Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 29 Minning: Regíim Magnúsdóttir frá Kirkjubóli Regina Magnúsdóttir, tengda- móðir mín, andaðist mánudaginn 22. júlí sl. Útför hennar verður gerð í dag, miðvikudag 29. júlí, frá kirkju hvítasunnusafnaðarins við Hátún 2. Regína fæddist á Kirkjubóli á Laugamesi við Reykjavík 28. marz 1908. Hún var mikilhæf kona, ein- stök heimilismóðir, fögur og glæsi- leg íþróttakona á æskuárum, og var þá mesta sundafrekskona Reykja- víkur. Ennþá er í minnum haft, er hún vorið 1926 synti 200 metra í keppni við mestu sundgarpa bæjar- ins í köldum sjónum og vann með yfirburðum. Hún mun ennþá eiga íandsmetið á þessari vegalengd í sjávarsundi. Á miðjum aldrei tekur hún kristna trú og rekur kjarna hennar svo til mergjar, með því að lesa og kafa í leyndardóma og rök Biblíunn- ar, að hún tekur biblíulega skím að hætti og boði Frelsarans og gengur í hvítasunnusöfnuðinn þ. 7. 10. 1951. Einlægari trúkonu og biðjanda fyrir öðmm í raunum hef ég aldrei aðra þekkt. Regína giftist eftirlifandi manni sínum, Ragnari Guðmundssyni, heildsala og síðar sparisjóðsstjóra Pundsins í Reykjavík, 3.11. 1928. Foreldri Regínu vom: Faðir hennar var Magnús Vigfússon, yfirverk- stjóri Reykjavíkurborgar og bóndi á Kirkjubóli. Hann var sonur hjón- anna Sigríðar Narfadóttur frá Am- arbæli í Grímsnesi og Vigfúsar Ól- afssonar bónda á Syðri-Reykjum í Mosfellssveit, sem var sonur Guð- rúnar Magnúsdóttur Kortssonar frá írafelli í Kjós (Kjósarættir), en það eru niðjar Kurts Hamborgara, sem varð skipreka undir Eyjafjöllum á 17. öld og settist að á Islandi. Fað- ir Vigfúsar bónda á S-Reykjum var Ólafur Vigfússon, bóndi í Reykja- koti, en móðir hans var Guðrún yngri Magnúsdóttir frá Möðmvöll- um í Kjós. Móðir Regínu var Sól- veig Jónsdóttir frá Nýjabæ á Álfta- nesi. Foreldri hennar vom Margrét Gunnarsdóttir frá Austurkoti í Flóa og Jón Brandsson bóndi á Vatns- enda og síðar á Nýjabæ á Álftanesi. Foreldri Ragnars Guðmundsson- ar voru: Faðir hans var Guðmundur Sigvaldason útvegsbóndi í Ásbúð í Hafnarfirði. Foreldri hans voru Sig- valdi Ólafsson útvegsbóndi í Ásbúð og Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Eyvindarstöðum á Álftanesi. For- eldri hennar vom Ólafur Einarsson frá Skúmsstöðum, V-Landeyjum, útvegsbóndi í Stefánskoti á Álfta- nesi og Oddný Sigurðardóttir frá Seli í Grímsnesi. Þau hjón, Ragnar og Regína, reistu sér myndarlegt heimili í túni Kirkjubóls árið 1927 og stendur það við Laugamesveg 36. Börn Regínu og Ragnars eru þessi: Magnús, f. 1928. Með fyrri konu sinni, Gíslínu Jonsdóttur, átti hann 3 dætur, og með seinni konu sinni Sigurlaugu Guðmundsdóttur, eina dóttur og 3 syni. Guðbjörg, f. 1930, á með fyrri manni sínum, Haraldi Gíslasyni, eina dóttur og 3 syni, og með seinni manni sínum, Gunnari Bjarnasyni, á hún son og dóttur. Garðar, f. 1931, á með konu sinni, Önnu Guðjónsdóttur, eina dóttur og 2 syni. Systkini Regínu voru: Margrét Nelson, f. 1885, hjúkmnarkona í Danmörku og síðar í Bandaríkjun- um. Björgvin, f. 1902, kvæntur Ingibjörgu Helgadóttur. Guðbjörg, f. 1905, gift Magnúsi Guðbjörns- syni, Magnús, f. 1913, kvæntur Kristínu Collin Guðmundsdóttur. Hann er nú eini eftirlifandi þessara glæsilegu systkina frá Kirkjubóli. Ég kveð nú tengdamóður mína með orðum Jobs: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drott- ins.