Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 Hann elskar mig, hann elsk- ar nhg ekki... Ast er ... 8-6 ... að gera draumana ekki að óleysanlegu vandamáli. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1991 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI \pEllZ HAFA. N/\B> HONU/H FVRIR SkATrSWK." í»essir hringdu . .. Nýtískuleg stafsetning Sjónvarpsins Matthildur hringdi: Eg hef rekið augun í það hvað eftir annað að hjá Sjónvarpinu virð- ast menn telja að fuglsheitið „ugla“ sé skrifað með tveimur g-um. Fæ ég ekki betur séð en að þetta sé eins konar vinnuregla á þeim bæ því þetta hefur komið fyrir hvað eftir annað og virðist ekki bundið við einn þýðanda. Hið sama hef ég raunar séð í bamabókum sem Almenna bókafélagið gaf út fyrir nokkrum árum og voru eftir enskan mann. Hins vegar er ég alls ekki sátt við þetta. Eg sé enga sérstaka ástæðu til að skrifa þetta forna fuglsheiti með tveim g-um enda hefur það mér vitandi engin tengsl við ugg eða hræðslu. Ég vil mæl- ast til þess að Sjónvarpið láti þegar af þessari „nýtískulegu" stafsetn- ingu enda ekki í þess verkahring að gera breytingar á lögboðinni stafsetningu. Þakkir fyrir góða þjónustu Ánægð brúðhjón hringdu: Við giftum okkur á laugardag- inn og viljum koma á framfæri þakklæti til A.Hansen þar sem við vorum með kaffi. Öll þjónustan var mjög góð. Einnig viljum við færa starfsfólki á veitingastaðnum Jón- atan Livingston Máf sérstakar þakkir fyrir mjög ánægjulegt kvöld og sérlega góða þjónustu. Ánægð með Markús Kona hringdi: Ég vil lýsa ánægju minni með nýja borgarstjórann okkar, hann Markús Örn Antonarson. Mér þyk- ir greinilegt á öllu að þar fer ákveð- inn maður og duglegur. Hann ætl- ar að lagfæra ástandið í miðborg- inni um helgar og var sannarlega kominn tími til. Samt hafa fjölmiðl- ar keppst við að gera grín af hon- um, meira að segja Morgunblaðið. Ég veit að Magnús lætur það ekk- eri á sig fá en mér þykir þetta ómaklegt. Að endingu vil ég óska borg- arbúum til hamingju með Markús og vona að við eigum eftir að njóta starfskrafta hans vel fram á næstu öld. Kettlingur í boði 3 mánaða kettlingur fæst gef- ins. Upplýsingar í síma 75737 eða 30894. Köttur í óskilum Mjög fallegur, háfættur og tígu- legur fressköttur, gulrósóttur á baki en með hvíta bringu og fætur er búinn að vera í óskilum í Skip- holtinu í 3 vikur. Hann er afar gæfur og elskulegur. Vinsamlegast hringið í síma 34766. Gleraugu týndust Gleraugu í brúnni umgjörð töpuð- ust föstudaginn 26. júlí s.l. Leiðin sem farin var (á hjóli) var: Afla- grandi 40 - Mikligarður - JL húsið - Hringbrautin að Birkimel - Birki- melur - Hótel Saga, Búnaðarbank- inn. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 16435 (Karl) eða í þjónustu- miðstöðina í Aflagranda 40, sími 622571. EFNILEGIR SONGVARAR Af tryggð og nokkurri forvitni við Ketil vin minn Jensson, óperusöngv- ara, lagði ég leið mína í Norræna húsið sunnudaginn 14. júlí til að kanna frammistöðu sonar hans, en Katli kynntist ég, er hann söng í óperunum Leðurblökunni og Cav- alleria Rusticana er fluttar voru í Þjóðleikhúsinu á árunum 1951 og 1955. Kolbeinn Jón Ketilsson bauð upp á vandaða efnisskrá sem hófst með Scarlatti og Handel — Ombra mai fu — en það hljómar í mér með rödd- um Caruso og Gigli og hlýtur saman- burður að vera óhagstæður fyrir Kolbein, en rödd hans hljómaði létt og áreynslulaust. Þá komu lög eftir Beethoven og Schubert, sem Kol- beinn söng undur fallega með sinni björtu og áreynslulausu tenórrödd. Eftir hlé komu svo sex íslensk söng- lög eftir þá Sigfús Einarsson, Kalda- lóns, Jón Þórarinsson og Pál ísólfs- son. Þessi lög voru sungin ákaflega fallega, með skýrum texta og tón og lofa góðu um söngvarann. Að lokum söng svo Kolbeinn óperuaríur úr „L’Arlesiana" eftir F. Cilea og Rigoletto eftir Verdi og kom í ijós að einnig á þeim nótum er mikils að vænta hjá þessum unga söngv- ara. Eftir ákaft lófatak í þéttsetnu húsi, kvaddi píanóleikarinn, sem var enginn annar en hinn óviðjafnánlegi Jónas Ingimundarson, sér hljóðs og tilkynnti að verðandi eiginkona söngvarans gengi nú til liðs við hann í lokalagi, sem var ástardúett úr Kátu ekkjunni eftir Lehar. Kom þá í ljós, að hún er einnig upprennandi söngvari