Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.08.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1991 19 Aldrei fleiri hestar en nú á Hestamóti Skagfirðinga Varmahlíð. HESTAMOT Skagfirðinga fór fram um verslunarmannahelgina þetta árið svo sem fjölmörg undanfarin ár. Veður var sérstaklega blítt á Vindheimamelum svo sem víða annars staðar á landinu. Um 300 hross voru skráð til sýningar og keppni og hafa aldrei verið svo mörg áður á Hestamóti Skagfirðinga. Dagskráin hófst á föstudag með sýningu eða dómi á um 60 kynbóta- hrossum. Sagði Kristinn Hugason, að ásókn væri vaxandi í að fá dóm á kynbótahross síðsumars og lét hann vel yfir þeirri þróun. Undan- keppni fór fram í gæðingaflokkum, hestaíþróttum og kappreiðum á laugardag og úrslit svo á sunnudag. Nokkur undanfarin ár hafa skagfirsku hestamannafélögin boð- ið með til þátttöku í móti þessu félögum í hestamannafélögum í Vestur- og Austur-Húnavatnssýslu og Ólafsfirði og Siglufirði og auk þess hefur verið alveg opin þátttaka í hestaíþróttunum svo og kappreið- unum. Hápunktur allra hestamóta eru úrslit í A- og B-fl. gæðinga. í A-fl. varð í 1. sæti Eysteinn Steingríms- son á Hersi 7 v. gráum Kjarvals- syni, en í B-fl. varð efstur Bergur Gunnarsson á Hausta frá Hofstaða- seli. Hausti er 13 v. og hefur áður komið fram á sýningum en vart eins glæsilegur áður sem hann var nú. í hestaíþróttunum sigruðu þeir feðgar Sigurbjörn Bárðarson og Steinar sonur hans í öllum þeim greinum sem keppt var í. Hér fara á eftir helstu úrslit. A-fl. gæðinga: 1. Hersir frá Laufhóli, kn. Eysteinn Steingrímsson. 2. Sporður frá Sauðárkróki, kn. Guðmundur Sveinsson. 3. Katla frá Miðsitju, kn. Jóhann Þorsteinsson. 4. Prins frá Grófargili, kn. Jóhann Skúlason. 5. Stjarna, kn. Páll B. Pálsson. B-fl. gæðinga: 1. Hausti frá Hofstaðaseli, kn. Bergur Gunnarsson. 2. Daði frá Skörðugili, kn. Björn Jónsson. 3. Glaumur frá Vindheimum, kn. Bjöm Sveinsson. 4. Draumur frá Holtskoti, kn. Árni Friðriksson. 5. Vinur frá Varmalæk, kn. Ingólfur Helgason. Eldri fl. unglinga: 1. Anna Ingimarsd. á Blesu frá Garði. 2. Guðm. Elíass. á Vin frá Laugarnesi. 3. Halidór J. Einarsson á Flosa. 4. Alma Ágústsdóttir á Blæ. 5. Haukur Guðm.s. á Skjóna frá Vallanesi. Yngri fl. ungl.: 1. Isólfur Þórisson á Ljúfi. 2. Steinbjörn Skaftason á Mána. 3. Jóhanna Friðriksdóttir á Glóblesa. 4. Brynjólfur Jónsson á Léttfeta. 5. Brynjar Elefsen á Lukku. Finungangur: 1. Sigurbjörn Bárðarson og Höfði. 2. Jóhann Skúlason og Prins. 3. Rúna Einarsdóttir og Þráinn. 4. Erling Sigurðsson og Týr. 5. Þóra Brynjarsdóttir og Fiðringur. Tölt fullorðinna: 1. Sigurbjörn Bárðason og Vignir. 2. Berglind Árnadóttir og Snjall. 3. Rúna Einarsdóttir og Þokki. 4. Erling Sigurðsson og Krummi. 5. Jens Óli Jespersen og Krummi. Fjórgangur fullorðinna: 1. Sigurbjörn Bárðarson og Vignir. 2. Berglind Árnadóttir og Snjall. 3. Rúna Einarsdóttir og Þokki. 