Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 25 ELFA IVQRTICEl viftur til allra nota mannaeyjum og var Helgafells- hlaup aukagrein (úr Herjólfsdal, kringum Helgafell og inn í Heijólfs- dal). Jóhann varð þriðji í eftir Karli Sigurhanssyni og Magnúsi Guð- björnssyni. Þannig mætti draga upp á yfirborð minninganna brot úr afrekssögu Johanns, en slíkt er ófáanlegt hjá íþróttamanninum sjálfum. Um þriggja ára skeið var Johann í íþróttaráði Reykjavíkur en það var fyrir tíð íþróttabandalags Reykjavíkur og Fijálsíþróttasam- bands íslands og því nógar annir. Fram til 1938, að Johann gerðist dreifingarmaður á mjólkurafurðir Mjókursamlags Reykjavíkur, vann hann hjá Reykjavíkurhöfn og í Sænska frystihúsinu. Hjá Mjólkur- samlaginu vann Johann í 38 ár. Eftir að Jóhann vegna aldurs hætti störfum að dreifingu mjólk- urafurða, tók hann að helga sig starfrækslu íþróttamiðstöðvar Ár- manns. Þessi störf hafa verið meir þegnskapur en atvinna. Formaður félagsins bar eitt sinn að húsakynn- um í miðstöðinni, sem voru nýmál- uð, og varð að orði: „Hver hefur afrekað þetta?“ Einhveijum varð að svari: „Hver annar en hann Jó- hann?“ Við þessi krefjandi þjón- ustustörf hlaut Jóhann sjúkdóm í andlit og missti framan af tveim fingrum á hægri hendi. Undan fjárskorti kvarta íþróttafélög sí- fellt. Sala getraunaseðla bætti hag- inn, en hún krafðist eljusemi fárra félaga. í ellefu ár annaðist Johann þessa sölu fyrir Ármann og hafði afskipti af 32 sölustöðum. — Slíkum störfum jafnframt að sinna fullri atvinnu hefði Johann ekki getað unnið félagi sínu, nema eiga stuðning og samstiga áhuga eiginkonu. Árið 1941 kvæntist Jo- hann Þórnýju Guðrúnu Þórðardótt- ur (f. 24. apríl 1912). Þórný var stórvirkur Ármenningur að málum félagsins, þó sérstaklega tengdum leikfimi. Hun var um árabil í úrvals- flokkum Ármanns undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Hún tók þátt í tveimur utanförum og fjórum lengri ferðum innanlands. Börfi þeirra hjóna eru þijú, barnaböm þijú og barnabarnabörn 2. Hinn mæti Ármenningur og húsmóðir, Þórný, lést um aldur fram 1982. Við Ármenningar eigum Johanni margt að þakka, en ekki síður konu hans, bömum og mökum þeirra. Megi þau í mótinu finna virðingu og þakklæti. Heill þér, 85 ára íþróttamaður, og þökk ykkur unga íþróttafólk, sem veitið okkur ánægju með keppni og heiðrið „J.J.“ Þorsteinn Einarsson Nokkuð hefur borið á fölsuðum vörum merktum Levi's á markaðnum. Ef þú kaupir föt merkt Levi's í öðrum búðum * en í Levi's búðinni áttu á hættu að þau séu svikin og gæðin alls ekki þau sömu. Levi's búðin, Laugavegi 37, er löggild Levi's búð á íslandi (AUTHORIZED LEVI'S DEALER) og því eina búðin þar sem þú getur verið viss um að þú fáir ekta Levi's. 4» Spaðaviftur - borðviftur - baðviftur - gróðurskólaviftur - röraviftur - iðnaðarviftur - fjósviftur - gólfviftur. Hagstætt verð Elnar Farestvelt&Co.hf. Borgartúni 28, sími 622901. L*W 4 stoppar vW dymar ★ GBC-Pappírstætarar Þýsk framleiðsla Ýmsar stœrðlr og gerðir fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Simar 624631 / 624699 Afmæliskveðja: Jóhann Jóhannesson m). Jóhann var hlaupari á milliveg- alengdum og í grindahlaupi. Hann lagði þó til við langhlaupara meira af félagshyggju en sigurvon. Þátt tók hann í Alafosshlaupi og varð þriðji eftir Oddgeiri Sveinssyni og Magnúsi Guðbjörnssyni. Tvisvar í Hafnarfjarðarhlaupi og varð í öðru sæti í bæði skiptin. Meistaramót íslands 1931 fór fram í Vest- „J.J.“ Stafirnir standa fyrir Jó- hann Jóhannesson. Meðal íþrótta- félaganna um 1930 var hann nefndur „Jói Long“. Í 63 ár hefur hann verið iðkandi íþrótta, kepp- andi, í stjórn Glímufélagsins Ár- manns, formaður einnar deildar þess og rekstrarstjóri íþróttamið- stöðvar félagsins, svo að engan skyldi furða þó efnt sé til móts honum til heiðurs, er hann verður 85 ára 31. júlí. Ávallt er það varhugavert stjórn stórs félags gagnvart samheldni félagsmanna að gera dagamun til heiðurs einum eða fleirum innan hópsins. „J.J.