Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 13
®Óseyri4, Auðbrekku 2, Skeifunni 13, J Akureyri Kópavogi Reykjavik S<enguryera settr MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JULI 1991 Afsal á fullveldi er það eftir Jóhann Þórðarson í umræðum sem fram fóru í sjón- varpinu 9. þ.m. um hinn væntanlega samning um Evrópska efnahags- svæðið EES fullyrti utnaríkisfáð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson, að samningur þessi hefði ekki að geyma ákvæði um afsal á fullveldi Islands. í beinu framhaldi af þess- ari fullyrðingu sagði hann að við værum að sækjast eftir því að fá samningsbundna aðild að samningi um aðild að tollfrjálsum viðskiptum með vörur, hafa einn sameiginlegan fjármagnsmarkað og vinnumarkað. Síðan sagði utanríkisráðherra orð- rétt og vil ég undirstrika það: „um þetta gilda lög og reglur Efna- hagsbandalagsins." Þama viðurkennir utanríkisráð- herra að verið sé að framselja lög- gjafarvaldið til erlends aðila, það er alveg ljóst þvert á gagnstæða fullyrðingu. Þessi lög sem ráðherr- ann vitnar til eru upp á 11.000 bls. Lagasafnið okkar er upp á 1359 bls. Lög þau sem ráðherrann er að sækast eftir fjalla um málaflokka, sem hafa hvað mest áhrif á okkar efnahag og lífsstíl, þ.e. vinnurétt okkar, viðskipti og peningamál. Við eigum með þessu að láta erlenda aðila segja okkur hvernig við eigum að haga okkur við framleiðslu á vörum okkar (fragt er danska dæm- ið er varðaði það að Danir máttu ekki framleiða gúrkur nema þær væru með þeirri lögun sem EB sam- þykkti.) Varðandi vinnurétt vil ég benda á það sem dæmi að t.d. lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum yrðu að víkja fyrir lög- unum hjá EB. Eigum við að treysta betur á að erlendir aðilar hafi betri yfirsýn yfir hvaða reglur sem að þessu lúta henta best íslenskum launþegum. Getum við sætt okkur við þau lög sem utanríkisráðherra sækist svo mjög eftir, samin af út- lendingum og varða fijálsan flutn- ing á vinnuafli milli aðildarríkja EES og heimila að hingað komi hópar útlendinga frá EB löndum og taki t.d. tímabundna vinnu, sem hér býðst t.d. vegna stórra verka með þeim afleiðingum að íslending- ar missa af vinnu og yrðu þá að ganga um atvinnulausir. Þarna gæti íslensk verkalýðshreyfing engu breytt, þar sem hún yrði áhrifalítil við ákvarðanatöku um félagsleg mál innan EES, sökum þess að lög og reglur sem utanríkis- ráðherra er að sækjast eftir hindr- uðu það. Ég vil biðja forráðamenn í launþegahreyfingunni og alla sanna Islendinga að hugleiða þetta rækilega. Því hefur verið haldið fram af þeim sem aðhyllast EES að ekki sé mikil hætta á því að vinnuafl frá EB löndum myndi koma til íslands í atvinnuleit. Þessu vil ég svara á þann hátt að benda á frétt sem kom í hádegisútvarpinu 18. des. s.l. þar sem skýrt var frá því að 7. hver íbúi í EB löndunum byggi við fátækt. Mér sýnist ljóst að aðeins sá þáttur fjórfrelsisins sem snýr að fijálsum flutningi vinnuafls milli landa mundi taka brauðið frá íslenskum börnum. Ég hef nú ekki trú á því að utanríkis- ráðherra geri sér grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er enda hefur hann oft misskilið hvað fer fram á fundum EB og EFTA. Ég vil nefna dæmi um það að 6. mars sl. kom frétt í Morgunblaðinu er fjallaði um viðræður ráðherra EFTA og EB um veiðiheimildir til handa EB upp á 30.000 tonn af þorskígildum í Éyst- rasalti og norðan 62. breiddargr- áðu, þá taldi Jón Baldvin að það væri rétt hjá forsvarsmönnum sjáv- arútvegs innan EB að þessi veiði- heimild félli ekki undir íslenska lög- sögu. (ísland hefur fram að þessu verið norðan 62. breiddargráðu held ég að flestir telji). Síðan kemur frétt um sama efni í Morgunblaðinu 8. mars sl. og er hún þvert á það sem Jón Baldvin sagði tveimur dögum áður, þar segir svo: „Framkvæmda- stjóm Evrópubandalagsins lítur svo á að þær kröfur sem settar verða fram um veiðiheimildir í samningn- um við ríki Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) eigi ekki síður við um Islandsmið en fiskimið Norð- manna og Svía...