Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 27
MORtíUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 27 Hjörtur Sigurðs- son - Kveðjuorð Það er komið að ferðalokum og sárri kveðjustund. Við sem áttum því láni að fagna að eiga Hjört Sigurðsson sem vin og vinnufélaga á Hótel Holti í ára- raðir höfum mikið misst, en minn- ingarnar streyma upp í hugann. Þær eru margar og góðar. Starf Hjartar sem næturvörður var afar farsælt. Hann var svo sannarlega réttur maður á réttum stað. Starfssvið næturvarðar er ákaf- lega fjölþætt, að taka á móti þreytt- um ferðalöngum snemma nætur og árla morguns, kveðja þá sem fara snemma. Að mörgu er að hyggja og engu má gleyma. Hjörtur var ekki maður sem sótt- ist eftir lofi né svokölluðum lífsgæð- um þessa heims. Mannleg sam- skipti voru hans hjartans mál og það duldist engum er hann þekktu. Hann var gefandi persónuleiki ávallt reiðubúinn að leysa hvers manns vanda, hann var í senn yfir- vegaður, nákvæmur, gat verið ákveðinn ef því var að skipta, en alltaf var stutt í brosið og glettn- ina. Aldrei nein lognmolla. Hjörtur var afar fróður og skemmtilegur maður. Hann átti jafn auðvelt með að umgangast unga sem aldna. Kímnigáfa hans var slík að á augnabliki gat hann bent á broslegu hliðina á nánast hvaða vandamáli sem var. Við öll sem áttum tækifæri að eiga spjall við hann að loknum erli dagsins erum ríkari á eftir. Hjörtur hafði um árabil átt við vanheilsu að stríða, en hann fjöl- yrti ekki um það. Síðastliðinn vetur sáum við að hann var orðinn fár- sjúkur. Ekki lét hann deigan síga, fór í sínar rannsóknir og vann af sinni alkunnu samviskusemi eins og ekkert væri. Er hann tjáði okkur að hann kæmist ekki til vinnu, þá læddist að okkur sá nístandi grunur að nú væru alvarlegir hlutir á ferð. Því miður reyndist svo vera. Hjörtur mætti örlögum sínum með sama æðruleysi og reisn sem einkenndi allt hans líf. Naut samvistanna við fjölskyldu sína, sem honum var svo hjartfólgin fram á hinstu stund. Um leið og við sendum þeim sem mesta hafa misst, fjölskyldu Hjart- ar, innilegar samúðarkveðjur, þökk- um við af alhug allt sem hann var okkur. Við vitum að vel verður tekið á móti Hirti okkar — þar sem við öll hittumst aftur að lokinni vegferð hér á Hótel Jörð. Minningin um góðan dreng lifir áfram. Fyrir hönd starfs- fólks Hótels Holts Sigrún Arnbjarnardóttir Minning: SigríðurS. í dag verður Sigríður Steinunn Jónsdóttir jarðsungin í Fossvogs- kirkju. Siggu, eins og ég kallaði hana, kynntist ég er við urðum nágrannar á Skúlagötunni. Mér er sérstaklega núna minnisstætt fótatak hennar þegar hún kom í kaffisopa. Þá var spjallað og hlegið á góðri stund. Ef ég bað Siggu um álit á ein- hverju þá gaf hún það hreint út og var ekki að skafa utan af hlutunum. Sigga hafði svo margt til brunns að bera og er ég þakklát fyrir að hafa kynnst henni og hennar fjöl- skyldu. Við veikindin barðist hún hetjulega fram á síðustu stund. Siggu verður sárt saknað og vona ég að Guð veitti þeim Ragnari, Maju, Lindu og Rúnari Braga styrk í þeirri miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaðar, viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Jónsdóttir Margs er að minnast. Margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Blessuð sé minning hennar. Halldóra Björk Óskarsdóttir R AÐ AUGL YSINGAR 1 TILKYNNINGAR Framlagning skattskráa 1990 í Vestfjarðaumdæmi (tekjur 1989) Skattskrár í Vestfjarðaumdæmi árið 1990 (tekjur 1989) liggja frammi á skattstofunni, Hafnarstræti 1, ísafirði, og hjá umboðsmönn- um í öðrum sveitarfélögum og á Bæjarskrif- stofunni, Bolungarvík, 31. júlí til og með TILSÖLU) Lokað vegna sumarleyfa 2.