Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 38
- 38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1991 KNATTSPYRNA > > Ætlaði ekki að leika í sumari Stefán Amarson markvörður hefur átt mjög góða leiki með FH STEFÁN Arnarson, markvörð- ur FH hefur staðið sig mjög vel með liði sínu í sumar og fyrir síðasta deildarleik gegn KR fékk hann hæstu einkunn sum- arsins hjá Morgunblaðinu, þrjú M, og er nú efstur í einkunna- gjöf blaðsins með fjórtán M. Stefán hafði ekki hugsað sér að leika knattspymu í sumar, hann ætlaði að taka sér hvíld eftir erfitt keppnistímabil með Gróttu í handknattleiknum en allar áætlanir hans þar að lútandi fóru út í veður og vind þegar forráðamenn FH höfðu samband og báðu hann um að leika með liðinu til maíloka. Aðalmarkvörður félagsins, Halldór Halldórsson, hafði þá meiðst í æf- ingaferð til Jamaíka og liðið var í markmannsvandræðum. „Ég var mjög tregur til enda ætlaði ég að taka mér gott frí. Það var hins vegar lagt hart að mér að leika með liðinu til maíloka,“ sagði Stefán sem á endanum tók fram hanskana og náði að mæta á þijár æfíngar fyrir fyrsta leik FH á mótinu gegn Víkingi. „Ég var slakur í þeim leik enda ekkert sniðugt að byrja að spila eftir svo fáar æfingar." Tókst að halda hreinu „Leikurinn gegn KR [á sunnu- daginn] var erfiður og það er sérs- taklega í öllum horn- og aukaspyrn- um, þrír þeirra raða sér á línuna og það getur verið erfitt að eiga við fyrirgjafímar. En mér tókst að halda hreinu. Sjálfsagt er þetta besta tímabilið hjá mér frá því ég lék minn fyrsta leik með KR fyrir ellefu árum en hlutimir geta verið fljótir að breytast. Til að mynda voru stuðningsmenn FH fljótir að snúa við mér bakinu eftir að ég fékk á mig vítaspyrnuna gegn KR. Félagar mínir voru uppi í áhorf- endastæðum á leiknum og heyrðu tvo Hafnfirðinga segja að ég væri nú bara tólfti KR-ingurinn fyrst ég hefði gefið liðinu víti.“ Komið víða við Stefán hefur víða komið við á knattspyrnuferlinum. Hann er KR- ingur að upplagi og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sautján ára. Þá kom hann inn í liðið er Stefán Jó- hannsson meiddist. Fjórum ámm síðar ákvað Stefán að freista gæf- unnar hjá Val og var á Hlíðarenda í þijú keppnistímabil. „Það virtist vera alveg sama hvernig Stebbi [Jóhannsson] stóð sig, hann fór allt- Varla með úl tímabilið af í markið aftur og það var aðalá- stæðan fyrir því að ég ákvað að skipta um félag,“ sagði Stefán sem sneri aftur á heimaslóðimar og lék með KR fram til 1988. „Ég ákvað að hætta í knattspyrnunni eftir leik- inn við Tindastól þegar við féllum út úr bikarnum, var búinn að fá mig fullsaddan af knattspyrnu og var harðákveðinn í að nú væri ég að leika mitt síðasta tímabil í knatt- spyrnunni. Ég stóð ekki við þau orð því ég lék með Tindastóli í fyrra. Það sem réði mestu um það var að ég hafði alltaf haft áhuga á því að búa úti á landi.“ Sjö lið í fallbaráttu „Okkur hefur gengið vel upp á síðkastið en ég lít þó þannig á málin að við séum ekki lausir við fallbaráttu. Deildin er mjög opin, Fram, KR og hugsanlega Víkingur em einu liðin sem em búin að bjarga sér, hin liðin geta öll fallið," segir Stefán sem stendur í marki FH í kvöld en liðið mætir þá ÍBV í Eyj- um. „Ég á von á erfiðum leik, það verður án efa mikil stemming í Eyjum því þjóðhátíðin er að byija Stefán leikur líklega ekki með FH út keppn- istímabilið. Hann er meiddur — liðbönd em tognuð í hné — og læknar hafa sagt honum að ef að hann ætlar að fá sig góðan af meiðslunum þá verði hann að taka sér algjöra hvíld í þijár vikur. „Ég leik örugglega með FH í undanúrslitaleikn- um í bikarnum gegn Víði 8. ágúst en er síðan ekki viss um það hvort ég leiki fleiri leiki með lið- inu. Auðvitað verður erfitt að slíta sig frá FH sér- staklega þegar vel gengur en ég þarf líka að hugsa um Gróttu. Ef ég „þjösnast“ á hnénu út sumarið gæti ég ekki leikið fyrstu leiki Gróttu í handboltan- um,“ sagði Stefán sem ekki hefur æft að undan- förnu vegna meiðslanna. og leikmenn eru örugglega ákveðn- ir í að gera betur en gegn Víði um síðustu helgi,“ sagði Stefán en 12. umferð íslandsmótsins hefst í kvöld með þremur leikjum; ÍBV-FH, UBK-Víðir og