Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. AGUST 1991
störfum af mestu trúmennsku svo
sem innheimtu og umsjón með bún-
aðarmálasjóði og margt fleira. Var
þar gott til hans að leita um margt
sem laut að framleiðslu og verðlags-
málum, því að hann var ótrúlega
töluglöggur og minnugur með af-
brigðum.
Það mun svo hafa verið árið 1986
að Einar lét af störfum á skrifstofu
Framleiðsluráðs og flutti til dóttur
sinnar Þórunnar, sem gift er Jóni
Guðbrandssyni dýralækni á Selfossi.
Þau búa í næsta húsi við þann er
þetta ritar og hef ég því hitt Einar
oft og rætt við hann og síðast nú
fyrir mánuði síðan. Hann hefur borið
aldurinn vel og ég tel að hann hafi
haldið næstum fullum sálarkröftum
fram undir það að hann veiktist nú
fyrir hálfum mánuði. Aftur á móti
þá var hann orðinn mjög sjóndapur
og þurfti því á aðstoð að halda við
að borða og þrífa sig, sem honum
var veitt með glöðu geði af dóttur
og tengdasyni og allri þeirra stóru
og góðu ijölskyldu. Margir komu á
heimilið og lengi vel fylgdist Einar
vel með hvað var að gerast sérstak-
lega úti á landsbyggðinni. En síðustu
skiptin sem ég hitti hann hafði áhugi
hans minnkað við að fylgjast með
öllu sem var að ske hjá mannfólkinu
í kringum hann, en þó vildi hann
vita allt um veðrið og hlusta á veður-
lýsingu á öllu landinu sem oftast.
Hann vildi líka vita hvernig kýrnar
héldu á sér á Fossi þegar litlu dóttur-
dótturdætur hans komu í heimsókn,
en á Fossi í Hrunamannahreppi búa
Sigríður dótturdóttir hans og Hjör-
leifur Olafsson með fjórum börnum
sínum. Einar sagði mér síðast þegar
ég hitti hann, að hann teldi sig hafa
lokið hér öllu sem hann gæti gert
og nú hefði hann loksins nógan tíma
til að hvíla sig.
Já, Einar fékk svo mikil hlutverk
að leysa á lífsleiðinni að lítill tími
gafst til hvíldar. En hann var verk-
glaður og þegar hann fór að búa þá
fylltist hugur hans stolti yfir að verða
þeirrar gæfu að njótandi að hafa
búsforráð í sveit. Hann hreifst mjög
af ungmennafélagshugsjóninni og
sérstaklega fannst honum mikið til
um drengsksparheitið, sem hann
gaf, þegar hann gekk í ungmennafé-
lagið Dreng sem ungurmaður. Á sín-
um langa ferli í flókinni félagsmála-
baráttu hafði hann jafnan dreng-
skaparheitið að leiðarljósi og fyrir
það enduðu flest deilumál sem Einar
kom að með góðri og sanngjarnri
sáttargerð.
Einar ólst upp í grænum og grös-
ugum dal meðal sviphreinna íjalla.
Hann dreymdi stóra drauma um að
verða bóndi í þessum dal, foringi sem
gæti grætt og bætt jörðina sína og
greitt götu barna sinna og hjúa.
Hann missti aldrei af þessari draum-
sýn æskuáranna og með sínum mikla
viljastyrk og gæsku gjafarans hlaut
hana á lífsleiðinni flest það sem hann
hafði óskað sér.
Við sem störfuðum með Einari
Ólafssyni þökkum fyrir störf hans
og líf. Ég votta Þórunni dóttur hans
og manni hennar og börnum svo og
frændgarði öllum innilega samúð við
fráfall Einars í Lækjarhvammi.
Hjalti Gestsson
Mikil hetja er hnigin. 22. júlí fór
útför hans fram í Fossvogi. Nú leitar
sterkt á mig sú kennd sem vaknar,
þegar samferðamaður, sem á mikið
rúm í huga mér, er allur. Ég verð
að setja fáein orð á blað.
Lengi fram eftir ævi fylgdist ég
aðeins með Einari af frásögnum
blaða, og búnaðarrita vegna starfs-
sviðs míns. Fyrstu persónukynnin
voru á fundi Stéttarsambands bænda
í Hlégarði 1957, en hann svaraði
málflutningi mínum þá, ásamt Sverri
í Hvammi. Það _dró ekki úr athygli
minni á Einari. í huga mér óx hann
Kveðja:
Pædd 15. júní 1912
Dáin 1. ágúst 1991
Drottinn vakir, drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Aliir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar - drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson)
Ég veit að Drottinn vakir yfir
Nönnu minni. Minningarnar
streyma fram. Það var árið 1964.
