Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3Í. JÚLÍ1991 UOÐLIST Vill grípa augnablikið Um þessar mundir er Ari Gísli Bragason, að senda frá sér sína þriðju ljóðabók. Blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af skáld- inu þegar það var nýkomið til Iandsins eftir að hafa ferðast um Sovétríkin og Svíþjóð þar sem það sat rithöfundaþing. Fékk andagift í Svíþjóð Ljóðabókin ber heitið í fjarskaog að sögn Ara Gísla samdi hann flest ljóðin í Bandaríkjunum þar sem hann er við nám, eða á ferðalagi um Evrópu. „A rithöfundaþinginu í Svíþjóð fylltist ég fítonskrafti og orti fjöldann allan af ljóðum. Þing- ið var haldið á lítilli eyju og þar dvaldist ég í nokkra yndislega daga með tuttugu öðrum norræn- um ungskáldum. Meðan á þinginu stóð skeggræddum við um skáld- skap og aðrar listir en þess á milli var gengið um skóga og synt í á sem þarna var. í ljóðum mínum er ég ekki síst að lýsa því sem fyrir augu ber, hvort sem það er ljótleiki eða lystisemdir mannlífs- ins eða náttúrunnar. Þegar maður er á framandi slóðum skerpast öll skilningarvit og hjá mér brýst þetta út í ljóðunum. Þegar ég hef orðið fyrir einhverri reynslu vil ég miðla henni áfram sem fyrst. Ég vil grípa augnablikið og gera eitt- hvað úr því í stað þess að sitja hjá. Það er ef til vill af þessum orsökum sem ég hef alltaf gefið út mínar ljóðabækur sjálfur. Þann- ig getur maður persónulega fylgt Ari Gísli Bragason. málunum eftir en fari maður til útgefanda getur tekið eitt eða tvö ár að fá bókina gefna út,“ segir Ari Gísli. Trúin veitir styrk Ari Gísli er kaþólskur og á vet- urna stundar hann nám í fjölmiðla- fræði og bókmenntum við jesúíta- háskóla í Virginíu í Bandaríkjun- um. „Ég er ekki messurækinn en tel mig þó trúaðan og ég er viss um að í trúna sækja allir einhvern styrk sem þeir geta ekki útskýrt hvaðan kemur. Eg er mjög heillað- COSPER COSPER - Ég fann loks kjötið, það var undir einni kartöflunni. Auglýsing um að álagningu launaskatts á árinu 1991 sé lokið Tilkynningar (álagningarseðlar), er sýna launaskatt sem skattstjóra ber að ákvarða, hafa verið póst- lagðar. Hér er annars vegar um að ræða launa- skatt skv. b og c liðum 4. gr. laga nr. 14/1965 um launaskatt með áorðnum breytingum, og hins veg- ar launaskatt skv. 3. gr. sömu laga sem greiða bar af greiddum launum á árinu 1990. Kærur vegna álagðs launaskatts, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1991, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 29. ágúst 1991. 31. júlí 1991 Skottstjórinn Skattstjórinn Skattstjórinn Skattstjórinn Skattstjórinn Skattstjórinn Skattstjórinn Skattstjórinn Skattstjórinn Reykjavík. Gestur SteinÞórsson. Vesturlandsumdæmí. Stelán Skjaldarsoil. Vestfjarðaumdæmi. filatur Helgi Kjartansson. Norðurlandsumdæmi vestra. BOfli SÍOUrbjðrnsson. Norðurlandsumdæmi eystra. Guooar RatO Einarsson. Austurlandsumdæmi. KaN LaurÍtZSOO. Suðurlandsumdæmi. Hreion SveÍOSSOO. Vestmannaeyjum. Ingi T. BjÖtflSSOn. Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stetánsson. ur af hjáiparstarfi kaþólsku kirkj- unnar víða um heim og gæti jafn- vel hugsað mér að starfa við slíkt í framtíðinni. Ég held að trúin komi ekki sterkt fram í ljóðum mínum en margir þykjast þó sjá þunga trúarlega undiröldu í þeim. Það er ef til vill ekki mitt að dæma um það en oft kemur það fyrir að ég hef samið heilu ljóðin um eitt- hvert efni sem kemur fyrirvara- laust upp i huga mér. Þetta kemur helst fyrir þegar ég er á ferð í stórborg og þá er bara um að gera að vera nógu fljótur að punkta slíkt hjá sér,“ segir Ari Gísli. Bandaríkin og Sovétríkin „Það fer ekki hjá því að maður beri Bandaríkin og Sovétríkin saman eftir að hafa farið um þau. Mér fannst það einkenna muninn á þessum rikjum að í Bandaríkjun- um vita menn af vandamálunum og vilja reyna að leysa þau en í Sovétríkjunum er eins og fólk hafí hreinlega gefist upp. Sovéskir ráð- amenn virðast þó hafa áttað sig á því að eina leiðin frá hinni miklu örbirgð er markaðsbúskapur og vonandi gengur það vel fyrir sig. Það verður þó að stíga eitt skref í einu því það er vafasamt að breyta heilu þjóðfélagskerfi í einu vetfangi," sagði Ari Gísli að lok- um. Hummef íþróttagallar wjf jr* l(W Veró kr. 5.990,- Stærðir: S-XXL Litir: Lillað, bleikt og Ijósblátt Opið laugardaga frá kl. 10-14. »hummél^P SPORTBÚÐIN ÁRMULA 40, SIMI 813555 UTSALAN KARNABÆR LAUGAVEGI 66 • SÍMI 22950 DÖMU- HERRA- OG BARNADEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.