KR-Víkingur. Um- ferðinni lýkur síðan annað kvöld en þá mætast Valur og Fram og Stjarnan leikur við KA. Morgunblaðið/Einar Falur Stefán Arnarson hefur leikið mjög vel með FH í sumar. Hann fór til félags- ins vegna meiðsla aðalmarkvarðarins og ætlaði að vera með út maí-mánuð... GOLF / LANDSMOT Frábært skor hjá Valdimar Morgunblaðið/SUS Haraldur Júlíusson úr GA slær fyrsta höggið á Landsmótinu. Hann lék á 84 höggum í 2. flokki. VALDIMAR Þorkelsson úr GR lék manna best á fyrsta degi Landsmótsins ígolfi sem hófst á Hvaleyrarvelli ígær. Hann kom inn á 71 höggi sem er frá- bært skor hjá manni í 2. flokki. Par vallarins er 68 þannig að Valdimar var aðeins 3 yfir pari og ef hann leikur eins það sem eftir er ætti hann ef til vill frekar að keppa á Hellu, en þar leika meistaraflokkur og 1. flokkur. Tals- vert rok var á Hvaleyrinni í gær þegar leikið var. I 2. flokki kvenna hefur Sigur- björg Gunnarsdóttir úr GS forusstu, lék á 95 höggum og Kristján V. Kristjánsson úr Keili er með forustu í 3. flokki karla, en hann kom inn á 81 höggi. Efstu menn eru: 2. flokkur karla: Y aldimar Þorkelsson, GR..............71 Ágúst Húbertsson, GK..................76 Þorgeir V. Halldórsson, GS............79 Jón B. Hannesson, GA..................79 Pálmi Einarsson, GHH....................79 Annel Þorkelsson, GK....................79 Guðbjartur Þormóðsson, GK...............79 2. flokkur kvenna: Sigurbjörg Gunnarsdóttir, GS............95 Magdalena s. Þórisdóttir, GS............99 Hafdts Gunnlaugsdóttir, GS.............105 Sigrún Gunnarsdóttir, GR...............106 Selma Hannesdóttir, GR.................107 Sigríður Kristinsdóttir, GR............108 3. flokkur karla: Kristján V. Kristjánsson, GK............81 Kristinn Kristjánsson, GÍ...............82 Elías Helgason, GK................... „84 Guðmundur Sigurðsson, GR................84 Viktor Sturlaugsson, GR.................84 Mm FOLX ■ FALUR Harðarson leikur með körfuknattleiksliði Keflvíkinga í vetur. Hann heldur til Banda- ríkjanna í haust þar sem hann verður við nám í tvö ár. ■ BRYNJAR Harðarson hefur skipt í ÍBK frá Snæfelli og ungl- ingalandsliðsmaðurinn Nökkvi Már Jónsson kemur einnig aftur til liðsins, en hann var í Banda- ríkjunum 1' fyrra. ■ GUÐJÓN Guðmundson fyrr- um aðstoðarmaður Bogdans Kow- alczyk, landsliðsþjálfara í hand- knattleik, hefur verið ráðinn liðs- stjóri 1. deildarliðs Víkings fyrir næsta vetur. Guðmundur Guð- mundsson þjálfar liðið en leikur ekki með. ■ EYJÓLFUR Sverrisson stóð sig vel þegar Stuttgart sigraði Int- er Milanó 2:1 í vináttuleik í Þýska- landi um sl. helgi. Hann lék í 80 mínútur. Liði Stuttgart hefur gengið vel í æfingaleikjum fyrir deildarkeppnina, unnið níu leiki og gert eitt jafntefli. Þýska úrvals- deildin hefst um helgina. ■ HÁCKEN, liðið sem Gunnar Gíslason leikur með, er komið í 16-liða úrslit sænsku bikarkeppn- innar í knattspymu. Liðið vann Elfsborg, sem einnig leikur í 1. deild, 2:0 á útivelli og mætir 1. deildarliðinu Spárvagen á heima- velli í kvöld í 8-liða úrslitum. ■ BEN Johnson verður ekki með á stórmóti í frjálsíþróttum í Svíþjóð á mánudag. Forráðamenn mótsins, sem verður í Malmö, riftu samning- um við kappann vegna þess að hann hefur ekki náð sér á strik eftir að hann hóf keppni á ný eftir keppnis- bann. ■ KEVIN Richardson, miðvall- arleikmaður hjá Real Sociedad á Spáni, var í gær seldur til Aston Villa fyrir 450.000 pund. Hann var aðeins eitt ár á Spáni, en lék áður en Arsenal og Everton og varð enskur meistari með báðum. FRJALSAR Vésteinn: 63,86 m Vésteinn Hafsteinsson kast- aði kringlunni 63,86 metra á móti í Laugardal í fyrradag, aukamóti í framhaldi af keppni FRÍ, Visa og Masda í Mosfells- bæ daginn áður. Árangur á mótinu var mjög góður og var þetta t.d. lengsta kast Vésteins í ár og í annað sinn sem hann kastar lengra lágmarkinu fyrir HM í Tokyo. Lettinn Vaclavas Kídíkas sigraði á mótinu, kastaði 65,05 metra, landi hans Romas Ubart- as varð annar með 64,74 og Vésteinn varð þriðji. Síðan komu: Sven Inge Valvik, Nor- egi, 62,42 m, Helgi Þ. Helga- son, USAH, 55,16 m og Unnar Garðarsson, ÍR, 45,32 m. Vésteinn Hafsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.