Ég var þá 13 ára sem ég kom fyrst
á heimili hennar og Andrésar með
Iðunni, einkadóttur þeirra og æsku-
vinkonu minni.
Þótt aldursmunurinn hafi verið
mikill þá var aldurinn afstætt hug-
tak. Hún var nefnilega vinkona
okkar, góð vinkona.
Allt var hægt að segja Nönnu.
Hún var ein af okkur. Minnisstætt
er mér er við sátum i eldhúsinu í
Ljósheimunum og drukkum ekta
Nönnu-kaffí úr stórum fínum boll-
um, og spjölluðum um lífið og tilver-
una.
Síðustu árin var Nanna mikið
veik en aldrei æðraðist hún, þvert
á móti hún var alltaf að hugsa um
aðra og ætíð spurði hún mig hvern-
með áranna fjöld. En á þeim árum
er ég var í forsvari Verzlunarfélags
Austurlands, einkum þeim síðari, en
sláturhús var þáttur, sem ég hafði
mestan áhuga á. En þau ár var Ein-
ar á skrifstofunni, sem fyrst var
komið á hjá Bændasamtökum og
Framleiðsluráði, gætti þar síma og
fleiri þátta. Þar átti ég oft erindi
vegna sláturhússins. Stálminni Ein-
ars í Lækjarhvammi og skarpleiki á
öllum sviðum voi-u hrein undur, en
auk þess hið hreinskilna viðmót, svo
þægilegt að mér fannst koma mín
að borði hans og bjartur blær í sann-
leika heimilislegur! Já, heimilislegur,
þessi voru áhrifin frá Einari í sætinu
við austurgluggann á skrifstofu bæn-
dasamtakanna í Bændahöllinni. Frá
þessum kynnum, síðustu kynnum af
Einari Ólafssyni, vildi ég fá að segja
m.a., ef enn er skilningur á inntaki
orðsins heimilislegur! Með Einari í
Lækjarhvammi er horfinn úr bænda-
stétt íslands einhver stórbrotnasti
persónuleiki í hópi samferðamanna.
I mínum huga er autt svið.
Jónas Pétursson
ig ég og börnin mín hefðum það.
Ég kveð elsku Nönnu mína og
bið Guð að styrkja Iðunni vinkonu
mína, mann hennar og börn sem
hún unni svo heitt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Dísa
Nanna Snæland
Jón Thímoteusson
sjómaður - Minning
Fæddur 2. febrúar 1914
Dáinn 9. ágúst 1991
Okkur, sem orðnir erum gamlir,
finnst stundum að við séum svo ein-
ir og einmana. Nær daglega er ein-
hver að hverfa, sem verið hefur sam-
starfsmaður og ferðafélagi okkar um
langt skeið. Þá finnst okkur svo tóm-
legt. Við vitum vel, að við þessu er
ekkert að gera annað en að bíða
æðrulaus, uns röðin kemur að okkur.
Einn bezti vinur minn og sam-
starfsmaður að félagsmálum um ára-
tugaskeið, Jón Thímoteusson sjó-
maður, er fallinn í valinn. Hann var
sonur hjónanna Thímoteusar Dóso-
þeussonar og Guðbjargar Jónsdóttur.
Jón var fæddur í Hnífsdal. Þar mun
fjölskyldan hafa dvalist stuttan tíma,
en fluttist svo til Bolungarvíkur og
dvöldu þau þar síðan til dauðadags.
Ég kynntist Jóni fyrst 1934, er
ég flutti til Bolungarvíkui'. Á heimili
hans var mikil fátækt, líkt og víðast
var þá og nær alls staðar. Húsið sem
Jón og fjölskylda hans bjó í mundi
nú ekki vera talið íbúðarhæft. Al-
mennt atvinnuleysi og Kreppa. Þá
var nýbúið að stofna Verkalýðsfélag
Bolungarvíkur. Formaður þess var
Guðjón Bjarnason, bláfátækur og
heilsulítill verkamaður, en hugsjóna-
maður og eldsál. Hans naut því mið-
ur ekki lengi við. Hann dó skömmu
eftir 1940. Það skýrir kannski best
hvaða álit menn höfðu á Jóni, að
hann var einróma kjörinn formaður
félagsins og var það í mörg ár. Það
æxlaðist einhvern veginn þannig, að
ég var kosinn ritari, og var ég það
einnig í mörg ár. Samstarf okkar
Jóns varð langt og náið. Á engan
finnst mér hallað, þó að ég segi, að
betri samstarfsmann hefi ég aldrei
haft. Jón var eldheitur hugsjónamað-
ur. Allt sem orðið gat verkalýðs-
hreyfingunni til hagsbóta var hans
hugsjón, en um eigin hag spurði
hann slst. Ég get fullyrt, að hann
tók aldrei eyri fyrir félagsstörf sín.