“ Gunnar Bjarnason Þegar ég lít yfir farinn veg sé ég ömmu mína Regínu sem klettinn sem aldrei haggaðist, á hverju sem gekk. Hún dreifði í kringum sig jákvæðum viðhorfum og hlýju, og leyfði aldrei illt umtal um nokkurn mann á sínu heimili. Þegar ég kom niður á Laugarnesveg var hún allt- af til staðar og veitti manni stuðn- ing og visku þegar erfitt var, en samgladdist manni innilega þegar vel gekk. Þrátt fyrir mikil og erfið veikindi síðustu ár breyttist þetta ekki, hún geislaði alltaf. Á Laugarnesveginum heima hjá ömmu og afa báru allir hlutir vott um snyrtimennsku og reisn, og var vel tekið á móti öllum þeim sem sóttu þau heim. Ég er þakklátur fyrir allar sam- verustundirnar sem ég naut með ömmu því ég kem til með að njóta þeirra í huga mínum alla mína ævi. Ég er líka sannfærður um að trúarstyrkur og bænir hennar koma til með að fylgja okkur hinum áfram. Guð fylgi elsku ömmu minni. Gunnar Ásgeir Gunnarsson, Hýrumel. Minningin um ömmu Regínu er perla í minningarsjóðinn. Amma hét fullu nafni Regína Sigurbjörg Magn- úsdóttir og var fædd á Kirkjubóli við Laugamesveg árið 1908. Þar átti hún heima alla tíð ásamt afa Ragn- ari. Amma var eins manns kona sem lifði fyrir fjölskyldu sína og heimili. Hún var ókrýnd drottning fjölskyld- unnar, hélt fjölskyldunni saman, var friðflytjandi ef deilur hófust, reyndi alltaf að slétta út ef eitthvað fór miður og tók málin í sínar hendur ef með þurfti. Samskipti mín við ömmu Regínu urðu mjög náin, því við skilnað for- eldra minna tók amma mig til sín þegar ég var fimm ára gömul. Amma var einstaklega hógvær og prúð kona, með hæglátri samúð og hlýju tókst henni að græða hjartasár lí- tillar og örgeðja stúlku. Að því bý ég alla ævi. Amma kenndi mér að þekkja eigin styrk, treysta á sjálfa mig og skilja að þó lífið sé ekki allt- af auðvelt þá skín sólin á bak við skýin. Amma átti einlæga trú sem var henni styrkur í lífsbaráttunni. Hún bað til Guðs á hvetjum degi og lagði alla hluti í Drottins hendur. Amma Regína sagði alltaf ef eitthvað bját- aði á að allt væri í Guðs hendi og hann myndi vel fyrir sjá. Afi og amma á Laugamesvegi 36 kenndu öllum sínum bömum og barnabörn- um að þekkja Guð og vom óþreyt- andi í að biðja fyrir fjölskyldu sinni. Hjónaband afa og ömmu var eitt- hvað það fallegasta samstarf sem ég hef orðið vitni að. Vandamál vora leyst á kyrrlátan hátt og gagnkvæm virðing og traust var einkennandi í sambandi þeirra. Aldrei hef ég heyrt afa vefengja orð ömmu eða segja um hana styggðaryrði. Amma Reg- ína var í hans augum hafin yfír allan efa. Saman deildu þau lífinu í 62 ár, tókust á við erfiðleika, deildu ham- ingju, gleði og vonbrigðum, því ekki geta allir draumar ræst. Afi hugsaði um ömmu heima til enda. Hann hjúkraði henni, vakti yfir henni og gaf henni styrk. Hún var perlan hans og hann fór vel með hana. Þegar ég hugsa um ömmu renna í gegnum hugann endalaus minning- arbrot um konu sem var hetja í hvers- dagslífinu. Henni féll aldrei verk úr hendi, var nostursöm húsmóðir og sló alltaf