4. Sigurður Sigurðsson og Drottning 5. Jens Óli Jespersen og Krummi. Fjórgangur ungl.: 1. Steinar Sigurbjömsson og Oddur. 2. Marta Jónsdóttir og Sóti. 3. Eyþór Einarsson og Rauðskjóni. 4. AnnaSiflngimarsdóttirogGlampi. 5. Guðmundur Elíasson og Blanda. Tölt ungl.: 1. Steinar Sigurbjömsson og Oddur. 2. Marta Jónsdóttir og Sóti. 3. Eyþór Einarsson og Rauðskjóni. 4. Þóra Brynjarsdóttir og Fiðringur. 5. ísólfur Þórisson og Ljúfur. Hlýðnikeppni: 1. Sigurbjöm Bárðars. og Hæringur. 2. Rúna Einarsdóttir og Dimma, (ekki frá Gunnarsholti). 3. Jens Óli Jespersen og Brella. Hindrunarstökk: 1. Sigurbjöm Bárðars. og Hæringur. Páll Stefánsson ljósmyndari. Morgunblaðið/Sverrir Páll Stefánsson sýnir ljósmyndir í Nýhöfn FYRSTA einkasýning Páls Stefánssonar, ljósmyndara, verður opnuð í Listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, í dag klukkan 17. Þar verða til sýnis 20 litmyndir sem Páll hefur tekið á siðustu tveimur árum. Sýningin er sölusýning. Henni lýkur 22. ágúst. Að sögn Páls eru myndirnar sýn- ishorn úr bók sem hann leggur síðustu hönd á um þessar mundir og gefin verður út af Iceland Revi- ew. „Eiginlega má segja að megin- þema sýningarinnar sé Island í stóru samhengi. Flestar myndanna em teknar af landslagi en aðrar eru af fólki sem er jú líka landslag," segir ljósmyndarinn. „Þetta eru stemmningar en liturinn bindur myndirnar saman.“ Páll hefur tekið þátt í samsýning- um heima og erlendis en sýningin sem opnuð verður í dag er hans fyrsta einkasýning. Hann er mennt- aður í Svíþjóð en hefur starfað sem ljósmyndari frá árinu 1982. Sýningin verður opin milli klukk- an 10 og 18 virka daga en 14 og 18 um helgar. Verðlaunaafhending fyrir yngri flokk unglinga. Verðlaunaafhending fyrir B- flokk gæðinga. Talið frá hægri: Bergur Gunnarsson á Hausta, Björn Jóns- son á Daða, Björn Sveinsson á Glaum, Árni Friðriksson á Draum, Ingólfur Helgason á Vin, Anna Sigurð- ardóttir á Þór, Erling Sigurðsson á Snót og Sigurður Sigurðsson á Illuga. Morgunblaðið/Páll Dagbjartsson 2. Jóhann Skúlason og Þytur. 3. Hanne Korsgaard og Kroppur. Gæðingaskeið: 1. Sigurbjöm Bárðarson og Höfði. 2. Bjöm Þorsteinsson og Eitill. 3. Rúna Einarsdóttir og Þráinn. íslensk tvíkeppni fullorðinna: Sigurbjöm Bárðarson. íslensk tvíkeppni unglinga: Steinar Sigurbjömsson. Kappreiðar: 150 m skeið: 1. Snarfari, 14,2 sek. kn. Sigurbjöm Bárðarson. 2. Glæsir, 15,0 sek. kn. Sigurbjöm Bárðarson. 3. Reykjajarpur, 15,6 sek. kn. Jón Árnason. 250 m skeið: 1. Leistur 22,4 sek. kn. Sigurbjöm Bárðarson. 2. Þróttur, 23,6 sek. ' kn. Erling Sigurðsson. 3. Vinur, 25,2 sek. kn. Björn Jónsson. 300 m brokk: 1. Daði 33,4 sek. kn. Bjöm Jónsson. 2. Bleikur, 41,5 sek. kn. Hrönn Björnsdóttir. 3. Dropi, 42,5 sek., kn. Bjöm Þorsteinsson. 300 m stökk: 1. Kólfur, 22,5 sek., kn. Ágúst Ásgrímsson. 2. Pálínu-Blesi, 23,0 sek., kn. Eyþór Einarsson. 3. Vinur, 23,4 sek., kn. Jón Guðmundsson. - P.D.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.