Eftir að Jón fluttist suður var
hann oftar en einu sinni í kjöri sem
formannsefni Sjómannafélags
Reykjavíkur. Fékk hann mikið fyigi,
þótt eigi næði hann kosningu.
Um það leyti, sem Jón tók við
verkalýðsfélaginu, var stjórnmála-
baráttan mjög hörð. Þá var nýbúið
að rekja Héðin Valdemarsson úr Al-
þýðuflokknum. Það var meira en við
þoldum. Við hölluðumst þá meira til
vinstri. Fylgi Sósíalistaflokksins var
mjög lítið í Bolungarvík, en alltaf
vorum við kosnir í stjórn verkalýðsfé-
lagsins, meðan við gáfum kost á
okkur. Sýnir það glöggt, hvaða álit
menn höfðu á Jóni, því að það var
fyrst og fremst hann sem hafði al-
mennt traust hins vinnandi fólks.
Þessi grein er skrifuð í flýti sem
fáeins kveðjuorð. Er löngu hættur
að skrifa slíkar greinar. En mér
fannst ég verða að skrifa um þennan
trausta baráttumann.
Ég þakka þessum vini mínum sam-
starfið af heilum hug og óska honum
góðrar ferðar yfir á landið ókunna.
Grein þessa er ekki hægt að enda
án þess að minnast hinnar ágætu
konu Jóns, Aðalheiðar Sigurðardótt-
ur, sem hjúkraði honum og hjálpaði
í löngum veikindum síðustu ára.
Ég kveð kæran vin og þakka fyrir
samstarfið.
Ágúst Vigfússon
31
t
Útför föður okkar,
ÞORBERGS I. JÓHANNESSONAR,
Neðra-Núpi,
fer fram frá Melstaðarkirkju laugardaginn 24. ágúst kl. 14.00.
Jarðsett verður í Efra-Núps kirkjugarði.
Börn hins látna.
t
Sonur minn og bróðir,
BERGSTEINN THEÓDÓR ÞÓRARINSSON,
Hásteinsvegi 22,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 14.00.
Anna Halldórsdóttir,
Ásta Þórarinsdóttir.
t
Faðir okkar,
EGILLJÓN KRISTJÁNSSON,
Bræöraborgarstíg 47,
Reykjavík,
sem andaðist í Landspítalanum 14. ágúst, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 15.00.
Hrönn Egilsdóttir,
Jóhanna Egilsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GEORG KOLBEINSSON,
Dalbraut 25,
lést þann 13. ágúst sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Sigriður Jónsdóttir,
Ingibjörg Georgsdóttir, Þórir Guðmundsson,
Sigríður Bachmann, Matthias Magnússon,
Guðmundur Þórisson, Ingi Þór Þórisson,
Magnús Þórir Matthiasson.
t
Elskuleg móðir okkar,
LIUA ÞÓRÐARDÓTTIR
sem andaðist 13. ágúst, verður jarðsett frá Dómkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 22. ágúst kl. 10.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórir Ragnarsson,
Gunnar Snorrason.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför
VALDIMARS GUÐMUNDSSONAR,
Grænukinn 7,
Hafnarfirði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmundur Valdimarsson.
t
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem sýndu mér samúð við
andlát og útför systur minnar,
ÞÓRUNNAR ÞORSTEINSDÓTTUR
frá Gaularási,
A-Landeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks elliheimilisins Grundar, allra þeirra
er heimsóttu hana og til sveitunga hennar.
Guðmundur Þorsteinsson,
Ási, Hveragerði.
t
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SVEINEYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Sveinn Þorsteinsson, Hjördís Einarsdóttir,
Sólveig Þorsteinsdóttir,
Ólafur Þorsteinsson, Guðrún Björgvinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.