upp veislu ef gest bar að garði. Rúmlega fimmtug fór hún að vinna við bókhald og rekstur í heild- sölunni sem þau afi ráku í samein- ingu. Amma lýsti því oft að það hefði verið átak að fara út á vinnumarkað- inn svona seint, en þessi vinna gaf henni mikla gleði. í hennar höndum blómstraði fyrirtækið eins og allt sem hún kom nálægt. Síðustu árin sem amma lá rúm- liggjandi fór það í taugamar á henni að geta ekki gert allt sem hún vildi gera. Hun hafði allt sitt líf verið í þjónustuhlutverki og kunni engan veginn við að hlutirnir hefðu snúist við. Síðasta dag okkar ömmu saman áttum við viku áður en hún lést. Þá fórum við Gunnar Örn sonur minn til hennar. Það var hiti og sól úti og við leiddum ömmu út í garð þar sem hún teygaði hreint loft og gróðurilm í smá stund. Við ræddum um liðna tíma og nutum þess að vera saman. Svo vildi amma labba einn hring um garðinn sem hún hafði ræktað upp með eigin höndum. Það var eins og hún væri að kveðja blettinn sinn. Þetta var síðasti dagurinn hennar heima, morguninn eftir var hún flutt á spítala og átti ekki afturkvæmt. Amma Regína lifir í hjörtum okkar sem elskuðum hana og áttum þess kost að njóta nærvera hennar og hjartagæsku. Margrét Haraldsdóttir Tengdamóðir mín Regína Magn- úsdóttir frá Kirkjubóli við Laugar- nesveg er látin. Orðin verða fátæk- leg er lýsa á Regínu. Ég varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að eiga vináttu hennar og samleið um þijátíu ára skeið og verð því ávallt þakklát, það er sár söknuður þegar slík kona hverfur af sjónarsviðinu. Aðdrag- andinn var langur og erfiður fyrir hana, þó held ég að hún hafi átt verst með að sætta sig við að geta ekki lengur tekið á móti gestum því alltaf ef einhver kom, var hún búin að setja upp veisluborð. Regína var stórbrotin kona, falleg og tígu- leg, skapföst sjálfri sér samkvæm, afar vönd að virðingu sinni, hún var mjög trúuð og alltaf tilbúin til að taka þátt ef einhverjir erfiðleikar steðjuðu að í fjölskyldunni. Ég vil votta eftirlifandi eiginmanni og tengdaföður, Ragnari Guðmunds- syni, mínar innilegustu hluttekn- ingu, hann sem stundaði konu sína með dásamlegri ástúð, nærgætni og þolinmæði í hennar erfiðu veik- indum. Ég þakka Regínu fyrir allt og sérstaklega fyrir bænir hennar sem alltaf munu fylgja mér og fjölskyldu minni. Nú er hún komin heim eins og hún talaði svo oft um til síns dýrð- lega frelsara Jesú Krists. Drottinn blessi minningu hennar og alla aðstandendur. „Ég hef augu mín til fjallanna hvaðan kemur mér hjálp." (Sálm. 121) Sigurlaug Guðmundsdóttir Minning: JósefJ. Indriðason Fæddur 26. júní 1904 Dáinn 27. júní 1991 Jósef fæddist á Ási í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans vora þau Margrét Friðriks- dóttir frá Saurum f Miðfirði, en faðir hennar var kenndur við Bergs- staði á Vatnsnesi, og Indriði Jósefs- son og bjó á Blöndudósi en afi hans og nafni að Helgavatni í Vatnsdal. Jósef var því af húnvetnsku bergi brotinn. Æsku- og unglingsár öll og nokkru betur átti hann með sveit sinni, Vatnsdalnum. En í lok krepp- unnar árið 1932 flyst hann til Blönduóss, þar sem hann bjó allar stundir síðan. En það er einmitt þetta ár, sem hann giftist Soffíu