-11. ágúst ASETA, Ármúla 16, símar 813940 og 686521. Þrotabú Fiskeldis Grindavfkur hf. Til sölu eða leigu eru fasteignir, lausafé og eldisfiskur þrotabúsins á Brunnum og Húsa- tóftum við Grindavík. Um er að ræða eldis- rými, samtals að rúmmáli um 500 þús m3, Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofa okkar verður lokuð vegna sumar- leyfa frá og með 1. ágúst 1991 til og með 6. ágúst 1991. Opnað kl. 9.30 7. ágúst 1991. Almerma lögfræðistofan hf., Fjárheimtan hf., Suðurlandsbraut 4a, Reykjavík. 13. ágúst 1991. Um er að ræða framlagningu samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt. Skrár um álagðan launaskatt árið 1990 og álagt sölugjald árið 1989 liggja frammi á sama tíma. Enginn kæruréttur fylg- ir þessari framlagningu. ísafirði 31. júlí 1991. Skattstjóri Vestfjarðaumdæmis. ásamt öllum búnaði til fiskeldis svo og allan eldisfisk (lax og bleikja) sem til staðar er. Óskað er eftir tilboðum í eignirnar (leiga eða kaup) og skal þeim skilað til bústjóra þrota- búsins fyrir 15. ágúst 1991. Áskilinn er rétt- ur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar gefur bústjóri þrotabús- ins, Jón Sigfús Sigurjónsson, hdl., Laugavegi 18A, 101 Reykjavík, símar 91-11003 og 91- 623757, fax 91-15466. Reykjavík 31/7 1991. Jón Sigfús Sigurjónsson hdl., bústjóri til bráðabirgða. ' Sm« ouglýsingar FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12 Boöun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. NY-jUNG Samvera fyrir fólk á öllum aldri í kvöld í Suöurhólum 35. Bænastund kl. 20.10. Samveran hefst kl. 20.30. Matarfundur. Vitnisburðir. Ungt fólk á öllum aldri velkomiö. ÉSAMBAND ÍSLENZKRA ' KRISTNIBOÐSFÉLAGA "M*' Kristniboðssamkoma á Háaleit- isbraut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræðumaöur: Séra Gísli Jónas- son. Vitnisburðir. Allir velkomnir. FERÐAFELAG @ ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 S:11798 19533 Fjölbreyttar ferðir um verslunarmannahelgina 2.-5. ágúst 1. í litadýrð Torfajökuls- svæðisins: Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í sæluhúsi F.l. Stórbrotið og litríkt landslag. Ekið í Eldgjá, gengiö aö Ófærufossi og víöar. Gönguferðir f nágrenni Lauga. 2. Mesta gígaröð jarðar: Lakagfgar - (Eldborgarraðir) Leiðólfsfell. Gengiö um gígarööina, á Laka og Leiðólfsfell og ekið um nýjar leiöir á Siðumannaafrétti, m.a. Linuveg. Góð gisting í félags- heimilinu Tunguseli, Skaftár- tungu. Ekiö heim um Fjallabaks- leið syöri. Allir ættu að kynnast þessari mestu gigaröð jarðar. 3. Ekta óbyggðarferð: Nýidalur - Trölladyngja - Laugafell. Gist í sæluhúsi F.I. Nýjadal viö Sprengisandsleið. Ekið á laugardeginum í mynni Vonarskarðs og um Gæsavötn að Trölladyngju, mestu gos- dyngju landsins (ganga). Á sunnudeginum fariö að Lauga- felli (baðlaug) og víðar. Ekta óbyggöarferð. Þjórsárferð er fre- stað. 4. Merkurferð: Þórsmörk - Langidalur. Gist í Skagfjörðsskála og tjöldum. Ósóttar pantanir í Þórsmerkur- ferðina verða seldar i dag, mið- vikudag. 5. Þórsmerkurlandslag í Mýrdalnum: Höfðabrekkufjöll. Tjöld. Sann- kallað Þórsmerkurlandslag á Höfðabrekkuafrétti undir Mýr- dalsjökli. Brottför í ofannefndar ferðir er föstud. kl. 20. 