“ Nú er þess skemmst að minnast eftir þeim fréttum sem bárust af ráðherra- fundinum í Lúxemburg sem haldinn var um miðjan júnf sl. þá upphófust miklar deilur um það milli manna hvað hefði gerst á fundinum. Þetta er afleitt þegar litið er á það að verið er að íjalla um mjög alvarleg málefni. Fleiri dæmi um óljósar fréttir af ályktunum funda í sam- bandi við EES samninginn mætti tína til. Jón Baldvin sagði í tilvitn- uðu sjónvarpsviðtali að dómstóll EES mundi dæma um þann ágrein- ing sem risi út af samningi þessum og þá í samstarfi við EB dómstól- inn. Hvort hér væri um að ræða framsal á dómsvaldi svaraði Jón Baldvin sér sjálfum á þann hátt að í raun og veru væri ekki hægt að segja það. Hér er um rakalausa fullyrðingu að ræða og þarf engan lögspeking til að sjá að hér er um að ræða erlendan dómstól sem dæmir eftir erlendum lögum. Þessi dómstóll dæmir ekki einungis um ágreiningsefni milli aðildarríkja heldur getur einstaklingur eða lög- aðili búsettur í aðildarríki verið að- ili að máli, þannig að það er hægt að sækja mál á hendur honum þar án þess að mál sé rekið fyrir t.d. íslenskum dómstól. Ef þetta er ekki valdaafsal þá veit ég ekki hvað það er. Meginhlutinn af því sem fram kom hjá utanríkisráðherra var í raun viðurkenning á því að EES samningurinn eða drögin að honum hafí að geyma fullveldisafsal. Vegna þeirra orða sem utanríkis- ráðherra lét frá sér fara í umrætt sinn og oft í fjölmiðlum þess efnis að við værum ekki að afsla sjálf- stæðinu þá er tvennt til það er i fyrsta lagi það að utanríkisráðherra geri sér ekki grein fýrir því hvað felst í drögum að EES samningn- um, hinn möguleikinn er sá að ut- anríkisráðherra sé búinn í sínum Sumarmót Hvíta- sunnumanna Um Verslunarmannahelgina verður haldið árlegt mót Hvíta- sunnumanna í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Mótið stendur yfir frá fimmtudagi til mánudags. Dagskrá verður fjölbreytt með mikilli tónlist og góðum fræðurum sem flytja erindi um Biblíuna og samtímann. Gestur mótsins verður Aril Edvardsen frá Noregi sem um daginn var kynntur á síðum Morg- unblaðsins sem „dómsdagsprédik- ari“ þar sem hann talaði gegn Evr- ópubandalaginu. Mótið er bindindis- mót og fjölskyldusamvera. Öllum er fijálst að koma og eyða með okkur helginni. Hægt er að tjalda og kaupa tilbúinn mat á staðnum. (Frétttatilkynning) ------HH------- Leiðrétting í frétt í Morgunblaðinu í gær um rallmót á Sauðárkróki misritaðist nafn eins keppandans. Hann heitir Þórhallur Matthíasson en ekki Þor- steinn. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. \/IKÚ 1pg5Sn %00. m „Meginhlutinn af því sem fram kom hjá ut- anríkisráðherra var í raun viðurkenning á því að EES samningur- inn eða drögin að hon- um hafi að geyma full- veldisafsal.“ huga að breyta skilgreiningunni á því hvað er fullvalda ríki. Ég hugsa að það eigi ekki fýlgi margra íslend- inga að breyta skilgreiningu á því hvað er sjálfstætt ríki. Við viljum að þeir fulltrúar sem við kjósum til að fara með völd í það og það sinn þurfí ekki að spyija yfírþjóðlega aðila hvað þeir eiga að gera, vald sitt fá þeir frá okkur. Af þeim fréttum sem berast er alveg ljóst að EES samningurinn er biðsalur að EB. Ég vil benda á það sem Uffe Elleman Jensen ut- anríkismálaráðherra Dana benti á í grein í Morgunblaðinu 23. mars. sl. að viðræðurnar um EES milli EFTA og EB sé aðeins skiptistöð á leiðinni að þátttöku að víðtæku samstarfi. Athyglisvert er það sem fram kemur hjá ráðherranum að umræður þessar séu í raun æfing í að taka inn ný aðildarlönd í EB. Hann bendir á að EES samningur- inn geti fleytt okkur í gegnum ákveðið skeið. „En annað og meira en millibilsástand verður það ekki.“ Þama höfum við það, inn í EB skul- um við fara á það er augljóslega stefnt af sumum ráðamönnum okk- ar. Heyrst hefur að fyrirhugað sé að næsti fundur um EES samning- inn eigi að fara fram 28. eða 29. þ.m. og þá sé stefnt á því að ut- anríkisráðherrar undirriti samning þennan. Það er nokkuð kaldhæðnis- legt ef þessi undirritun færi fram 28. júlí, það er á þeim degi þegar íslendingar fyrir 329 árum undirrit- uðu í Kópavogi samning þess efnis að Danakonugur skyldi vera ein- valdur á íslandi. Þá féllu tár um hvarma þeirra sem undirrituðu enda var þeim bent á fallbyssukjaftana ef þeir hikuðu við að rita nafn sitt. Látum ekki svipað ólán henda okk- ur. Ég vil að lokum benda á kafla úr stofnskrá Sjálfstæðisflokksins frá 25. maí 1929 en þar segir: „Að vinna skuli að því að undirbúa það að ísland taki að fullu öll mál í sin- Jóhann Þórðarson ar eigin hendur og gæði landsins til að nota fyrir landsmenn eina jafnskjótt og 25 ára samningstíma- bili sambandslaganna er lokið.“ Ég vona að -meirihlti sjálfstæðismanna í dag vilji halda þesu merki forvera sinna á lofti. Islendingar, haldið vöku ykkar nú eru blikur á lofti. Við viljum frelsi í viðskiptum hvar sem er í heiminum, við viljum ekki einangra okkur innan tollmúra EB. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.