Guðrúnu Stefánsdóttur frá Hring- veri í Skagafirði og á sama ári fæðist þeim sonurinn Stefán Reyn- ir. Systkini átti Jósef fimm en hann var elstur í sex barna hópi. Systk- ini hans voru: Kristín, Ingibjörg Emelía, Ingibjörg Emma Emelía, Sigríður og Friðrik Gunnar. Tvö þeirra era enn á lífi, Ingi- björg Émma Emelía, sem giftist Þorláki Björnssyni á Eyjarhólum í Mýrdal, og Friðrik, sem kvæntur er Þórunni Siguijónsdóttur og búa þau á Blöndudósi. Þau Soffía og Jósef eignuðust sex börn. Þau eru: Stefán Reynir, fæddur 1932, býr á Blöndudósi, Milli Jóna, fædd 1934, býr í Bandaríkjunum, Krist- jana Gréta, fædd 1935, býr á Blöndudósi, Ari Jóhannes, fæddur 1939, ljóðskáld, dáinn, Guðmundur Sverrir, fæddur 1940, býr í Reykja- vík, og Brynja Sigrún, fædd 1948, býr á Sauðárkróki. Til minningar um Jósef Indriða- son finnst mér ég eiga mikið að huglægu efni. Hann var samofinn mótunarárum mínum, vinnufélagi og kennari. Það háttaði þannig til að kornungur gerðist ég vegavinnu- maður en vegavinnu stundaði Jósef öll þau ár, sem við þekktumst. Lífsbaráttu Blöndudósinga á ár- unum fyrir seinni heimsstyijöldina hefur í litlu verið lýst. Húsakynni verkafólks voru úr torfí og timbri. Baðstofa, eldhús og geymslur var sú húsaskipan, sem var ríkjandi. Viðurværið var kýrnyt og sauð- fjárafurð. Túnbleðill var því for- senda bjargræðis á Blöndudósi á barnsaldri mínum. Eldiviðurinn var mór. En skó þurfti líka og skæði, mél í graut og brauð. Nýlenduvara var sá matur kallaður sem keyptur var hjá kaupmanninum. En til þess að geta verslað þurfti peninga. Vegavinnumaðurinn Jósef átti sér tvo tekjustofna, vegavinnu í 3-4 mánuði að sumri en skipavinnu, en svo var vinna við út- og uppskipun kölluð, á vetrum. Það gefur því augaleið að ekki var feitan gölt að flá á þessum árum á Blönduósi fyrir verkamann með mikla ómegð. En fram dró fólkið lífíð og lifði margt langa ævi. Ég hefí sennilega unnið sumar hvert með Jósefi í meir en einn tug ára. Fyrst var unnið með hesti og kerru, skóflu og haka, tíu tíma á dag. Byijað klukkan sex að morgni en hætt klukkan sex síðdegis. Þá reiknuðust ekki matar- og kaffitím- ar til vinnu. En tímarnir breyttust. Eftir stríð fengum við vélskóflu og þurftum ekki lengur að moka með handafli á bílana. Það var okkur vegavinnu- mönnum hin eina og sanna atvinnu- bylting. Þessari breytingu fagnaði Jósef, þó að hann væri öllum mönnum duglegri til vinnu. Var afkastageta hans eindæmi. En vegavinnumað- urinn Jósef var sjálfur ekki möl og gijót. Hann átti sér hugsjón um betra líf og bætta afkomu. Hann var róttækur umbótasinni, þó að hann færi sér hægt í öllu tali. Nú að Jósefi gengnum minnist ég manns, sem var vinnufélagi minn og vinur, sem aldrei var mér annað en góður drengur, hlýr og einlæg- ur. En umfram allt var hann mér vegna greindar sinnar leiðarvísir. Ég minnist kveðskapar hans og hins hárnákvæma mats á vísu og ljóði. Þessir eiginleikar komu fram hjá syni hans Ara Jóhannesi skáldi, sem dó ungur að árum. Við vegavinnumennirnir frá Blöndudósi fórum og fluttumst sumar hvert um allt Húnaþing. Við bjuggum í tjöldum og vorum h'luti Regína Magnúsdóttir frá Kirkju- bóli er kvödd hinstu kveðju í dag. Hún skilur