6. I vesturáttum eyjar og daii: Dalir - Dagverðarnes - Breiða- fjarðareyjar. Þriggja daga ferö með brottför iaugardagsmorgun 3/8 kl. 08. Skemmtileg Suður eyjasigling. Sérstakt leyfi hefur fengist til að fara í land í einni eða fleiri eyjum. Dalirnir skoðað- ir á sunnudeginum. Ekið fyrir Klofning með viðkomu á ýmsum áhugaveröum stöðum. Nýtið verslunarmannahelgina vel og komið með í Ferðafé- lagsferð. Gerrist félagar í Ferðafélaginu, árgjaldið er að- eins 2.800 kr. og innifalin er ný og glæsileg árbók (Fjalllendi Eyjafjarðar að vestanverðu II). Miðvikudagur 31. júlí Kl. 20 Strompahellar (Bláfjalla- hellar). Skemmtileg hellaskoðun fyrir unga sem aldna. Hafið með Ijós. Brottför í ferðirnar frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin. Ferðafélag Islands. lífanih' ÚTIVIST ••tÓFlNN11 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Miðvikudagur 31. júlí: Kvöldganga Stardalur - Tröllafoss Falleg leið meðfram Leirvogsá, komið niður hjá Hrafnhólum. Brottför frá BSÍ kl. 20.00. Laugardag 3. ágúst kl. 9.00 Skarðsheiði 8. fjalliö i fjallasyrpunni. Gengið verður á Heiðarhorn sem er hæsti tindur fjallsins 1053 m.y.s. Gönguleiðin liggurfrá Efraskarði í Svinadal. Af Heiðarhorni er geysilega víðsýnt í björtu veðri. Sunnudag 4. ágúst kl. 9.00 Heklugangan 10. áfangi - Kaldbakur - Laxárdalur - Þjórsárholt Gengið verður frá Kaldbak og austur yfir Stóru-Laxá á göngu- brú hjá Árfelli og niður með henni að Laxárdal. Síðan verður gengið austur yfir ásana að Skáldabúðum og áfram niður með Kálfá. Umhverfi Stóru-Lax- ár er rómað fyrir náttúrufegurð en mjög sjaldan skipulagðar gönguferðir þangað. Helgarferðir um verslunar- mannahelgina: Tröllaskagi -Tungna- hryggsjökull Frá föstudagsmorgni, brottför kl. 8.00. Gengið úr Baugaseli um Hólamannaskarð í Tungna- hryggsskála. Þá verður genginn Hólamannavegur að Hólum í Hjaltadal. Fararstjóri: ReynirSig- urðsson. Núpstaðarskógar Tjaldferð. Núpstaðarskógar eru svo til ósnortin náttúruvin í hlíðum Eystrafjalls vestan Skeiö- arárjökuls. Tjaldað verður undir Fálkatindi þar sem Útivist hefur komið upp mjög góðri hrein- lætisaðstööu. Gengið verður út frá tjaldbúðum að Tvílitahyl, á Bunka og yfir á Súlutinda að hinni sérkennilegu Súlu, sem trónir þar upp sem kirkjuturn. Af Súlutindum er gott útsýni yfir Skeiðarárjökul og yfir til Oræfa- jökuls. Fararstjóri: Sigurður Ein- arsson. Eiriksjökuil - Geitland - Þórisdalur Tjaldferö. Tjaldbúðum verður slegið upp í Torfabæli. Gengið verður á Eiríksjökul, 1675 m.y.s. Næsta dag verður farið i Þóris- dal, sem liggur milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls. Þá verður gengið um Geitland eftir því sem tími vinnst til. Tilvalið er að nota7- tækifærið og skoða einhverja stóru hraunhellanna á Geitlandi og því þent á að hafa með sér vasaljós. Allt þetta svæði, Elríks- jökull, Geitland og Þórisdalur, er mjög áhugavert til skoðunar. Fararstjóri: Kristinn Kristjánsson. Básará Goðalandi Gist verður í Útivistarskálunum i Básum en þar er aöstaða öll hin besta. Gönguferðir um Goðaland og Þórsmörk þar sem allir gera fundið eitthvað við sitt hæfi, fjallgöngur jafnt sem róleg- ar fjölskyldugöngur. Á kvöldin er svo iðulega safnast saman við varðeld og slegið á léttarL- strengi. Fararstjóri: Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Brottför í allar ferðirnar, nema Tröllaskaga, er á föstudags- kvöld, 2. ágúst. Komið verður til baka 5. ágúst. Pantanir og miðasala á skrifstofu Útivistar, Grófinni 1. Fjölskyldutjaldsvæðin í Básum: Sækið staðfestingar á bókunum á skrifstofu Útivistar. Sjáumst! Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.