og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni, en þau eru nú á förum til Vínarborgar að læra meira og vil ég með þessum fátæklegu línum mínum bæta nokk- uð úr, að ég hef ekki séð á prenti umsögn um þessa söngskemmtun. Jafnframt vil ég óska listahjónun- um gæfu og gengis um alla framíð. — Hafið hjartans þökk fyrir góða skemmtun í Norræna húsinu 14. júlí. Sighvatur Jónasson, fyrrum organisti. Perlunnar, er bar ábyrgð á því að neyðarbjöllu vantaði á lyftu í henni. Er með ólíkindum að bæði borgar- fulltrúi og þingmaður skuli telja sér sæma að skrifa blaðagreinar, þar sem ein helsta forsendan er rang- færsla af þessu tagi. Þar ræður að minnsta kosti ekki heilræði Ara fróða, að hafa það sem sannara reynist. xxx Samkvæmt Helgisiðabók þjóð- kirkjunnar fellur það að sjálf- sögðu að starfsskyldum presta að flytja blessunarorð í nýjum bygg- ingum eða við mikil mannvirki. Að mati Víkveija er þetta jafngóður og sjálfsagður siður og að fara með sjóferðabæn eða þakka Guði gjafir hans við upphaf máltíðar. Að sjálf- sögðu á slíkt ekki við alla, enda er fólk misjafnlega trúað og margir beinlínis andvígir því að Kristur komi nokkurs staðar við sögu lífs þeirra. Á meðan trúfrelsi ríkir hér ber það ekki vott um annað en skort á umburðarlyndi að geta ekki unnt kristnu fólki að efna til helgistund- ar, hvort heldur það er í Perlunni eða annars staðar. Kirkjan getur hjálpað í Morgunblaðinu föstudaginn 14. júní skrifar Ragnheiður Davíðsdóttir blaðamaður greinarkorn undir yfír- skriftinni „Leyfið börnunum að koma til mín“. Hún bendir á þá stað- reynd sem margir hljóta að hafa hugsað um að mörg utangarðsbörn og unglingar ganga um án þess að nokkrum detti í hug að þau þurfi hjálp, stuðning til að standa í fæ- turna. Ragnheiður Davíðsdóttir bendir á góða lausn, þessu fólki til bjargar. Kirkjuna. Þar á kærleikurinn og umburðarlyndið að ríkja. Þar er væntanlega viljinn og peningar. Er nokkuð eðlilegra en að kirkjunnar menn standi sem einn og taki málið að sér? Ég skora á fólk að láta í sér heyra um þetta mál. Hvað er hægt að gera fyrir af- skipta unglinga og börn? Jóna Víkveqi skrifar Einkennilegt er að fylgjast með því hvernig einstakar bygg- ingar eða mannvirki geta heltekið huga fólks, sem hefur þörf fyrir að tjá sig á opinberum vettvangi. Að mati Víkveija eru það þó einkum vinstrisinnaðir stjórnmálamenn, sem keppast við að halda því á lofti, að peningar sem renna í slík mann- virki_ séu betur komnir annars stað- ar. Á sínum tíma var það flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem var viðmið- unin og upphaf alls ills í fjármálum þjóðarinnar, en nú er það Perlan, sem er talin valda því að ekki hafi stórfé verið varið til alls kyns ann- arra framkvæmda á vegum Hita- veitu Reykjavíkur eða Reykjavíkur- borgar. Það vakti athygli Víkvetja að Leifsstöð er nefnd meðal þeirra við- fangsefna, sem á að kanna sérstak- lega, þegar rannsakaður er svokall- aður fortíðarvandi í fjármálum rík- isins. Þegar smíði stöðvarinnar var að Ijúka lágu fyrir útreikningar, sem sýndu að byggingin gat orðið eitthvert arðsamasta mannvirkið í eigu ríkissjóðs. Vonandi kemst nefndin um fortíðarvanda að því, hvað fór úrskeiðis, þannig að flug- stöðin breyttist í bagga á ríkissjóð. Annars má Víkveiji ekki til þess hugsa, hvernig ástandið væri í sam- göngumálum þjóðarinnar, ef ekki hefði verið ráðist í smíði nýrrar flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli. Ástandið þar var auðvitað orðið með öllu óviðunandi. Hin glæsilega Leifsstöð eykur hróður þjóðarinnar út á við og eflir með henni sjálfs- traust, og ekki minnkar glæsileik- inn eftir að stóru listaverkin hafa verið sett upp við stöðina. Þetta gildi Leifsstöðvar verður að visu aldrei metið til Ijár, hversu lengi sem menn grufla í fortíðinni. Perlan verður heldur aldrei met- in að verðleikum með því einu að setja á hana fjárhagslegu mæli- stikuna, sem nú er helst brugðið á loft í vinstrisinnuðum umræðum um hana, þegar ekki er hneykslast á óhappi í lyftu eða yfir því að séra Þórir Stephensen skyldi blessa hið nýja mannvirki og þar væri lesið úr hinni helgu bók. Furðulegt er að sjá það endurtek- ið hér í blaðinu, sem þó hefur verið leiðrétt, að það hafi verið arkitekt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.