Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 15 0HITACHI 'A990- ryÖ ÖÓ® Í/SKJA- tiiboo ....A MEÐAN BIRGÐIR ENDAST! ...fcUT ftD 50% VíRDUtKKUMJI fíRÐATItWUMl RONNING Frá útihátíð í Galtalækjarskógi Fólksbíla- og jeppakerrur Fólksbílakerra, burðargeta 500 kg, 13" dekk. Jeppakerra úr stóli, burðargeta 800 og 1500 kg., með eða án bremsubúnaðar. Allar gerðir af kerrum, vögnum og dráttarbeislum. Allir hlutir I kerrur og vagna. Veljum íslenskt. ^VÍKURVAGNAR Laufbrekku 24 (Dalbrekkumegin), 200 Kópavogi, símar 43911 og 45270. þessari helgi til útivistar og skemmtunar með bömum sínum án áfengis er ekki við því að bú- ast að breyting verði til batnaðar á drykkju unglinga á útisamkom- um. Höfundur er stjórnarmaður í Vímulausri æsku. POIVRE BLANC* FRANSKIR BÓMULLARBOLIR. EITT AF VINSÆLUSTU MERKJUNUM í DAG í FRAKKLANDI. FRÁBÆRIR LITIR. MEIRIHÁTTAR MYNDIR. FYRSTA FLOKKS BÓMULL. •ÞÝÐING: HVÍTUR PIPAR Yerður barnið þitt á útihátíð um verslunar- mannahelgina - í fylgd með foreldrum? POIVRE B LANC Útsölustaðir: Reykjavík og nágr: Útilíf, Rvk; Bangsi, Rvk; Hummel-búðin, Rvk; Sportlínan, Kópavogi; Músik og sport, Hafnarfirði. ' Landið: Sportbúð Óskars, Keflavík; Óðinn, Akranesi; Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi; Sportúsið, Akureyrí; Sporthlaðan, ísafirði; Litli bær, Stykkishólmi; Krakkakotið, Sauðárkróki; Torgið, Siglufirði; Við lækinn, Neskaupstað; Axel Ó, Vestmannaeyjum; Orkuverið, Höfn; Blómsturvellir, Hellissandi. Heildversl. SPÖRT eftir Árna Einarsson Útisamkomur um verslunar- mannahelgar eru fyrir löngu orðn- ar fastir liðir í skemmtanalífí ís- lendinga. Yfírbragð þeirra hefur þó lengi fari fyrir bijóstið á mörg- um vegna mikils drykkjuskapar. Sérstaklega hefur mikil drykkja ungmenna sett leiðinlegan svip á margar þeirra. Eftir verslunar- mannahelgar á hveiju ári þykir mörgum að nóg sé komið og að svona nokkuð megi ekki endurtaka sig. Nú verði að grípa í taumana því að ástandið sé óviðunandi. Börn í fylgd með fullorðnum Síðustu ár hafa þessar raddir styrkst og í ár er stefnt að fyrstu almennu tilrauninni til að stemma stigu við drykkjuskap á útisam- komum um verslunarmannahelgi. Annars vegar á að hnykkja á því áralanga markmiði að þær séu án áfengis og hins vegar það nýmæli að meina börnum undir 16 ára aldri aðgang nema í fylgd með fullorðnum. Líklega eru flestir sáttir við fyrrnefnda atriðið, a.m.k. í orði, en um reglurnar um lág- marksaldur samkomugesta eru hugsanlega skiptari skoðanir. Góður árangur í Galtalæk Eins og gengur hitta þessar reglur, eins og aðrar, fólk misjafn- lega fyrir. Gagnvart sumum sam- komuhöldurum eru þær ástæðu- lausar. Á það einkum við um að- standendur Bindindismótanna í Galtalæk, sem tekist hefur svo undrun sætir að halda yfirbragði þeirra til fyrirmyndar þó að áfengi skjóti þar upp kolli. Fyrir þá sem standa að þeim mótum eru hertar reglur um lágmarksaldur gesta varla kappsmál enda vandamál vegna drykkjuskapar unglinga þar hverfandi samanborið við flesta aðra staði. Sár reynsla undanfarinna ára Sú ákvörðun að hleypa ekki börnum undir 16 ára aldri inn á útisamkomumar eftirlitslausum er byggð á sárri reynslu undanfar- inna ára. Hún er tilraun^ til að bæta úr slæmu ástandi. Ástandi sem m.a. lýsir sér í því að á hveiju ári kemur til slagsmála og líkams- meiðinga á þessum samkomum og skemmdarverk eru unnin á eigum fólks. Kveikt er í tjöldum eða þau skorin sundur, svo að dæmi séu nefnd. Nauðganir em á þessum lista þó að þær hafi ekki farið hátt. Starf gæslumanna á samko- munum felst ekki síst í því að koma útúrdrukknum og jafnvel meðvitundarlausum ungmennum til hjálpar þar sem þeir liggja á víðavangi kaldir og blautir. Koma þeim í skjól, hlúa að þeim og næra þá. Ekki er að sjá að ferðafé- lagar þessa fólks hafí af þeim miklar áhyggjur, hafa enda oft litla rænu sjálfir, a.m.k. ekki til skiptanna. Það segir sína sögu af þessum samkomum að gæslufólkið skuli hveiju sinni jafnvel prísa sig sælt með að enginn hafi dáið það árið. Hér er á ferðinni mannleg niðurlæging í sinni verstu mynd. Foreldrar! Farið með börnum ykkar á útihátíð En umrædd reglugerð dugir ekki ein til að uppræta þá miklu drykkju sem hefur tíðkast um þessa helgi. Þar þurfa samkomu- haldarar og foreldrar einnig að „Ef foreldrar geta sjálf- ir ekki hugsað sér að verja þessari helgi til útivistar og skemmtun- ar með börnum sínum án áfengis er ekki við því að búast að breyting verði til batnaðar á drykkju unglinga á úti- samkomum.“ koma til. Samkomuhaldarar með því að framfylgja reglum um með- ferð áfengis og ölvun á almanna- færi, ekki aðeins hjá börnum og unglingum, og foreldrar með því einfaldlega að fara með börnum sínum á útihátíð um þessa helgi, ef þau óska eftir að fara á úti- hátíð. Að öðrum kosti að koma þeim í umsjá annarra ábyrgra full- orðinna sem fara á sama stað. Það er ábyrgðarhluti að senda börn sín á margra daga fjöldasam- komu fjarri heimili án þess að litið sé til með þeim. Það þætti t.d. ósvinna í íþróttaferðalögum. Það bætir ekki úr skák þó að slíkt hafi viðgengist í mörg ár. Upp- skeru þess höfum við séð á undan- gengnum samkomum. Mótshald- arar verða að framfylgja þeirri skyldu sinni af einlægni að sam- komumar séu áfengislausar. Sé samkoma auglýst sem slík eiga allir sem á hana koma heimtingu á að svo sé. Gildi fordæmis Foreldrar verða að taka höndum saman og leggjast á eitt við að breyta ímynd útihátíða á íslandi. Það er löngu tímabært að útisam- komur um verslunarmannahelgar verði í raun fjölskyldusamkomur án áfengis; samkomur þar sem ekki er þörf á aldursákvæðum til verndar börnum og unglingum. Samkomur sem ýta undir og grundvallast á mannlegri reisn í hvívetna. Gildi fordæmis verður seint of- metið og ágætt að hafa það hug- fast að það læra bömin sem fyrir þeim er haft. Ef foreldrar geta sjálfír ekki hugsað sér að veija itbhV’i'ldfjL/ ! ctm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.