Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 40
RISC SYSTEM/6000 KE YRIR UNIX FRAMTÍÐARINNAR: IBM AIX — svo vel sétryggt SiÓVÁ ALMENNAR MIÐVIKUDAGUR 31. JULI 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Kringlumýrarbraut breikkuð Morgunblaðið/Ámi Sæberg Mikil umferðarteppa myndaðist á Kringlumýrarbraut síðdegis í gær. Þar stóðu þá sem hæst malbikunarframkvæmdir en verið er að breikka götuna og fullgera þriðju akreinina á syðri akbraut götunnar, milli Reykjavíkur og Kópavogs. Ákvörðun um veiðar á næsta kvótatímabili: Um 7-8 milljarða samdráttur verður í útfhitningstekjum AÆTLAÐ er að verðmæti botnfiskafla dragist saman um 10-12% á næsta ári í kjölfar ákvörðunar Þorsteins Pálssonar um leyfilegt afla- magn á næsta kvótatímabiii, 1. september 1991 til 31. ágúst 1992. Að sögn sjávarútvegsráðherra jafngildir samdrátturinn 7-8 milljarða króna samdrætti útflutningstekna. „Með þessum vanda hljótum við að knýja á um aukna hagræðingu í greininni," sagði Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra á blaðamannafundi í gær. Samkvæmt reglugerð sjávarút- vegsráðherra má á næsta kvóta- tímabili veiða 265 þúsund tonn af þorski, 50 þúsund tonn af ýsu, 75 þúsund tonn af ufsa, 90 þúsund ^.onn af karfa, 25 þúsund tonn af grálúðu, 11 þúsund tonn af skar- kola, 110 þúsund tonn af síld, 28 þúsund tonn af úthafsrækju og 5.500 tonn af innfjarðarækju. „Með þessari ákvörðun er lítillega vikið frá tillögum Hafrannsókna- stofnunar vegna þeirrar þröngu efnahagslegu stöðu, sem við erum í. Þetta hefur mikil áhrif á þjóðarbú- skapinn í heild og við teljum að við þessar aðstæður sé óhjákvæmilegt að huga að mótun heildstæðrar sjávarútvegsstefnu,“ sagði Þor- ^teinn Pálsson. Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna segir áhrif 12% samdráttar á heildaraflanum sambærileg við það að Vestmannaeyjahöfn, stærstu löndunarhöfn landsins, yrði lokað í heilt ár. Kristján kveðst harma að sjávarútvegsráðherra hafi zikki tekið meira tillit til tillagna LÍÚ við ákvörðun sína og í sama streng tekur Benedikt Valsson framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands íslands hvað varðar tillögur FFSÍ. Einkum gagn- rýna þeir ákvörðun um hámarksafla ufsa, síldar og skarkola. Jakob Jakobsson. forstjóri Haf- rannsóknastofnunar segir að sjald- an eða aldrei hafi verið farið jafn- nærri tillögum stofnunarinnar við ákvörðun veiðiheimilda og nú. Ósk- ar Vigfússon formaður Sjómanna- sambandsins kveðst telja að sjávar- útvegsráðherra hafi gert rétt með því að víkja svo lítið frá tillögum Hafrannsóknastofnunar sem raun ber vitni. Hann segir stórfellda kjaraskerðingu sjómanna óhjá- kvæmilega og segir fyrstu kröfu sjómanna vera þá að inngreiðslum í verðjöfnunarsjóð verði hætt. Sjá bls. 4 og Úr verinu bls. Bl. Fólk saknað á hálendi: Fundust við bíl sinn eftir skamma leit HJÓN frá Húsavík og þrjár er- lendar konur, sem saknað var í bíl á hálendinu, fundust heil á húfi í gærkvöldi. Bíll þeirra hafi festst skammt frá Kiðagilsöldu. Lögregla á Húsavík sótti fólkið og var áætlað að komið yrði með það til Húsavíkur skömmu eftir miðnætti i nótt. Fólkið, sem var á fjórhjóladrifn- um og sérútbúnum Dodge sendibíl hafði ætlað Gæsavatnaleið niður í Bárðardal og hafði í hyggju að koma til Húsavíkur á sunnudag. Farið var að spyijast fyrir um það um hádegið í gær og reyndist það ekki vera í sæluhúsum á leiðinni. Um klukkan 16.30 lagði fjallabíll lögreglunnar á Húsavík af stað til leitar og um svípað leyti fór þyrla Landhelgisgæslunnar í loftið og flaug eftir uppgefmni leið fólksins og fann bílinn fljótlega. Fólkið var við bílinn og heilt á húfi. Þyrlan feijaði fimmmenningana yfir í bíl lögreglunnar sem ók því til byggða. Bíllinn var skilinn eftir og verður vitjað um hann síðar. Bjart og hiýtt veður verður fram að helgi BÚIST er við suðaustlægri átt um allt land fram á föstudag. Víðast hvar verður léttskýjað og hlýtt í veðri. Helst má búast við því að skýjað verði á Suður- og Austurlandi. Hlýtt og bjart veður verður víðast um land næstu daga. Spáð er hægri suðaustlægri átt og hlýju veðri um allt land. í dag er spáð 11-18 stiga hita hérlendis og er líklegt að hitastig verði svipað fram að helgi. Víðast hvar verður léttskýjað en búast má við því að skýjað verði við suður- og austur- ströndina. Ekki er enn sem komið er hægt að fá upplýsingar um veðrið um verslunarmannahelgina hjá Veð- urstofu íslands. Álagning opinberra gjalda: IBM greiðir mest í Reykjavík Fyrirtækið greiðir 286 milljónir króna, 125 milljónum meira en Eimskipafélagið IBM World Trade Corporation hf. er gert að greiða hæstu heild- argjöld í Reylyavík, eða um 286 milljónir króna, samkvæmt álagningarskrá Skattstofunnar í Reykjavík fyrir árið 1991. Næst hæstu gjöld fyrirtækja í Reykjavík á Eimskipafélag Is- lands að greiða, eða um 161 milljón króna. Þorvaldur Guðmunds- son er með hæstu heildargjöld einstaklinga, rúmlega 33 milljón- ir, og næst hæstur er Skúli Þorvaldsson, með um 13,5 milljónir. íslenskir aðalverktakar eiga að greiða hæstu heildargjöld fé- laga og annarra lögaðila í Reykjanesumdæmi samkvæmt álagningarskrá, eða rúmlega 327 milljónir króna. Næst hæstu gjöldin lenda á Stálskipum hf. í Hafnarfirði, eða tæplega 69 millj- ónir króna. Geir Gunnar Geirs- son, Vallá á Kjalarnesi, á að greiða hæstu heildargjöld ein- staklinga í Reykjanesumdæmi, um 12 milljónir króna, og Helgi Vilhjálmsson, Hafnarfirði, næst hæstu gjöldin, eða tæplega 11 milljónir. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra nemur heildarálagning opinberra gjalda á lögaðila í landinu rúmlega 10,3 milljarða, heildarálagning á ein- staklinga um 41,3 milljarða og heildarálagning á böm um 47,9 milljarða. Að sögn Bolla Þórs Bollasonar, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, eru þessar niðurstöður nánast alveg í sam- ræmi við tekjuáætlun fyrir árið 1991, sem gerð var skömmu eft- ir að ný ríkisstjórn tók við í vor. Helsta frávikið frá fjárlögum árs- ins sé hins vegar vegna laga- breytinga á Alþingi í vor, sem höfðu í för með sér lækkun skatta fyrirtækja um milli fjögur og fimm hundruð milljónir króna. Sjá fréttir á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.