valdi, er hann ósamrýmanlegur markmiðunum um fjöl- flokka samfélag, sem Gorbatsjov og meirihlutí miðstjómarinnar kenna sig nú við. En að einu leytí bera sovéskir kommúnistar við að verja miðstjómar- hugmynd Lenins, jafnvel þótt styttur af honum séu látnar víkja. Þeir hafa biásið til bardaga gegn tilskipun Boris Jeltsins, forseta Rússlands, um bann við stjómmálastarf- semi í fyrirtækjum, stofnunum og í opinber- um jafnt sem óopinber- um samtökum. Það er einmitt starfsemi af þessu tæi, sem fært hefur flokknum hvað mest og víðtækust áhrif. Hún hef- ur gert flokkskjamanum auðvelt um vik að stjóma nærfellt öllu sem gerst hefur á hveijum vinnu- stað og reið baggamun- inn þegar flokkurinn vaim að því að treysta stöðu sína eftir valdatök- una árið 1917. Með tilskipun sinni hefur Jeltsín, sem eitt sinn áttí sætí i ailsráðandi miðstjóm kommúnista- fiokksins, framkvæmt það, sem nýju valdhaf- aniir í fyrrverandi Var- sjárbandalagsrilgum létu verða sitt fyrsta verk eft- ir umbyltingamar haust- ið 1989. Vængstýfing rússneska þjóðhöfðingj- ans gat aldrei orðið vin- sæl meðal flokksbrodd- anna. Og þar með virðist séð, að til nýs uppgjörs hlýtur að draga milli Jeltsins og Gorbatsjovs síðar á árinu.“ Kúbuferð Mandela mis- tök Svenska. Dagbladet veltir suður-afrískum málefnum fyrir sér í leið- ara 27. júlí: „Umheimurinn bregst réttilega mjög neikvætt við þvi að upp hefur kom- ist um umsvifamiklar fjármagnstilfærslur frá suður-afrísku ríkisstjóm- inni tíl Inkatha-frelsis- flokksins. En það em ekki bara de Klerk for- setí og Buthelezi, for- ystumaður Inkatha, sem eiga það skilið að sæta skoðun. Siðastíiðinn fimmtu- dag kom Nelson Mandela ásamt eiginkonu sinni til Kúbu til að vera við- staddur „hátíðahöld" í tilefni kúbversku bylting- arinnar. í Ijósi ástandsins í Suður-Afríku og hinnar viðkvæmu spumingar um fjölda kommúnista í Afriska þjóðarráðinu hefði líklega verið vitur- legra fyrir Mandela að vera um kyrrt heima fyr- ir i stað þess að vingast við einræðisherrann Kastró." REGLULEGUR SPARNAÐUR - ASKRIFT Smátt og smátt eignast þú þinn eigin fjársjóð Það átta sig ekki allir á því hversu stór sjóður getur myndast þegar reglulega er lagt fyrir á löngum tíma. Upphæðin þarf ekki að vera há, mestu máli skiptir að byrja tímanlega að spara. Hjá VÍB bjóðast einfaldar og þægilegar leiðir til mánaðarlegs sparnaðar. Hægt er að velja á milli ýmissa ávöxtunarleiða og sjá ráðgjafar VÍB um að finna þá leið sem best hæfir hverjum. VÍB annast síðan vörslu verðbréfanna og sendir reglulega út yfirlit yfir innborganir og stöðu eigna. Verið velkomin í VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.