Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 32
32 MORGy^jBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR31.JÚLÍ 1991 fclk f fréttum SUMARSTARF BARNA Iþrótta- og leikjanámskeið Fjölnis Isumar hefur ungmennafélagið Pjölnir í Grafarvogi starfrækt íþrótta- og leikjanámskeið fyrir böm á aldrinum sex til níu ára, í samstarfí við íþrótta og tóm- stundaráð Reykjavíkur. A nám- skeiðinu er lögð áhersla á að kynna sem flestar íþróttagreinar, ekki síst með það í huga að þátttakend- ur kynnist starfínu innan Fjöinis og verði virkir í félagar í framtíð- inni. Að sögn Kristínar Bjarkar Guð- björnsdóttur, kennara á námskeið- inu, eru slík námskeið orðin fastur liður í sumarstarfí hins unga félags enda hefur þátttaka í þeim verið góð. Námskeiðið í sumar tók tíu daga og á því var kennd iðkun ýmiss konar íþrótta og leikja og má þar nefna knattspyrnu, hand- knattleik, sund, siglingar, tennis, karate og frjálsar iþróttir. Kristín Björk segir að það sé afar ánægju- legt að kenna bömum íþróttir og leiki og sérstaklega hafí verið gam- an að sjá framfarir hjá þeim sem höfðu lítt eða ekkert stundað íþróttir áður. Bjami A námskeiðinu fengu börnin að spreyta sig á siglingum og var það vel þegið eins og sjá má. Þessar knáu telpur gáfu drengjunum hvergi eftir við róðurinn. i Auglýsing um af álagningu opinberra gjaida á árinu 1091 sé lukiá í samræmi við ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 1991 er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru skv. 1. kafla framangreindra laga. Álagningarskrár verða lagðarfram í öllum skattum- dæmum miðvikudaginn 31. júlí 1991 og liggja frammi á skrifstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 31. júlí-14. ágúst að báðum dögum með- töldum. Álagningarseðlar skattaðila, er sýna álögð opinber gjöld 1991, húsnæðisbætur, vaxtabæturog barna- bótaauka, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagða opinberra gjalda, hús- næðisbóta, vaxtabóta og barnabótaauka, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagning- arseðli 1991, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 29. ágúst 1991. 31. júlí 1991. Skottstjórinn í Skattstjórinn í Skattstjórinn í Skattstjórinn í Skattstjórinn í Skattstjórinn í Skattstjórinn í Skaftstjórinn í Skatfstjórinn í Reykjavík. Gestur Steinbórssun. Vesturlandsumdæmi. Stefán SkjaldatSOU. Vestfjoróaumdæmi. filafui Helgi Kjartausson. Norðurlandsumdæmi vestra. Bogi Sigurbjörnssun. Norðurlandsumdæmi eystra. Gunnar Ratn Elnarsson. Austurlondsumdæmi. KaN LaurÍtZSOU. Suðurlandsumdæmi. Htuinn Svcinssun. Vestmannaeyjum. Ingi T. BjÖrnsson. Reykjanesumdæmi. Slgmiindiir Stefánsson. Það er vissara að vera í góðum stígvélum þegar ýtt er úr vör. Bragðgott og brakandi mnm SlMI: 91 -24000 ...ekki bara kafli VZterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! GRAFÍKLIST Hélt að verkin hefðu týnst Ingunn Eydal, grafíklista- kona, rak upp stór augu ekki alls fyrir löngu þegar hún renndi augunum yfír upplýs- ingabækling um Impreza myndlistarsýningu sem var haldin í október síðastliðnum, í Ivano-Frankivsk, í Sovétríkj- unum. Ástæðan var sú að á lista yfír verðlaunahafa síðustu Impreza sýningar árið 1989, var hennar eigið nafn. Ingunn sendi fjögur grafíklistaverk á sýninguna en fékk þau ekki til baka. Hún hélt að verkin hefðu týnst en nú hefur hún komist að raun um að þau voru keypt. „Ég var nýbúin að senda nokkur verk á sýningu í Indl- andi en þau komu ónýt til baka. Þess vegna datt mér í hug, þegar þessi verk komu ekki í leitimar, að þau hefðu týnst á leiðinni og hugsaði með mér að það væri bara ekki hægt að senda verk á sýningar í þess- um löndum. Þau kæmu ekki heil til baka,“ sagði Ingunn þegar hún var innt eftir því hvort hún hefði forvitnast um myndimar eftir sýninguna. Hún sagði að aðstandendur sýningarinnar hefðu sent henni bréf með tilkynningu um úrslit- in en það hefði týnst á leiðinni til íslands. Nú hefði hún beðið um upplýsingar um verðlaunin. Myndlistarsýningin, sem haldin er annað hvert ár í Ívano-Frankivsk, nær til allra tegunda myndlistar og nefndi Ingunn meðal annars grafík- Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingunn með upplýsingabækl- inginn þar sem hún rak augun í að hún hefði unnið til verð- launa. verk, málverk, skúlptúra og samsett verk. „Sýningin er nokkuð stór í sniðum. Sem dæmi má nefna að á sýning- unni 1989 voru 3000 innsend verk eftir 400 listamenn frá 17 löndum auk Sovétlýðveld- anna. Af þessum verkum em alltaf nokkur verðlaunuð. Með- al annars era veitt verðlaun frá opinberam stofnunum ég fékk einmitt ein af fjórum slíkum. Listasafnið í Impreza festi síð- an kaup á verkunum og borg- aði fyrir þau 60 til 80 þúsund rúblur sem ég get ekki eytt nema í Sovétríkjunum,“ sagði Ingunn. Hún sagði að vart væri annað hægt en að taka þátt í næstu Impreza myndlist- arsýningu sem haldin verður í október. „Ég hef líka verið að gæla við þá hugmynd að fara sjálf til Sovétríkjanna en hef ekki tekið ákvörðun um það enn þá enda er erfitt að ferð- ast alla leið til Úkraínu.“ Verðlaunin í Impreza fékk Ingunn fyrir djarflega tilrauna- starfsemi og frumleika. Hún hefur tekið þátt í um 100 sam- sýningum og haidið einkasýn- ingar heima og erlendis. Meðal einkasýninga má nefna sýning- ar í Tromsö í Noregi árið 1990 pg Norköping í Svíþjóð 1991. í haust heldur hún síðan einka- sýningu í Svíþjóð. TÓNLIST Nýr sönghópur stígur fram á sjónarsviðið Að undanförnu hafa sex ungir söngvarar komið saman og æft söngdagskrá sem er ætluð til flutnings í samkvæmum, á hátíð- um og við mannamót. Hópurinn nefnir sig„Sex í kór“ og í fréttatil- kynningu sem hann hefur sent frá sér segir að á dagskránni séu lög eftir fjölmarga flytjendur. Megi þar nefna Neil Sedaka, Manhattan Transfer, Andrew Sisters, Irwing Berlin, Elvis Presley og síðast en ekki síst Stuðmenn. Einnig flytur hópurinn lög úr söngleikjum eins og Hárinu, Cats og Sound of Music. Sönghópinn skipa þau Dagný Þórunn Jónsdóttir, Guðrún Ingi- marsdóttir, Hanna Björg Guðjóns- dóttirj Jenný Gunnarsdóttir, Hall- dór Oskarsson og Oddgeir Sig- urðsson. Um verslunarmannahelg- ina verður frumraun hópsins en þá skemmtir hann í Galtalækjar- skógi. Sönghópurinn Sex í kór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.