eftir söknuð og fagrar endurminningar hjá mörgum. Þeir sem áttu því láni að fagna að kynn- ast henni, sannreyndu mannkosti sem um margt voru einstakir. Hún bar drottningarnafnið með reisn, fríð kona og fyrirmannleg í viðmóti og svo góðhjörtuð að hún lét engan þurfandi frá sér fara. Þegar þau Ragnar Guðmundsson frá Ásbúð í Hafnarfirði settu bú saman og reistu hús í föðurtúnum hennar við Laugamesveg, var Kirkjuból langt utan Reykjavíkur og Fúlutjamarlækur enn á sínum stað vestan við túnfótinn. Þá þótti bæjarleið inn að Kirkjubóli. Á heim- ili þeirra hjóna var lifað fögru lífi og tekið á móti gestum af rausn og sönnum áhuga. Allt var þar mótað af smekkvísi og hógværum virðuleik jafnt innanhúss sem utan. Framan af ævi var Regína Magn- úsdóttir mikil sundkona og vann ýmis afreksverk í þeirri íþrótt. í augum þeirra er til þekktu var hún í hópi með hetjum og staðfesting á fornu orðtaki um fagra sál í fögrum líkama. Og þegar hún hlaut titilinn Sunddrottning íslands lagði yngsta kynslóðin í fjölskyldunni saman tvo og tvo og þótti viðurkenningin greinileg vísbending um það að hending ein hefði ekki ráðið nafni Regínu í öndverðu heldur forspá. „Lát nú sjá íþróttir þínar, og hritt burt harminum úr huga þér,“ var sagt við garpinn Odysseif fyrir margt löngu. Það var sama hvað Regína tók sér fyrir hendur, alltaf var hún uppfull af heilbrigðum keppnisanda og glaðværð. Hún var jákvæð í viðhorfum sínum, einörð í skoðunum, en manna ljúfust í dómum. Hún hvatti vini og sam- ferðamenn til dáða og gladdist yfir góðum verkum. Henni var réttlætis- kenndin í blóð borin, og þótt illa horfði lét hún aldrei hugfallast. Kæmi fyrir að henni þætti gæta fyrirstöðu svo að fáu yrði þokað, lét hún nægja að segja með bros á vör: „Þetta er bara svona.“ Og þeir sem voru henni kunnugir vissu að í yfirlætislausu tilsvarinu fólst áskorun um að þrauka og taka því sem að höndum bæri, eða eins og segir í bók sem mér er nær að halda að hafi legið henni öll á hrað- bergi: „Mörg eru áformin í manns- hjartanu, en ráðsályktun Drottins stendur." Á degi sem þessum fínnst mér að fáir hafí í lifanda lífí minnt mig jafn oft á kristin viðhorf í mannlegu samfélagi og Regína Magnúsdóttir. Um langt árabil gekk hún ekki heil til skógar, en hafði þó lengstum þrek aflögu til að hughreysta aðra og veita þeim hugsvölun sem áttu um sárt að binda, og það kom til af því að henni var náungasemin eðlislæg og trúði því af öllu hjarta að kærleikurinn hefði betur þegar yfir lyki. Blessuð sé minning henn- ar. Þorsteinn Gunnarsson lands og lofts. Við mynduðum hinn svokallaða viðhaldsflokk. Við áttum sumarið, svitann og stritið saman, heilbrigðara líf en nokkur okkar bar þá skynbragð á. Skófluför sjást nú ekki lengur í sverðinum. Hnausarn- ir, sniddumar og malarhlössin era sokkin í holt og mýrar, þó að einu sinni hafí sá vegur greitt fólki götu um landið. Einn af dyggustu vegagerðar- mönnum norðan heiða er nú látinn. Dagsverkin hans voru ósvikin. Þess vil eg að verði minnst. Ég sendi kveðju mína til eftirlif- andi konu hans, Soffíu Guðrúnar- Lóu og til bama hans og allra ætt- ingja. Brynleifur H. Steingrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.