“ hefur sérstöðu og heiður honum sýndur orkar ekki tvímælis eins og þegar hefur verið minnst á og verður betur gert hér á eftir, — en það er þetta „Hlaupa-, göngu- og skokk“-mót við Ármannsheimil- ið að Sigtúni daginn fyrir „J.J.“- mótið, sem stofnað er til í heiðurs- skyni við nafngreinda forystu- þjarka og afreksöldunga. Undirritaður er einn öldung- anna. Mæti ég, þá geri ég það leið- ur, því að margir, sem varpað hafa ljóma á nafn félagsins með störfum sínum, keppni, unnum meistara- og mettitlum eða fært félaginu stig á stórmótum, hafa enga heiðrun hlotið, þó náð hafí háðum aldri. Ég tek sem dæmi aðeins fjögur nöfn úr hinum stóra hópi aldraðra forystumanna og afreksmanna Ár- manns: Sigurð Inga Sigurðsson mjólkurfræðing, prestana Marino Kristinsson og Grím Grímsson og Guðjón Hannesson. Renna má huga til allra þeirra, sem enn eru á lífi en voru virkir um 1930 og því nú aldraðir en gerðu kappmót, sýning- ar innanlands og utan glæsilegar með þátttöku sinni, og veittu þeim sem sigurlaunin hluti harða keppni. Þessum ágæta stóra hópi heill og þakkir. Sný ég mér þá aftur að „J.J.“ og fijálsíþróttamóti Ármenninga. Framkvæmdanefndin hefur tileink- að „J.J.“ og mótinu kjörorðin: Hreyfing — vellíðan — bindindi — heilbrigði. Til að keppa á mótinu verður fræknasta íþróttafólk okkar og frá Eistlandi. Enginn vafi er á að þeir sem koma á Varmárvöll miðvikudaginn 31. júlí munu njóta þar góðrar keppni við frábærar aðstæður. Á allsheijarmóti ÍSÍ 1929 stóð svo glöggt með stigafjölda hinna „stóru“ félaga þriggja, er seinasta grein mótsins skyldi hefjast, sem var 10 km ganga, að tækist Ár- menningum að ná þriðja sæti þá var stigafjöldi félags þejrra mest- ur. Ármenningurinn Johann Jó- hannesson var meðal göngumanna. Þol hans, mýkt og viljafesta komu homum á löngum skrefum í annað sætið. Þar með vann Ármann virt verðlaun. Árið 1928 gekk Johann í Glímu- félagið Ármann og ári síðar var hann kominn í stjórn þess. Hann tók þá þegar að annast málefni fijálsíþrótta, og eftir 15 ár í stjórn- inni var stofnuð fijálsíþróttadeild félagsins. Jóhann varð formaður og starfaði af ötulleika sem slíkur til 1979 — og þó hann léti af for- mennsku hefur hann unnið fijáls- íþróttum félagsins óslitið síðan og eigi látið öldrun hefta sig. Jóhann fæddist í Reykjavík 31. júlí 1906. Foreldrar hans voru Jón- ína Rósinkransdóttir og Jóhannes Sigurðsson löngum kenndur við Steinhúsið. Böm þeirra voru ein dóttir og fimm synir. Fjölskyldan fluttist út í Viðey er Johann var átta ára og þar ólst hann upp til 16 ára aldurs. Fermdist í hinni gömlu virðulegu Viðeyjarkirkju. Átta ára dvölin á eynni varð honum ævintýri. Þó oft væri þrældómur ærinn á fiskireitum og í fiskhúsum, við uppskipun og útskipun. Hlaup voru milli staða í sendiferðum, og vandist Jóhann því fljótt að greikka sporin og lengja hlaupaskrefin. Úr nágrannasveitum komu ung- mennafélagar til vinnu í Viðey, t.d. Þorgeir í Varmadal og Gísli í Fitja- koti, sem urðu snemma góðir íþróttamenn. þeir efndu til kapp- hlaups úr þorpinu að búinu (Viðeyj- arstofu) og til baka, um 3 km veg. Jóhann var hvattur til að reyna sig. Lét til leiðast og varð fyrstur. Þetta var upphaf íþróttaferils hans, sem lauk 1936, er hann sigraði í 800 m hlaupi „öldunga“. Fluttur í land gerðist Johann iðkandi knattspyrnu í Val. Jens Guðbjömsson kom auga á lang- leggjaðan ungling og fékk hann til að spreyta sig í 5 km hlaupi Ár- manns, þar sem keppt var um bik- ar sem fótfrár Skaftfellingur hafði unnið tvisvar. Johann vann, en þótt leitt síðar, er hann varð þess áskynja að sá sem var bikarhafi tók sér nærri að missa af bikam- um. Bikarinn vann JÓhann síðar til eignar. Úr þessu tók Jóhann að þjálfa sig og æfa hlaup. Veturinn 1929-30 naut hann leiðbeininga sænsks þjálfara, Evert Nielson (Vestervik- Nielson), sem hér starfaði fyrir væntanlegt mót tengt Alþingis- hátíð. Á mótinu vann Jóhann 800 m, 1500 m og 110 m grindahlaup og var í sigursveit 1500 m boð- hlaupsins (800, 400, 200 og 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.